Morgunblaðið - 28.05.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.05.1938, Blaðsíða 5
Laugardagur 28. maí 1938. — - JfltcxrgtroMafcið-------------------------- Ötgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Rltetjörar: Jön KJartan«»on cr Valtjh Btefknaaon (fibyrnBarmaOuv). Auglýaingar: Árnl Öla. Ritstjörn, auglýalnKar og afrrelOala: Anaturatrati t. — Sfinl 1*00 Áskriftar*rja!d: kr. *,00 * m*nuOt 1 lausasölu: 16 aura alntakte — tl aura m«0 Laabök. HLUTLEYSI ÍSLANDS A?5rar þjóðir leggja um þess- ar mundir fram hundruð og þúsundir miljóna til aukins vígbúnaðar. Við íslendingar höfum á þessu annan hátt, ó- dýrari og einfaldari. Við höf- um lýst yfir ævarandi hlutleysi okkar í ófriði. Rjettarlega skoðað leggur þessi yfirlýsing ekki á okkur neinar kvaðir, fram yfir það, sem í orðunum felst. Ef til ófriðar dregur, skuldbindum við okkur til að sitja hlutlausir hjá, veitum eng- um lið og snúumst ekki gegn neinum. Við ætlumst til að hlutleysisyfirlýsing okkar sje skilin á þessa leið. Sá skiln- íngur annara þjóða á afstöðu okkar, á að vera okkur jafn- tryggur varnargarður og víg- búnaðurinn er hernaðarþjóðun- >um. Við skulum ekki gera ráð fyrir því, að okkur hendi nokk- urntíma sú ógæfa að brjóta hlutleysisyfirlýsing okkar á .„virkan“ hátt. En til þess að enginn vafi geti leikið á ein- lægni okkar í þessum efnum, verðum við að gera okkur ljóst, að með varúð verður að tala,. ekki einungis ef í ófrið slær, heldur og um þau efni, sem geta orðið tilefni ófriðar. Við getum ekki skákað í skjóli þess, að erlendar þjóðir láti sig engu skifta, það sem hjer er pískrað. Sá skilningur ,á afstöðu okkar væri líka niðr- andi fyrir okkur sjálfa, því hann táknaði, að erlendar þjóð- ir hlytu að líta á það sem hjer væri lagt til mála, sem „ómerk ómagaorð“. Nú vitum við, hvort sem okk-; ur er það Ijúft eða leitt, að er- lendar þjóðir hafa bæði augu og eyru opin fyrir því, sem hjer er birt og tálað. Að fenginni þeirri vitneskju, verða leiðtogar lýðsins að hafa gát á tungu sinni og penna. Skylt er að íslensk blöð vegi ummæli sín um viðkvæma at- burði erlendis, og þá ekki síst þegar í hlut eiga þjóðir, sem nauðsyn er á, að okkur sjeu vinveittar, vegna skifta við þau. En, án þess að dregið sje nokkuð úr þeim hættu, sem stafað getur af ógætilegum blaðaskrifum, er þó á það að líta, að slík skrif birtast á á- byrgð þeirra manna, sem að blöðunum standa, fremur en alþjóðarábyrgð. Ef ríkið sjálft gæfi út blað, sem talaði eins ógætilega um viðkvæm málefni annara þjóða og sum íslensku blöðin, yrði vafalaust ekki komist hjá miklum óþægindum. Nú gefur ríkið að vísu ekki út blöð. En ríkið rekur stofn- un, sem er að því leyti, áhrifa- meiri en blöðin, að hún nær til fleiri manna, en nokkurt ein- stakt blað. Þegar rætt er um varfærni í ummælum um er- lendar þjóðir, verða aðvaranirn- ar þessvegna fyrst og fremst að beinast til þeirrar stofnunar. Ríkisútvarpið er langdrægara en nokkurt annað útbreiðslu- tæki. Þessvegna ber að varast, að örvar þess særi þá, sem við viljum ekki eiga sökótt við. — Ríkið getur skorast undan á- byrgð á ummælum einstakra blaða. En það getur ekki skor- ast undan ábyrgð á ummælum þeirrai manna, sem Ríkisútvarp- ið launar til að hafa á hendi fræðslustarfsemi. Ríkisútvarpið hefir, eins og ríkið sjálft, lýst yfri hlutleysi. Hjer skal ekki um það rætt, hvort það hlutleysi er brotið, að því er snertir innanlands- mál. En yfir hinu má ekki þegja, að yfirlitserindi um er- lenda atburði, eru oft með þeim hætti, að engum, sem á hlýðir getur dulist pólitískt viðhorf þess er flytur erindin. Starfsmenn útvarpsins mega ekki nota aðstöðu sína til áróð- urs í innanlandsmálum. Hitt er þó miklu hættulegra, ef fræðsla þeirra um erlenda at- burði dregur nokkurn keim af áróðri. Það liggur í hlutarins eðli, að hjer verður skirrst við, að nefna dæmi þess, að teflt sje á fremsta hlunn í yfirlitserind- um um erlenda viðburði. En því skal hjermeð skotið til hlut- aðeigandi stjórnarvalda, að þau geri ráðstafanir til þess, að fyrirbygt sje, að starfsemi út- varpsins geti á nokkurn hátt valdið okkur óþægindum í við- skiftum við aðrar þjóðir. Ófrið- arhættan er um þessar mundir eins og falinn eldur, sem bloss- að getur upp fyr en varir. Ríki, sem hefir yfirlýsingu um ævar- andi hlutleysi sjer til varnar, má ekki leika sjer að því tundri sem kveikt getur bálið. Umræðuefnið í dag: IJtför Einars H. Kvaran. BÆJARBRUNI. Pann 23. þ. m. brann til kaldra kola bærinn að Svínaskógi á Fellsströnd. Eldurinn kviknaði út frá ol- íuvjel. Bóndinn, Sigurjón Hall- dórsson, sem býr þar aleinn, gekk eitthvað frá með gesti, sem kominn var, en nokkru síð- ar sáu þeir rjúka úr bænum. Var eldurinn þá orðinn svo magnaður að við ekkert varð ráðið. Símatæki og einhverju af rúmfötum varð þó bjargað, en öðru ekki. Bærinn var vátrygður, en innanstokksmunir ekki. Bær Halldórs Ólafssonar á Hvammstanga brann þ. 25. og misti eigandinn þar næstum alt sitt óvátrygt. Ókunnugt, er um eldsupptök. FÚ. MORGUNBLAÐIÐ Rithöfundurinn Einar H. Kvaran Eftir Vllhjálm Þ. Gislason r: INAR H. KVARAN fór lL ungur að yrkja. Hann sagfði lönsM seinna, að um eitt skeið æfi sinnar hefði sjer fundist hann þurfa fyr- ir hvern mun að yrkja og í einu æskukvæði sínu see:ir hann, að sjer sje það eins nauðsynleg-t eins og að draga andann. Hann beitti þá fyrir sig því formi, sem elst var og þroskað- ast hjá þjóðinni. Hann kvað kvæði. Hann kvað ýms falleg kvæði. En kveðskapurinn varð ekki listform hans til frambúð- ar og runnu að því ýms rök. Þrátt fyrir það, sem Ijóðrænt var í eðli hans alla tíð var hátta- meðferð eða hagmælska ekki höf uðeinkenni á málfari hans eða stíl, en hvorutveggja átti eftir að þroskast á sjerkennilegan og persónulegan hátt. Þar að auki kom fram hjer önnur Ijóðagerð um líkt leyti og kvæði Einars Kvaran, en það voru ljóðmæli Hannesar Hafstein, og með því nýjabragði, sem þá var á þeim, drógu þau að sjer meginathygli ljóðelskra manna. Einar Kvaran leitaði sjer fljót lega annars listforms en ljóðs- ins. Leit hans að nýju formi fyr- ir list sína og tilraunir hans með það eru eitt hið eftirtektarverð- asta -í ritferli hans. Hann sneri sjer að smásögum næst á eftir kvæðunum, fór síðan að fást við stórar sögur, og þá við leikrit, og um eitt skeið við sagnaflokka, eða samfeldar sögur. Hann hafði því fengist við allar þrjár höfuð- greinir fagurra bókmenta, ljóð- rænar, sagnrænar og leikrænar, jafnframt því sem aðstæður um- hverfisins og áhugamál sjálfs hans, í þátttöku hans í þjóðmál- um og leit hans að lífsskoðun, komu honum til þess að fást við enn fleiri form, blaðagreinina, ritgerðina og ræðuna. Þótt und- arlegt megi virðast, sættu þessi formbrigði Einars Kvaran, eða þessar tilraunir hans til þess að finna lífsboðskap sínum og list sem fjölþættast form, nokkurri gagnrýni, og það svo, að honum fanst hann þurfa að bera sjálf- ur fram varnir sínar og skýr- ingar (í Lögrjettugrein frá 1915). Nú hafa menn væntanlega fyr- ir löngu fyrirgefið Einar Kvar- an þessa fjölbreytni forms hans, hvaða skoðanir sem menn hafa á því efni, sem hann flutti. Hann hóf ritstörf sín undir merki raun sæisstefnunnar eins og hún birt- ist hjá Georg Brandes. Undjr merki hennar, segi jeg, öllu frem ur en í anda hennar, því að það er hvorttveggja, að menn hafa eflaust gert of mikið úr áhrif- um Brandesar á íslenskan skáld- skap og svo hitt, að það er eig- inlega vafasamt hvort Einar Kvaran hefir nokkurn tíma ver- ið realisti í skáldsagnagerð i mentastefnu, sem barist var fyr- ir á Norðurlöndum í æsku hans. Ef nokkur þeirra fjelaga var það, þá var það helst Gestur Páls son, og þó sagði Einar Kvaran um hann löngu seinna,að mann fyrirlitning Gests hefði verið svo að segja utan að lærð, en hann hefði haft rómantíska lukkuþrá. Sannleikurinn er sá, að „Verð- andi“ var ekki mjög mikilsvert verk í íslenskum skáldskap, og mennirnir, sem að honum stóðu, urðu mikilsverðir menn í ís- lensku þjóðlífi einmitt ekki síst fyrir það, hvernig þeir losuðu sig við sumt af því, sem „Verð- anda“ var upphaflega ætlað að flytja. Þrátt fyrir þetta höfðu stormar þessara tíma, á Hafn- arárum Einars Kvaran og fje- laga hans, vekjandi áhrif á ís- lenskt líf, þó að það væri ekki á skáldskapinn sjerstaklega. ís- lendingar áttu sem sje sitt eigið bókmentalega raunsæi fyrir þenn an tíma. En hinir ungu Brand- esarmenn, og einkum Hannes Hafstein, vöktu hjer í Reykjavík hvassa hreyfingu um önnur mál í þessu sambandi, einkum um þjóðernismál og trúmál, því að endurreisnin var undir því kom- in, sagði Hannes Hafstein í fyr- irlestri sínum 1880, að skáldin fengju nýjar hugmyndir og ný yrkisefni. Benedikt Gröndal, sem í einni óprentaðri ritgerð sinni andæfir „hinni merkilegu skáldskapar- skoðun Einars Hjörleifssonar“, kemst svo að orði í svarfyrir- lestri sínum til Hannesar Haf- stein, að „öll poesi er idealistisk, ef hún er það ekki, er hún eng- in poesi“. Jeg sagði, að Einar Kvaran gæti varla talist realisti á franska nítjándu aldar vísu, og hann mundi ekki heldur verða talinn idealisti á bókmentamæli- kvarða Benedikts Gröndal. Hann var samt eiginlega idealistiskur raunsæismaður á þjóðlega vísu, ef svo mætti segja. Spiritisma hans og leit hans að nýrri and- legri lífsskoðun má að vissu leyti skoða svo bókmentalega (og um aðra hlið hans fjalla jeg ekki hjer), að hún sje vottur um ide- alismann og jafnvel rómantíkina í eðli hans. Þetta var ekki nýtt í fari hans, þegar spiritisminn varð fyrst á vegi hans, og gelgjuskeið stefnunnar varð fyr- ir nokkurri gagnrýni. Þetta hafði komið fram í sögum hans, eins og Vonum og Vordraumi, og það átti eftir að verða að heilsteyptri lífsskoðun í einlægri leit hans að fótfestu og samræmi í lífinu og að listrænni heild í sögum hans og leikritum, án þess að verða að jafnaði til lýta á formi þeirra og efni. Hin nýja lífsskoðun Einars Kvaran, að tilveran hljóti fram- og hann segir í einni ritgerð sinni, var fyrst og fremst per- sónulegur sigur sjálfs hans. En hún var einnig listrænn sigur að því leyti, að hún fjekk honum „nýjar hugmyndir og ný yrkis- efni“, og olli þannig endurreisn í skáldskap hans, endurreisn fremur en byltingu, því að ým- islegt í þessa átt greri þegar í fyrstu sögum hans og kvæðum. í „Gulli“ skrifaði hann um sál- arfriðinn, um það, að „í sól sál- arfriðarins verður alt að gulli, líka reykjarsvæla mannlífsins og alt annað gull er mannssálinni fánýtt til frambúðar“. í „Sam- býli“ hefir hin nýja lífsskoðun hans náð hámarki: „Hann sá samtenging allrar tilverunnar eins og í einhverjum leiftur- ljóma skilningsins. Hánn sá, að enginn maður og enginn flokk- ur manna getur lifað fyrir sjálf- an sig einan, án þess að glata sjálfum sjer. Hann sá, að afleið- ingarnar af hverju andvarpi og hverju brosi, hverri synd og hverju sjálfsfórnarverki, fara um alla heima tilverunnar ... Hann sá nú, að það var af því að mennirnir hafa mist sjónar á þessu mikla lögmáli allsherjar- sambýlisins, að veröldin stóð nú í björtu báli ófriðar og níðings-' verka, og að hann var sjálfur skipbrotsmaður á strönd eilífð- arinnar“. Menn skyldu gjarnan taka eft- ir því, að E. Kv. talar þarna, í broddi þroskaára sinna með nýja lífsskoðun um ljóma skiln- ingsins, alveg eins og hann tal- aði í einu fyrsta æskukvæði sínu um það, að „eg yrki svo lengi sem eitthvað jeg skil og unað- ar sála mín nýtur“. í raun og veru var lítið dulrænt í list hans og skoðunum, eins og stundum hefir verið ætlað. Hann leitaði skilnings með skynsemi sinni. Sjálfsagt verður ennþá lengi deilt um þau úrlausn- arefni, sem hann fjekst við, eins og um þau var deilt á undan hon- 1 um. Það sem hann lagði til þeirra verður skoðað sem vottur um víðáttu áhugamála hans og um leit anda hans. En hans verður einnig fyrst og fremst minst sem listamanns, sem skálds. Persónur og frásagnarháttur sumra sagna hans er fyrir löngu orðinn klassiskur. Fimleiki og næmleiki frásagnarlistar hans er mikill og mark-viss og persónu- einkenni á bestu sögumönnum hans mjög lifandú Bestu stíls- og formseinkenni sagna hans koma fremur. fram í innileik og fjöri frásagnarinnar, eink- um í samtölum, heldur en í sagnrænni breidd og krafti lýsinganna. Lipurð samtalanna undir eins í fyrstu sögunum FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU skilningi þeirrar frönsku bók- f ar öllu öðru að vera andleg, eins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.