Morgunblaðið - 24.11.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.11.1954, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 24. nóv. 1954 MOKGUNBLAÐIÐ Gunnreifur garpur og meistari tungunnar ÞEIR menn týna nú óðum töl- unni, sem voru frumherjar í frelsis- og sjálfstæðisbaráttu þjóð ar vorrar á fyrsta þriðjungí þess- arar aldar og settu svip sinn á stjórnmálalífið í landinu á þessu tímabili. Þessar ótrauðu frelsíshetjur vorar, gunnreifu og rismiklu bar- áttumenn settu markið hátt. Bar- átta þeirra fyrir þjóðfrelsi íslend- inga var þeirra hjartans mál, og þeir lögðu alla sál sína í starfið. Hjá þeim logaði hugsjónaeldur- inn glatt, enda var eldsneytið hitamikið: manndómur, þjóð- rækni og draumur um hagsæld og bjarta framtíð frjálsrar þjóðar. Ýmsum þessara forystugarpa vorra hefir enzt aldur til þess að sjá hugsjónir sínar rætast. Sterka óbifanlega trú sína á sigurmátt þjóðar sinnar verða að veru- leika. Einn hinn glæsilegasti þjóðskörungur vor á sviði stjórn- málanna á þessu tímabili, Bene- dikt Sveinsson fyrrverandi for- Beti, er til moldar borinn í dag. Sjálfstæðisbarátta fslendinga er frá öndverðu reist á tveim megin stoðum: hugrekki og bjarg fastri trú á framtíð lands og þjóðar. Þeim var lengst af tor- sótt leiðin til metorða og efna- legs öryggis, sem réðu það við sig að helga sjálfstæðisbaráttunni líf sitt og krafta og kosta kapps um að leysa af þjóðinni viðjar erlends valds. Það var því ekki öðrum hent en þeim, sem voru skapfestumenn miklir að gjörast brautryðjendur á þessu sviði og sverð og skjöldur þjóðar sinnar. Þetta hlaut Benedikt Sveins- syni að vera ljóst, svo vel sem hann þekkti til um gang sögunn- ar, þegar hann á unga aldri að loknu stúdentsprófi einsetti sér að helga þjóð sinni líf sitt og krafta á vettvangi stjórnmál- anna. Eins og nærri má geta um jafn- skarpgáfaðan hæfileikamann og Benedikt Sveinsson var, hefði honum ekki orðið torsótt leiðin að því að ljúka embættisprófi, er tryggði honum og fjölskyldu hans fasta og örugga stöðu í embætti. En í stað þess að láta hið áhættuminna og tryggara hlutskiptið ráða, þá skyldu stjórn málin sitja í fyrirrúmi. Svo glatt brann hinn innri eldur, tendraður af frelsisþrá hins unga manns, og svo sterk var þráin til þess að geta skapað þjóð sinni þau skil- yrði í landi sínu, er hæfðu mann- dómi hennar og framfaraþrá. En frumskilyrði þess, að þetta mætti takast, var að leysa af þjóðinni viðjar hins erlenda valds, er ver- íð höfðu henni fjötur um fót í margar aldir. Upp úr aldamótunum, þegar Benedikt hóf sókn sina, hefst nýr þáttur í stjórnmálasögu íslend- ínga. Þótti mörgum hinna yngri manna óvænlega horfa um sam- band vort við Dani, eftir að Al- þingi hafði samþykkt frumvarp Albertis. En samkvæmt því skyidu islenzk mál borin upp í ríkisráði Dana og fleira var þar, sem skerti mjög sjálfsákvörðun- arrétt íslendinga. Um þessar mundir var Land- varnarflokkurinn stofnaður. Var Benedikt einn af aðalhvatamönn- -um þess og ritstjóri Ingólfs, blaðs þess, er út var gefið á vegum flokksins. Þar var birt stefna fiokksins: fullt stjórnarfarslegt frelsi' -til handa fslendingum. Hófu Landvarnarmenn þegar harða sókn. Boðskapur þeirra átti í öndverðu mikinn hljóm- grunn með þjóðinni. En vissu- lega orkaði það miklu til þess að hefja boðskap þenna til flugs, hve frábærlega ritsnjall og orðhagur Benedikt var. Tek ég hér upp dálítinn kafla úr grein sem Bene- dikt skrifaði í Landvöm 18. júní 1905. „Vér ættum að hyggja að því, Benedikft Sveinsson iyrrum calgnngisforseii KveÖjuorð frá formanni Sjálfstœðisflokksins Benedikt Sveinsson hvort það muni sjálfum oss og sambandinu [við Dani] hollast að láta þegjandi traðka rétti vor- um, svo sem nú er gert. Eða er svo til stofnað hins nýja stjórn- arfars hér í landi, að vænta megi hagsældar og þroska þjóðlífs vors. Þessu getur hver og einn svarað sjálfum sér. Valdboð Albjarts með vöndinn og auð- mýkt Alþingis er höggvin í marmara fyrir hugskotssjónum þjóðarinnar og ávextirnir eru farnir að koma í ljós: lagabrot á lagabrot ofan til ániðslu fyrir land og lýð, en hagsmuna fyrir útlent vald og yfirdrottnun.“ Og enn harðnaði deilan, unz lagt var til höfuðorustu 1908, þegar uppkastið var á ferðinni. Við þær kosningar, sem þá fóru fram, kom í ljós hve rík ítök boðskapur þeirra Landvarnar- manna átti með þjóðinni, enda kolféll uppkastið á næsta þingi. Við þessar kosningar var Bene- dikt í kjöri í Norður-Þingeyjar- sýslu og hlaut þar kosningu. Sat hann upp frá því óslitið á þingi fyrir Norður-Þingeyinga til árs- ins 1931. Benedikt Sveinsson gekk til atlögu í þjóðfrelsisbaráttu ís- lendinga með eldmóð í hjarta. Hann var hvorttveggja í senn aðsópsmikill og gunnreifur bar- áttumaður, í ræðu sem riti, jafnt í sókn og vörn. Hann var gædd- ur þeim sannfæringarkrafti fyrir þann málstað, sem hann hafði helgað sér, er mjög orkaði á hvern þann mann, er á hann hlýddi eða greinar hans las. Það duldist engum, að á bak við hvert orð og hverja setningu var heill hugur, umbúðalaus hreinskilni í hvivetna og krókalaust stefnt að settu marki. Benedikt talaði og reit hreint og þróttmikið mál. fslenzkan lék honum á tungu. Hann sameinaði hverjum manni smekklegar fornt og nýtt mál, sem gneistaði af í meðförum hans. Hafa aðrír íslendingar ekki leik- ið slíkt síðan Guðbrand Vig- fússon leið. Þótt rimman yrði löngum hörð í stjórnmálunum og sókzt væri á af kappi miklu og eigi spöruð þung högg og stór, þá brást Benedikt aldrei sú bogalist að vera hverjum manni háttvísari og drengilegri í vopnaburði. Eng- um manni vildi hann vísvitandi rangt gera eða nota bellibrögð málstað sínum til stuðnings. Var skapgerð hans öll og drengskap- ur slikur, að hann kaus ávallt að flytja mál sitt fyrir opnum tjöld- um og ganga beint til verks. Taldi hann eigi góðum málstað sæma að á annan veg væri að unnið, enda var undirhyggja ekki til í fari hans. Þótt eggiar Benedikts í málsennu væru löng- um hárbeittar og spjótalögin stundum sár, gréru sviðasárin skjótt, því að allir vissu, jafnt andstæðingar hans sem aðrir, hver drengskaparmaður hann var. Eins og fyrr greinir, var með stofnun Landvarnarflokksins 1902 efnt í fyrsta sinni á landi hér til pólitískra samtaka, sem tóku á stefnuskrá sína endur- heimt stjórnarfarslegs fullveldis vors. Það tók íslendinga fjóra áratugi að leiða þessa stefnu til sigurs. Ef til vill getum við ekki nú eítir á gert okkur til hlítar grein fyrir því, hve ríkan þátt I hinn látni þjóðmálaskörungur | átti í því að leiða þetta fjörutíu ára stríð til lykta með fullum sigri vorum. Það fer löngum svo, að tilfinningin fyrir slíku slæv- ist nokkuð, þegar af mönnum rennur móðurinn. En í augum íslendinga er og verður Benedikt Sveinsson ávallt slík höfuð- kempa að það getur aldrei tví- mælis orkað, að þáttur hans í þeirri sigurgöngu er harla ríkur. Auk annars atgervis Benedikts Sveinssonar sem stjórnmála- manns, er drepið hefir verið á hér að framan, er ótalinn sá megin styrkur hans að hvika aldrei frá settu' marki, hversu öndverðlega sem vindurinn blés, og gjalda varhuga við öllu því í samning- um, er orkað gæti tvímælis og siðar, er til kastanna kæmi, ef til vill orðið málstað vorum að fótakefli. Svo fast og öruggt var taumhald Benedikts jafnan á málstað íslendinga, hvað sem á dundi. Mætti vel heimfæra um starf BENEDIKT SVEINSSON, fyrr- um þingforseti, var sá af for- ingjunum í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á fyrsta þriðjungi þessarar aldar, sem margir munu telja verið hafa þjóðlegastan og þjóðhollastan, ódeigastan og að- sópsmestan, um margt mikilhæf- astan og því einn hinna allra á- hrifaríkasta í hópi þeirra mörgú ágætis manna, sem þá fóru í far- arbroddi í sókn íslendinga til fullra yfirráða allra sinna mála. Var og Benedikt gáfumaður mik- ill, vel að sér um margt en einkum þó sögu þjóðarinnar, bók- menntir og tungu, málsnilld hans var sérstæð og glæsimennska og ljúfmennska einstök. ★ Þegar Benedikts Sveinssonar var minnzt á Alþingi daginn eft- ir ahdlát hans, lét forseti svo um mælt: „Mun almælt, að ekki hafi sköru- legri maður né virðulegri setið í forsetastól á Alþingi". Vissulega er hér fast að kveðið en okkur, sem kynntumst Bene- dikt Sveinssyni í forsetastóli og lutum stjórn hans, þykir vænt um þennan dóm. ★ Fyrstu kynni mín af Benedikt Sveinssyni eru frá fyrsta áratug þessarar aldar. Hann kenndi okk- ur, sem þá munum hafa verið í 6. bekk barnaskólans, íslenzku í nokkra mánuði. Fæstir okkar drengjanna voru sérlega nám- fúsir en við lærðum flestir mikið í móðurmálinu á stuttum tíma af Benedikt, og var í okkar hópi „almælt, að ekki hefði skörulegri maður“ né skemmtilegri setið í kennarastól í okkar skóla. Síðar bar fundum okkar Bene- dikts Sveinssonar oft safnan. Ég sá hann og heyrði á stjórnmála- fundum, átti sæti á þingi hin síð- ari forsetaár hans ogeftir að hann. hætti virkri þátttöku í stjórn- málum, prýddi hann jafnan hina meiriháttar fundi Sjálfstæðis- flokksins með nærveru sinni og stundum með fundarstjórn. Þori ég að staðhæfa að „almælt er, að ekki hafi skörulegri maður né virðulegri" setið á fundum Sjálf- stæðisflokksins en Benedikt Sveinsson. ★ Þótt Benedikt Sveinsson væri nær 77 ára er hann hné í valinn og heilsan ekki sem ákjósanleg- ust hin síðustu missirin, myndi hann hafa kosið sér lengri líf- daga. Æfikvöldið hafði verið gleðiríkt.Hann hafði séð helgustu hugsjónir sínar rætast og flest annað hafði gengið honum í hag- inn. En enginn má sköpum renna, og ekki held ég að hann hefði kosið sér betra hlutskipti en að vera glaður og reifur til hinztu stundar. ★ Vil ég nú að leikslokum þakka honum störf hans og þá einkum á vettvangi freisisbaráttunnar. Veit ég að undir þær þakkir taka allir þeir íslendingar, sem meta sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar. Við Sjálfstæðismenn þökkum þessum öðlingi samstarfið. Við höfum lengi litið á hann sem sjálf kjörinn heiðursforseta flokks'* okkar, enda er á engan hallað þótt staðhæft sé, að engum eigi Sjálfstæðisflokkurinn jafn mikið upp að unna sem Benedikt Sveins syni, konu hans frú Guðrúnu Pét- ursdóttur og niðjum þeirra. Ólafur Thors. Benedikts sjálfs það, sem hann sagði eitt sinn í ræðu, er hann hélt fyrir minni Jóns Sigurðsson- ar forseta. Fórust honum orð á þessa lund: „Hann sveigði aldrei frá réttu máli til að koma sér í mjúkinn hjá stjórn eða öðrum valdhöfum. Ræður hans og rit voru aldrei aðgöngumiðar að embættum eða bitlingum. Hann lagði ekki árar í bát, þótt það, er hann krefðist landinu til handa, væri talið „ófáanlegt". En svo var lengi vel um flest það, er hann barðist fyrir. Hann fór ekki að því, hvað í boði var hjá Dönum, heldur hinu, hvað réttur og sæmd og gagn þjóðarinnar krafðist, að heimtað væri.“ Þetta gæti eins verið lýsing á starfi Benedikts sjálfs, — svo náinn er skyldleikinn á stefnu og starfsháttum þessara tveggja þjóðskörunga vorra. Benedikt varð ungur gagntek- inn af þrótti og fegurð íslenzkrar tungu eins og hún birtist í gull- aldarbókmenntum vorum. Var honum forntungan svo tiltæk, að hann gat flutt hiklaust ræður á því máli eingöngu án þess að það legði nokkrar hömlur á þá mælsku, sem honum var í brjóst borin. Flestum íslendingum samtíð- ar sinnar mun hann hafa verið betur að sér í fornsögum vorum. Var honum svo kunnugt efni og mál margra þeirra spjaldanna á milli, að hann gat þulið upp úr sér utanbókar heila kafla, nærri hvar sem niður var gripið. Átti hann ásamt Valdimar Ásmunds syni hlut að því með Sigurði bóksala Kristjánssyni að gera íslendingasögurnar svo úr garði, að þær gætu orðið almennings- eign. Var það gott verk og þarft að opna almenningi greiða leið að þessum fjársjóði tungu vorrar. Bjó Benedikt margar útgáfur þessar undir prentun. Þessar út- gáfur Islendingasagnanna munu hafa flutt nafn Benedikts inn á flest heimili í landinu. Ennfremur sá Benedikt um útgáfu á tveimur síðari bindum Sturlunga-safns- ins. Er sú útgáfa talin vera með ágætum af hendi leyst og nafn- skráin samin af mikilli nákvæmni og þekkingu og fullkomnari en samskonar skrár í hinum vísinda- legu útgáfum þessa mikla rit- verks. Um söguþekkingu Benedikts segir Árni prófessor Pálsson í afmælisgrein, sem hann reit um Benedikt sextugan- „Ennþá elskar þú íslenzk fræði yfir allt fram — og hefir þar komið auga á margt, sem enginn hefir áður séð — heyrt margt og skilið margt, sem öðrum hefir verið dulið.“ Benedikt Sveinsson var láns- maður í lífinu. Honum auðnaðist það gifturíka hlutskipti að verða um sína daga stórvirkur og þrótt- mikill þátttakandi í því að leiða þjóð sína út af eyðimörk einangr- itnar og fásinnis yfir á grænar grundir velmegunar og sjálf- stæðis. Fyrir daga Benedikts var það hlutskipti íslendinga að eiga ekki annan málsvara á erlendum vettvangi en þjóð, er taldi sig hafa drottinvald yfir landinu án þess að gera sér nokkru sinni far um að skilja þarfir og þrár fólksins sem landið byggði. Þá urðu íslendingar að lifa á annarra Framh. á bla. 1Q ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.