Morgunblaðið - 28.07.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.1959, Blaðsíða 2
monr rrNTtr. 4ðib Þriðjudagur 28. júli 1959 Faðirinn hugðist nema son sinn á hrott með sér utan Yfirheyrsla 1 gærdag er lýst var eftir mann inum, sem stolið hafði drengn- um, kom brátt í ljós, að feðg- arnir voru staddir á Keflavíkur- hótelinu og komst lögreglan þar í málið, og flutti manninn og drenginn hingað til Reykjavíkur og í gærkvöldi hófst svo yfir- heyrzla hans hjá rannsóknarlög- reglunni. Það kom fljótlega glöggt fram, að þeim hjónum ber ekki saman um aðdragandann að því, að þau slitu samvistum. Maðurinn sagði, Barnsránsmál kært til rannsóknar- lögreglunnar i gærdag RANNSÓKNARLÖGRELGAN fékk í gærdag í hendur óvenjulegt mál til meðferðar — barnsránsmál. — Faðir drengs á þriðja ári nam drenginn á brott með sér í gær- morgun, en faðirinn og móðir drengsins, sem bjuggu úti í Danmörku hafa slitið samvistum. Drengurinn fannst síð- degis í gær suður á Keflavíkurflugvelli í gæzlu föður síns. Forsaga málsins, en rannsókn þess var skammt á veg komin í gær, er sú að í gærmorgun var litli drengurinn, sem hér um ræðir, settur út á grasblett við húsið Laugateig 10. Móðir hans Þorbj örg Jósefsdóttir er þar til húsa. Brottnámið Um klukkan 10,30 nam bíll staðar við húsið, maður vatt sér út úr bílnum og að drengn um litla sem hafður var í tjóðri, svo hann færi ekki út á götuna. Maðurinn skar á bandið og tók drenginn með sér og ók á brott. Ekki talaði hann við neinn þar í húsinu. En úti r blettinum fannst bréf miði sem var stílaður til Þor- bjargar móður litla drengsins. Miðann hafði faðir drengsins, danskur maður Leif Ji hansen skrifað henni og þar stóð að hann hefði tekið drenginn og myndi fara með hann með sér til Danmerkur. Þorbjörg og Leif, sem bjuggu saman úti í Danmörku, höfðu slitið samvistum og hún farið hingað heim með drenginn, áður en endanlega var frá skilnaði þeirra hjóna gengið jg mun hún eigi hafá fengið samþykki föður drengsins fyrir því, að hún tæki hann með sér hingað. ár Kom til að sækja drenginn Leif Johannsen 'iafði komið hingað til lands á laugardaginn var með flugvél frá PANAM-fé- laginu og var hann r. eð far- miða sem hljóðaði upp á ferð heim til Kaupmannahafnar aft- ur árdegis í dag. Hér í Reykjavík hafði hann búið á Hótel Vík, en eitthvað mun hafa verið athugavert við nafnið sem hann gaf upp á sjálfum sér, þá er hann lét inn- rita sig til gistingar á Vík. i Köttur veldur | 1 bílveltu i \ \ AKUREYRI, 27. júlí. — Laust | : eftir klukkan hálf niu á s sunnudagskvöldið var lítilli S i Opel bifreið ekið sem leið ligg \ ! ur eftir veginum við Skúta i s i Glerárhverfi. I»á vildi það j i skyndilega til, að köttur einn ^ 1 hljóp upp á veginn í veg fyrir s , bifreiðina. Ökumaður hugðist S i sveigja framhjá kettinum, fyr- ^ • ir afan hann, en í sama mund ( j sá hinn síðarnefndi, að hann S i hefði gerzt fulldjarfur og sneri • i við á miðri leið og hljóp nú j \ sem fætur toguðu í sömu átt j S og hanu hafði komið úr. Bilið • S milli bíls og kattar minnkaði j • óðum, og ökumaður neytti nú S S síns ítrasta, til þess að forða ^ S kettinum frá f jörtjóni. Sveigði j | hann snögglega yfir á hina veg S S arbrúnina — — en ók full- 5 S langt og skipti það engum j ) togum, að bifreiðin fór út af s S brúninni og valt. Sem betur j j fór urðu engin meiðsli á fólki, j | en bifreiðin skemmdist hins S ‘ vegar mikið. — Fréttaritari. j að Þorbjörg hefði farið hingað til íslands, án þess að láta sig vita um það fyrir fram. En eftir að hingað kom, hafi hún skýrt sér frá því, að hún mundi ekki koma aftur til Danmerkur. Skilnaður þeirra hefur og ekki gengið end- anlega fyrir sig að lögum enn — Yfirheyrzlunni lauk ekki fyrr en laust fyrir kl. 10 í gærkvöldi. Barnið afhent móðurinni Barnið var í gærkvöldi, gegn mótmælum föðurins, afhent móðurinni til umsjár. En koir.ist ekki á sættir í málinu, er líklegt að það verði að reka fyrir dönsk- um dómstóli. Um áframhald máls ins fyrir dómstólum hér, var allt í óvissu í gærkvöldi. Þau hjónin, sem bæði eru ung að árum, voru gefin saman í Dan- mörku árið 1957 og hafa verið búsett í Glostrup síðan Sonurinn, sem þau nú deila um umráða- rétt yfir, fæddist ytra og er nú á 3ja ári. Hann heitir Steen Johan- sen. 1 afgreiðslu bókaverzlunar Sigfúsar Eymundssonar í Morgun- blaðshúsinu. — Stórtjón af karfa- skemmdum í togurum HAFNARFIRÐI — Síðustu daga hefir verið landað úr allmörgum togurum hér, sem komið hafa af karfamiðunum við Nýfundna- land, flestir með fullfermi. Er hér um að ræða bæði togara héðan úr bænum og einnig utanbæjar, svo sem Gerpi og Siglufjarðar- togarana Elliða og Hafliða. En allur afli þessara togara, sem var geysimikill, fór undantekningarlaust í fiskimjölsvinnslu í stað frystihúsanna. Og sömu sögu er að segja um togara, sem landað lefir verið úr í Reykjavík. slóðum, sem hann er veiddur er mjög hlýr g einnig að togararn- ir séu ekki með nægilega mikið magn af ís. Segja kunnugir að skipin taki nú yfirleitt ekki meira af ís en gömlu togararnir tóku í hverja veiðiferð. Svo verði að sjálfsögðu að taka tillit til árs- tímans. Bæði hitinn í sjónum og hin langa sigling útheimti að sjálfsögðu meiri ís en á kaldari árstíma. — G.E. Er hér um gífurlegt tjón að ræða bæði fyrir útgerð og sjómennina, sem fá munu minni hlut fyrir veiðiförina þegar aflinn fer til vinnslu í mjölverksmiðju. Útgerðin fær þá eina krónu fyrir kilóið en kr. 1,85, sem fer til flök- unar. Þá hefir vinna legið niðri í frystihúsunum af þess um sökum, en hefði að öðrum kosti orðið afarmikil síðasta hálfan mánuðinn. Það, sem einkum er talið að valdi hinum miklu skemmdum á karfanum, er að sjórinn á þeim — Almenna bóka- félagið Framh. af bl. 1. gylltu bandi 2 rd. Þúsund og ein nótt öll 3 rdl., Sava 48 sk. o. s. frv. — „samt ýmsar útlendar bækur og landakort". Hinn 1. janúar árið 1909 keypti Pétur Halldórsson verzlunina. — Jók hann þegar útgáfuna til muna, og má t. d. nefna af ýms- um kunnugt bókum, sem hann gaf út: íslenzk dýr I—III, þ. e. Fiskarnir, Spendýrin og Fuglarn- ir, eftir dr. Bjama Sæmunds- son, og hina þýzk-íslenzku orða- bók Jóns Ófeigssonar. — Tíu ár- um síðar, eða 1919, keypti Pétur Halldórssonar húseignina Aust- urstræti 18, þar sem verzlunin hefir lengst starfað. — Breytti hann húsinu og opnaði verzlun- ina þar 17. desember 1920. „Nærkonuhúsið" — „Bláa augað“ Þetta gamla og kunna hús var byggt af Eyþóri Felixsyni, kaup- manni, um 1876. A lóðinni hafði áður staðið timburhús, sem reist var um 1820 og var þá nefnt „Nærkonuhúsið", sökum þess, að aðal-yfirsetukona bæjarins bjó þar. — Bjöm Pétursson sagði eftirfarandi sögu til gamans í þessu sambandi: — Á árunum 1860—68 var greiðasala í húsinu, Lagaríoss í árekstri við þýzkt flutningaskip HARALDUR ÓLAFSSON, skipstjóri á Lagarfossi, hefur sent Eimskipafél. íslands skeyti um, að skip hans hafi lent í árekstri á hafi úti, við annað skip. Ekki hafði orðið slys á skipsmönnum eða farþegum, og getur Lagarfoss haldið förinni áfram hingað heim og er hann væntanlegur í vikulokin. Þýzka skipið stórskemmdist Þessi árekstur hafði átt sér 1 Dagskrá Alfaingis I DAG er boðaður íundur í sam. Alþingi kl. 1,30. — Eitt mál er á dagskrá: Byggmgarsjóður ríkis- ins, frv. — Hvernig ræða skuli. Prófessor Jóhann Uannesson Séra Jóhann llann- esson skipaðnr prófessor SAMKVÆMT tillögu mennta- málaráðherra skipaði forseti ís- lands síra Jóhann Hannesson hinn 24. þ. m. prófessor i guð- fræði við Háskóla íslands frá 1. ágúst nk. að telja. Frá Menntamálaráðuneytinu. Eldur á tveim stöðum — t]óm lítið Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ, laust fyrir klukkan 10, var slökkviliðið kvatt að Gagnfræðaskólanum við Réttarholtsveg, vegna elds, sem vart hafði orðið í geymsluskúr byggingafélagsins Brú hf. þar í nánd. Nokkur eldur var í austur- gafli skúrsins, en hann var slökkt ur á skammri stundu, og var talið að skemmdir væru ekki veruleg- ar. Líklegt þótti að um íkveikju hefði verið að ræða. — í gærdag var slökkviliðið svo kvatt að Hringbraut neðan við Landsspít- alann, þar sem verið var að vinna við logsuðu í hitaveitustokk. Hafði eldur kviknað í pappaein- stað á laugardagsmorgun, suð- ur af Nova Scotia á austur- strönd Kanada. Hitt skipið er þýzkt vöruflutningaskip um 4000 tonn, Lagarfoss er 2900 tonn, og hafði þýzka skipið laskazt svo mikið, að fenginn var dráttarbátur til þess að fylgja því til hafnar. Um skemmdir á Lagarfossi er ekki vitað, og skipstjóri grein- ir ekki frá þeim í skeyti sínu til Eimskipafélagsins, en þær virð- ast hafa orðið miklum mun minni en á þýzka skipinu, því ekki hafði neinn leki komið ao skipinu og ráða menn það af skeytinu, að skemmdirnar séu ofan við sjólínu. Lagarfoss er á leið frá New York. Þormóður goði á veiðar aftur TOGARINN Þormóður goði kom til Reykjavíkur í gær frá Þýzka landi. Þar hefur farið fram gagn gerð viðgerð á vélum skipsins. angrun. Hann var slökktur strax j Mun togarinn væntanlega hefja og urðu skemmdir Utlar. J veiðar nú bráðlega. og segir dr. Jón Helgason, bisk- up, í bók sinni, Reykjavík 1786 —1936: „Á dögum Vigdísar var oft gleðskapur mikill í þessu húsi. Hún hafði veitingasölu í húsinu og mun stundum hafa selt gestum sínum áfengi á laun. Lenti þá ósjaldan í ryskingum í stofum hennar, er gestir, sem oftast voru erlendir sjómenn, gerðust ölvaðir, og var hús þetta því einatt í spaugi kallað „Bláa augað“.“ Framtíðaraðsetur verzlunar- innar og AB Eyjólfur K. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Almenna bókafé- lagsins, sagði að um sl. áramót, er fyrirtækið hefði verið rétt 50 ár í eigu Péturs Halldórssonar og fjölskyldu hans, hefði náðst samkomulag milli eigenda þess og stjórnenda AB, að bókafé- lagið tæki við rekstri verzlunar- innar og samvinna yrði um það milli félaganna, að byggja upp á lóðinni Austurstræti 18 „fram- tíðaraðsetur fyrir hina grónu bókaverzlun og rekstur Almenna bókafélagsins, sem nú er orðinn allumfangsmikill“. — Kvað hann fjárfestingarleyfi til byggingar- framkvæmdanna hafa verið veitt fyrir skömmu. Síðan fórust Eyjólfi K. Jóns- syni svo orð: „Á neðstu hæð hinnar nýju byggingar verður bókaverzlunin og afgreiðsla Almenna bókafé- lagsins á nálægt 200 ferm. gólf- fleti, en á efri hæðunum skrif- stofur. Þar til bygging þessi hef- ur risið af grunni mun afgreiðsla Almenna bókafélagsins hins veg- ar verða áfram í Tjarnargötu 16, en við, sem vinnum fyrir félagið, gerum okkur vonir um, að hið nýja aðsetur við aðalgötu bæjar- ins muni mjög bæta hág félags- ins og leiða til aukinnar starfa þess. Mér er ljúft að nota þetta tækifæri til að þakka, fyrir hönd Almenna bókafélagsins og Stuðla h.f., þeim eigendum þessa merka fyrirtækis, sem gert hafa kleift að tengja félag hins nýja tíma hinum gamla, og vona og treysti að sú samvinna, sem hér hefur verið stofnað til, verði öll- um til heilla.“ Bókamarkaður Á fimmtudagsmorguninn verð- ur opnuð útsala á gömlum bók- um í fyrra húsnæði „Eymund- sens“, og stendur hún til hádeg- is á laugardag. — „Mun þar kenna margra grasa“, sagði Björn Pétursson í gær. Á bóka- markaði þessum verður einnig einnig hægt að fá keyptar allar útgáfubækur Almenna bókafé- félagsins, ásamt öllum heftum Félagsbréfs, fyrir þá, sem um leið gerast félagar í A.B. — Sum- ar þessara bóka eru nú alveg á þrotum, svo og fyrstu hefti Fé- lagsbréfs, enda sagði Eyjólfur K. Jónsson, að 1 upphafi starfs AB hefði ekki verið gert ráð fyr- ir nema rúmum helmingi þess félagsmanna, sem nú væru í fé- laginu. Hefði því skjótt gengið á birgðir þær, sem ætlaðar hefðu verið til seinni tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.