Morgunblaðið - 09.03.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.03.1962, Blaðsíða 6
6 MORGVl\fíLAÐIÐ Föstudagur 9. marz 1962 Hafin framleiðsla á Sigló síldarvörum Niðurlagningarverksmiðjan reist a 5 mdn. SIGLUFIRÐI, 8. marz. — í dag tók til starfa niðurlagningarverk- smiðja á síld á vegum Síldarverk smiðja ríkisins og var fréttamönn um og blaðamönnum boðið að skoða verksmiðjuna. Hráefni sem aetlunin er að vinna með til að byrja með eru 400 tunnur og verður fyrst um sinn aðeins um sýnishornafram- leiðslu að ræða, sem ætlunin er að kanna erlendan markað fyT- ir, þó einhver hluti framleiðsl- unnar verði boðinn til sölu á innlendum markaði. Framleidd- ir verða gaffalbitar í 5 mismun- andi kryddsósum, þ. e. vínsósu, lauksósu, tómatsósu, dillsósu og ávaxtasósu. Verða notaðar tvær dósastaerðir, 40 gr. og 90 gr. dós- ir. í>á verða lögð niður flök í vín sósu í tveggja og 18 flaka dósir. Verðmæti síldarinnar margfald- ast að sjálfsögðu við að leggja hana í dósir. Vilhjálmur Guðmundsson, framkvæmdastjóri SR gerði í stuttu máli grein fyrir aðdrag- anda og stofnun verksmiðjunn- ar, en hann hefur borið hita og þunga undirbúningsstarfsins, sem væntanlega verður vísir að nýrri og blómlegri atvinnugrein í ísl. fiskiðnaði. Hann hóf mál sitt á því að niðursuða og niður- lagning sjávarafurða væri tiltölu lega stutt á veg komin hér á landi. Þó hefðu verið reistar nokkrar verksmiðjur en árangur af starfi þeirra orðið mirmi en vonir stóðu til. Aðallega hefði til þessa verið framleitt fyrir inn- lendan markað, þar eð örðug- lega hefði gengið að ná fótfestu á mörkuðum erlendis. Sagði hann að fyrir um það bil ári hefði stjórn. S.R. með stuðningi Emils Jónssonar sjávarútvegs- málaráðherra hafið undirbúning að byggingu verksmiðju til nið- urlagningar á kryddsíld og syk- ursíld í dósir. Leitað var aðstoð- ar Carls S. Hansens, verkfræð- ings í Stafangri, sem hefur stað- góða þekkingu á niðursuðuiðn- aði. Byggingarframkvæmdir hinn- ar nýju verksmiðju hófust fyrir ca. 5 mánuðum og hófst í dag til- raunastarfsemi í fjórðungi bygg- ingarinnar. Sigvaldi Thordarson arkitekt teiknaði byggingar en verkfræðistofa Sigurðar Thorodd sen annaðist útreikninga. Bygg- ingarmeistari var Fáll Jónsson, sem vann sitt verk af sérstökum dugnaði, þar sem hann hefur nú reist 3 þús rúmm. byggingu á 5 siglfirskum vetrarmánuðum. Ljúffengasta síld Vörumerki hinnar nýju fram- leiðslu verður Sigló og á nafnið að minna á þann stað sem í ára- raðir hefur verið miðstöð ís- lenzkrar síldariðju. Dósaumbúð- ir eru búnar til í Stafangri og lit prentaðar í fjórum litum, en fyr- irhugað er að í framtíðinni verði dósirnar smíðaðar hér á staðn- um. Teikningar og áletranir gerði Atli Már. Norskur sérfræðingur, Bernt T. Björnsson frá Stafangri, verður til aðstoðar fyrst um sinn. Verksmiðjustjóri verður Ólafur G. Jónsson, sem mun hafa starf- að hjá Mötu í Reykjavík undan- farin ár. Vélakostur verksmiðj- unnar er, nú sem stendur, lokun- arvél og þvottavél. Önnur vinna er handunnin, aðallega af stúlk- um. Fréttariturum var boðið að smakka á hinni nýju framleiðslu og þó þarna væru fréttaritaraT frá ólíkum blöðum og stjórn- málaflokkum, urðu þeir þó all- ir á eitt sáttir um það að ljúf- fengari síld hefðu þeir aldrei áð- ur bragðað. Bæjarstjóri, Sigurjón Sæ- mundsson, tók til máls við þetta tækifæri og árnaði fyrirtækinu heilla og Jóhann Torfason þakk- aði boðið fyrir hönd fréttaritar- anna. Þá tók einnig til máls Jó- hann Möller, varaformaður verk- smiðjustjórnar. — Stefán. Bergman kemur ekki Blaðið spurði þjóðleikhús- stjóra í gær hvort af því verði 1 að leikkonan Ingrid Bergman I og maður hennar, Lars Smidt, komi til landsins til að vera viðstödd frumsýningu á söngleiknum „My Fair Lady“ Lars Smidt hefur sem kunnugt er sýningarréttinn á leiknum í Evrópu og hafa þau hjónin oft verið við frum sýningamar og höfðu látið orð falla um að þau hefðu gaman af að koma til íslands. Sgði Þjóðleikhússtjóri að 1 þau hjónin hefðu tilkynnt að þau sæju sér ekki fært að koma. Bingóskemmtanir ti ágóða fyrir söfnunina vegna sjóslysanna Skátar fara um bæinn í kvcld NEFNDIN, sem hefur forgöngu um söfnun hér í Reykjavík, vegna hinna tíðu sjóslysa að und anförnu, boðaði fréttamenn á sinn fund í gær. Á fundinum voru einnig staddir fulltrúar kaupsýslumanna hér í bænum, en þeir áforma þrjár bingó- skemmtanir í samkomuhúsum bæjarins á sunnudagskvöld til ágóða fyrir söfnunin', en í kvöld munu skátar fara um bæinn og safna fé. f upphafi fundarins flutti bisk upinn yfir íslandi, herra Sigur- björn Einarsson, ávarp. Minnti hann á hina mörgu, sem eiga um sárt að binda vegna sjóslysanna og hvatti bæjarbúa til að taka skátunum vel. Sagði hann að ekki væri ætlazt til að hver léti af hendi stóra upphæð, öll frarn- lög væru mjög vel þegin. Benti hann á að kr. 10,00 framlag frá hverri fjölskyldu í Reykjavík myndii gera um 200 þús kr. og það væri upphæð, sean vel mætti við una. S jálfstæðisfél agið ,Huginn' í uppsveit- um Árnessýslu ÞANN 5. marz siðastliðinn var haldinn stofnfundur Sjálfstæðis- félags fyrir uppsveitir Árnes- sýslu. Var fundurinn haldinn í félaggheimili Hrunamanna að Flúðum. Sigurður Ó. Ólafsson, alþingis- maður, setti fundinn, bauð menn velkomna og skýrði tildrög fund arins. ]£jörinn var fundarstjóri Sigmundur Sigurðssson, bóndi, Syðra-Langholti, og fundarritari Steinþór Gestgson, bóndi, Hæili. Þá las Hergeir Kristgeirsson, er- indreki, Selfossi, upp nöfn stofn- enda félagsins, sem voru 93 að tölu. Á fundinum var mættur Þor- valdur Garðar Kristjánsson, framkvæmdarstjóri Sjálfstœðis- flokksins, og flutti hann ræðu um skipulag og starfsemi Sjálf- stæðisflokksins. Hann gerði og grein fyrir frumvarpi að lögum fyrir félagið. Var síðan gengið frá stofnun félagsins, sem hlaut nafnið „Hug inn.“ Nær félagssvæðið ytfir 5 hreppa Árnessýslu, Gnúpverja- hrepp Hrunamannahrepp, Skeiða hrepp, Biskupstungnahrepp og Laugardalshrepp. í stjórn félags- ins voru kjörnir Sigmundur Sig urðsson, Syðra-Langholti, for- maður, Steinþór Gestsson, Hæli, ritari, Róbert Róbertsson, bif- reiðastjóri, Brún, gjaldkeri, Sig- urður Sigurðsson, bóndi, EÆsta- dal, og Ágúst Eiríksson, bóndi, Frh. á bls. 23. Biskupinn bað blöðin að geta þess, að allir skátar í bænum væru beðnir að koma til síns venjulega fundarstaðar kl. 8 í kvöld til að taka þátt í söfnun* inni. Er biskupinn hafði loikið máli sínu skýrði formaður Kaup- mannasamtakanna Sigurður Magnússon, frá því, að þrjú sam tök skaupsýslumanna í bænum, Fél. ísl. iðnrekenda, Fél. ísl. stór kaupmanna og Kaupmannasam* tökin myndu gangast fyrir bingó skemmtun næstkomandi sunnu dagskvöld í þremur samkomuhús um bæjarins til ágóða fyrir söfa unina vegna sjóalysanna. Verða þessar skemmtanir í Háskólabíói Austurbæjarbíói og að Hótel Borg. Meðlimir félaganna munu undirbúa skemmtanirnar endur gjaldlslaust og þeir og aðrir aði’l ar gefa vinningana, sem eru marg ir og glæsiilegir. Flugfélögin og skipafélög hafa t.d. gefið farmiða bæði til útlanda og innanlanda og einnig hafa ýmis félög og fyrir tæki gefið bæði muni og peninga tl kaupa á munum. Söfnunarlistar hafa nú verið sendir fyrirtækjum bæði hér í bænum, í Hafnarfirði og á Suð urnesjum. Björn Dúason, sveitastjóri, sem staddur var á fundinum af henti biskupi 36.540,- kr., sem Skólabörn söfnuðu þar í bæ s.L laugardag. Þafckaði biskup þetta ríflega framlag Sandgerðiebúa. Söfnunin vegna sjóslyisanna hóst fyrir einni og hálfri viku og hefur söfnunarnetfnd þegar veitt viðtöku um 380 þús. kr. Biskup bað um að þess yrði getið, að hinum árlega söfnunar degi Ekknasjóðs yrði frestað til maí, vegna söfnunarinanr, sem nú stendur yfir. Ánnars hefðu merki Ekknasjóðs verið seld nk. sunnudag. Götusöfnun vegna sjóslysanna verður í Keflavík á morgun og munu skátar fara um með lista. • Bolludagur allt frá 1834 Á mánudaginn var bolludag- urinn svonefndi, og af því til- efni birtust hugleiðingar um bolludaginn í Mbl. á þriðju- dag. Þar var sagt, að þótt bollu dagur og bolluát sé gamall sið ur suður í Evrópu, hafi hann ekki verið haldinn hátíðlegur hér á landi í því formi sem nú tíðkast fyrr en um 1920. — A.m.k. hafi það ekki verið al- mennur siður. Nú hefur Gísli Ólafsson bak- arameistari tjáð Velvakanda, að fyrsti vísir til bolludagsins hefði þegar orðið til árið 1834, þegar fyssta brauðgerðarhús- ið tók til starfa; Bernhöfts- bakarí. — Sjálfur væri siður- inn miklu eldri erlendis. Þar hefði verið til siðs a.m. k. allt frá 14. «?ða 15. öld, að menn snæddu sérstakt bollubrauð fyrsta mánudag í sjö vikna föstu. Hér á landj befði sið- urinn hafizt í Reykjavík árið 1834, eins og fyrr segir, og einnig myndi hann hafa tíðk- azt á Akureyri fyrir aldamót. Fram til 1921 var einungis um rúsínubollur, krembollur og berlínarbollur að ræða, en það ár hefði Björnsbakarí farið að setja rjóma í eða á bollumar. Gísli kveðst þá hafa verið lærlingur í Björnsbakaríi. Mik ið hafði verið bakað af boll- um fyrir daginn, og til þess að auka söluna hefði verið gripið til þessarar nýjungar. Bollurn ar flugu líka út. Bjöm bakari gerði ýmislegt til þess að auka bollusölu á sinum tíma, t. d. var efnt til verðlaunagetraun- -----------------------------c> ar um það, hve margar bollur seldust á bolludaginn. • Á Eskifirði fyrir aldamót „Gömul austfirzk kona“ skrif ar af sama tilefni: „Laust fyrir aldamót var reist stórt tvílyft hús á Eski- firði. Á neðri hæð hússins var brauðagerð og brauðasala. —* Þetta var bakaríið Baldur. —- Þama störfuðu oftast tveir bakarar, báðir mjög færir, eink um Einar Vigfússon, endaþótti vara þeirra afar góð. Á bollu- daginn, sem reyndar var kall- aður Kattadagur eða Flenging- ardagur, voru hillurnar fullar af bollum. Þær voru þrefalt stærri en nú gerist og afar góðar rúsínur hafðar í þeim. Þær kostuðu fimm aura hver, og sama verð var á vel lyft- um vínarbrauðum með kandís og sykri ofan á. Áður var bakarí í sambandi við verzlun Tuliniusar (eins og seinna varð aftur, þegar bakaríið Baldur hætti störf- um, húsið rifið og flutt til Keflavíkur). Hjá þeirri brauða gerð voru einnig seldar bollur á flengingardaginn. Veit ég til, að bollur voru frá ómuna tíð bakaðar þennan dag á heimilum víða á landinu. Má þó vera, að dagurinn hafi ekki verið kallaður bolludagur, fyrr en á síðari tímum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.