Morgunblaðið - 17.07.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.1962, Blaðsíða 1
24 siðu* > Fulltrúl Islands á fegurðar- samkcppninni, sem haldin var á Miami Beech’ I Flor-i ida, Anna Geirsdóttir, varð í öðru sæti. Keppt var um titilinn Miss Universe og hlaut hann stúlka frá Argen tínu. A myndinni sjást stúlk-' urnar, sem voru í fimm efstu sætunum. Þær eru, frá vinstri: Ungfrú Brazilía, sem varð nr. 5, ungfrú Finn- land nr. 3, ungfrú Argentína, ungfrú Island og ungfrú Formósa nr. 4. Sjá nánar um fegurðar- samkeppnina á blaðsíðu 3. , Osló 1«. JúM (NTB) PáU Grikklandskonungur, Frederika drottning hans og tvö aí börnum jþeirra, Irena prinsessa og Constantin prin munu dveljast I Noregi í einkaheimsókn í viku í boði Ólafs Noregskonungs. Enn breyt- ingar á brezku stjorninni London, 16. júli — NTB. Það var tilkynnt í London í kvöld, að Harold Macmillan forsætisnáðfeerra, hefði gert enn frekari breytingar á stjórn sinni. Segir í fréttum að níu ráðherrar hafi orðið að víkja til viðbótar þeim, sem létu af embætti í sl. viku. Að Jeins einn er þó nefndur í frétt um, þ.e. atvinnumálaráðherr- ann, Jdhn Hare. Af skipunum í embætti þeirra, sem þegar höfðu látið af störfum, eða tekið við n,ýj um ráðherraemibættum, eru nefndir Hugh Frazer, sem tek ur við stjóm flughersins eft-' ir Julian Amory, sem nú verð ur flugmálaráðherra, en þvi embætti gengdi áður Peter Thorneycroft. >á mun Geoffr ey Ripon taka við embætti atvinnumálaráðherra og Ni- all MacPherson tekur við af John Boyd Carpenter sem riáðherra lífeyrisntóla. (sjá1 grein um fyrri ráðherraskipt in á bls. 13.) Bjartsýnn á hagstæða lausn segir Ölafur Thors forsætisráðherra í viðtali við Morgunblaðið xun Efnahagsbandalagið A Ð undanförnu hefur all- mikið verið rætt um Efna- hagsbandalag Evrópu og af- stöðu íslands til þess máls og hefur stjórnarandstaðan verið með ýmsar getsakir í því efni. Fréttamaður Morg- unblaðsins hitti Ólaf Thors, forsætisráðherra, og spurði hann um það, hvað aðhafzt væri af íslands hálfu í þessu máli. — Að sjálfsögðu er Efna- hagsbandalagið og allt sem gerist í nágrannalöndunum í því máli, sagði ólafur Thors, forsætisráðherra, ákaflega mikil vægt í augum íslenzku ríkis- stjórnarinnar. Ríkisstjórninni hefur líka frá öndverðu verið það ljóst, að henni ber rík skylda til að kynna sér allar Afvopnunarráðstefnan i Genf hafin á n$ Genf, 16. júlí — NTB-AP _ RÁÐSTEFNAN um afvopn- unarmál hófst að nýju í Genf I dag eftir mánaðar hlé. Aðalfulltrúi Sovétríkj- anna á ráðstefnunni, Valeri- an Zorin, har fram nýjar tillögur til viðbótar þeim, ecm Sovétríkin hafa borið frara á ráðstefnunni til þessa. Arthur H. Dean, aðalfull- trúi Bandaríkjanna á ráð- stefnunni, taldi viðbótartil- lögur Sovétríkjanna ekki miða að því að samkomulag næðist á ráðstefnunni, þar sem þær fælu ekki í sér neitt, sem benti til þess, að Rússar hefðu breytt afstöðu sinni til alþjóðlegs eftirlits með því að bann við kjarn- orkutilraunum verði haldið. AP-fréttastofan skýrir frá því, að á fundi, með frétta- mönnum áður en umræður hóf- ust á ráðstefnunni, hafi Valeri- an Zorin verið spurður, hvort Sovétríkin gætu fallizt á al- þjóðlegt eftirlit innan landaJ mæra sinna, ef Bandaríkin og Bretland féllu frá kröfum sín- um um stöðvar til jarðhrær- ingamælinga í landinu. Zorin neitaði því. Arthur H. Dean sagði, við komuna til Genfar, að Bretland og Bandaríkin væru fús til að Framih. á bls 23 hliðar málsins og gat að sjálf- sögðu ekki látið sér nægja að grandskoða Rómarsáttmálann einan og samninga, sem gerðir hafa verið um aukaaðild, held- ur var það skylda hennar að ræða málið við þá af valda- mönnurr. sexveldanna, sem með þessi mál fara. Þessa skyldu hefur ríkis- stjórnin nú ,nnt af hendi með tveim sendiförum utan og var hin seinni, eins og kunnugt er, farin fyrir skemmstu af þeim Gylfa Þ. Gíslasyni, viðskipta- málaráðherra, og Jónasi Haralz, framkvæmdastjóra Efnahags- stofnunarinnar. — Við hverja var rætt? — Rætt var við ráðherra og aðra helztu ráðamenn í þessum efnum hjá öllum sexveldunum og forseta og tvo aðra fram- kvæmdastjóra Efnahagsbanda- lagsins í Briissel. — Og hverjar voru undir- tektir? — Þó að ég telji ekki enn tímabært að gefa um það opin- berlega skýrslu, held ég að segja megi að íslenzki málstað- urinn hafi mætt mjög góðum skilningi. — Og hvað eigið þér við með því? — Ég á við það, að menn skilji að auðvitað hefur aldrei komið til mála að Island geti tekizt á herðar þær skuldbind- ingar sem fylgja fullri aðild, en um aukaaðild liggur enn ekki skýrt fyrir hverjar skuld- bindingarnar eru. — Hvað er yður mestur þyrnir í augum? ólafur Thors. — f fyrsta lagi kemur ekkl til mála að fslendingar geti fórnað neinu af landhelgi sinni, en auk þess eru allar skuld- bindingar varðandi fjárfestingu og atvinuuréttindi erlendra manna miklu varhugaverðari fyrir íslendinga en aðrar þjóð- ir. — Samræmist þetta sjónar- mið þeim skoðunum sem þér settuð fram í þjóðhátíðarræð- unni 17. júní, þar sem þér vör- uðuð við því að krefjast alls af öðrum en vilja ekkert á sig leggja sjálfur? — Já, ég verð að viðurkenna að það er eðlilegt að spurt sé, en í ræðu minni átti ég við það, að ekki væri samhliða hægt að heimta allt sér til Framh. á bls. 23 /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.