Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 230. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Þriðjudagur 16. október 1962
MORCVNBLAÐIÐ
13
Jón Kjartansson sýslumaður
fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins
MORGUNBLAÐIÐ kveður í dag
vinsælan og mikilsvirtan rit-
stjóra, fólkið í Skaftafellssýslu
ástsælan sýslumann og héraðs-
leiðtoga, islenzka þjóðin sér á
bak atorkusömum embættis-
manni og stjórnmálamanni.
Jón Kjartansson, sýslumaður
og fyrrverandi ritstjóri Morgun-
blaðsins, verður í dag lagður til
hinztu hvíldar heima í ættar-
héraði sínu. Hann hefur lokið
sinni síðustu för og er nú al-
kominn heim, þar sem hvítir
jöklar, eldfjöll, stórfljót og víð-
ir sandar mynda umgerð um
fagrar og gróðursælar sveitir.
Þetta er hérað Jóns Kjartans-
sonar. Hér gekk hann sín fyrstu
spor, hér vann hann merkilegt
lífsstarf og við þessi héruð og
fólk þeirra var hugur hans
tengdur framar öllu öðru.
•
Jón Kjartansson lézt hér í
Reykjavík laugardaginn 6. októ-
ber sl. Hafði hann sl. 10 ár kennt
sjúkdóms þess, serh að lokum
leiddi hann til bana. Hann vissi
að hverju fór, en hann bar sjúk-
dóm sinn af þeirri æðrulausu
karlmennsku, sem einkenndi
skapgerð hans.
Jón Kjartansson var fæddur
20. júlí 1893 í Skál á Síðu og
var því rúmlega 69 ára gamall
er hann lézt. Foreldrar hans
voru merkra bændaætta í
Skaftafellssýslu. Faðir hans var
Kjartan bóndi í Skál, Ólafssonar
bónda og alþingismanns á
Höfðabrekku Pálssonar, en móð-
ir Oddný Runólfsdóttir, bónda í
Holti á Síðu Jónssonar.
Hann var ungur settur til
mennta og lauk gagnfræðaprófi
á Akureyri árið 1912. Siðan hóf
hann menntaskólanám í Reykja-
vík og lauk stúdentsprófi árið
1915. Lagði hann síðan stund á
lögfræði við Háskóla íslands og
lauk embættisprófi árið 1919.
Það sama ár gerðist hann full-
trúi lögreglustjórans í Reykja-
vík og gegndi því starfi til árs-
ins 1923. Hinn 1. apríl 1924 réð-
ist hann ritstjóri Morgunblaðs-
ins, ásamt Valtý Stefánssyni.
Gegndi hann því starfi í tæpan
aldarfjórðung, eða til ársins
1947. Hann var jafnfrámt lengi
ritstjóri ísafoldar og Varðar.
Á miðju ári 1947 var Jón
Kjartansson skipaður sýslumað-
ur í Skaftafellssýslu og gegndi
hann því embætti til dauðadags.
Árið 1923 kusu Vestur-Skaft-
fellingar Jón Kjartansson á þing.
Átti hann þar sæti til ársins
1927. Aftur kusu Vestur-Skaft-
fellingar hann til þingsetu árið
1953. Sat hann þá á þingi til árs-
ins 1959. A því kjörtímabili, sem
nú er að líða átti hann einnig
sæti á tveim þingum sem vara-
þingmaður hins nýja Suðurlands
kjördæmis.
Jón Kjartansson gegndi ýms-
um öðrum trúnaðarstörfum, m.a.
var hann endurskoðandi Lands-
banka íslands frá árinu 1933
til æviloka.
Þeir sem unnu með Jóni
Kjartanssyni um lengri eða
skemmri tíma eiga margs að
minnast frá því samstarfi, og
ells góðs. Við sem unnum með
honum við blaðamennsku og
ritstjórn Morgunblaðsins minn-
umst hans í senn sem hins góða
félaga og dugmikla ritstjóra. í
daglegri umgengni mótaði prúð-
mennska og Ijúfmennska allt
fas hans og framkomu.
Þegar þeir Jón Kjartansson
og Valtýr Stefánsson tóku við
ritstjórn- Morgunblaðsins átti
blaðið við ýmsa fcríiðleika að
etja. öll aðstaða til blaðaútgáfu
var þá fábrotnari og erfiðari en
nú. En með samhentu starfi og
þrotlausri vinnu vaj- sigrast á
þessum erfiðleikum.
Hlinnlngarorð
Það kom aðallega í hlut Jóns
Kjartanssonar að skrifa um
stjórnmál í blaðið. Hann hafði
verið kosinn þrítugur að aldri á
þing og var mjög vel að sér í
stjórnmálum þjóðar sinnar.
Hafði hann raunar skrifað all-
margar pólitískar greinar í
blaðið áður en hann var ráðinn
ritstjóri þess. Stjórnmálaskrif
Jóns Kjartanssonar voru fyrst
og fremst málefnaleg og fræð-
andi. Hann lagði jafnan höfuð-
kapp á að þekkja staðreyndir
hvers máls. Málflutningur hans
mótaðist ævinlega af einlægum
vílja til þess að hafa sannleik-
ann í heiðri og gæta drengilegra
leikreglna í baráttu sinni. Hann
gat barizt hart ef svo vildi verk-
ast, en til ódrengskaparbragða
greip hann aldrei. Þess vegna
ávann hann sér almennar vin-
sældir meðal starfsbræðra sinna
í blaðamannastétt og pólitískra
andstæðinga jafnt sem samherja.
Hann hvarf með hreinan skjöld
frá blaðamennsku og ritstjóra-
starfi, enda þótt ritstjóratímabil
hans væri eitt hið stórveðrasam-
asta sem um getur í íslenzkri
st j órnmálabaráttu.
•
Jón Kjartansson var mikill
starfs- og vinnumaður. Hann
gekk glaður og reifur að hverju
verki. Yfirbragð hans var hreint
og hressilegt og öll framganga
hlý og drengileg. Hann var
glæsimenni í sjón og raun, fríð-
ur sýnum, spengilegur á velli og
vel limaðuf. Hann var hógvær
og í raun og veru hlédrægur,
þótt hæfileikar hans skipuðu
honum til margvíslegrar forustu
á opinberum vettvangi. Hann
var sanngjarn og góðviljaður og
æyinlega reiðubúinn til þess að
finna réttláta lausn á hverjum
vanda.
Þetta er sú mynd, sem við
samstarfsmenn Jóns Kjartansson
ar við Morgunblaðið geymum
af honum sem manni og rit-
stjóra.
22. júní árið 1924 kvæntist
Jón Kjartansson Ásu Sigurðar-
dóttur Briem. Áttu þau þrjú
börn, einn son og tvær dætur,
Sigurð lögfræðing, fulltrúa á
sýslumannsskrifstofunni í Vík,
Guðrúnu, sem gift er Ólafi Agn-
ari Jónassyni flugvélavirkja í
Reykjavík, og Höllu, gift Skarp-
héðni Bjarnasyni, flugumferðar-
stjóra í Reykjavík. Frú Ása lézt
skömmu eftir að maður hennar
tók við sýslumannsembætti í
Skaftafellssýslu árið 1947. Var
að henni hinn mesti mannskaði.
Síðari kona Jóns Kjartansson-
ar er Vilborg Stefánsdóttir, sem
lifir mann sinn. Áttu þau eina
dóttur barna. B.ió hún manni
sínum hlýtt og aðlaðandi heim-
ili. —
Morgunblaðið kveður Jón
Kjartansson með þökkum fyrir
mikið og gott starf í þágu þess.
Við samstarfsmenn hans þökk-
um honum samstarf og sam-
fylgd, langa vináttu og dreng-
skap. Við vottum konu hans,
börnum og öðrum ástvinum og
ættingjum djúpa samúð okkar
við fráfall hans. Far þú svo vel,
gamli félagi og vinur.
Sigurður Bjarnason
frá Vigur.
JÓN KJARTAN9SON lét allt
frá æskudögum stjórnmál mjög
til sín taka. Á stúdentsárunum
studdi hann eindregið Sjálfstæð-
isflokkinn gamla. Þingmaður
varð hann haustið 1923 einung-
is þrítugur að aldri, gerðist 1924
einn af stofnendum íhalds-
flokksins og tók hinn 1. apríl
1924 við ritstjórn Morgunblaðs-
ins ásamt Valtý Stefánssyni.
Verkaskipting þeirra í milli varð
með þeim hætti, að Jón skrifaði
flestar stjórnmálagreinar, sem í
blaðinu birtust af hálfu ritstjórn
arinnar. Aðrir voru að vísu síðar
ráðnir til að hlaupa þar undir
bagga öðru hvoru, en Jón var
aðalstjórnmálaritstjóri Morgun
blaðsins full 23 ár.
Þær eru ótaldar greinarnar,
sem Jón Kjartansson hefur ritað
til sóknar og varnar fyrst fyrir
íhaldsflokkinn og síðan Sjálf-
stæðisflokkinn. Enginn, sem ekki
hefur sjáilfur. reynt, getur til
hlítar gert sér grein fyrir hví-
líkur vandi það er að skrifa þann
ig, hvernig sem á stendur, dag
eftir dag og ár eftir ár. Áhug
inn er að sjálfsögðu ekki ætíð
hinn sami og hætta á, að nokk
uð sæki í sama far. En samvizku
semi Jóns Kjartanssonar brást
aldrei. Hann átti létt með að um
gangast aðra og gat því auðveld
lega aflað sér upplýsinga og
gagna hjá þeim, otaði aldrei sjálf
um sér fram heldur lét óeigin
girni og málefni ráða afstöðu
sinni.
Þessi skapeigind Jóns lýsti sér
glöggt í viðhorfi hans til fram-
boðs í Vestur-Skaftafellssýslu.
Þegar annar, sem áður hafði
verið þingmaður, óskaði að bjóða
sig fram á ný af flokksins hálfu,
studdi Jón hann með ráðum og
dáð bæði í héraði og blaði sínu.
Fjarri fór þó, að hugur Jóns væri
horfinn frá því að vinna fyrir V.-
Skaftfellinga. Jafnskjótt og sýslu
mannsstaðan þar losnaði sótti
Jón um hana og var skipaður í
það embætti á miðju ári lo47.
Mun það algert einsdæmi, að
maður, sem svo lengi hefur dval-
izt í Reykjavík og gegnt þar
slíkri trúnaðarstöðu sem Jón,
sækist á efri árum eftir amsturs
sömu embætti úti á landi,* er út
heimtir löng og erfið ferðalög.
En Jón fýsti ætíð austur og hef-
ur sennilega aldrei unað sér bet-
ur en þar, þrátt fyrir slappa
heilsu hin síðari ár.
Embættisfærsla Jóns var öll
með ágætum. 1 sýslumannsstarf-
inu gafst honum færi á að vera
með því fólki, sem honum gast
bezt að; þar naut lipurð hans,
réttsýni og drengskapur sín til
fulls. Svo sem ætíð hlýtur að
verða kom fyrir, að öllum líkaði
ekki jafnvel við allar ákvarðanir
hans og tók það engan sárar
en Jón sjálfan, sem sízt vildi á
nokkurn halla, þótt hann yrði
að veita þá úrlausn, sem sam-
vizka hans sagði til um.
Við þingkosningarnar 1953 var
Jón aftur kjörinn á þing fyrir
Vestur-Skaftfellinga og voru þá
liðin 30 ár frá því, að hann hafði
fyrst verið kosinn, en hafði þá
einungis setið eitt kjörtímabil. Á
árinu 1956 var hann endurkosinn
og sat þá á þingi fram að vor-
kosningunum 1959. Fylgi flokk-
anna, Sjálfstæðismanna og Fram
sóknar, var nokkurn vegin jafnt
í kjördæminu og var því nánast
undir tilviljun komið, hvor yrði
ofan á hverju sinni. Því meira
reið á, að þingmaðurinn gerði
ekkert, sem hægt væri að nota
honum til andróðurs heim í hér-
aði. Jón fylgdi hinsvegar ætíð
þvi, sem hann taldi rétt, hvort
sem öðrum likaði betur eða verr.
Það kom síðast og bezt fram í
afstöðu hans til kjördæmabreyt-
ingarinnar 1959. Vitað var, að
bað  mál  mundi  verða  erfitt  í
Vestur-Skaftafellssýslu.      Jón
þurfti þó ekki að skoða hug sinn
um nauðsyn nýrrar kjördæma-
skipunar, en vildi fá frumvarp-
inu um hana breytt á þann veg,
sem hann taldi betur tryggja
hagsmuni sýslunga sinna. Við
meðferð málsins kom í ljós, að
sú breyting gæti orðið því öllu
að falli og hikaði Jón þá ekki
við að setja ofar það, sem meira
máli skifti og tryggði þessari
mikilsverðu réttarbót þar með
framgang. Vafalítið hefur sú at
kvæðagreiðsla valdið því, að
hann náSi ekki endurkjöri 1959
og sat hann þó öðru hvoru á
þingi sem varamaður á yfir-
standandi  kjörtímabili.
Atkvæði Jóns Kjartanssonar
réði úrslitum á þinginu 1953.
Hann sýndi þá enn sem fyrr fá-
gæta óeigingirni og sannaði, að
hann mat meira málefnið en
sinn eigin hag. Sennilega vaJt
aldrei meira á Jóni en að því
sinni. Hann tók ákvörðun í sam-
ræmi við eðli sitt og allt lífsstarf
sem fyrr og síðar miðaði að því
að ryðja brautiha til hollari
stjórnarhátta á íslandi og auk-
innar farsældar fslendinga.
Bjarni Benediktsson.
JÓN KJARTANSSON, sýslumað
ur Skaftfellinga, verður jarðsett
ur í dag frá Víkurkirkju í Mýr-
dal.
Kirkjuigarðurinn stendur efst
i túninu í Suður-Vík og ber hátt
yfir kauptúnið. Á þessuim slóð-
um lágu bernskuspor Jóns Kjart
anssonar. Hér átti hann hehna
uppvaxtawár s-ím, hingað þnáði
hann alitaf og hér auðnaðist hon
um að starfa allan síðari hluta
ævi sinnar. í túninu heima kaus
hann sér leg við hlið fósturhróð
ur síns og vinar.
Jón Kjartansson var Skaftfell
ingur í báðar ættir, grein af sterk
um stofni „mikilla sanda —
mi'killa sæva".
Hann var barn að aldri, er
'hann missti föður sinn. Var bann
þó tekinn til fósturs af föður-
systur sinni, Matthildi Ólafsdótt
ur í Suður-Vik 3 manni henn-
ar Halldóri Jónssyni, kaupmanni.
Hjá þessum merku hjónuim ólst
'hann upp.
Heimilið í Suður-Vík var við
frægt fyrir rausn og myndarskap
og störfin þar umfangsmikil og
margþætt. Halldór í Vík rak á-
samt verzluninni jtórbúsfcap og
allmikla útgerð.
Þar voru venjulega um 30
manns í heimili og oft fleira að
vetrinum.     Áhrifin,  sem  Jón
Kjartansson var fyrir á þessu
mikla menningarheimili urðu
honum baldgott veganesti í mar?
brotnu lífsstarfi, og í Vík stóðu
rætur hans.
Ekki v^erða ævtetriði þessa
mierka forystumanns rakin af
mér. í>að gera aðrir. En ég vildi
mega kveðja kæran vin og góðan
dreng með fáum orðum við leið
arlok.
Samsfcarf okkar Jóns Kjartans
sonar var mikið þann röska ára
tug, sem ég átti heima í Vík. Ég
kynntist vel stErfsháttum hans
sem sýslumanns og alþingis-
manns. Ég þ^-kkti áhuigamál hans
og brennandi löngun til þess að
vinna að heill héraðsins. Hann
hafði ætíð opin augu fyriröllu
þv', sem til -Vamfara horfði og
barðist fyrir því. A tiltölulega
skömmum þingmannsferli tókst
Jóni Kjartanssyni að fá ótrúlega
miklu  áorkað.
Einkuxn voru það sarr\w"ngu-
málin, sem áttu hug hans, enda
er Vestur- Skaftafellssýsla hafn-
laust hérað og vegalengdir mikl
ar yfir jökulfljót, hraun og eyði-
sanda.
Framhald á bls. 17.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24