Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 12
Álbræösla — upphat stóriöju á islandi Fyrirhuguð álbræösla í Straumsvik. ' Vorið 1966 staðfesti Alþingi samning milli ríkis- stjórnar íslands og svissneska fyrirtækisins Swiss Aluminium Ltd., um byggingu og rekstur álbræðslu í Straumsvík sunnan Hafnarfjarðar. Þessi ákvörðun markaði upphaf stóriðju í landinu og lagði grund- völl að aukinni fjölbreytni íslenzks atvinnulífs. Framleiðsla bræðslunnar fullbyggðrar eigi síðar en árið 1975 mun nema 60 þúsund tonnum af áli árlega. Byggingaframkvæmdir eru þegar vandlega undir búnar og munu hefjast af fullum krafti á komandi sumrL Gert er ráð fyrir, að starfræksla bræðslunnar hefjist á miðju ári 1969. Fyrst í stað mun framleiðslu- magn hennar verða 30 þúsund tonn á ári, en eykst í áföngum upp í full afköst. Heildarkostnaður við álbræðsluna er áætlaður 2.000—2.500 millj. kr. Hið svissneska fyrirtæki verður eigandi álbræðsl- unnar og ber alla áhættu af rekstri hennar. En hún verður rekin af íslenzku dótturfyrirtæki sviss- neska félagsins, íslenzka Alfélaginu h.f., (QDSAL). Skipar ríkisstjórn íslands tvo af sjö stjórnarmönn- um þess, en alls eru fimm stjórnarmanna íslend- ingar, m.a. formaður stjórnarinnar. Ávinningur Islendinga. íslenzka þjóðin mun hafa margvíslegan ávinnir.g af byggingu og rebstri þessa nýja stórfyxirtækis í landinu. i 1) Orkusala og stórvirkjun. Kaup álbræðslunnar á raforku til starfsemi sinnar gera íslendingum kleift að ráðast nú þegar 1 fyrstu verulegu stórvirkjunina í landinu, 210 þúsimd kílówatta raforkuver 1 Þjórs- á við Búrfell. Tekjur af raforkusölu til álbraeðslu munu standa algerlega undir öllum erlendum lánum til Búrfellsvirkjunar. Vegna þessarar raforkusölu mun verð raforku frá virkjuninni til almennings- notkunar verða mun hagstæðara en ella hefði orð- ið. Á árunum 1969—1985 yrði raforkukostnaður 28% hærri, ef eingöngu væri virkjað við Búrfell til al- mennrar notkunar og raforka ekki seld til álbræðsl- unnar, en fyrstu árin væri munurinn miklu meiri. 2) Skatttekjur til eflingar atvinnulífL Áætlað er, að fyrstu 25 árin muní skattatekjur íslendinga af álbræðslunni nema rúmlega 1.403 millj. kr. auk annarra opinberra gjalda, sem hún mun greiða.. Fyrstu áriin 24 millj. kr. á ári og síð- an hækka upp í 50 millj. kr. og allt upp í 90 millj. kr. á árL Samkvæmt löguim um Atvinnujöfnunarsjóð frá sL ári mun 71—76% af þessum miklu skattatekjum verða varið til þess að veita lán og styrki til fram- krvæmda í þeim landshlutum, þar sem brýn þörf er fjölbreyttara atvinnu- og athafnalífs og skilyrði eru til arðbærra framkvæmda, er séu til þess fallnar að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. 3) Miklar gjaldeyristekjur. Áætlað er, að útflutn- ingsverðmæti álbræðslunnar — að frádregnum öll- um kostnaði vegna innfluttra hráefna og rekstrar- vara, fullrar afskriftar, vaxta og hagnaðar af verk- 6miðjurekstrinum — nemi í hreinum gjaldeyristekj- um fyrir íslendinga 300-350 millj. kr. árlega, eða um 650 þús. kr. á ári á hvern vinnandi mann hjá bræðslunnL 4) tslenzkt starfslið og forréttindi íslenzkra þjón- ustufyrirtækja. Hið svissneska fyrirtæki hefur skuldbundið sig til þess, að við byggingu bræðslu- unnar noti ISAL og verktakar þess íslenzkt verka- fólk, að svo miklu leyti sem það er fyrir hendL Ennfremur hefur svissneska fyrirtækið heitið að þjálfa, og ISAL að ráða til sín íslenzkt verkafólk, faglært og ófaglært, svo og verkfræðinga, tæknifræð- inga og aðra sérfræðinga af íslenzku þjóðerni, við rekstur bræðslunnar. Er gert ráð fyrir því, að innan fárra ára verði bræðslan rekin nær eingöngu með íslenzku vinnuafli og sérfræðingum, en starfslið henn- ar fullbyggðrar verður um 500 manns. Við byggingu og rekstur bræðslimnar mun ISAL einnig veita forréttindi efni og framleiðsluvörum af íslenzkum uppruna og þjónustu frá íslenzkum þjón- ustufyrirtækjum (svo sem verktökum í byggingar- iðnaði, skipa- og vátryggingafélögum), að því til- skildu, að vörur og þjónusta séu samkeppnisfær um verð og gæði við samsvarandi erlenda vöru og þjón- ustu. 5) Áliðnaður á íslandi. Svissneska fyrirtækið og ISAL hafa lýst sig reiðubúin til að aðstoða íslenzka iðnrekendur við þróun vinnslu úr áli á íslandi með því að leggja fram tæknikunnáttu og aðstoð og með fjárhagslegri þátttöku í slíkum framkvæmdum. Hafa íslenzkir aðilar þegar hafið athugun á möguleikum þess að koma upp ýmiss konar áliðnaði í landinu. 6) Álbræðsla norðanlands? Mjög víðtæk athugun fór fram á því, hvort grundvöllur væ-ri fyrir því að reisa álbræðsluna norðanlands. En af fjárhagsleg- um ástæðum, svo og vegna þess að varaafl mundi ekki hafa verið fáanlegt nyrðra, var staðsetning henn ar sunnanlands óhjákvæmileg. En fari svo, að rík- isstjómin hyggi á það í framtíðinni að byggð verði álbræðsla á Norðurlandi, hefur hið svissneska fyr- irtæki lýst vilja sínum að taka til vinsamlegrar at- hugunar þátttöku í slíku fyrirtæki í félagi við ís- lenzka aðila, svo fremi að það sé fjárhagslega hag- kvæmt. Hin fyrirhugaða kísilgúrverksmiðja við Mývatn. Kísilgúrverksmiðja við Mývatn A þessu ári hefst ný útflutningsatvinnugrein á ís- landi: vinnsla kísilgúrs úr botnleðju Mývatns. Auk vemlegra gjaldeyristekna, sem kísilgúrverksmiðjan mun afla þjóðarbúinu, mun hún vegna staðsetningar sinnar stuðla að aukinni atvinnujöfnun í landinu. Með lögum um kísilgúrverksmiðju við Mývatn frá árinu 1964, sem endurskoðuð voru á sl. ári, var ákveðið, að ríkisstjómin beitti sér fyrir stofnun hluta- félags, er reisi og reki verksmiðju við Mývatn hjá Námaskarði í Suður-Þingeyjarsýslu, til þess að vinna markaðshæfan kísilgúr úr botnleðju Mývatns. Til þess að tryggja markað fyrir framleiðslu verk- smiðjunnar leitaði ríkisstjórnin samvinnu við er- lenda aðila um stofnun fyrirtækisins. Var á sl. ári stofnað félagið Kísiliðjan h.f., með þátttöku íslenzka ríkisins, nokkurra sveitafélaga á Norðurlandi og bandaríska fyrirtækisins Johns-Manville, sem hefur 75% af allri kísilgúrsölu í Evrópu. A íslenzka ríkið 51% hlutafjárins, sveitarfélög á Norðurlandi tæplega 2% og Johns-Manville afganginn. Hlutaféð er alls 78 millj. kr. Þrír af fimm stjórnarmönnum Kísiliðjunn- ar h.f., em íslendingar. Kísiliðjan h.f. hefur gert samning við Johns-Man- ville til 20 ára um sölu á framleiðslu verksmiðj- unnar. Áætlað kostnaðarverð kísilgúrverksmiðjunnar er um 170 millj. kr. að undirbúningskostnaði meðtöld- um. Framkvæmdir við verksmiðjuna eru langt komn- ar, og mun rekstur hennar hefjast á þessu ári. Þegar verksmiðjan verður fullbyggð mun hún framleiða um 30 þúsund tonn af fcísilgúr á ári og ár- legt útflutningsverðmæti hennar nema u.þ.b. 130 millj. kr. Fyrst í stað verður afkastageta verfcsmiðjunnar 14—16 þúsund tonn á ári. Ríkið er eigandi kisilgúmámunnar í Mývatni og selur verksmiðjunni hráefni til framleiðslu sinnar, en það er að gæðum talið með því bezta sem völ er á. Hráefnismagnið í Mývatni er talið svo mikið, að það muni ekki ganga til þurrðar um fyrirsjáanlega framtíð. í sumar verður fcomið upp gufuveitu í Námaskarði, en Kísilgúrverksmiðjan þarf gífurlegt gufumagn til framleiðslu sinnar, eða um 20 tonn á klst., þegar af- kastageta hennar verður fullnýtt. Mun ríkið reka veituna og selja verksmiðjunni gufu til framleiðsl- unnar. Þegar verksmiðjan verður fullbyggð munu um 33 manns starfa við hana, og í grennd við hana mun þvl á næstu árum rísa myndarleg byggð. Samkvæmt lögum um kísilgúrverksmiðjuna múnu bæði Kísiliðjan h.f. og sölufélag Johns-Manville greiða í skatta hér á landi 45% af skattskyldum tekj- um sínum. Kostað hefur verið kapps um að gera allar þær var- úðar- og öryggisráðstafanir, sem við verður komið, til þess að koma í veg fyrir að dýralíf og gróður við Mývatn bíði tjón af starfsemi kísilgúrverksmiðjunnar. Sérstakar varúðarráðstafanir eru gerðar til þess að koma í veg fyrir olíumengun í vatninu. Framleiðsla verksmiðjunnar verður flutt út frá Húsavík. Hafa af þeim sökum verið allmiklar hafnar- framkvæmdir þar að undanförnu, og Kísiliðjan h.f. mun láta reisa þar stórar vöruskemmur. A næstu tveim sumrum verður svo lagður nýr vegur, Reykja- hlíðarvegur, milli Húsavíkur og Mývatns vegna flutn- ings framleiðslunnar til Húsavíkur. 12 Á FRAMFARALEIÐ 13. maí 196T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.