Morgunblaðið - 23.03.1968, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1968
Tók að mér störfin ef enginn annar
fékkst og hefi haft mikla ánægju af
— Samtal við Kristínu L. Sigurðardóttur sjötuga
Kristín L. Sigurðardóttir á heimili sínu.
Kristín L. Sigurðardóttir,
fyrrv. alþingismaður, er sjötug
í dag. Af því tilefni átti blaða-
maður Mbl. við hana stutt sam-
tal á heimili hennar á Bjarkar-
götunni við Hljómskálagarðinn,
þar sem hún hefur búið frá því
hún og maður hennar, Karl
Bjarnason, varaslökkviliðsstjóri
byggðu húsið árið 1930.
Kristín er fædd og uppalin í
Reykjavík. — Faðir minn, Sig-
urður Þórólfsson, var þá ráðs-
maður hjá baróninum á Hvítár-
völlum, sem Barónsstígurinn er
kenndur við, og við bjuggum
þar sem nú er Stjörnubíó, segir
Kristín. Þar dó mamma, þegar
ég var aðeins tveggja ára. Þó
ég væri ekki eldri en þetta, man
ég ennþá þegar við Ingibjörg
Viborg, sem seinna giftist Pétri
Magnússyni, vorum að leika okk
ur og príla upp þessar háu tröpp
ur, sem voru á húsinu. Eftir að
mamma dó, fór ég til foreldra
hennar, aía míns Guðmundar Ól-
afssonar og Kristínar Árnadótt-
ur, ömmu minnar, sem bjuggu á
Vesturgötunni. Hjá þessum
gömlu hjónum ólst ég upp í
miklu eftirlæti. Mamma hafði ver
ið einkabarn þeirra, og svo tóku
þau mig að sér. Pabbi fór eftir
að mamma dó til Danmerkur, til
að mennta sig betur. Hann var
í Askov og stofnaði svo skólann
á Hvítárbakka með þessu sama
lýðháskólasniði sem var í Ask-
ov.
— Voruð þér í Hvítárbakka-
skóla?
— Ég fór að vera í sveit á
Hvítárbakka á sumrin og svo
gekk ég í skólann eftir að ég
var komin yfir fermingu. Það
var nokkuð góður skóli og ég
hefi seinna veitt því athygli hve
margir, sem þar byrjuðu nám,
urðu seinna góðir menntamenn
og áhugasamir um félagsmál.
Kennt var í fyrirlestrum, sem
var mjög gott og lögð áherzla
á að kenna manni að hugsasjálf-
stætt og setja fram skoðanir sín-
ar.
— Þér hafið sjálf fengið mik-
inn áhuga á félagsmálum?
— Já, ég hafði það nú allt-
af. En ég giftist um tvítugt, og
fór ekki að vinna að félagsmál-
um fyrr en krakkarnir voru orð
nir stálpaðir. Hvernig á því
stóð? Mér var ýbt út í þetta. enda
var ég öllu óvön á þessu sviði.
Ég hafði verið í Sjálfstæðis-
kvennafélaginu Hvöt frá stofn-
un þess og í Húsmæðrafélaginu,
og lenti svo í Mæðrastyrksnefnd
og Orlofsnefnd kvenna sem full-
trúi þessara félaga. Nú, 1945 var
aftur byrjað að vinna að hug-
myndinni um að reisa Hallveig-
arstaði. Hún var um 20 ára göm-
ul, en kreppan hafði reynzt of
þung í skauti. Þegar aftur var
hafizt handa, tók ég að mér rit-
arastörf í fjáröflunarnefnd. Bær,
ríki og alþýðusamband styrktu
þetta rruál og áttu hver sinn full-
trúa í nefndinni, einnig Kven-
réttindiafélagið _og Kvenfélaga-
samlband íslands. Þegar Reykja-
víkurbær átti að tilnefna
fulltrúa, var ég fengin. Ég
var svo formaður frá 1950,
eða öll þessi erfiðu ár hjá
okkur. Við fengum ekki lóð, það
voru málaferli, en að lokum feng
um við að byggja við Garða-
strætið, að vísu ekki án kvaða
á húsinu. Mér var því ekki sárs-
aukalaust að þurfa að hætta að
vinna að þessum málum. En heils
an leyfði það ekki. Ég fékk á-
fall fyrir 4 árum og gekk und-
ir uppskurð i Danmörku. Sama
er að segja um formanns-
starf í Landssambandi sjálfstæð-
iskvenna. Mér þótti leitt að
þurfa að hætta því, en það gleð-
ur mig að svo góður formaður
fékkst í minn stað.
— Hver voru tildrögin að
þingsetu yðar?
— Hvatarkonur vildu fá konu
á þing. Þær komu til mín. Þegar
þær sögðu að það kostaði að
þær fengju ekki konu á list-
ann ef ég tæki þetta ekki að
mér, þá stóðst ég ekki mátið.
Það var með það eins og svo
mörg önnur af þeim störfum, sem
ég tókst á hendur, að ég fór í
þau þegar ekki fékkst nein önn-
ur. Ég lét tilleiðast þó ég findi
að ég væri ekki fær um það.
— Svo?
— Jú, mig skorti menntun. Ég
hafði verið í skólanum á Hvítár-
bakka, en svo ekki meir. Og ég
fann alltaf til þess að mig vant-
aði menntun Mér finnst að til
setu á alþingi þurfi háskóla-
menntun. Ég kveið ósköp fyrir
að koma á þing, en þegar þang-
að var komið, kunni ég ágæt-
lega við mig. Þingmenn voru
mér ákaflega vinsamlegir, jafnt
úr örðuim flokkum sem mínum.
Ég man alltaf þegar ég kom í
fyrsta skipti í framlboð, baTa hús
móðir og öllu óvön, og lenti strax
í áköfum blaðadeilum. Valtýr riA
stjóri Morgunblaðsins, stóð þá
alltaf með mér. Hann kom og
sagði: Nú, er búið að skrifa
þarna grein, sem verður að
svara Og ég varð að gera það.
Sannleikurinn er sá, að ég hefi
of mikið vantreyst sjálíri mér,
alltaf kviðið fyrir allan daginn
ef ég átti að halda ræðu. En
svo hefi ég verið miklu betri,
þegar á hólminn er komið. Og
ég held eða vona að ég hafi
ekki orðið mér til mikillar skamm
ar.
— Beittuð þér yður mest fyr-
ir málefnum kvenna á þingi?
— Nei, ég skoðaði mig ekki
eingöngu fulltrúa kvenna heldur
Reykvíkinga allra og var af
þeim sökum ekki alltaf sammála
öðrum. Bindindismálum lagði ég
alltaf lið, og hefi gert það frá
barnæsku. En eins og ég sagði
yður áðan, þá var ég ung Oig
hafði litla reynslu, þegar ég
byrjaði á þingi. Það er nú
kannski ekki rétt að farið að
koma til þingsetu til að öðlast
reynzlu í störfum.
— Ég fann líka alltaf til þess
að ég var ekki nógu góð í öðr-
um tungumálum heldur Kristín
áfram. En ég hefi oft sótt þing
erlendis fyrir þau félög, sem ég
hefi starfað fyrir, og það geng-
ið furðanlega vel. T.d. sótti ég
fyrir Barnaverndamefnd norr-
ænt barnaverndarmót og fór um
leið á lýðháskólanámskeið í Dan
mörku. Þá ferðuðumst við um
alla Danmörku og skoðuðum mik
inn fjölda af barnaheimilum og
af ýmsum gerðum. Það var á-
kaflega fróðlegt fyrir mig að
kynnast þeim, vegna starfa minna
í Barnaverndarnefnd.
— Já, þó ég hafi venjulega
látið tilleiðast að taka að mér
einhver félagsstörf, þegar eng-
inn annar fékkst, þá hefi ég
haft mikla ánægju af þeim og
sakna þess nú, þegar ég er kom-
in út úr öllu slíku. En það þýð-
ir ekki að deila við dómarann,
þegar heilsan fer.
— Eruð þér ekki sæmilega
hress nú á afmælinu?
— Jú, börnin mín ætla að
halda upp á afmælið hjá Guð-
mundi syni mínum og tengda-
dóttur minni á Kópavogsbraut
90. Þau vildu það og þar verð
ég.
Við óskum því Kristínu til
hamingju með afmælið.
KRISTÍN L. Sigurðardóttir fyrr
verandi alþingismaður er 70 ára
í dag. Hún fæddist í Reykjavík
23. marz 1898, dóttir Önnu Guð-
mundsdóttur og Sigurðar Þórólfs
sonar kennara, síðar skólastjóra
á Hvítárbakka. Þegar hún var
tveggja ára gömul missti hún
móður sína og var þá tekin í
fóstur af móðurforeldrum sínum
og ólst hún upp hjá þeim við
mikið ástríki. Tvítug að aldri
giftist hún Karli Bjarnasyni
slökkviliðsmanni er síðar varð
slökkviliðsstjóri Reykjavíkur og
eignuðust þau 3 mannvænleg
börn sem eru móður sinni mikils
virði, ennfremur á hún 8 barna-
börn.
Kynni okkar frú Kristlnar
hófust er hún var 15 ára gömul
og við unnum báðar í sama sjúkra
húsi og hefir sá kunningsskap-
ur haldist óslitið alla tíð síðan.
Þegar Sjálfstæðiskvennafélagið
„Hvöt“ var stofnað, 15. febrúar
1937 var hún ein af stofnendum
þess og í stjórn þess sem ritari
um fjölda ára. Þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins var hún eittkjör
tíma'bil og varamaður annað. Auk
þess annaðist hún mjög mörg
trúnaðarstörf fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn árum saman.
Eftir hádegi í dag dvelst hún
á heimili sonar síns og tengda-
dóttur að Kópavogsbraut 90,
Kópavogi, og tekur þar á móti
vinum og vandamönnum, sem
vilja taka í höndina á henni á
þessum merku tímamótum æfi
hennar.
Kristín mín, ég þakka þér öll
þín störf fyrir land og þjóð og
flyt þér hjartanlegar hamingju-
óskir á 70 ára afmæli þinu og
bið þér, börnum þínum tengda-
börnum allrar guðs blessunar.
Kær kveðja
María Maack.
Bátur til sölu
Til sölu er m.b Vísir H.U. 10 sem er IG tonn að stærð.
í bátnum er Scania Vabis vél 134 hestöfl.
Nánari uplýsingar gefur
JÓN STEFÁNSSON, sími 84 Skagaströnd.
Sumarbústaður óskast
Sumarbústaður á Suðurlandi óskast til leigu á kom-
andi sumri. Þeir sem vilja athuga málið, vinsam-
legast hringi í síma 42287 eftir hádegi í dag eða
á morgun.
Enskunám í Englandi
Sumamámskciðin á vegum Scanbrit eru vandlega
skipulögð. Val heimila, kennslufyrirkomulag,
öryggi nemenda: allt er gert til þess að góður og
ánægjulegur árangur náist. Hagstætt heildarverð
gerir miklu fleirum fært að læra ensku í Englandi
en ella.
Leitið upplýsinga hjá Sölva Eysteinssyni, Kvist-
haga 3, Reykjavík, sími 14029.
SKRIFSTOHJSTLLKA
ÓSKAST
Þekkt fyrirtæki óskar að ráða skrifstofu-
stúlku um n.k. mánaðamót.
Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir n.k.
þriðjudag merktar: „Skrifstofustúlka —
8863“.
Tilboð óskast
í Simca Ariane ’63 í því ástandi sem hún er í eftir
árekstur. Til sýnis á bílaverkstæðinu Görðum við
Ægissíðu.
Tilboð sendist Tryggingamiðstöðinni h.f
\ erzlimarstarf
Maður óskast til afgreiðslu- og annarra tilfallandi
starfa við járnvöru- og málingarverzlun strax.
Þarf að vera vanur akstri og hafa góða framkomu.
Eiginhandarumsóknir er greini helztu upplýsingar
um umsækjanda leggist í póst merktar: „Pósthólf
301“, Reykjavík.
HÉR MEÐ ER
óskað eftir tilboði
í að leika fyrir nýju dönsunum á þjóðhátíð Vest-
mannaeyja 1968. Einnig er óskað eftir tilboði í
skemmtidagskrá. Jafnframt er óskað eftir tilboði
í að leika fyrir gömlu dönsunum.
Nánari upplýsingar í síma 1090 Vestmannaeyjum.
Tilboð óskast send í pósthólf 228 Vestmannaeyjum
fyrir 10. apríl 1968.
ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND ÞÓRS.