Morgunblaðið - 12.10.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.10.1971, Blaðsíða 1
28 SIÐUR OG 4 SIÐUR IÞRÓTTIR 230. tbl. S8. árg. ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsius. Þessi mjnd var tekin að loUinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni, er þingrmenn gengu til þinghúss- ins. (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.) Alþingi var sett í gær Hátíðleg athöfn er 92. löggjafar- þingið kom saman til starfa ALÞINGI íslendinga, 92. lög- gjafarþing, var sett við hátíð- lega athöfn í gær. Athöfnin hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni og prédikaði séra Einar Guðnason í Reyk- holti. Að guðsþjónustu lok- inni gengu alþingismenn ásamt forseta íslands, ríkis- stjórn og gestum til þinghúss- iins. Forseti Islands, herra Kristján Eldjárn, las forseta- hréf um samkomudag Al- þingis, en að lokinni ræðu forseta hylltu þingmenn for- seta og ættjörðina með fer- földu- húrrahrópi. Forseti hað síðan alclursfor- seta þingsins, Hannibal Valdimarsson, að taka við störfum forseía þingsins þar íil kjör þingforseta hefði far- ið fram. Hanniha! Valdimars- son steig síðan í forsetastól og las bréf fjögurra alþingis- manna, er voru fjarverandi, en varamenn komu í þeirra stað. Fyrir Gylfa Þ. Gíslason tekur Sigurður E. Guðmunds- son sæti á Alþingi, fyrir Jón- as Árnason Skúli Alexand- ersson, fyrir Jón Skaftason Bjöm Sveinbjörnsson og fyr- ir Gunnar Gíslason Eyjólfur K. Jónsson. Að því búnu frestaði Ilannibal Valdimars- son fundi til morguns. I ræðu sinni í Dómkirkj- unni sagði séra Einar Guðna- son m.a.: „Og er Jesús fór þaðan, fylgdu eftir honum tveir menn blindir, er kölluðu og sögðu: Miskunna þú okkur, Davíðs sonur! En er hann var kominn inn í húsið, komu blindu mennirnir til hans. Og Jesús segir við þá: Trúið þið, að ég geti gjört þetta? Þeir segja við hann: Já, herra. Þá snart hann augu þeirra og mælti: Verði ykkur að trú ykk- ar! — og augu þeirra opnuðust." Matth. 9, 27—30. „Þótt ekki verði gert upp á Framhald á bls. 27 LIN PIAO ALVAR- Moskva og London: Vilja njósna- málið gleymt Mostovu, London, 11. október. AP.—NTB. SVO virðist sem ríkisstjórnuni Sovétrikjanna og Bretlands, sé báðum umhugað um að njósna- málið gleymist sem fyrst, og eðMegt samband komist á milli ríkjarma, Brezkur embættismað- ur, sagði fréttamönnum í dag að ólíklegt vaeri að Bretar hefndu brottreksturs sendiráðsmanna sinna frá Moskvu, og sovézk blöð ha.fa sagt að það sé nú und- ir Bretuni komið hvert samband landanna verði í framtíðinni. Sovézk blöð hafa fjallað mjög varlega um þetta mál undan- farna daga, og þótt brezka stjórn in hafi verið gagnrýnd á ýmsan hátt, hefur lítið verið fjallað um njósnamálið beint. Þykir þetta benda til að Rússar óski betra samibands við Bretl'and. Frá London berast þær fréttir að fimm brezkir borgarar hafi verið sakaðir um að hafa brotið iögiin um öryggi landsins, með því að hafa látið óvinveittu riki í té upplýsingar sem varði ör- Framhald á bls. 27. Fundur Bandarík janna og Sovét: Til að hindra árekstra herskipa þeirra Moskvu, 11. október. NTB. BANDABlSKIB og sovézkir fflotaforingjar, koina í þessari viku saman til fyrsta íundar sem þeir hafa átt síðan síðari heims- styrjöldinni lauk. Tilgangurinn með fundimim er að finna leiðir til að koma í veg fyrir að til árekstra konii milli herskipafloia landanna tveggja, þegar þeir eru í grennd hvor við annan á æfing- um, á alþjóðasiglingaleiðum. Viðræðumar fara fram í Moskvu, og þangað fer tiu manna sendinefnd frá Bandarikj- uoum, undir stjórn Johms Warn- er, ráðuneytisstjóra í flotamála- ráðuneytinu. Nú á siðustu árum hefur það verið svo til mánaðar- legur viðburður að eitthvað hafi komið fyrir miilli herfiota Sov- étríkjanna og Bandarikjanna og hafa þeir atburðir oft vakið heimsathygii, eins og t. d. áreksturinn milii bandaríska tundiurspillisins og rússneska birgðaflutnimgaskipsins í grennd við Kóreu í maí. Þá hafa stjórnin iandanna oft sent hvor annarri kvartandr út af atburðum sem almenningiur fær ekkert að vita um. Gert er ráð fyrir að viðræðurnar standi yfir í tíu daga. Eins og skýrt var frá i Morg- unblaðinu siðastliðinn siinmi- dag, fóru hundavinir mót- mæiagöngu að islenzka sendi- ráðinu í London á laugardag. Þar voru mættir til leiks átta hundavinir, tveir hundar og sextán lögregluþjónar. Á myndinni sést hvar hersingin kemur vaðandi með spjöld sín, sem skreytt voru ýmsum miður vingjarnlegum yfirlýs- ingum nm borgarstjórn Beykjavíkur. Mikill hláiur heyrðist frá bjórkrá hinum Smegin við götuna þegar mót- mælendur komu að sendi- ráðinu, en frá himdavinunnm heyrðist ekki bofs. LEGA SJIJKUR? — segir The New York Times Getur aldrei tekið fyrri valdastöðu New York, 10. okt. NTB. KÍNVEBSKI varnarniálaráðherr ajmi Lin Piao, sem Mao Tse-tung Iiefur tilnefnt sem eftirmann sinn, er alvarlega sjúkur. Skýrði blaðið The New York Times frá þessu á simnudag. rEnn | sprengja Rússar 4 Uppsölum, 10. okt. NTB. 4 i Jarðskjálftamælingastofn-l /unin í Uppsölum tilkynnti á/ J sunnudag um jaiöhræringar i 4sem taldar eru stafa frá fjórðu 4 4 kj arnorkusprengj unni sem 4 ISovétríkin sprengja neðan-j /jarðar í þessum mánuði. Upp-7 ltök hræringanna voru í Síber-1 4íu, og þær voru af styrkleika4 4 5.7 á Richter-kvarða. i Blaðið segir frétt sina byggða á bandariskum stjómarheimiid- um. Samkv. þeim, er Lin Piao alvarlega sjúkur og enda þótt hanin nœði sér aftur, sem sé ta.- ið afar óldkieigt, er ekki gert ráð fyrir því, að hann verði þess megnugur að taka aftur við fyrri valdastöðu sinni. Þvi hefur ver- ið haldið fram, að Lin Piao nafi i raiuminni haft meira vald en sjáifur Mao. Lin Piao hefur lengi búið við heilsubrest og nú i mörg ár þjáðst af berklum. Samkv. sið- ustu fréttuim á hamn að vera mun þymgra haldinn af þessum sjúkdómi nú en áður. Af opimberri hálfu í Bandaríkj unum hefur sá grunur komið fram fyrir löngu, að Lin Piao væri alvarlega veikur. Þanmig hefur veríð á það bent, að varm- armálaráðherramn var ekki við- staddur ásamt Mao, er sá síðar- nefrndi tó'k á móti Haile Selassie, keisara Bþiópíu, við komu hans til Fekinig fyrir sikemmstu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.