Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR 88. tbl. 67. árg. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Enn bíða 9.700 San Jose — lfi. apríl — AP. 254 KÚBANSKIR flóttamenn komu til Costa Rica í dag og höfðu margir þeirra þá sögu að segja að menn Castros Kúbuleiðtoga hefðu rænt þá ýmsu fémætu við brottförina, auk þess sem þeir hefðu veitzt að þeim með háðsglósum og illyrðum. Að sögn fulltrúa Perú-stjórnar bíða nú 9.700 flóttamenn þess að verða fluttir frá Kúbu. en þeir, sem komnir eru til Costa Rica. verða þar næstu daga eða unz samastaður hefur verið ákveðinn í hverju tilviki. Garcia y Garcia, utanríkisráð- herra Perú, hefur borið Kúbu- stjórn á brýn, að hún reki nú taugastríð gegn flóttafólkinu og geri sér far um að tefja brottför þess á alla lund, en yfirvöld á Kúbu vísa þessum ummælum snúðugt á bug og segja ráðherrann fara með fleipur eitt. Allt sé gert til að flýta afgreiðslu nauðsyn- legra skilríkja á Kúbu, en hins vegar hafi Perú-stjórn tafið fyrir vegabréfsáritunum þeirra Kúbu- manna, sem óski að flytjast til Perú. Zimbabwe sjálf- stætt lýðveldi Salisbury — 17. apríl — AP RHODESÍA síðasta nýlenda Breta í Afríku. varð á miðnætti sjálfstætt ríki, og nefnist héðan í frá Zimbabwe. Brezki samveld- isfáninn var dreginn niður hinzta sinni og um leið var þjóðfáni Zimbabwe dreginn að húni á flóðlýstum leikvangi í Salisbury þar sem hátíðarat- höfnin fór fram. Karl Breta- prins fékk forsta hins nýja lýðveldis, Canaan Banana, í hendur sjálfstæðisyfirlýsingu brezka þingsins, að viðstöddum fjórum forsetum, sjö forsætis- ráðherrum, sendimönnum um hundrað rikja og fjörutiu þús- und öðrum gestum. Gífurleg fagnaðarlæti urðu er lýst hafði verið yfir sjálfstæði lýðveldisins. í dag flutti forsætis- ráðherra Zimbabwe, Robert Mug- abe, ávarp til þjóðarinnar og vakti sértaka athygli hversu gott orð honum lá til fráfarandi ríkis- stjóra, Christopher Soames, um leið og hann hvatti til samstöðu meðal þjóðar sinnar. SVO mikil er örtröðin á lóð sendiráðs Perú í Havanna. þar sem tæplega 10 þúsund manns bíða brottflutnings að við stórslysi lá í dag þegar hindrun á lóðarmörkunum lét undan. Mál flóttafólksins hefur vakið mikla eftirtekt á Kúbu 'og er búizt við mikilli þátttöku í útifundi. sem haldinn verður í námunda við sendiráðið á iaugardag. en tilgangur fundarins er að mótmæla flóttanum. (AP-símamynd). Afganistan: Napalm og eiturgasi rignir yfir bæi og þorp Kína inn — Formósa út Washington — 16. apríl — AP KÍNVERJAR urðu í dag full- gildir aðilar að Alþjóðabank- anum, en í kjölfar aðildarinn- ar munu þeir hljóta stóraukna efnahagsaðstoð. Formósa á nú ekki lengur aðild að bankan- um, sem er samstarfsstofnun 140 ríkja, þar sem enn hefur ekki tekizt að finna lausn á því hvernig koma má við aukaað- ild eyjarskeggja, en í stofnskrá bankans er kveðið á um eitt sæti fyrir Kína eins og önnur ríki. Peshawar — Lundúnum — 16. aríl. — AP. NAPALMI og eiturgasi er nú varpað úr sovézkum herþyrlum á afgönsk þorp og bændabýli. Hundruð bæja og býla eru rjúkandi rústir og Sovétmenn flytja fólk hundruðum saman nauðungarflutningum til sovétríkj- anna í því skyni að höggva skörð í raðir uppreisnar- manna. Þetta kom fram á fréttamannafundi, sem Bhurhanuddin Rabbani, einn helzti leiðtogi islamskra uppreisnarmanna, hélt i Lundúnum i dag. Frá Pakistan berast þær fregnir að hafin sé gífurleg sókn Sovét- manna gegn uppreisnarmönnum í lofti og á landi í austurhluta Afganistans. Fjöldi fólks hefur verið fluttur í sjúkrahús í Pakist- an, þar af margt kvenna og barna. I einum bardaganum er sagt að 65 hermenn hafi fallið, en mun fleiri konur og börn hafi látið lífið í þeim átökum. „Hingað til höfum við hvorki fengið vopn né aðra aðstoð, sem að gagni gæti komið í baráttu okkar fyrir frelsun Afganistans," sagði Rabbani í dag. „Okkur vantar ekki liðsauka, við höfum allan þann mannafla, sem við þurfum á að halda, en okkur vantar vopn“. Hann skoraði sérstaklega á þjóðir múhameðstrúarmanna að koma til skjalanna og aðstoða Afgani í baráttunni gegn sovézka innrás- ariiðinu, og sagði, að þyrluárásir Sovétmanna á þorp og bæi væru nýjasta aðferðin til að reyna að brjóta frelsishreyfingarnar í land- inu á bak aftur. Rabbani kvað undirbúning hafinn að þvi að komið yrði á fót útlagastjórn Afgana, en ekki vildi hann skýra nánar frá því máli að svo stöddu. Mannf all í Beirút Beirút — 16. april — AP TUTTUGU manns íéllu og yfir fjörutíu særðust í hörkubardögum milli stuðningsmanna írakskra og íranskra shiita í Beirút í dag. í átökunum var beitt sprengjuvörpum, eldflaug- um og vélbyssum. en sagt að PLO, undir forystu Yasser Arafats, og Sýr- lendingar beiti sér í sam- einingu fyrir því að binda enda á átökin. Sýrlenzkt herlið stendur vörð um sendiráð íraks og írans í borginni eftir að eidflaugaárásir voru gerðar á báðar byggingarnir í gær. Zia skammar Bandaríkin — ræðir við Gandhi um Afganistan Salisbury — 16. apríl — AP ZIA Ul-IIaq, forseti Pakistans, réðst í dag harkalega á stjórn Bandaríkjanna fyrir linkind þeirra í garð Sovétmanna vegna innrásarinnar í Afganistan, og sagði m.a. að stjórn Carters hefði verið nær að láta til skarar skríða í stað þess að láta sitja við orðin tóm í sambandi við „grímulausa árás“ Sovétmanna. Ekki útskýrði Pakistanforseti nánar til hvers hann ætlaðist af Bandaríkjunum í þessu efni, en þau Indira Gandhi forsætisráð- herra Indlands hittast á morgun til að ræða Afganistanmálið. Það verður í fyrsta sinn sem fundum þeirra ber saman, en leiðtogar þessara næstu ná- grannaríkja hins hersetna Af- ganistans eru komnir til Salis- bury ásamt fjölda annarra þjóðaleiðtoga til að taka þátt í hátíðahöldum í tilefni þess að Zimbabwe hlýtur fullt sjálf- stæði. Zia hefur úthúðað Sovét- stjórninni vegna innrásarinnar í Afganistan, en Gandhi ber af henni blak og telur óráðlegt að hafa í frammi harða gagnrýni. Slíkt muni aðeins tefja fyrir því að Rauði herinn hafi sig á brott frá Afganistan. Zia Ul-Haq Bannað að borga Frá Önnu Bjarnadóttur frettaritara MorKunblaúsins í Washinston JIMMY Carter. forseti Banda- ríkjanna. gerði í dag grein fyrir skrefum sem munu draga frekar úr samskiptum Banda- ríkjanna við íran. Hann hefur nú bannað allar yfirfærslur á fjármunum til íran. allan inn- flutning frá íran og ferðir almennings til íran. Hann mun fara fram á við banda- ríska þingið. að bankainni- stæður íran í Bandaríkjunum. sem nema um 8 milljörðum dollara. verði notaðar í þágu handarísku gíslanna. sem voru handteknir í Tehran 4. desem- ber sl. Carter sleit í síðustu viku stjórnarsamstarfi við Teheran. Stjórnvöld þar fögnuðu stjórn- arslitunum við Bandaríkin og hafa síðan sagt, að gíslarnir verði ekki látnir lausir fyrr en í fyrsta lagi í júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.