Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 120. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980
NÚ UM þessar mundir er Bygg-
ung, byggingarsamvinnufélag
ungs fóíks í Kópavogi, að hefja
framkvæmdir _ á nýju bygg-
ingarsvæði í Ártúnslandi. Hef-
ur félagið fengið þar úthlutað
lóðum fyrir tvö 18 íbúða f jölbýl-
ishús. sem vonast er til að unnt
Tvð af húsum þeim er Byggung reisti við Engjahjalla í Kópavogi.
Byggung í Kópavogi
verði að Jjúka við haustið 1982.
Einnig gerir Byggung sér vonir
um að fá frekari lóðaúthlutun í
Ástúns- og Grænuhlíðarlandi.
Félagið er nú að skila af sér
fjórða áfanganum við Engjahjalla
en þar var því úthlutað 132
íbúðum í júlí 1975 og var áætlaður
byggingartími þeirra fimm til sjö
ár. Kostnaður við 97 ferm. 3ja
herb. íbúð er 18—19 milljónir en
ef reiknað yrði til verðlags í dag
væri það á bilinu 23—24 milljónir.
Innifalið í þessu verði eru allar
sameiginlegar framkvæmdir full-
frágengnar, auk þess eru íbúðirn-
ar afhentar fullbúnar. í viðtali við
Mbl. sagði Bragi Michelsen,
framkv.stj. Byggungs, að vinna
hefði aldrei fallið niður þau fimm
ár sem hefði tekið að reisa þessi
hús. Auk þess hefðu eigendur lagt
fram drjúgan skerf við fram-
kvæmdirnar og nefndi sem dæmi
að við fyrsta áfanga hefði vinna
eigenda við íbúðir verið metin á
24 milljónir kr. I ræðu sem Bragi
hélt af þessu tilefni sagði hann
m.a.: Það er skoðun mín að
Iöggjafinn og verkalýðshreyfingin
eigi að sýna þessu félagsformi
meiri athygli. Barátta okkar við
verðbólgu, húsnæðisvanda, land-
f ær úthlutað
flótta og atvinnumöguleika fjöl-
margra aðila í byggingariðnaði er
ekki síst hlutverk ráðamanna
hvort ,sem er á Alþingi eða í
bæjarstjórn.
Samstarf  þessara  aðila  við
byggingarsamvinnufélög og verk-
taka í byggingariðnaði eru leið til
að útrýma félagslegum vandamál-
um, húsnæðisskorti og atvinnu-
Ieysi. Það er því rangt að mínu
mati af Alþingi að setja ekki í lög
um Húsnæðismálastjórn ákvæði
um þessi samskipti."
Hluti 3ja herb. ibúðar sem Byggung afhenti nú í mai.
„Misskilningur að
röntgenmynda-
tækin séu úrelt"
— segir Þórður Þorvarðarson á Landspítalanum
„ÞAÐ er mesti misskilningur að
þau tæki (mammografi) sem til
eru hér á landi til röntgenmynda-
töku á brjóstum séu úrelt eða úr
sér gengin," sagði Þórður Þor-
varðarson deildarstjóri tækni-
deildar með röntgentæki á Land-
spítalanum en í Morgunblaðinu í
fyrradag kom fram í viðtali að hér
á landi væri aðeins eitt slikt tæki
til og úr sér gengið.
„Það eru til tvö tæki af þessari
gerð hér á landi, á Landspítalanum
og á Akureyri," sgði Þórður, „Hér
er um að ræða módel 1972 og er
tækið sjálft eins og nýrri tæki, en
hluti af hliðarútbúnaði hefur
þróast nokkuð. Þetta tæki stendur
fyllilega fyrir sínu og er notað til
nákvæmrar myndatöku á útlimum.
Hins vegar má geta þess að við
eigum ekki hér á landi tölvustýrða
sneiðmyndatöku sem þykir nauð-
synleg víðast erlendis og kom á
markað um 1974. Slíkt tæki kostar
um 350 milljónir króna og að þessu
leyti erum við á eftir en við erum
mjög vel  búin öllum  almennum
röntgenmyndatökutækjum þótt því
sé ekki að neita að dýru tækin
vantar."
Dæmdur í örygg-
isgæslu vegna
manndráps
í GÆR var kveðinn upp í Sakadómi
Reykjavíkur dómur í máli, sem
höfðað var gegn Guðbrandi Magn-
ússyni, Æsufelli 4, fyrir manndráp.
Niðurstaða dómsins varð sú, að
Guðbrandur væri sannur að því að
hafa orðið móður sinni, Elínborgu
Guðbrandsdóttur, að bana á heimili
þeirra hinn 3. desember 1979.
Var einnig talið sannað, að Guð-
brandur hefði unnið verk þetta í
geðveikiskasti og hann hefði þá verið
allsendis ófær um að stjórna gerðum
sínum. Var hann því sýknaður af
refsikröfu, en dæmdur til þess að
sæta öruggri gæslu á viðeigandi
stofnun.
Kosningaskrifstofa
Guðlaugs í Kópavogi
Opnuð hefur verið kosninga-
skrifstofa stuðningsmanna Guð-
laugs Þorvaldssonar i Kópavogi
að Skemmuvegi 36.
Kosninganefndina skipa:
Eggert Steinsen, formaður, Sig-
tryggur  Jónsson,  Fríða  Einars-
dóttir, Ásgeir Pétursson, Sigur-
laug Zóphoníasdóttir, Gunnar
Þorleifsson, Guðbjörg Sigurðar-
dóttir, Halldór Halldórsson, Há-
kon Sigurgrímsson, Jón H. Guð-
mundsson.
(Fréttatilkynning).
Akvarðanir um nýja storvirkjun og fram-
hald stóriðju verður að taka á næsta ári
575 gígawattstundir á ári. Virkjuninni gæti orðið lokið
1985—86. Það er mikilvægt, að um tiltölulega einfalda
virkjun er að ræða á svæði, þar sem öll aðstaða er fyrir
hendi og af þeim ástæðum yrði væntanlega unnt að ljúka
virkjuninni á skemmri tíma en virkjunum annars staðar á
landinu.
Blönduvirkjun. Hún er stórvirkjun að meðalstærð og
gæti orðið 150—180 megawött að afli og framleiðslugeta
um 800 gígawattsstundir á ári. Rannsóknum við Blöndu er
ekki lokið og allmikil óvissa ríkir um samninga um
virkjunaraðstöðu við heimamenn. Með hliðsjón af þessu og
að undirbúningur og aðstaða á virkjunarsvæði er ekki fyrir
hendi myndi vafalaust taka lengri tíma að ljúka við virkjun
Blöndu en virkjun við Sultartanga.
Fljótsdalsvirkjun. Þessi virkjun yrði að svipaðri stærð
og Búrfellsvirkjun að því er varðar orkuframleiðslu en
nokkru aflmeiri eða um 300 megawött að afli og
framleiðslugetan um 1500 gígawattsstundir á ári. Vegna
stærðar virkjunarinnar og mikils undirbúnings, sem
nauðsynlegur er á nýju virkjunarsvæði er varla talið
hugsanlegt, að Fljótsdalsvirkjun geti orðið fullgerð fyrr en
1987-88.
Orkuframleiösla
og stóriðja
— Samkvæmt þessu þrengjast valkostir manna varðandi
stóriðju mjög eftir því, hvaða virkjunarkost þeir velja?
— Af þessu yfirliti virðist mega draga þá ályktun, að
aukning orkufreks iðnaðar næstu 5—6 árin eða svo verði
háð því, hvort aukin orka fæst frá Kröflu og/eða hvort
hægt verður að auka verulega framleiðslugetu á Þjórsár-
æðinu ekki síðar en um 1986 eða svo. Um leið og ég segi
jtta legg ég áherslu á fyrirvarann, sem ég nefndí í
upphafi, að hugmyndir um tímasetningu og ákvarðanir
kunna að breytast, þegar fyrir liggja lokaniðurstöður
þeirra rannsókna, sem nú fara fram á vegum Landsvirkj-
unar, Orkustofnunar og Rafmagnsveitna ríkisins.
— í erindi þínu á dögunum nefndir þú fjóra kosti, þegar
metnir væru næstu áfangar við uppbyggingu orkufreks
iðnaðar, þar af tengdust þrír Grundartanga og Straumsvík
vegna þeirrar aðstöðu, sem þegar er þar með hliðsjón af
mannvirkjum og annarri grundvallaraðstöðu og fjórði
kosturinn var stóriðja á Austurlandi. Hvernig tengjast
þessir kostir þeim virkjunum, sem áður voru hér nefndar?
— Val á virkjanaröð hefur að sjálfsögðu áhrif á það,
hvernig staðið verður að framkvæmdum við orkufrekan
iðnað. Orka frá Blönduvirkjun kæmi þannig inn í
landskerfið, að hún gæti að verulegu leyti nýst til
stækkunar verksmiðjunum við Grundartanga og
Straumsvík. Fjarlægðin frá Blöndu til þessara staða er
ekki mjög mikil og burðargeta dreifikerfisins nægir til
slíks orkuflutnings. Á hinn bóginn er erfitt að hugsa sér
stórvirkjun Jökulsár í Fljótsdal án þess að um leið verði
komið upp orkufrekum iðnaði á Austurlandi, til dæmis
Reyðarfirði þar sem hafnaraðstaða og ytri skilyrði eru að
mörgu leyti mjðg góð. Ef flytja ætti meginhluta orkunnar
frá Fljótsdalsvirkjun til annarra landshluta mundi það
kosta gífurlega fjárfestingu í nýjum háspennulínum auk
óhjákvæmilegs orkutaps.
— Hvað um sölu á raforku til Færeyja frá Fljótsdals-
virkjun?
— Slík orkusala kæmi ekki í stað stóriðju. Um
hagkvæmni á sölu til Færeyja er lítið vitað enn sem komið
er. En komi til hennar er á 10 ára bili ekki gert ráð fyrir, að
nota þurfi meira afl en 60 megawött til að framleiða orku
fyrir Færeyjar, svo að næg orka yrði eftir fyrir orkufrekan
iðnað á Austurlandi.
— Sé litið á þær hugmyndir, sem þú setur hér fram með
sterkum rökum, virðist svo sem Norðurland verði sá
landshlutinn, sem ekki fær orkufrekan iðnað í fyrirsjáan-
legri framtíð. Er það ekki rétt?
— Eins og málin standa í dag virðast mér minni líkindi
til þess, að orkufrekur iðnaður verði byggður upp á
Norðurlandi næsta áratuginn en reiknað var með fyrir
nokkrum árum. Erfiðleikar við orkuöflun á Norðurlandi
bæði við Laxá og Kröflu valda hér miklu um, en auk þess
virðist nú lengra í virkjun Jökulsár á Fjöllum en áður var
talið.
Orkufrekur iðnaður við Eyjafjörð, þar sem skilyrði eru
best til dæmis með hliðsjón af hafnaraðstöðu og vinnuafli
verður því varla á næstu árum eins vel í sveit settur miðað
við orkuöflun eins og áður var talið. Ef Fljótsdalsvirkjun
kemur til sögunnar á næsta áratug virðist vænlegra að
orkufrekur iðnaður taki sér bólfestu á Austfjörðum.
— Þegar ráðist hefur verið í þær virkjanir, sem þú hefur
hér lýst, hvað hefur þá verið virkjað mikíð af virkjanlegu
vatnsafli landsins?
— Með þessum virkjunum öllum verður heildarfram-
leiðslugetan orðin um 7000 gígawattsstundir. Samkvæmt
athugunum Landsvirkjunar nýlega á virkjanlegu vatnsafli
á landinu er hagkvæmt að virkja vatnsafl, sem svarar til 30
þúsund gígawattsstunda orkuframleiðslu á ári. Þannig að
þau áform, sem við höfum hér rætt nema um 23% af
heildarvatnsaflinu. Þá er hins vegar eftir að taka með í
reikninginn, að væntanlega er unnt að virkja mjög mikið af
jarðgufu, og þá líklega ekki minna en sem nemur 20 þúsund
gígawattsstundum á ári. Samkvæmt þessu ætti því að vera
langt í land, áður en íslendingar þyrftu að hafa áhyggjur af
orkuskorti.
— Að lokum, Jóhannes, hefði verið ráðist í virkjun
Þjórsár við Búrfell, ef ekki hefðu tekist samningar við
Alusuisse um álverið í Straumsvík?
— Nei, Búrfellsvirkjun hefði ekki orðið fyrir valinu á
sínum tíma án samningsins við Alusuisse eða smíði
álversins. Þegar lögin um Landsvirkjun voru sett 1965 voru
það einkum þrír virkjunarkostir, sem menn veltu fyrir sér.
I viðræðum um fjármögnun þessara virkjana kom skýrt í
ljós, að okkur var algjðrlega um megn að ráðast í fjáröflun
til Búrfellsvirkjunar nema með því að selja strax verulegan
hluta orkuframleiðslunnar. Án samningsins um álverið
hefði því væntanlega verið ráðist í gufuvirkjun í Hvera-
gerði og líklega þar á eftir í virkjun Brúarár við Efstadal.
Og þannig hefði verið haldið áfram að virkja smátt og
smátt fyrir innanlandsmarkað án þess að stíga skrefið til
stórvirkjana.
Og ég er satt að segja mjög í vafa um hvenær skilyrði
hefðu orðið að nýju jafn hagstæð og þegar ráðist var í
Búrfellsvirkjun. Það hefði ef til vill ekki orðið fyrr en nú,
þegar svonefnd orkukreppa herjar á heimsbyggðina.
Búrfellsvirkjun markaði tvímælalaust tímamót í raforku-
framleiðslu hér á landi. Virkjunin hafði þrisvar sinnum
meiri framleiðslugetu en öll þau orkuver samtals, sem fyrir
voru í landinu. Ólíklegt er, að svo stórt stökk verði aftur
tekið í virkjunarmálum í fyrirsjáanlegri framtíð. Sigöldu-
virkjun eykur getu kerfisins til dæmis um þriðjung og
Hrauneyjafoss annað eins og stærsta virkjunin, sem menn
hafa nú á prjónunum, Fljótsdalsvirkjun, yrði að svipaðri
stærð og Búrfellsvirkjun.                    Bj.Bj.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48