Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 187. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982
31
Sigurmarkió skorað með síðustu snertingunni
„ÞAÐ ER varla hægt að segja annað
en það hafi verið huggulegt að sjá á
eftir boltanum i netið. Ég ætlaði að
fara að hvetja mína menn til að berj-
ast áfram er ég gerði mér grein fyrir
því að leikurinn var húinn," sagði
Halldór Arason, eftir að hann hafði
skorað sigurmark Fram gegn fs-
landsmeisturum Víkings í 1. deild-
inni á Laugardalsvellinum í gær-
kvöldi. Halldór skoraði gott skalla-
mark aðeins einni sekúndu fyrir
leikslok eftir sendingu frá Valdimar
Stefánssyni. „Næsti leikur okkar,
við ÍBI hér í Reykjavík verður algjör
úrslitaleikur fyrir okkur og það þýðir
ekkert að halda að við séum örugg-
ir" sagði Halldór.
Það voru Víkingar sem voru
miklu meira með boltann í leikn-
um en þeir náðu ekki að skapa sér
nein afgerandi færi. Sverrir Her-
bertsson fékk gott færi strax á
fyrstu mínútunni en hann skaut
framhjá af markteig. Meira var
ekki um afgerandi færi í hálf-
leiknum nema er Heimir Karlsson
átti þrumuskot naumlega yfir af
25 m. færi.
Sverrir Herbertsson var aftur á
ferðinni á fyrstu mín. síðari hálf-
leiksins er hann skallaði rétt
framhjá eftir fyrirgjöf. Heimir
átti síðan gott skot rétt yfir en
• < iuðmundur Torfaaon fagnar hér
hinn stórgbesilega marki sínu  af
mikilli  innlifun.  Með  honnm  á
myndinni er Trausti Haraldsson.
Ljósm. Emilía.
ekki vildi boltinn inn. Stuttu síðar
þurfti Ögmundur að taka á honum
stóra sínum í Víkingsmarkinu er
hann sveif eins og köttur og
bjargði skalla frá Viðari Þorkels-
syni framhjá stönginni.
Víkingar náðu forystunni á 62.
mín. er Gunnar Gunnarsson skall-
aði mjög fallega í markið. Ómar
Torfason óð upp hægri kantinn og
sendi háan bolta inn á teig. Gunn-
ar var staddur utarlega í teignum
og skallaði rakleiðis i markið án
þess að Guðumundur næði að
verja.
En aðeins fimm mín. síðar
höfðu Frammarar jafnað. Og hví-
líkt mark. Þeir fengu aukaspyrnu
rétt utan vítateigs fyrir miðju
marki. Guðmundur Torfason tók
spyrnuna og skoraði með stór-
glæsilegu þrumuskoti framhjá
veggnum. Frammarar hresstust
mikið við markið og lifnaði mjög
yfir leiknum.
Nokkru síðar kom fyrir mjög
umdeilt atvik. Ómar Torfason
náði þá að skora eftir hornspyrnu
af miklu harðfylgi en Eysteinn
dómari dæmdi markið af. „Það var
greinilega hendi á hann. Hann
vippaði boltanum með sér eftir að
hann kom út ur þvögunni," sagði
Eysteinn eftir leikinn. En Ómar
var ekki á sama máli.
„Þetta var sko ekki hendi. Þetta
var fáránlegur dómur. Svo vildum
við fá vítaspyrnu er Marteinn
hrinti Heimi inni í teignum í lok-
in. Við erum mjög óhressir með
úrslitin, en það þýðir ekkert að
gefast upp. Ég tel okkur með jafn-
asta og besta liðið í dag og við
stefnum markvisst að því að vinna
deildina," sagði Ómar.
U.þ.b. tíu mín. fyrir leikslok fór
Halldór Arason mjög illa með gott
færi fyrir Frömmurum er hann
skaut lélegu skoti frá teig í stað
þess að gefa á Einar Björnsson,
sem nýkominn var inn á fyrir
Árna Arnþórsson, en Einar var í
mjög góou færi inni í teig. En á
lokasekúndunni bætti Halldór það
svo sannarlega upp er hann skor-
aði sigurmarkið eins og kom fram
í byrjun.
Landsliðshéparnir kynntir:
Tveir leikir við
Hollendinga
Á blaðamannafundi hjá KSÍ í gær
voru islensku landsliðin í knatt-
spyrnu fyrir leikina gegn Hollend-
ingum í Evrópukeppninni í næstu
viku tilkynnt. Þá var einnig birtur
hollenski hópurinn, en þeir koma
ekki til með að velja lið sín fyrr en
þeir koma til landsins á mánudag-
inn.
Landslið þjóðanna undir 21 árs
leika í Keflavík kl. 18.30 á þriðju-
dag, og A-landsliðin leika síðan á
Laugardalsvellinum á miðvikudag
kl. 18.30.
Hollendingar eru nú að byggja
upp nýtt lið fyrir heimsmeistara-
keppnina 1986, en þeir léku til úr-
slita í HM 1974 og 1978 eins og
kunnugt er. Síðan komust þeir
ekki í úrslitakeppnina á Spáni í ár,
og vildu margir kenna því um að
leikmenn væru orðnir of gamlir.
Þekktustu leikmennirnir sem
koma með liðinu hingað til lands
eru tvímælalaust Simon Taham-
ata og Willy Van der Kerkhof.
íslenski   A-landsliðshópurinn
lítur þannig út, landsleikjafjöldi í
svigum fyrir aftan.
Markverðir:
Guðmundur Baldursson, Fram( 8)
Þorsteinn Bjarnason, ÍBK (14)
Aðrir leikmenn:
Arnór Guðjohnsen, Lokeren ( 9)
Atli Eðvalds., F. Dusseldorf (27)
Janus Guðlaugs., F. Köln     (24)
Karl Þórðarson, Laval       (14)
Pétur Ormslev, F. Dusseldorf (13)
Marteinn Geirsson, Fram (63)
Sævar Jónsson, C.S. Brugge ( 9)
Trausti Haraldsson, Fram (17)
Viðar Halldórsson, FH      (17)
Sigurður Lárusson, ÍA       ( 7)
Lárus Guðm., Waterschei ( 7)
Ómar Torfason, Víkingi      ( 7)
Gunnar Gíslason, KA       ( 3)
Örn Óskarsson, ÍBV         (21)
Landsliðið undir 21 árs er skip-
að eftirtöldum leikmönnum:
Markverðir:
Ögmundur Kristinsson, Víkingi
Friðrik Friðriksson, Fram
Aðrir leikmenn:
Hafþór Sveinjónsson, Fram
Ómar Rafnsson, UBK
Þorsteinn Þorsteinsson, Fram
Ólafur Björnsson, UBK
Erlingur Kristjánsson, KA
Jón Gunnar Bergs, Val
Sigurjón Kristjánsson, UBK
Ragnar Margeirsson, IBK
Aðalsteinn Aðalsteinsson, Víkingi
Trausti Ómarsson, UBK
Sigurður Grétarsson, UBK
Óli Þór Magnússon, IBK
Helgi Bentsson, UBK
Valur Valsson, Val
Forsala aðgöngumiða verður við
Útvegsbankann á þriðjudag, frá
kl. 12.00—18.00 og síðan á mið-
vikudag á sama stað og á Laug-
ardalsvelli frá kl. 12.00.
Víkingar voru mun meira með
boltann í leiknum en þrátt fyrir
það náðu þeir ekki að skapa sér
nógu góð færi. Þeirra bestu menn
voru Heimir Karlsson, Ómar
Torfason og Stefán Halldórsson.
Frammarar léku upp á það að
halda boltanum og byggja síðan á
skyndisóknum og heppnaðist sú
leikaðferð bærilega í gærkvöldi.
Ekki mátti þó tæpara standa. Við
sigurinn skutust þeir í 6. sætið eft-
ir að hafa verið neðstir fyrir leik-
inn. Ekki munar þó nema einu
stigi á þeim UBK og Val annars
vegar og neðstu liðunum þremur
hins vegar. Sverrir og Marteinn
ásamt Guðmundi Torfasyni voru
bestu menn liðsins í leiknum.
Ekki hefði verið ósanngjarnt þó
Víkingar hefðu sigrað en þeir geta
sjálfum sér um kennt. Þeir eiga nú
eftir að leika við KA á Akureyri
og síðan lokaleik mótsins gegn
Skagamönnum í Reykjavík, þann-
ig að allt getur gerst ennþá þó
Víkingarnir standi best að vígi í
deildinni.
-SH.
• Hér er greinilega ekkert gefið eftir frekar en fyrri daginn. Heimir Karlsson og Ómar Torfason Víkingar eiga hér
i höggi við Þorstein Þorsteinsson, hinn unga bakvörð Fram, í leiknum í gær.                   Ljósm. Emilía.
Lási tryggði ÍBV sigur
Sigurlás Þorleifsson tryggði Eyja-
mítnnum sigur á Keflvíkingum í
Keflavík i gærkvöldi í 1. deildinni.
Hann skoraði eina mark leiksins á
8. mín. er hann komst inn í sendingu
til Þorsteins markvarðar og skoraði
örugglega. Stuttu síðar munaði
minnstu að Eyjamenn endurtækju
Leikirnir sem
eftir eru
Leikirnir sem eftir eru í 1. deild-
inni eru þessir:
4. september:
ÍBK—KR
Fram—ÍBÍ
ÍA—ÍBV
KA—Víkingur
6. september:
Valur—UBK
11. september:
KR—Valur
ÍBÍ-ÍBK
ÍBV—Fram
UBK—KA
12. september:
Vikingur—ÍA
þetta er einn þeirra komst aftur inn
í sendingu til markvarðarins en þá
var skallað yfir.
Eftir sigurinn eru Eyjamenn
komnir aftur í 2. sætið. Annars
rná telja þá heppna að fara með
sigur af hólmi því heimamenn
sóttu nær látlaust allan seinni
hálfleikinn. Sá fyrri var ekki sér-
staklega vel leikinn og var þá mik-
ið um langspyrnur sem ekki röt-
uðu rétta leið. Leikurinn fór fram
við erfiðar aðstæður, mikill vindur
var og léku Vestmanneyingar und-
an vindinum í fyrri hálfleik.
Eins og áður sagði var um nær
algera einstefnu að ræða að marki
Vestmanneyinga í síðari hálfleik,
en Páll Pálmason varði allt sem á
markið kom og var hann besti
maður vallarins að þessu sinni.
Fyrir utan tvö mjög góð skot
Einars Ásbjarnar Ólafssonar voru
öll skot ÍBK máttlaus eða þá að
leikmenn liðsins þvældust hver
fyrir öðrum inni í teig.
Vestmanneyingar lágu í vörn
mestallan hálfleikinn og voru
ánægðir með sitt. Þeirra bestur
var Páll eins og áður sagði og
einnig áttu Sigurlás og Örn
Óskarsson góðan leik. Einar As-
björn var bestur af útileik-
mönnum ÍBK og þá var Þorsteinn
góður í markinu.
í stuttu máli:
Keflavíkurvöllur    1.    deild:
ÍBK-ÍBVO-l(O-l)
Mark ÍBV: Sigurlás Þorleifsson
á 8. mín.
Dómari: Þorvarður Biörnsson
OT/—SH
Staðan		
KrTlK leikina í gærkvöldi er staðan		
í 1. deild	þannig:	
Víkingur	16 6  9 1 23—17	20
ÍBV	16 7  4 5 19—15	18
KR	16 4 10 2 13—12	18
ÍA	16 6  5 5 21—18	17
Valur	16 5  5 6 16—14	15
Fram	16 4  7 5 17—17	15
UBK	16 5  5 6 16—19	15
KA	. 16 4  6 6 16—18	14
ÍBK	16 5  4 7 14—19	14
ÍBÍ	16 5  4 7 23—29	14

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32