Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 30
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1983 FPAM TÖLVUSKÓLI Tölvunámskeið Innritun stendur nú yfir á eftirtalin tölvunámskeið er hefjast eftir páska. Almennt grunnnámskeið Á þessu námskeiði eru kennd grundvallaratriði tölvufræðinnar, svo sem uppbygging tölva, helstu gerðir, notkunarmöguleikar og fleira. Námskeiðið er ætlað öllum þeim er hafa áhuga á að kynnast tölvum og notkunarmöguleikum þeirra, sem og starfsmönnum fyrirtækja er starfa nú þeg- ar við tölvur eða munu gera það í náinni framtíð. Almennt grunnámskeið fyrir unglinga Námsefnið er að öllu leyti hið sama og á almennu grunnnámskeiði aö því undanskildu aö framsetn- ing efnisins er miöuð við að þátttakendur séu á aldrinum 12—16 ára. BASIC 1 forritunarnámskeið Efni þessa námskeiðs er miðað við að þátttakendur hafi einhverja undirstööu í tölvufræöum, hafi t.d. sótt almennt grunnnámskeið. Kennd eru grundvallaratriði forritunar, uppbygging forrita og skipulagning. Við kennsluna er notað forritunarmálið BASIC. Að loknu þessu námskeiði eiga þátttakendur aö vera færir um að rita forrit til lausnar á ýmsum algengum verkefn- um er henta til lausnar meö tölvu. BASIC 1 forritunarnámskeið fyrir unglinga Námsefniö er aö öllu leyti hið sama og á almennu Basic forritunarnámskeiði að því undanskildu að framsetning námsefnisins er miðuð við að þátttak- endur séu á aldrinum 12—16 ára. Framsýn býður framhaldsnám Auk ofangreindra námskeiða býður Framsýn framhaldsnámskeið er hefjast á sama tíma. Meðal þeirra möguleika er þar bjóðast, má nefna: BASIC 2 forritunarnámskeið, COBOL 1 forritunarnám- skeið, CP/M stýrikerfisnámskeiö, fjölda annarra námskeiöa fyrir þá sem svala vilja fróöleiksfýsn og auka við þekkingu sína. Innritun og upplýsingar um ofangreind nám- skeið í síma 91-39566 milli klukkan 13.00 og 18.00 og um helgar milli klukkan 13.00 og 16.00. TÖLVUNÁMSKEIÐ ER FJÁRFESTING í FRAMTÍÐ ÞINNI. Tölvuskólinn Framsýn, Síðumúla 27, Pósthólf 4390, 124 Reykjavík, sími 39566. Mbl./Aroór. íslandsmeistarar í sveitakeppni 1983, sveit Þórarins Sigþórssonar. Talið frá vinstri: Guðmundur Páll Arnarson, Þórarinn Sigþórsson, Björn Eysteinsson, Guðmundur Sveinsson, Guðmundur Sv. Hermannsson og Þorgeir Eyjólfs- son. Sveit Þórarins Sigþórssonar íslandsmeistari í bridge: Glæsileg spilamennska í lokaum- ferðinni tryggði yfirburðasigur Bridge Arnór Ragnarsson Sveit Þórarins Sigþórssonar sigraði glæsilega í 8 sveita úrslita- keppninni um Islandsmeistaratitil- inn í sveitakeppninni sem lauk á páskadag. Hlaut sveitin 128 stig af 140 mögulegum. Af þessum 12 stigum sem vantaði til að ná fullu húsi töpuðust 10 fyrsta keppnis- daginn. Eina sveitin sem ógnaði meistartitli Þórarins var sveit Sæv- ars Þorbjörnssonar. Eitthvað virt- ist spilamaskína þeirra einnig hiksta í upphafi mótsins því þeir töpuðu fyrsta leiknum fyrir sveit sem varð í neðsta sætinu. Þórarinn Sigþórsson hefir þrisvar sinnum orðið íslandsmeistari í bridge, síð- ast 1981 en þá spilaði hann í sveit Egils Guðjohnsens, en sveit með nafni Þórarins hefir ekki orðið ís- landsmeistari áður. f fyrra varð sveitin í öðru sæti eftir sveit Sæv- ars Þorbjörnssonar sem hreinlega „stal“ Islandsmeistaratitlinum í síðustu spilum mótsins. Þá hlaut Þórarinn 102 stig en Sævar 103 stig. Meðspilarar Þórarins, þ.e. ís- landsmeistararnir { bridge 1983 eru: Guðmundur Páli Arnarson, Björn Eysteinsson, Guðmundur Sv. Hermannsson, Þorgeir Eyj- ólfsson og Guðmundur Sveinsson. Enginn þessara spilara hefir áður orðið íslandsmeistari í sveita- keppni. Þegar sex umferðum var lokið í mótinu var sú staða komin upp, að aðeins sveitir Þórarins og Sævars Fríðríks Ólafssonar Vornámskeiðin hefjast í vikunni 11.—15. apríl í húsakynnum skólans að Laugavegi 51,3. hæö. Aö þessu sinni er boðið uþþ á fjögur mismunandi námskeið: BYRJENDAFLOKK FRAMHALDSFLOKK I FRAMHALDSFLOKK II FRAMHALDSFLOKK III Hvert námskeiö er 12 klst. í flokkum 13 ára og yngri verður kennt frá 17—19 á daginn, en í flokk- um fulloröinna frá 20—22 og veröur þeim nú gef- inn kostur á að æfa sig að kennslu lokinni. Skráning Innritað veröur út þessa viku fram á sunnudag á milli kl. 16 og 19 í skólanum sjálfum, eöa á sama tíma í síma 25550. Sérnámskeið í skákskólanum er einnig boöið uþþ á einkatíma. Skólinn útvegar leiðbeinendur til kennslu og fjöl- * tefla bæði í Reykjavík og úti á landi. Skákskólí Friðrfks Ófafssonar Laugavegi 51 Síml. 25550. Friðrik Ólafsson. GuðmundurSigurjónsson, Helgi Ólafsson, Jón L Árnason, Margeir Pétursson. Pétur Jónasson kynnir gítarinn NÆSTII daga mun Pétur Jónasson gítarleikari kynna hljóðfæri sitt í skólum á Suðurlandi og er ferð þessi styrkt af menntamálaráðuneytinu. Miðvikudaginn 6. apríl heim- sækir Pétur Kirkjubæjarklaustur, fimmtudaginn 7. apríl Vík í Mýr- dal og föstudaginn 8. apríl Hellu og Hvolsvöll. Á kvöldin mun Pétur halda opinbera tónleika á viðkomustöð- um sínum og flytja þá efnisskrá sem spannar öll helstu tímabil í sögu gítarsins, frá endurreisnar- tímanum til vorra daga. Tónleik- arnir á Kirkjubæjarklaustri verða í kapellunni klukkan 21.00, í kirkj- unni í Vík klukkan 20.30 og áform- að er að hann haldi tónleika á Hellu á föstudagskvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.