Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 1
56 SIÐUR STOFNAÐ 1913 54. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stórskotaárás írana á Basra Bagdad, 5. mars. AP. ÍRANAR framfylgdu í dag þeirri hótun sinni, að gera haröa stórskota- írás á hafnarborgina Basra í suður- hluta íraks. Segja þeir hana gerða í hefndarskyni fyrir árás íraskra her- þota á kjarnorkuver og stáliðjuver i Iran í gær, en þá bafí 12 manns látið lífið og 30 særst írakar svöruðu Hættir Kanadaí UNESCO? Ottawa og París, 5. mars. AP. HUGSANLEG úrsögn Kanada úr UNESCO, Menningarmála- stofnun Sameinuðu þjóðanna, verður efst á baugi í viðræðum Brians Mulroney, forsætisráð- herra Kanada, og Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem kemur til Ottawa á morgun, miðvikudag. Það var talsmaður utanríkisráðuneytisins, sem skýrði frá þessu í dag. Mulroney mun greina de Cuellar frá því, að Kanada- menn hafi lengi barist fyrir breytingum á skipulagi og starfsemi UNESCO, og þeir séu óánægðir með hve lítið til- lit hefur verið tekið til sjónar- miða þeirra. í dag var haft eftir ónafn- greindum fulltrúa i sendi- nefnd Svisslendinga í höfuð- stöðvum UNESCO í París, að 20. mars nk. kæmu háttsettir fulltrúar 12 iðnríkja saman til óformlegs fundar í Genf til að ræða málefni Menningarmála- stofnunarinnar. Þetta eru full- trúar Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands, Frakklands, Vest- ur-Þýskalands, Belgíu, Spán- ar, Ítalíu, Hollands, Sviss, Ástraliu og Japans. Á fundinum í Genf verður m.a. rætt um niðurstöður síð- ustu funda framkvæmda- stjórnar UNESCO í París og dagskrá næsta þings stofnun- arinnar, sem haldið verður í Búlgaríu í október. árásinni með því að skjóta eldflaug- um að hernaðarlegum skotmörkum í íran. íranar höfðu hvatt íbúa í Basra, sem eru ein milljón, til að forða sér á braut áður en stórskotaárás- in hæfist um fjðgurleytið að ísl. tíma. Árásin hófst um hálftíma síðar, án þess að íbúar borgarinn- ar hefðu farið á brott. Engar fregnir höfðu borist um mannfall er Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Stjórnvöld í írak vísa eindregið á bug ásökunum írana um árásina á kjarnorku- og stáliðjuverin i gær. Segja þau hana hreinan upp- spuna. Arthur Scargill, leiðtogi Samtaka kolanámumanna, við námuna í Barrow, sem er skammt frá hópur verkfalisvarða kom í veg fyrir að hann leiddi um 1.200 námumenn til starfa á ný. AP/Simamynd heimili hans, þar sem Bretland: Allur þorri námumanna kominn aftur til starfa Verkfallsverðir stöðvuðu Scargill Lundúnura, 5. mars. AP. HÓPUR verkfallsvarða kom í morgun í veg fyrir að Arthur Scargill, leiðtogi Samtaka breskra kolanámumanna, og 1.200 manna hópur, sem hann leiddi, kæmist til starfa í kola- námunni í Barrow í Yorkshire á Englandi. Scargill lýsti því þá yfír, að hann mundi aldrei brjót- ast í gegnum raðir verkfallsvaröa og sneri burt með mönnum sínum. Allur þorri kolanámumanna komst hins vegar til að sinna störfum sínum í morgun eins og aukaþing Samtaka námu- manna, sem haldið var á sunnudag, hvatti þá til að gera. Er talið að um 85% námu- manna, sem samtals eru 186 þúsund, hafi mætt til vinnu. Áður en verkfallið, sem staðið hefur í tæpt ár, leystist voru um 52% námumanna komnir til starfa. Margaret Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands, lét í dag í ljós ánægju með lyktir verkfallsins. Hún sagði að ekki kæmi til greina að þeir verk- fallsmenn, sem gerst hefðu sekir um alvarleg ofbeldisverk, s.s. árásir á námumenn sem unnu í verkfallinu og fjölskyld- ur þeirra og heimili, og skemmdarverk í námum, yrðu endurráðnir. Endurráðning 700 verkfalls- manna, sem reknir voru úr vinnu fyrir ofbeldisverk, er ein af kröfum Samtaka námu- manna og hópur námumanna, þ.á m. stór hluti þeirra, sem stóð verkfallsvörslu í dag, vill ekki hefja störf á ný fyrr en þessum mönnum hefur verið veitt uppgjöf saka. Sjá: „Mikill ósigur fyrir róttæku vinstri öflin“ á bls. 30. Anatoly Karpov vill halda einvíginu áfram Vín. 5. mars. AP. Vín, 5. mars. AP. ANATOLY Karpov, heimsmeistari í skák, sem nú er staddur í Austur- ríki, sagði á blaðamannafundi í dag, að Florencio Campomanes, forseti Aiþjóðaskáksambandsins (FIDE), hefði brotið reglur sam- bandsins þegar hann ákvað að stöðva skákeinvígi Karpovs og Afganistan: Hungur og sjúkdómar að kippa fótum undan frelsissveitunum Wuhington, 5. mare. AP. HUNGUR, sjúkdómar og skortur á lyfjum og læknishjálp handa særðum skæruliðum í Aíganistan gæti leitt til þess að andspyma frelsissveitanna í landinu gegn stjórnarhernum og sovéska innrásarhernum yrði brotin á bak aftur á næsta ári. ÞetU kom fram í vitnaleiðslum fyrir bandarískri þing- nefnd í dag. . Tveir læknar, dr. Robert Sim- on frá Bandaríkjunum og dr. Juli- ette E. Fournot frá Frakklandi, sem unnið hafa að hjálparstarfi meðal frelsissveitanna í Afgan- istan, greindu bandarísku þing- mönnunum frá því að Sovétmenn hefðu vitandi vits sent herþotur til að varpa sprengjum á þau fáu sjúkrahús og sjúkraskýli, sem eru fyrir hendi á yfirráðasvæði frels- isveitanna. Afganskur læknir, sem kom fyrir þingnefndina, sagði að 14—16% Afgana væru haldnir berklum og 60—70% manna þar hefðu að undanförnu þjáðst af mýrarköldu. Hann sagði að þrjá- tíu af hverjum eitt hundrað börn- um dæu áður en þau næðu fimm ára aldri vegna næringarskorts og ýmissa veirusjúkdóma. Af þeim fimmtán milljónum manna, sem bjuggu í Afganistan þegar Sovétmenn réðust inn í landið 1979, hefur ein milljón fallið í átökum og fjórar milljónir flúið land. Garri Kasparovs í Moskvu 15. febiúar sl. Karpov sagðist vilja að heimsmeistaraeinvíginu yrði þegar framhaldið, í stað þess að efnt yrði til nýs einvígis 2. september nk. Þegar einvígið var stöðvað hafði Karpov hlotið 5 vinninga, en Kasparov 3. „Ef um nýtt ein- vígi verður að ræða, hef ég tap- að forskoti mínu,“ sagði Karpov, og kvaðst ekki vilja sætta sig við það. Austurríkismaðurinn Kurt Jungwirth, sem er varaforseti FIDE, hefur lýst sig andvígan ákvörðun Campomanesar. Hann lýsti því yfir í dag, að það væri of seint að ákveða nýjar einvíg- isreglur á þingi skáksambands- ins seinni partinn í ágúst eins og Campomanes hefur í hyggju. Kvað hann líklegt að 13 manna framkvæmdastjórn FIDE yrði að taka ákvörðun um framhald heimsmeistaraeinvígisins er hún kemur saman í Túnis 13. til 20. maí nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.