Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVlKUDAGUR 20. APRÍL 1988
69
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD
Árni
þjálfar
Gróttu
Léksíðastmeð
Gróttu 1977
ÁRNI Indriðason, þjálfari
Víkinga undanfarin tvö ár, hef-
ur ákveðið að þjálfa lið Gróttu
í 1. deildinni í handknattleik
nœsta vetur.
Arni lék reyndar með Gróttu
áður en hann fór til Víkinga
og mun nú ganga aftur til liðs við
gömlu félaga sína sem þjálfari.
Hann hefur hinsvegar ákveðið að
leggja skóna endanlega á hilluna.
Árni lék síðast með Gróttu keppn-
istímabilið 1976-77, en þá féll liðið
í 2. deild. Árni gekk þá til liðs við
Víking, en snýr nu aftur heim t
heiðardalinn.
„Verðurerfiðglíma"
„Þetta er óneitanlega dálítið spenn-
andi, en verður án efa erfið glíma,"
sagði Árni í samtali við Morgun-
blaðið í gær. „Það verður baráttu
'upp á líf og dauða fyrir sæti í 1.
deild. Þetta er ungt og reynslulítið
lið, en ef þeim tekst að halda sér
í deildinni þá gætu þeir fest sig þar
í sessi. En þetta verður mikil vinna.
Ég kunni vél við mig hjá Víkingum,
en er búinn að þjálfa þar í þrjú ár.
Það var því kominn tími á breyting-
ar.
HANDBOLTI
SvíarunnuDani
Tveir leikir fóru í gær fram á
Akranesi í Evrópumóti lands-
liða lögreglumanna í handknattleik.
Norðmenn sigruðu Frakka 27:24
og Svfar lögðu Dani að velli, 23:18.
Ikvöld
¦Fylkir og Vfkingur leika f Reykjavfk-
urmótinu f knattspyrnu á gervigrasvell-
inum f Laugardal kl. 20.30 f kvöld.
¦Evrópumót lögreglulandsliða heldur
áfram f kvöld. Tveir leikir verða í Kópa-
vogi. ísland leikur gegn Noregi kl. 18
og Danmörk gegn V-Þýskalandi kl.
19.15. Þetta eru úrslitaleikirnir f riðla-
keppninni.
¦ !S og Þór leika úrslitaleikinn um
lausa sætið f úrvalsdeildinni f fþrótta-
húsi Kennarahaskólands f kvöld kl.
20.30.
¦Sfðustu leikir Sparisjóðsmótsins f
handknattleik verða leiknir f kvöld f
Haínarfirði. Það eru Haukar og FH
t-.em keppa um Sparisjoösbikarinn.
Meiataraflokkar, B-lið, félaganna leika
kl. 19. Strax á eftir leika lið meistara-
flokks kvenna og sfðan leika karlaliðin.
Eftir leikina fær það félag sem vinnur
flesta leikina Sparisjóðsbikarinn. Kaffi-
veitinar eru á staðnum.
FELAGSSTARF
Vertíðarlok
Vertíðarlok verða hjá hand-
knattleiksdeild Víkings á
morgun, sumardaginn fyrsta, í
samkomusal Réttarholtsskóla kl.
16. Þangað eru allir Víkingar vel-
komnir og eru yngri handknatt-
leiksmenn sérstaklega boðnir vel-
komnir með foreldrum sinum. Með-
al annars verða veitt afreksverðlaun
fyrir yngri flokkanna. Þess má geta
að á morgun er merkisdagur í sögu
Vfkings, því liðin eru nákvæmlega
80 ár síðan félagið var stofnað.
Árnl Indrlðason.
KNATTSPYRNA
Friðrik Friðriksson ekki
með í ólympíuleikjunum
Hefurveriðskorinn uppvegna kalkmyndunarífæti
FRIÐRIK Friðriksson, lands-
liðsmarkvörður í knattspyrnu,
getur ekki leikið með Óly mpíu-
landsliðinu gegn Hollendingum
og A-Þjóðverjum. Friðrik var
skorinn upp vegna kalkmynd-
unar í fœti á mánudaginn og
verður rúmliggjandi þar til um
helgina.
Guðmundur Hreiðarsson, mark-
vörður Víkings, sem var einnig
valinn í ólympíuhópfnn, gefur ekki
kost á sér í ferðina, af persónuleg-
um ástæðum. KR-ingurinn Páll 01-
afsson hefur því verið valinn í lands-
liðshópinn, en fyrir er Birkir Krist-
insson, markvörður Fram. Annar
þessara markvarða fer svo beint frá
A-Þýskalandi til Búdapest í Ung-
verjalandi, til að vera varamark-
vörður Bjarna Sigurðssonar í vin-
áttulandsleiknum þar.
Guðni Bergsson, miðvörður úr Val,
getur ekki leikið með ólympíulands-
HANDBOLTI / FRÆÐSLUMAL
B-stigs námskeið hjá HSÍ
Fræðslunefnd HSÍ gengst fyrir B-stigs þjálfaranámskeiði dagana
21.-24. apríl næstkomandi og stendur námskeiðið í 40 tíma. Rétt til
þátttöku hafa allir sem lokið hafa A-stiginu, tþróttakennarar og þjálfarar
og leikmenn með margra ára reynslu af þjálfun og metur fræðslunefnd
umsækjendur. Þátttöku á námskeiðinu skal tilkynna í síðasta lagi í dag
til skrifstofu HSÍ og er staðfestingargjald kr. 1.000.
liðinu og landsliðinu. Eins og fram
hefur komið í Morgunblaðiðinu, þá
er hann meiddur og verður að fara
í uppskurð.
Sautján leikmenn fara út með
ólympíulandsliðinu. Nokkir leik-
menn liðsins fara einnig til Búda- j
pest, þar sem. leikinn verður vin-
áttuleikur gegn Ungverjum 4. maí.
Þangað koma flestir atvinnumenn
íslands og þá fara þeir Pétur
Ormslev, Fram og Ragnar Mar-
geirsson, Keflavík, til Búdapest.
Vegna gamalla melðsla
Priðrik Friðriksson liggur nú á
sjúkrahúsi í Óðinsvéum í Dan-
mörku, vegna meiðslanna sem fyrr
er getið. Hann leikur með 3. deildar-
liðinu B 1909 og stundar nám í
bænum. Að sögn Nönnu Leifsdótt-
ur, unnustu Friðriks, í gær, hafði
storknað blóð — sem safnast hafði
saman framan til í vinstra legg við
spark einhvern tíma áður — breyst
í kalk sem varð til þess að ígerð
komst í fótinn.
KNATTSPYRNA
¦ ¦                                                ¦
Oruggt hjá KR
Einn  ieikur  var' f  gær  í
Reykjavíkurmótinu í knatt-
spyrnu.  KR-ingar sigruðu  ÍR-
inga, 3:0.
Willum Þór Þórsson skoraði fyrsta
mark KR og Pétur Pétursson
bætti öðru við úr vítaspyrnu. Það
var svo Sæbjörn Guðmundsson
sem gerði út um leikinn meö þriðja
markinu.
BROTIÐ BLAÐ
Einar
Boltason
skrifar
BROTIÐ er blað í sögu körfu-
knattleiks á íslandi. Tslands-
meistarabikarinn er kominn í
fyrstasinnfsögunniíHafnar- -
fjörðinn. Þessi mikli hand-
boltabær er nú Iflca kominn á
spjöld sögunnar sem körfu-
boltabœr og þótti mörgum
kominn tími tll.
Ekki var fyrirfram búist við
að Haukar myndu gera sig
mikið gildandi í þessari úrslita-
keppni þar sem gengi þeirra hefur
verið heldur rysj-
KARFA ótt í vetur. En þeir
létu allar hrakspár
sem vind um eyru
þjóta, og klikktu
út með því að sigra
sjálfa íslands-
meistarana í gærkvöldi. Það er
erfitt að hugsa sér meira sannfær-
andi og verðskuldaðri íslands-
meistaratitil þar sem þeir eru i
úrslitakeppninni búnir að ryðja
úr vegi báðum Suðurnesjarisun-
um. Þetta er mikill persónulegur
sigur fyrir Pálmar Sigurðsson,
hinn skemmtilega leikmann
Haukanna, sem jafnframt er
þjálfari þeirra, og ekki má heldur
gleyma þætti Hálfdáns Markús-
sonar, en hann hefur stjórnað lið-
inu af bekknum i allan vetur.
Þessir tveir fyrrverandi félagar
og burðarasar Haukaliðsins. í
gegnum árin geta svo sannarlega
litið stoltir yfir farinn veg. Þáttur
ívars Webster er einnig stór. Eft-
ir áfall það sem hann varð fyrir
í vetur hefur ívar komið endur-
næröur til leiks og hann á ekki
minnstan þátt í þessum glæsilega
sigri Haukanna.
Lítum nánar á leikinn í gær-
kvöldi. Haukar byrjuðu af miklum
krafti og virtist þessi barátta setja
Njarðvíkinga algerlega út af lag-
inu.  Njarðvíkingar  höfðu  gert
breytingu á varnarleik — Isak
Tómasson, sem ávallthefur haft
góðar gætur á Pálmari í leikjum
liðanna, var nú látinn gæta Henn-
ings Henningssonar, en Teitur
Örlygsson settur til höfuðs Pálm-
ari. Það er auðvelt að sjá hvað
vakti fyrir þjálfara Njarðvíkurs-
liðsins með þessari breytingu.
Hann hefur ætlað að nýta sér hæð
Teits til þess að reyna að stöðva
Pálmar, en þetta dæmi gekk ekki
upp. Teitur hafði einfaldlega ekki
þann hraða sem þarf til að ráða
við Pálmar, sem fyrir bragðið fékk
mikið að leika lausum hala og
náði við það að skjóta sig í stuð.
í síðari hálfleik var gerð breyting
og ísak tók aftur við Pálmari. Það
gekk allvel hjá honum, en bæði
var að ísak var kominn í villu-
vandræði og Pálmar kominn f
þvflíkan ham að ekkert varð við
ráðið. Þetta tel ég hafa verið mjög
mikilvægan hlut í þessum leik.
Haukarnir nýttu sér yfirburði
ívars Websters í fráköstum og
hraðaupphlaupin gengu nánast
upp eins og skólabókardæmi.
Varnarfráköstin lentu nær undan-
tekningarlaust í höndum ívars
Webster, þaðan fór boltinn beint
í hendur Pálmars sem keyrði af
stað með miklum látum og mat-
aði sfðan Henning, Ólaf og ívar
Ásgrímsson til skiptis, sem æddu
eins og hraðlestir upp kantana.
Þannig skoruðu Haukar fjölda-
mörg stig.
Leikur Njarðvíkinga bar meira
keim af einstaklingsframtakinu.
Valur Ingimundarson barðist
hetjulegri baráttu og Teitur Örl-
ygsson átti frábæran leik f sókn-
inni. En leikmenn beggja liða
börðust alveg eins, og h'ón og var
aldrei gefið eftir fyrr en f fulla
hnefana, eh oft var kappið meira
en forsjáin. Þannig misstu
Njarðvíkingar boltann til dæmis
Morgunblaöiö/Einar Falur
Pélmar Slgurðsson, þjálfari og leikmaður Hauka, stóð sig frábærlega
I leiknum í gærkvöldi. Hér er han „tolleraður" af félögum sínum eftir að
sigurinn var í höfn.
þrisvar sinnum á örlagamiklum
aungablikum á lokamfnútum
venjulegs leiktíma, er dæmd voru
á þá skref. Villuvandræði settu
svip sinn á leikinn og ef til vill
hafa þau ráðið úrslitum, þar sem
ísak Tómasson lenti snemma f
fyrri hálfleik strax í villuvandræð-
um. Hann fór út af fyrir miðjan
hálfleik og kom ekki inn á aftur
fyrr en um miðjan seinni hálfleik.
Ungur strákur, Friðrik Ragnars-
son, tók hans stöðu og stóð sig
vel, en náði auðvitað engan veginn
að fylla skarð ísaks. Þá var og
afdrífaríkt að bæði Helgi Rafns-
son og Sturla örlygsson fengu
sína 5. villu í fyrri framlengingu.
Haukar nýttu sér það vel og Ingi-
mar Jónsson kom mjög sterkur
út f sfðari framlengingunni.
Það er ekki hægt að skilja svo
við þennan leik að nefna ekki hinn
óbilandi baráttuvilja Haukaliðs-
ins. Strákarnir hafa oft á tíðum
horft fram á nánast glataða stöðu
en hafa aidrei játað sig sigraða.
Þeim hefur tekist að klóra f bakk-
ann og uppskera að lokum glæsi-
lega laun alls síns erfiðis. Til ham-
ingju, Haukar!
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72