Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8S
22
egei ÍAM .18 flUDACHJHIVCHM .GIOAjaVlUÐflONI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989
Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsms
Fækkiin kjarnavopna háð
árangri í viðræðum um
hefðbundinn vígbúnað
Endurnýjun skammdrægra kjarnorkueldflauga frestað til 1992
FUNDI leiðtoga 16 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) lauk
í Brussel í Belgíu í gær. í lok fundarins var birt lokaályktun leið-
toganna og skýrsia Atlantshafsbandalagsins um samræmda afvopnunar-
stefnu þess. í yfirlýsingum þessum kemur fram að Bandarikjamenn eru
reiðubúnir að hefja viðræður við Sovétmenn um fækkun skammdrægra
kjarnorkuvopna í Evrópu að uppfylltum þeim skilyrðum sem George
Bush Bandaríkjaforseti kynnti á mánudag þar sem m.a. er gert ráð
fyrir því að lokið verði við gerð sáttmála um stórfelldan niðurskurð á
sviði hins hefðbundna herafla í álfunni eftir sex til tólf mánuði. Skýrt
er tekið fram að aðeins komi til greina að semja um hluta þeirra kjarn-
orkueldflauga sem staðsettar eru í Evrópu og er hvergi vikið að
„þriðju-núllausninni" en svo hefur hugmyndin um algjöra útrýmingu
þessara vopna verið nefnd. Stefna bandalagsins um kjarnorkufælingu
og sveigjanleg viðbrögð á átakatímum er ítrekuð og kveðið á um að
kjarnorkuvopnum í eigu bandalagsins verði haldið við þar sem nauð-
syn krefji. Ekki er vikið að hugsanlegum viðræðum um afvopnun á og
í höfunum en í skýrslunni segir að árangur á einu sviði afvopnunar-
mála geti leitt til niðurstöðu á öðrum sviðum auk þess sem vikið er að
því að fækkun vopna megi ekki leiða til aukinnar spennu á tilteknum
svæðum.
í lokaályktun fundarins er að fmna
tillögu þá er Bush Bandaríkjaforseti
kynnti á mánudag. Tillagan er í fjór-
um liðum og kveður m.a. á um stór-
felldan niðurskurð á sviði hins hefð-
bundna herafla bæði hvað varðar
fjölda hermanna og þúngavopna auk
þess sem gengið er að þeirri kröfu
Sovétmanna að viðræðurnar, sem
þegar eru hafnar í Vínarborg, taki
jafnframt til orrustuþotna og þyrlna
í eigu bandalaganna tveggja í Evr-
ópu. Gert er ráð fyrir því að unnt
verði að ljúka við gerð samnings um
fækkun í hinum hefðbundna herafla
í Evrópú eftir sex til tólf mánuði.
Sjálfri framkvæmd samningsins þ.e.
afvopnun hersveita og eyðingu
þungavopna beri hins vegar að ljúka
árið 1992 eða 1993.
Hefðbundinn herafli og
skammdræg kjarnavopn
í 48. grein skýrslunnar um heild-
arstefnu bandalagsins í afvopnunar-
málum segir að Atlantshafsbanda-
lagið leggi ríka áherslu á að árangur
náist í viðræðum um niðurskurð hins
hefðbundna herafla í Evrópu líkt og
komið hafi fram í lokaályktun fundar
utanríkisráðherra NATO í Reykjavík
árið 1987. Því beri að hraða viðræð-
um þeim sem fram fara umþennan
hJuta heraflans í Vínarborg. í skýrsl-
unni segir: „Bandaríkjamenn hafa
látið í ljós von um að unnt verði að
ná þessu markmiði innan sex til tólf
mánaða. Þegar hafín er framkvæmd
samnings í þessa veru eru Banda-
ríkjamenn, að höfðu samráði við
bandamenn sína, reiðubúnir til að
hefja viðræður um fækkun skamm-
drægra kjarnorkueldflauga í eigu
Sovétmanna og Bandaríkjamanna
þannig að jöfnuður ríki á því sviði
og að unnt verði að sannreyna að
ákvæði þess háttar sáttmála verði
haldin." Skýrt er tekið fram að að-
eins komi til greina að semja um
fækkun eldflauganna að hluta og að
Sovétmenn verði áður að hafa fækk-
að einhliða skammdrægum kjarn-
orkueldflaugum sínum.
Endurnýjun eldflauga
frestað
í  skýrslunni  kemur  ennfremur
fram að aðildarríkin 16 hafa náð
sáttum um að fresta ákvörðun um
uppsetningu nýrra skammdrægra
kjarnorkueldflauga til ársins 1992.
Afram verður unnið að þróun nýrra
eldflauga í stað bandarískra Lance-
eldflauga, sem flestar eru staðsettar
í Vestur-Þýskalandi, en þær verða
úreltar um miðjan næsta áratug.
Munu Bandaríkjamenn kosta þróun
og smíði þeirra eldflauga.
í lokaályktun fundarins sem og í
skýrslu bandalagsins um samræmda
afvopnunarstefnu þess er ítrekað
tekið fram að stefna bandalagsins
um sveigjanleg viðbrögð á átakatím-
um sé enn í fullu gildi. Um fyrirsjáan-
lega framtíð komi bandalagið til með
að þurfa að reiða sig á fælingarmátt
bæði hefðbundinna vopna og kjarn-
orkuvopna. Því muni ekki verða hvik-
að frá fyrri yfirlýsingum bandalags-
ins þess efnis að kjarnorkuvopn og
hefðbundinn herafli verði endurnýjuð
þar sem þörf þykir. Á hinn bóginn
er lögð rík áhersla á að samkomulag
um fækkun hefðbundinna vopna og
hermanna þjóni öryggishagsmunum
aðildarríkja bandalagsins og að
slíkur sáttmáli sé lykillinn að stöðug-
leika og slökun á spennu í Evrópu.
Fram kemur að NATO vill beita sér
fyrir banni við þróun og framleiðslu
efnavopna auk þess sem óheimilt
verði með öllu að safna upp birgðum
Reuter
Manfred Wörner, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins, á
blaðamannafundi að iokuuni
tveggja daga leiðtogafundi
bandalagsins.
slíkra vopna eða selja þau til annarra
ríkja.
Skipting Evrópu
I lokaályktunni segir að mikilvæg-
ar breytingar hafí átt sér stað í Sov-
étríkjunum en á hinn bóginn harma
leiðtögamir að tiltekin ríki í Austur-
Evrópu haldi enn áfram að brjóta
gegn grundvallarréttindum manna.
Farið er fremur almennum orðum
um að auka beri samskipti ríkja aust-
urs og vesturs á sviði menningar-
mála og tæknisamvinnu. Markmið
NATO sé það að gera skiptingu
Evrópu að engu og ítrekaðar eru
fyrri yfirlýsingar í nafni bandalags-
ins um að jafna beri Berlínarmúrinn
við jörðu.
Reuter
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, ver augun fyrir
Ijósum sjónvarpsmanna á blaða-
mannafundinum.
Hvergi er vikið beinum orðum að
því að æskilegt sé að hafnar verði
viðræður um afvopnun á og í höfun-
um eða undirbúningur slíkra við-
ræðna. I 37. grein skýrslunnar segir
að gæta beri þess að ákvarðanir um
takmörkun vígbúnaðar leiði ekki til
aukinnar spennu á tilteknum svæð-
um. Ennfremur segir i skýrslunni að
árangur á tilteknu sviði afvopnunar-
mála geti greitt fyrir ákvörðunum á
öðrum sviðum. í 30. grein hennar
ar er hins vegar ítrekað það álit
bandalagsins að nauðsynlegt sé að
tryggja öryggi á flutningaleiðum
bæði á legi og í lofti frá Bandaríkjun-
um til Vestur-Evrópu þar eð varnar-
stefna NATO geri ráð fyrir liðs- og
birgðaflutningum yfir Atlantshafið á
átakatímum.
NATO hefiir náð irumkvæði
- segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra
Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
SEGJA má að í augum fjölmiðla  iðasta þáttinn, það
hafi George Bush stolið senunni
af Þjóðverjum.  Tillögur  hans
breyttu  umræðu  fundarins  og
auðvelduðu samkomulag um erf-
Steingrímur Hermannsson á NATO-fundinum:
Fækkun vopna nái til allra
tegunda árásarvopna
í STUTTU máli er hið íslenska viðhorf það, að fækkun vopna eigi að
ná til allra árásarvopna, kjarnorku, efna- og hefðbundinna, og bæði á
landi og á og í sjónum. Bandalagið ætti opinberlega að setja sér það
markmið að ná með samningum lægstu hugsanlegri stöðu hernaðar-
styrkleika, án þess að fórna öryggi og nauðsynlegri lágmarksfælni.
Með því að leggja slíkt til myndi Atlantshafsbandalagið ná frumkvæði
í afvopnun, sem væri mjög æskilegt. Þannig komst Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra að orði í ræðu sem hann flutti á leiðtoga-
fundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel á mánudag.
Forsætisráðherra sagði einnig, að
íslenska sendinefndin væri sammála
þeirri forgangsröð sem hefði verið
ákveðin. „Við fögnum eyðingu með-
aldrægra kjranorkueldflauga og
banni við efnavopnum. Við fögnum
þeirri ákvörðun að hefja á ný viðræð-
ur um langdrægar eldflaugar og
treystum því að þær muni fljótlega
leiða til helmingsfækkunar eins og
ráðgert er. Jafnvægi í hefðbundnum
vopnum og hernaðarstyrk í Evrópu
er mjög mikilvægt, og við erum sam-
mála því að það er forsendan fyrir
áframhaldandi afvopnun. Ég fagna
góðri byrjun í hinum nýju viðræðum
í \Vín og ég lýsi ánægju og stuðningi
við þær tillögur sem Bush forseti
hefur lýst hér nú á þessu sviði.
Við vörum hins vegar við því að
ákveða endurnýjun skammdrægra
kjarnorkueldflauga með fullkomnari
og langdrægari flaugum. Slík
ákvörðun gæti komið í veg fyrir þá
fækkun vopna sem nú er unnið að.
Auk þess teljum við að áður en slík
ákvörðun er tekin beri að gera til-
raun til að draga með samningum
úr yfirgnæfandi styrk Sovétríkjanna
á sviði skammdrægra eldflauga,
þannig að sambærilegt verði við
styrkleika Atlantshafsbandalagsins.
Ef jafnvægi næst í hefðbundnum
hernaðarstyrk ætti algjör eyðing
skammdrægra kjarnorkuvopna að
vera hugsanleg.
Á þessum fundum hefur enginn
minnst á fækkun kjarnorkuvopna á
og í hafinu. Við íslendingar erum
háðari hafinu en aðrar þjóðir At-
lantshafsbandalagsins. Við höfum
fylgst með gífurlegri aukningu kjarn-
orkuflotanna. Svo virðist sem sam-
dráttur í kjarnorkueldflaugum á
landi hafí leitt til aukinnar áherslu
á fleiri og fullkomnari kjarnorkuvopn
á herskipum og kafbátum. Þetta
hörmum við. Hið nýlega slys í kjarn-
orkuknúnum kafbáti Sovétríkjanna á
Noregshafi gefur sterklega til kynna
þá hættu sem í þessu felst fyrir
umhverfi hafsins.
Með þetta í huga leggjum við
áherslu á að viðræður hefjist sem
fyrst milli Atlantshafsbandalagsins
og Varsjárbandalagsins um að draga
úr stærð kjarnorkuflotans. Á þessa
skoðun hafa utanríkisráðherrar okk-
ar iðulega lagt áherslu, til dæmis í
ráðherranefndinni og einnig fasta-
nefnd okkar. Það var gert við undir-
búning þessa fundar og loks með
sérstökum skilaboðum til aðalritar-
ans.
Við skiljum og styðjum þá nauðsyn
að tryggja ætíð öruggt samband yfir
Atlantshafið á milli Norður-Ameríku
og Evrópu. Þetta er að sjáFsögðu
mikilvægt, ekki síst fyrir okkur. Hins
vegar virðist mér umhugsunarvert
hvort þetta væri ekki best tryggt án
kjarnorkunnar. Hinn hefðbundni floti
Atlantshafsbandalagsins er langtum
stejkari en Sovétríkjanna."
í samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins eftir fundinn sagði forsætis-
ráðherra að flestir teldu óraunhæft
að árangur næðist innan 6-12
mánaða. Hins vegar væri nú kominn
skriður á hlutina og hann sagðist
haf a lýst þeirri von sinni að það yrði
til þess að flýta viðræðum um kjarna-
vopn á og í hafinu. Framkvæmda-
stjórinn hefði staðið við sitt og getið
fyrirvara íslendinga í ræðu sinni.
skamm-
drægu eldflaugarnar. Fyrir utan
víðtækar tillögur er einnig um
tímaáætlun að ræða, sem miðar
að því að hraða viðræðunum í
Vín. Boltinn er því núna í garði
Varsjárbandalagsins. Þeir verða
að svara því hVort þeir eru reiðu-
búnir til samkomulags eftir hálft
eða heilt ár. Verði svo kemst á
jafnvægi í hefðbundnum vopnum
á meginlandi Evrópu árið 1992,
sagði Jón Baldvin Hannibalsson,
utanrikisráðherra að loknum
leiðtogafundi Atlantshafsbanda-
lagsins í gær.
Niðurstaðan var sú, að Atlants-
hafsbandalagið féllst á að taka upp
viðræður við Varsjárbandalagið um
fækkun skammdrægra kjarna-
vopna svo fljótt sem það bregst við
þessum tillögum NATO, sagði ut-
anríkisráðherra. Þessi tillögugerð
þýðir að NATO hefur náð frum-
kvæði á veigamiklu sviði afvopnun-
armálanna, sem mest hafa verið í
sviðsljósinu á meginlandi Evrópu. í
þeim skilningi skiptu þessar tillögur
Bush sköpum, bæði hvað varðaði
frumkvæði bandalagsins og eins til
að leysa ágreiningsmálin við Þjóð-
verja.
Af þessu er t.d. ljóst, að tillögur
okkar um afvopnun í höfunum eru
aðeins á undan sínum tíma. Við
fengum ekki stuðning við þær, til
dæmis ekki frá fulltrúum Norð-
manna. Það er sérstaklega athyglis-
vert því að norski varnarmálaráð-
herrann hefur talað mest um þetta
af stjórnmálamönnum á Norðurl-
öndum. Þessa sjónarmiðs hans
gætir ekki þegar kemur að mál-
flutningi Norðmanna hér innan
Atlantshafsbandalagsins. í einka-
viðræðum hefur komið fram, að til-
lögurnar njóta skilnings. Það hefur
verið orðað svo, að í fyrradag var
það tabú að tala um árásarflugvélar
í tengslum við afvopnun, í dag er
það tabú að tala um afvopnun í
höfunum. Það, sem var tabú í gær,
er orðið að tillögum í dag. íslending-
ar eru komnir með tillögur, sem
verða teknar alvarlega fljótlega.
Það sakar ekki að vera svolítið á
undan samtíðinni. I nafni samstöðu
héldum við því ekki til streitu, að
tillagan yrði í lokaskjalinu en við
gerðum það með ákveðnum skilyrð-
um. Við létum færa tillögu okkar
til bókar á fundi Atlantshafsráðsins
og afhentum síðan aðalritara
bandalagsins bréf þar sem við árétt-
uðum þessar tillögur og lýstum því
yfir, að við værum fjarri því fallnir
frá þeim. Við áskildum okkur allan
rétt til að fylgja þeim eftir innan
NATO og ef nauðsyn krefði á öðrum
vettvangi. Við óskuðum eftir því,
að Manfred Wörner framkvæmda-
stjóri staðfesti þessa afstöðu okkar
þegar hann drægi saman niður-
stöðu fundarins, sem hann og gerði.
Á fundum utanríkisráðherranna á
mánudagskvöld og fram á nótt hélt
ég fram fyrirvörum okkar hvað
þetta varðaði og dró ekkert til baka
fyrr en utanríkisráðherra Vestur-
Þýskalands hafði fyrir sitt leyti
dregið til baka þann fyrirvara, sem
Þjóðverjum var hvað erfiðastur, en
þá er átt við, að þeir gátu ekki fal-
list á, að í skjalinu er kveðið á um,
að bandalagið sé meðvitað um þá
staðreynd, að Bandaríkjamenn
muni fjármagna rannsóknir og þró-
un vegna endurnýjunar skamm-
drægra eldflauga til að tryggja, að
bandalagið eigi einhverra kosta völ
þegar kemur að ákvörðun um end-
urnýjun.
Við munum á næstunni tryggja,
að tillögur okkar verði til umfjöllun-
ar áfram og það verðitr meðal ann-
ars hlutverk nýráðins sérfræðings,
Gunnars Gunnarssonar, fyrrum
starfsmanns öryggismálanefndar,
að útfæra þessar tillögur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52