Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 B 3 Blörgvin Björgvinsson skrifar frá Finnlandi og kynoir listasafnið Ateneum í Helsinki, finnsk listaverk öess og neðir við Halldór Björn Runólfsson listfræðing um finnska myndlist Silja Rantenen (1955): Facsimile, 1989, olía. STÆRSTA og glæsilegasta listasafn Finnlands, Ateneum, stendur í miðborg Helsinki nálægt aðaljárnbrautarstöð borgarinnar. Byggingin var opnuð fyrir ári, eftir margra ára endurbætur, og er nú þegar orðin vinsælasta „musteri“ finnskrar myndlistar. Enda hýsir húsið meistaraverk hinna svokölluðu finnsku gullaldarmálara, t.d. Albert Edelfelt, Akseli Gallen-Kallela, Hugo Simberg, Helene Schjerfbeck o.fl. Akseli Gallen-Kallela: Démasquée, 1888, oiía, 65x55 sm. Frá því að Ateneum var opnað hafa hundr- uð þúsunda gesta streymt að til að skoða listaverkin sem þar eru til sýnis, t.d. komu yfir tvö hundruð þúsund manns á nýlega yfirlitssýningu á verkum finnsku lista- konunnar Helene Schjerfbeck. Var þar um að ræða aðsóknarmet á einstaka myndlistarsýn- ingu í Finnlandi. Ateneum er þjóðarlistasafn Finna og myndað af málverkum, skúlptúrum, teikningum og grafík, en yfírgripsmesta safnið af finnskri list er frá 1750 til 1960. Finnska nútímalistasafnið hefur aðsetur á efstu hæð Ateneum um þessar mundir, en mun síðar fara í eigið húsnæði sem ráðgert er að reisa beint á móti fínnska þinghúsinu. En þegar það gerist mun rýmkast enn frekar um klassíska list í Ateneum. Það var arkitektinn Theodor Höijér sem teiknaði Ateneum. Nafn hússins kom til þegar smíði bygging- arinnar lauk árið 1887, en upphaf listasafnsins má rekja til ársins 1849. Eftir endumýjun Ateneum er byggingin rýmri en nokkru sinni fyrr, og stórir og glæsilegir salir safnsins bera vönduðu handbragði fagurt vitni. Gullaldarlist Finna hefur nú fengið verðugan aðbúnað í Ateneum. Þar hanga á veggjum fínnskar gersemar, sem í felst mikill fjársjóður fyrir finnsku þjóðina. Sama er að segja um finnska list í fjölmörg- um öðrum söfnum Finnlands. En finnsk nútímalist er einnig mjög athyglisverð og þar ríkir mikil gróska. Slíka grósku má sjá í sölum nútímalistasafnsins í Ateneum, sem og.í hin- um fjölmorgu galleríum í Helsinki og víðar. Einnig í hinum glæsilegu borgarlistasöfnum, sem svo til hver einasta borg í Finnlandi getur státað af. Finnsk myndlist er sannarlega gróskumikil og hugmynda- rík, og aðbúnaður hennar til mikillar fyrirmyndar. Það kom því greinarhöfundi nokkuð á óvart að sjá í viðtali sem birtist sl. vor í Lesbók Morgunblaðs- ins, við finnska listamanninn Markku Malmivaara, að hann hélt hinu gagnstæða fram, þ.e.a.s. hann lét hafa þar eftir sér að finnsk myndlist væri fjö- truð og ófrumleg. Nokkuð undarleg ummæli sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Til að upp- lýsa lesendur Morgunblaðsins um finnska myndlist hitti greinarhöfundur Halldór Björn Runólfsson list- fræðing að máli og spjallaði við hann um þessi mál, og þá meðal annars í tengslum við fínnska myndlist í listasafninu Ateneum, en Halldór Bjöm hefur kynnst finnskri myndlist nokkuð vel, því sl. þijú ár hefur hann verið sýningarstjóri Norrænu listamiðstöðvarinnar í Sveaborg, sem er við bæjar- dyr Helsinki. Halldór, er finnsk myndlist hlekkjuð og ófrumleg, eins og kom fram í viðtalinu í Lesbókinni? „Það tel ég af og frá. Ég held að finnsk myndlist sé mjög fjölbreytileg, og það er Iangt frá að hún sé hlekkjuð. Hvað hlekkina varðar þá tel ég að Markku Malmivaara fínnski myndhöggvarinn sem var á íslandi fyrir stuttu fari með rangt mál í Les- bók Morgunblaðsins. Ég hef skoðað borgarsöfn í helstu borgum Finnlands, og þessi söfn eru að miklu leyti sjálfstæð, og það sem maður sér í þessum söfnum er mjög mismunandi frá einu safni til ann- ars. Auðvitað eru alltaf ákveðnir listamenn í fyrir- rúmi, svo sem þekktustu listamenn Finna á hveijum tíma, en að öðru leyti má segja að borgarlistasöfn- in haldi sjálfstæði sínu, sérstaklega gagnvart Hels- inki.“ Hvað viltu segja um hið mikla kerfi í kringum finnska myndlist sem Markku Malmivaara talar um í viðtalinu í Lesbókinni? „Það má auðvitað segja að kerfíð í Finnlandi sé samhæfðara en heima. Ef við tökum t.d. listfræð- inga, eða málara og myndhöggvara, þá ríkir ef til vill meira samkomulag um það hér í Finnlandi hveij- ir séu svona tíu, tuttugu, þijátíu bestu. En það er af og frá sem Markku Malmivaara heldur fram, að menn sem vilji fara fram hjá kerfínu komist ekki framhjá því. Það eru mýmörg dæmi um finnska myndlistarmenn sem stóðu utan við kerfíð og gerðu það gott. Má þar nefna t.d. grafíklistakonuna Outi Heiskanen og listamanninn Olli Lyytikainen. “ Hvernig búa Finnar að myndlist sinni? ♦ Eg held að myndlistarmál Finna séu í miklu betra formi en t.d. hjá okkur heima á íslandi. Þeir hlúa ákaflega vel að sínum málum, og þeir koma mjög fljótlega auga á það sem er merkilegt í eigin menningu og listum, og það ýta þeir undir og passa að það drabbist ekki niður. Við gætum lært mikið af þeim í þessum efnum. Það er miklu betra styrkja- kerfi hjá þeim, og allt að 15 ára styrkir sem veittir eru. Finnar standa okkur að því leytinu framar að þeir viðurkenna menninguna og hlúa mjög vel að henni, og er ég þá að tala um allar greinar menning- arinnar; myndlist, leiklist, tónlist, kvikmyndagerð, arkitektúr, hönnun o.fl.“ Hvað viltu segja um starfsemi listasafnsins Atene- um í Helsinki? „Já, ég hef kynnst starfseminni lítils háttar, og það verður að segja að það er mjög góður andi á milli safnstjóranna, þess sem stjórnar Ateneum og þess sem stjómar nútímalistasafninu sem er í sama húsnæði. En báðir eru konur. Ég sé í Lesbókargrein- inni að þar tekur Markku Malmivaara upp hansk- ann fyrir fínnska gagnrýnandann Mallander sem hefur mest ráðist á finnskt listalíf vegna þess að konur séu þar í fararbroddi. Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur. Þessar konur eru góðra gjalda verðar, og það merkilega er að bestu söfnin í Finn- landi eru rekin af konum. Og ég held að það sé ekki neitt hægt að skammast út í það ef konumar eru svona miklu betri en karlamir, þá verða þær bara að njóta þess. Ég held að það sé vottur um heilbrigði í fínnskri myndlist hve Ateneum er vinsælt, það er alltaf stöð- ugur straumur af fólki í safnið. í Ateneum er skemmtileg kaffistofa, og góð bóksala. Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé orðinn fastur miðpunktur í bæjarlífmu í Helsinki." Greinarhöfundur bað Halldór Bjöm að tjá sig um nokkra fmnsku listamannanna sem Ateneum kynn- ir um þessar mundir: „Fyrstan vil ég nefna Hugo Simberg, sem var mjög sérstæður listamaður um síðustu aldamót. Um hann hefur verið skrifuð stór doktorsritgerð við Parísarháskóla. Það gerði franskur maður sem talar afbragðsgóða finnsku, og hefur stúderað mik- ið verk Hugos Simberg. Simberg er að mínu mati einhver frumlegasti listamaður Finna af þessari aldamótakynslóð. Nú, Magnus Enckell sem var uppi á sama tíma var kannski ekki síðri myndlistár- maður og ákaflega næmur listamaður. Það er t.d. gaman að skoða dómkirkjuna í iðnaðarborginni Tampere hér í Finnlandi, og sjá þar myndskreyting: ar bæði eftir Hugo Simberg og Magnus Enckell. í kirkjunni er stór altaristafla eftir Magnus Enckell, björt og falleg, á meðan hliðarsalimir em skreyttir af Hugo Simberg, sem jafnframt málaði stóran orm í miðri kirkjunni. Hann sætti reyndar miklu ámæli fyrir að hafa málað slöngu í kirkjuna, þ.e.a.s. kring- um hvelfinguna, vegna þess að það þótti tákn hins illa. En það sýnir kannski best hvað Finnar hafa verið opnir fyrir myndlistinni, að þeim datt aldrei í hug að fjarlægja þennan orm úr kirkjunni. Þótt þeim væri meinilla við táknið töldu þeir Hugo Sim- berg svo merkilegan listamann, að ekki mætti eyði- •eggja þetta listaverk hans. Næst skal nefna Akseli Gallen-Kallela, en það er ekki hægt að ganga framhjá þessum merka brautryðjanda symbolismans. Gallen-Kallela er þekktastur fyrir myndskreyting- ar sínar á Kalevala-ljóðunum. Hann var mikill lista- maður þótt mér finnist hann stundum ganga of langt í myndskreytingunni, en í bestu verkum hans má sjá frábær tilþrif. Albert Edelfelt er kannski ólíkur Gallen-Kallela að því leytinu að sá síðamefndi er stórbrotinn og dramatískur, á meðan Albert Edelfelt er þessi mjúki málari. Edelfelt er svona eins og Renoir þeirra Finnanna, gerði afar fagrar konumyndir, þar sem hann sýnir konur mjög munaðarfullar. En þegar maður fer að skoða verk hans betur, kemur í ljós að hann ræður yfir frábærlega fínni tækni sem ligg- ur einhvers staðar á mörkum impressionisma og raunsæis. Svo er Helene Schjerfbeck, sem er mjög sérstæð listakona, hún er kona sem stendur á mörk- um tveggja tíma, því hún er fædd þegar klassísk list er ennþá við lýði í Finnlandi, en gerist siðan módernisti. Ég er ekki frá því að Schjerfbeck hafí leikið álíka stórt hlutverk í finnskri myndlist og Wirginia Woolf í breskri ritlist. Helene Schjerfbeck málaði eins og manneskja sem hefur mikinn vilja- styrk, og vill bijóta blað, og gerði það svo sannar- lega. Og þennan einfaldleika sem hún náði fram í sínum bestu myndum leikur enginn eftir henni, hún var frábær teiknari." / nútímalistasafninu í Ateneum hafa fjölmargir af bestu myndlistarmönnum Finna verið kynntir frá því safnið var opnað. Halldór Björn var beðinn um að tjá sig um nokkra afþessum finnsku nútímalista- mönnum: „Já, ég tel að menn eins og Juhana Blomsted séu á meðal bestu málara Finna. Þetta er ákaflega traustur málari, sem hefur alltaf unnið innan geó- metrískrár abstraktsjónar, en víkkað þennan ramma langt út fyrir það sem kallast má venjuleg geómet- rísk abstraktsjón. Hann hefur þessi finnsku ein- kenni sem felast í seiglunni. Hann tekur kannski ekki neinum stórstígum breytingum frá einni sýn- ingu til annarrar. En þegar maður fer að skoða verk hans betur er alltaf um einhveijar nýjungar að ræða. Á undanförnum árum fínnst mér Juhana Blomsted hafa blómstrað, að því leyti að það er komið í handbragð hans ákaflega mikil mýkt, sem ekki var þar áður. Og þessi mýkt er að mínu viti ákaflega fín, vegna þess að hún er eðlislæg, en ekki tilgerðarleg, heldur sprottin upp af langri leit að dýpkun í meðferð litar og línu. Silja Rantanen er miklu yngri manneskja, og ef til vill má segja að hún sé að sínu leyti mistækari, en í sínum bestu verkum nær hún fram feikilega fínu litaspili. Rantanen byggir upp verk sín á mjög klass- ískum gildum, og sömuleiðis gerir eiginmaður henn- ar, Carolus Enckell, slíkt hið sama, en Ratanen er sýnu nær grísk-rómverskum bakgrunni sem hún leitar í. En það er dálítið sérkennilegt með Finnana að það er í þeim ákaflega klassískur strengur, sem ef til vill kemur í gegnum arkitektúr, og það hvað þeir eru vanir að skoða klassískar byggingar sem Helsinki er uppfull af. Silja Rantanen hefur starfað í Róm og við Miðjarðarhafíð og dregur greinilega klassísku gildin frá Pompei-málverkinu og bræðir þau samap við nútímalegan myndlistarstíl. Ef ég held aðeins áfram og nefni unga listamenn sem sýnt hafa í nútímalistasafninu í Ateneum, þá vil ég segja að Marja Kanervo og Jussi Niva séu í hópi bestu myndlistarmanna Finna af yngri kynslóð- inni, hvort á sinn hátt. Maija Kanervo gerir samsetn- ingar eða svokallaðar „installasjónir". Hún vinnur með ljósmyndir, gler, vax og kertaljós, og setur upp stemmningar sem eru ákaflega næmar, reyndar fullar af þunglyndi og jafnvel eftirsjá, þó það þurfi ekki að túlka það á þann hátt. En hún vinnur á ákaflega næman hátt, og ég held að nafn hennar hafi nú þegar borist töluvert út fyrir landamæri Finnlands." Jussi Niva sem er kornungur listamaður hefur á stuttum tíma öðlast feykilega mikinn virðingar- sess. Hann hefur unnið út frá geómetríunni, en fært þar inn algjörlega nýjar víddir. Hann notar líka ljósmyndir og töflur og annað þvíumlíkt. Ef Jussi Niva heldur áfram af sama krafti og hingað til, væsir ekkert um hann. Ég vil bæta við að bæði Maija Kanervo og Jussi Niva hafa verið þáttakend- ur í sýningum sem Norræna listamiðstöðin hér í Sveaborg hefur staðið fyrir.“ Eins og komið hefur fram hefur Halldór Björn verið sýningarstjóri listamiðstöðvarinnar í Sveaborg sl. þijú ár. En miðstöðin hefur miklu hlutverki að gegna, og á m.a. stóran þátt í að koma erlendum listamönnum, þar á meðal íslenskum, á framfæri við fínnskt listalíf, svo þeir hljóti varanlegan sess þar. En Halldór var spurður að lokum hvaða þýðingu Norræna listamiðstöðin í Sveaborg hefði fyrir finnska myndlist: „Já, það er kolrangt sem Markku Malmivaara hélt fram i títtnefndri Lesbókargrein, að listamið- stöðin í Sveaborg skipti fínnska list engu máli. Norræna listamiðstöðin í Sveaborg er mjög mikil- væg, ekki síst í huga fjölmargra finnskra lista- manna, sem kjósa frekar að sýna hér en í sölum í Helsinki. Sem dæmi um viðurkennda listamenn sem lögðu mikla áherslu á að sýna hér vil ég t.d. nefna þá Annki Tanttu, Jari Juvonen og Lauri Laine.“ MENNING/LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Listasafn Islands Finnsk aldamótamyndlist. Sýning 20 ' finnskra listamanna stendur yfir. Skúlptúrar Jóhanns Eyfells. Sýningin stendur til-22. nóvember. Listasafn tslands er opið alla daga nema mánudaga kl. 12 - 19. Kjarvalsstaðir í Austursal er yfirlitssýning á verkum Hrólfs Sigurðssonar, listmálara. í Vest- ursal sýning á nýjum verkum Eiríks Smith. I Vesturforsal er sýning á marm- ara- ög granítskúlptúrum Thór Barðdal, myndhöggvara. Sýningamar standa til 15. nóvember. Norræna húsið Sýning á verkum Guðrúnar Kristjáns- dóttur í kjallara Norræna hússins er opin til 15. nóvember. Menningarmiðstöðin Gerðubergi Sýningin -Orðlist Guðbergs Bergssonar- stendur yfir til 24. nóvember. Leikdagskrá f tengslum við sýninguna verður flutt miðvikudaginn 18. nóv. og fimmtudaginn 19. nóv. kl. 20.30. Sýning á skúlptúrverkum og veggmynd- um Kristins E. Hrafnsson í Effinu stend- ur til 8. desember. Sýningarnar eru opnar mánud. til fimmtud. kl. 10-22, föstud. 10-16 og laugard. 13-16. og sunnud. kl. 14-17. Hafnarborg í aðalsal stendur yfir sýning á verkum úr safni stofnunarinnar fram til 16. nóv. í Sverrissal stendur yfir sýning á mynd- skreytingum f bamabækur til 29. nóv. Opið frá 12-18 alla daga nema þriðju- daga. Listasafn A.S.Í. Hin árlega fréttaljósmvndasýning WORLD PRESS PHOTO stendur yfír til 22. nóv. FÍM-salur, Garðastræti Sýning á verkum Guðrúnar Kristjáns- dóttur stendur til 15. nóv. Opið frá kl. 14 - 18 Geysishúsið Sýning á ijörutfu grafíkmyndum frá Mexikó og Suður-Amerfku stendur til 15. nóvember. Safn Ásgrims Jónssonar, Bergstaða- stræti Sýning á þjóðsagna- og ævintýramynd- um Ásgrfms Jónssonar stendur til 29. nóvember. Safnið er opið um helgar kl. 13.30-16. Eldsmiðjan Sýning á olíumálverkum Sesselju Björns- dóttur stendur til 15. nóv. Þjóðminjasafn íslands Á þriðju hæð er sýningin JÓMSVÍKING- AR, sem stendur til 13. des. í Bogasal verður sýning á óþekktum Ijós- myndum Jóns Guðmundssonar og Guð- mundar Jónssonar frá Ljárskógum frá 14.-22. nóv. Fólk sem geturþekkt mynd- efnið, er sérstaklega hvatt til að koma. Sýningin er opin á opnunartfma safnins. Listhús í Laugardal í Listgalleríi sýna Magdalena Margrét, grafík; Sverrir Ólafsson, skúlptúr, Þórð- ur Hall, grafík; Valgerður Hauksdóttir, blandaða tækni og Þorbjörg Þórðardótt- ir, myndvefnað. Opið daglega kl. 14-18. Vinnustofur hússins opnar alla daga nema sunnudaga. Hulduhólar, Mosfellssveit Keramikverkstæði Steinunnar Marteins- dóttur er opið er frá 14 til 19 alla daga nema fimmtudaga og fostudaga, þá er opið frá 17 til 22. Vinnustofur Álafossi Vinnustofur listamanna í verksmiðjuhús- inu Álafossi eru opnar almenningi á laugardögum og aðra daga eftir sam- komulagi. Listasalurinn Nýhöfn, Hafnarstræti Sýning á verkum Guðmundu Andrés- dóttur stendur til 18. nóv. Lóuhreiður, Laugavegi 59 Jón Páll Vilhelmsson, ljósmyndari sýnir svart-hvftar landslagsmyndir. Sýningin stendur til 14. nóvember. Nýlistasafnið, Vatnsstíg Sýning á nýlegri listaverkagjöf Þórs Vigfússonar, myndlistamanns. Sýning á 104 bókverkum sem Níels Hafstein setti saman og gaf safninu 1978. Sýning á verkum Steingrims Eyfíörð myndlistamanns. Sýningamar standa yfír til 22. nóv. Opið alla daga kl. 14-18. Snegla - Listhús, Grettisgötu 7 Sýning á grafíkverkum Hrafnhildar Sig- urðardóttur stendur til 30. nóv. Opið virka daga 12-18, og laugardaga 10-14. Galleri Umbra, Amtmannsstíg Sýning á myndverkum Einar Guðvarðar- sonar stendur til 18. nóv. Christian Mehr sýnir ljósmyndir frá 19. nóv. til 9. des. Hlaðvarpinn, Vesturgötu Sýning á dúkristum Katrínar Bílddal stendur til 22. nóv. Sýningin er opin virka daga kl. 14-17, um helgar kl. 13-16. Galleri G15, Skólavörðustig Sýning á andlitsmyndum og teikningum Kjartans Ólasonar stenduryfír. Sýningin er opin virka alla daga kl. 10-18, nema á laugardögum kl. 11-14. Henni lýkur 7. des. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti Sýning á verkum Elfnar Magnúsdóttur stendur til 4. des. Listmunahúsið Sýning á verkum ýmissa fslenskra mál- ara, þar sem Reykjavíkurhöfn og ná- grenni er mótívið, opnuð sunnud. 15. nóv. Sýningin stendur til 13. des. List- munahúsið opið virka daga, nema mánud. kl. 12-18, um helgar kl. 14-18. Galleri Slunkaríki, ísafirði Sýning á verkum Halldórs Ásgeirssonar myndlistamanns verður opnuð laugard. 14. nóv. og stendur til 6. des. Opið fímmtud. til sunnud. kl. 16-18. Byggðastofnun, Egilsstöðum Sýning á verkum Louise Heite stendur til áramóta. TONLIST Laugardagur 14. nóv. Gerðuberg kl. 17.00: Ljóðatónleikar: Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran; Jónas Ingimundarson, pfanó. Ljóðasöngvar eftir Bemstein, Turina, Donizetti og íslensk tónskáld. Sunnudagur 15. nóv. Hallgrímskirkja kl. 17.00: Mótettukór Hallgrímskirkju: Stjórnend- ur Bemharður Wilkinson og Hörður Áskelsson. Ensk kirkjukórahefð frá end- urreisnartímanum til fyrri hluta 20. ald- ar. íslenska óperan kl. 20.00: Lucia di Lammermoor. Oddakirkja i Rangárþingi k. 15.00: Margrét Bóasdóttir og Chalumeaux trfó- jð með tónleika. Verk eftir Graupner, Bach, Jón Leifs og Mozart. Mánudagur 16. nóv. Gerðuberg kl. 20.30: Ljóðatónleikar: Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran; Jónas Ingimundarson, píanó. Ljóðasöngvar eftir Bemstein, Turina, Donizetti og íslensk tónskáld. Miðvikudagur 18. nóv. Listasafn Islands kl. 20.30: Píanótónleikar: Johan Duijck. Verk m.a. eftir César Franck, Liszt, Schumann. Breiðabólsstaður í Rangárþingi kl. 21.00: Chalumeaux tríóið og Margrét Bóasdótt- ir með tónleika. Verk eftir Graupner, Bach, Jón Leifs og Mozart. Fimmtudagur 19. nóv. Iláskólabfó kl. 20.00: Sinfóníuhljómsveit íslands. Einleikari: Frans Helmerson. Stjómandi: Petri Sak- ari. Páll P. Pálsson: Hugleiðing um L; Shostakovich: Sellókonsert no. 1; Stra- vonski: Petrashka. Laugardagur 21. nóv. íslenska óperan kl. 14.30: Tónlistarfélagið, Martynas Svegzde- von Bekker, fiðla; Guðríður St. Sigurðardótt- ir, píanó: Verk eftir Tartini, Prökofieff, Brahms, Ravel. Hafnarborg kl. 17.00: Tónleikar kennara Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar. LEIKLIST Þjóðleikhús Stóra sviðið kl. 20.00: Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson lau. 14. nóv.- mið. 18. nóv.- lau. 21.nóv. Kæra Jelena fös. 20. nóv. Uppreisn -3 ballettar með íslenska dans- flokknum sun. 15. nóv.- fím. 19. nóv. Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjöm Egn- er kl. 14.00: lau. 14. nóv.; -sun. 15. nóv.; -lau. 21.nóv. Litla sviðið kl. 20.30: Rita gengur menntaveginn lau. 14. nóv.; -sun. 15. nóv.; -mið. 18. nóv.; -fim. 19. nóv.; -fös. 20. nóv.; -lau. 21. nóv. . Smíðaverkstæðið kl. 20.00: Stræti eftir Jim Cartwright lau. 14. nóv.; -lau. 21. nóv. Borgarleikhús Stóra sviðið kl. 20.00: Dunganon eftir Björn Th. Björnsson, lau. 21. nóv. Heima hjá ömmu eftir Neil Simon, lau. 14. nóv.; -fim. 19. nóv.; -fös. 20. nóv. Litla sviðið: Sögur úr sveitinni eftir Anton Tsjékov: Platanov lau. 14. nóv. kl. 17.00; sun. 15. nóv. kl. 17.00. Vanja frændi lau. 14. nóv. kl. 20.00; sun. 15. nóv. kl. 20.00. Nemendaleikhúsið, Lindargötu 9: Clara S. kl. 20.30: lau. 14. nóv; sun. 15. nóv; þri. 17. nóv. Alþýðuleikhúsið, Hafnarhúsi: Hryllileg hamingja eftir Lars Norén kl. 20.30: lau. 14. nóv.; sun. 15. nóv.; fim. 19. nóv.; fös. 20. nóv. Leikbrúðuland, Fríkirkjuveg 11: Bannað að hlæja kl. 15.00: sun. 15. nóv. lau. 21. nóv. Til umsjónarmanna listastofnana og sýningarsala Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði t þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum. Merkt: Morgun- blaðið, menning/listir, Hverfisgötu 4, 101 Rvk. Myndsendir 91-691294.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.