Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JLINÍ 1993 GEÐDEILD BORGARSPÍTALANS 25 ÁRA Fyrsta geðdeildin á almennu sjúkrahúsi í DAG eru 25 ár liðin síðan sjúklingar voru fluttir af Farsóttarhús- inu gamla í nýja geðdeild, sem komið hafði verið upp í nýbyggðum Borgarspítala. Geðlæknisþjónustan hafði aðallega farið fram í Kleppsspítalanum, en í Farsóttarhúsinu hafði deild verið rekin um nokkurra ára skeið. Þetta voru mikil timamót því á Borgarspítalanum var þennan dag verið að opna fyrstu geðdeildina á almennu sjúkra- húsi hér á landi. Margar nýjungar voru þar upp teknar og urðu þetta mikil umskipti. Síðan hefur geðdeildin verið rekin í spítalanum og nær starfsemin yfir alla þætti geðsjúkdóma. í Borgarspítalanum er móttöku- deild, en auk dagdeildar í spítala- byggingunni er rekin dag- og göngu- deild í Templarahöllinni við Eiríks- götu, dagdeiíd á Hvítabandinu, bar- nageðdeild á Kleifarvegi 15, svo og endurhæfingar- og öldrunargeðdeild í Arnarholti á Kjalamesi. Legurými á Borgarspítala eru 31 en heildar- rými geðdeildarinnar á sjö sjúkra- deildum eru 134. Dr. Hannes Péturs- son er yfírlæknir geðdeildar, en auk hans eru á deildinni 7 sérfræðingar og 7 aðstoðarlæknar sem skipta með sér vöktum allan sólarhringinn, auk hjúkrunarfólks og annars starfs- fólks. Þetta kom m.a. fram í viðtali við yfirlækninn dr. Hannes Péturs- son. Geðdeildin spannar sjö deildir og er móttökudeildin á A-2 til húsa á 2. hæð Borgarspítalans. Þar hittum við yfirlækninn Hannes Pétursson, sem kom þar til starfa 1982 eftir sex ára dvöl í Bretlandi við fram- haldsnám í geðlæknisfræði og rann- sóknir. Hannes er doktor og sérfræð- ingur í geðlækningum frá Lundúna- háskóla. Þama er almenna geðdeild- in, sem sinnir öllum bráðum og al- mennum geðsjúkdómum. Hún er við hlið Slysadeildarinnar og fær því mikið af bráðasjúkdómum, útskýrir yfirlæknirinn. „Við höfum samvinnu við Geðdeild Landspítalans, þar sem nýir sjúklingar skiptast á spítalana eftir því hvor er á vaktinni hveiju sinni. En sjúklingarnir verða svo áfram á sama spítala.“ Hannes seg- ir að báðir spítalarnir annist almenna geðheilbrigðisþjónustu við sömu sjúkdómana nema á geðdeild Land- spítalans eru að auki sérhæfðar deildir, barna- og unglingageðdeild og deild fýrir áfengissjúklinga. í móttökudeildinni á Borgarspítal- anum eru 31 rúm og þar eru einnig 10-15 dagsjúklingar. Þá er geð- deildin með 20 sjúklinga í dagdeild í Templarahöllinni, þar sem beitt er öðrum meðferðaráherslum. Þar fer fram hópmeðferð, fjölskyldumeðferð og einstaklingsmeðferð þegar þarf lengri meðferðartíma. í sama hús- næði er göngudeild geðdeildarinnar. í G-álmu Borgarspítalans er þó smá- vegis aðstaða fyrir endurkomusjúkl- inga. í húsi Hvítabandsins, þar sem geðdeildin var í nokkur ár, var rekstri breytt 1981 og 2. og 3. hæð- in teknar undir hjúkrunardeildir fyr- ir aldraða, en samt sem áður hefur geðdeildin áfram á jarðhæð dagdeild og rými fyrir 16 sjúklinga. Stærsti staðurinn er svo Arnarholt á Kjalar- nesi þar sem eru 60 rúm á þremur deildum. Þar er aðstaðan í sambandi við endurhæfingu, sem þarf alltaf að gera ráð fyrir. Sumir sjúkling- anna þurfa lengri tíma en við getum veitt hér,“ segir Hannes. „Öldruðum geðsjúklingum fjölgar alltaf. Það gera sér ekki allir grein fyrir hve stór sá hópur er. Þar koma til ýmsir þættir - elliglöp, alzheim- er, þunglyndi og hvers kyns önnur geðveiklun.“ Hannes segir að borg- aryfirvöld hafi gert mikið til þess að leysa vistarvanda aldraðra, en hér vantar enn stóran þátt í heil- brigðisþjónusta, sem eru öldrunar- geðlækningar. Eftir að hafa rætt um aldraða víkjum við talinu að yngra fólkinu. Hannes segir að geðdeildin reki meðferðarheimili við Kleifarveg í samvinnu við grunnskóla Reykjavík- ur. Börnin koma þangað eftir tilvísun frá sálfræðideild skóla. „Því miður getum við ekki sinnt þeim öllum, höfum ekki rými fyrir fleiri en 8 börn, en við reynum að sinna þeim sem eru í mestri þörf. Þessi böm geta haft býsna alvarlega kvilla og sum börnin geta verið geðveik. Stundum geta heimilisástæður verið þannig að ekki er gott að sinna þeim heima.“ Þjónustan á Kleifarvegi hef- ur gengið mjög vel og þótt erfitt sé að gera slíkt upp í tölum, kveðst Hannes sannfærður um að þessi deild skipti miklu máli. Loks má geta þess að geðdeildin rekur þrjú sambýli í samvinnu við Félagsmálastofnun Reykjavíkur. „Við höfum aðgang að þessum sam- Morgunblaðið/Júlíus Dr. Hannes Pétursson yfirlæknir. býlum. Það er mjög mikilvægt fyrir þá langdvalarsjúklinga sem við höf- um haft og sem ekki hafa alveg möguleika á að standa einir. Sam- starfið við Félagsmálastofnun geng- ur mjög vel.“ Séu sambýlin talin með hefur geðdeildin rými fyrir um 150 sjúkl- inga í dag- og sólarhringsvistun. Á geðdeildinni vinna læknar, hjúkrun- arfræðingar, sjúkraliðar, félagsráð- gjafar, sálfræðingar, ófaglært starfsfólk, læknaritarar og deildar- ritarar. Hjúkrunarframkvæmda- stjóri er Guðný Anna Arnþórsdóttir. Starfandi sérfræðingar á deildinni eru auk Hannesar Péturssonar yfir- læknis Ásgeir Karlsson, Guðrún Jónsdóttir, Halldór Kolbeinsson, Ingvar Kristjánsson, Jón Brynjólfs- son, Kjartan J. Kjartansson og Sig- urður Bogi Stefánsson. Aðstoðar- læknar eru sjö, enda vakt allan sólar- hringinn. Opnaði geðdeildina Karl Strand var yfírlæknir Geðdeildar Borgarspítalans frá því að hún var stofnuð fyrir 25 árum og fram til 1982. Margar nýjungar voru upp teknar í upphafi, sem Karl segir frá í viðtali við Morgunblaðið. Karl Strand var fyrsti yfirlæknir Geðdeildar, byggði hana upp og mótaði og stýrði deildinni þar til hann hætti fyrir aldurssakir 1982. Hefur ekki stigið þar fæti síðan, að því er hann sagði fréttamanni sem sótti hann heim þar sem hann býr í Fossvoginum 81 árs að aldri. „Ég er þeirrar skoðunar að maður eigi ekki að vera að sniglast á staðnum eftir að vera hættur. Það er bara óþægilegt fyrir nýja starfskrafta. Ég er í ágætri sátt við starfsfólkið og hefði engan fremur viljað sem eftirmann en yfirlækninn dr. Hannes Pétursson, vildi raunar endilega fá hann. Þekkti vel hans ágæta starsferil í London. Hann hefur líka gert það sem ég hafði aldrei tíma til, að skrifa,“ segir hann. Á 25 ára afmælinu er fróðlegt að heyra hvemig geðdeildin var hugsuð og mótuð á fyrstu árunuum. Karl Strand var orðinn starfandi geð- læknir í Bretlandi, þegar hann var fenginn til að koma heim til að setja upp þessa deild við Borgarspítalann. Eftir að hafa lokið kandídatsprófi í læknisfræði 1941 fékk Karl styrk frá British Council til framhalds- náms í geðlækningum og taugasjúk- dómum. Kom út til London þá um haustið, beint í sprengjuregnið. Hann var við nám á ýmsum sjúkra- húsum og í ýmsum greinum geð- fræðinnar, starfaði í mörg ár í hinu stóra sjúkrahúsi West Park í Epson, auk þess sem hann var geðlæknir á öðrum sjúkrahúsum með göngu- deildir. Þetta byrjaði í stríðinu og allar deildir yfírfullar. Hann var því kominn í góða stöðu og sestur að í London. „Það var engin staða heima og ég bjóst ekki við að fara heim. Langaði ekki til að fara á Klepp, enda var þar yfirlæknir fyrir. Eg kom af og til heim og sá að Borgar- spítalinn hækkaði um eina hæð á ári. Sigurður Sigurðsson landlæknir lagði töluvert að mér að sækja um yfírlæknisstöðuna við tilvonandi geðdeild. Landlæknir kom svo út og lagði aftur að mér. Þá _var sonur minn kominn í Háskóla íslands og konuna langaði alltaf til að setjast einhvern tíma að heima. Það varð úr að ég sótti um stöðuna. En fyrst fór ég heim og átti sérstaklega tal við dr. Jón Sigurðsson borgarlækni. Það fór mjög vel á með okkur. Ég sagði honum alla mína sérvisku og ég fann að þar mundi ég alltaf eiga bakhjarl. Það held ég að hafi ráðið úrslitum." Iðjudeild émissandi Karl kom tii íslands í apríl 1968. Þá var ekki búið að innrétta deild- ina, sem betur fer, segir hann. Ýmis- Iegt vantaði. M.a. vantaði rúm fyrir iðjuþjálfun. Niðurstaðan varð sú að sneitt var af anddyrinu og líka af borðstofunni, þilið fært til og þannig rýmt fyrir iðjuþjálfuninni. „Eg hafði vanist því að hafa iðjuþjálfun og gat ekki hugsað mér að vera án hennar. Ég stikaði þarna um í 3 mánuði og nöldraði“, segir Karl. Og gekk það? „Já, nokkuð. Byggingarmeistarinn var Einar Sveinsson, sem var ákaf- lega listrænn og vandvirkur, en ráð- ríkur. Þegar átti að mála herbergi eða jafnvel lampaskerma tók marga daga að ákveða litinn og fleira í sama dúr. Dr. Jón Sigurðsson var formaður spítalastjórnarinnar og var mér sönn hjálparhella." - Nýja geðdeildin á Borgarspítalan- um var strax opin deild, var það ekki heldur óvenjulegt þá? „Ég hafði unnið á spítulum í London, þar sem deildir voru flestar lokaðar. í West Park Hospita! voru um 40 deildir, þar af aðeins 6 opnar. Nú voru að koma upp ungir menn og okkur fannst að mætti hafa meira frelsi. Við opnuðum einu sinni 20 deildir sama daginn og aðeins einn sjúkling- ur hljóp burt. Jafnvel þeir sem áður heimtuðu útskrift hreyfðu sig hvergi. Ég hafði það í gegn að fá geðdeildina opna.“ „Þetta gekk bara vel. Ef sjálfsvígt fólk var á deildinni, þá varð bara að hafa þá reglu að einhver gætti þess í 24 stundir á sólarhring. Mér fannst strax að við þetta yrði and- rúmsloftið frjálslegt. Auðvitað kom fyrir að sjúklingur færi upp á aðrar deildir, e_n þá sendum við bara eftir honum. Ég var öllum deildum þakk- látur fyrir það hve vel þær tóku þessu." Karl viðurkennir að ekki hafi öllum litist á þetta í byijun. Morgunblaðið/Þorkell Karl Strand fyrrum yfirlæknir. Sumir héldu að þyrfti óbijótanlegt gler í alla glugga, en ef einhver vildi út þá fór bara einhver með honum. Síðan fékk fólk heimfararleyfí þegar því fór að batna og kveðst Karl hafa hvatt það til þess að skreppa heim með samþykki deildarinnar og fjölskyldunnar. Einnig hvatti hann fjölskyldurnar til að koma sem oft- ast. Karl leggur áherslu á að mark- miðið hafi verið að hafa sjúklingana eins mikið á fótum og mögulegt var, enda afskaplega óhollt að liggja út af og velta sér upp úr sjúklegum hugsunum. K völdveknroar hjáipuðu Liður í þessu var að koma af stað kvöldvökum á deildinni einu sinni í viku og fá listafólk til að koma, auk þess sem í hópi sjúklinga var fólk sem hafði ýmislegt fram að færa. „Ég var ákaflega þakklátur þessu fólki og hve fúst það var til að leggja Bráðaþjónusta allan sólarhringinn Bráðþjónusta geðdeildar á Borg- arspítalanum er á staðnum í Slysa- varðstofunni. Hún var mjög merki- legur áfangi. Bráðaþjónustan hófst 1. desember 1982. „Þá fór fram endurskipulagning. Hún var gerð eins óformleg og mögulegt er, þann- ig að hver sem er getur komið hve- nær sem er sólarhringsins án þess að þurfi nokkrar formlegar Ieiðir. Hér er slysaspítali og setur mark sitt á bráðaþjónustuna." Þetta leiðir talið að sjálfsvígstilraunum, sem er umtalsverður hluti af þessari þjón- ustu. Hannes segir að séu sjálfsvíg 30-40 á ári þá séu sjálfsvígstilraun- ir 10-20 falt fleiri. Kemur þó ekki nema hluti þeirra undir læknishend- ur. „Áður fyrr voru sjálfsvíg fremur tengd karlmönnum og eldri mönn- um, nú eru þetta yngri menn og kynjamunur fer minnkandi.“ Með tilkomu bráðaþjónustunnar hafa orðið ýmsar breytingar. „Nú er meiri hluti sjúklinganna með formlega geðveiki. Þeir sem leggjast inn eru mun veikari en áður var. Það helst kannski í hendur við það að rúmin eru enn 31 talsins og hef- ur ekki fjölgað. Við bregðumst við því með því að meðhöndla sem flesta á göngu- og dagdeildum. Annar þáttur hefur farið vaxandi, samráðskvaðningar geðækna við aðrar deildir spftalans. Þetta samráð hefur meira en tífaldast á undan- förnum árum. Enda er mikið af geð- rænum kvillum sem skarast við lík- amlega sjúkdóma. Og það á eftir að aukast rnikið." Rannnsóknir og kennsla Rannsóknir og kennsla eru stór þáttur í starfsemi geðdeildar. Hann- es Pétursson er yfirlæknir og jafn- framt dósent við læknadeild Háskóla íslands. Rannsóknir eru mikið áhugamál hans. „í geðlækningum, eins og í öðrum greinum læknisfræð- innar, byggist allt sem við gerum á fræðilegum rannSóknum og ég er okkur lið í sjálfboðavinnu. Jón Múli var óþreytandi að útvega okkur skemmtikrafta og skemmti oft sjálf- ur. Svo fréttist að þarna væri opið hús og aðrir sjúklingar spítalans og starfsfólk fór að koma. Eftir skam- man tíma hafði þetta hjálpað til þess að farið var að líta á geðdeild- ina sem hveija aðra deild í spítalan- um. En fordómar voru nokkrir fyrir- fram.“ Þetta var lítil deild, tók 31 sjúkl- ing, og Karl segir að læknar hafi alltaf verið fáir, stundum ekki nema fjórir. Kom fyrir fyrstu árin að hann var eini sérfræðingurinn á deildinni. Þá þurfti hann að vera á stöðugri bakvakt. Ekki aðeins fyrir geðdeild- ina, því fyrir kom að kallið kæmi um geðlæknisálit frá öðrum deildum, svo sem slysadeildinni. Við víkjum talinu að daglegum störfum á geðdeildinni og Karl segir m.a.: „Ég hafði heyrt að íslendingar væru óstundvísir og var ákveðinn í að það skyldi ekki gerast þarna. Ég hafði því morgunfund með læknum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðing- um, félagsráðgjöfum, iðjuþjálfum og öllu starfsfólk sem komið gat vegna annarra starfa. Það gaf mér tæki- færi til að sjá hvort allir væru mætt- ir. Úti var ég vanur því að allir fund- ir byijuðu á slaginu og sama varð hér. Þá vandist fólkið á að mæta stundvíslega." Þegar ofurlítið er dregið í efa að það hafí verið svona einfalt viðurkennir Karl að komið hafi fyrir að hann þurfti að taka einhvern tali. Ef óstundvísin hélt áfram kveðst hann hafa sagt við- komandi að hann yrði að losa sig við hann ef því héldi áfram. Karl tekur fram að þarna hafí verið mjög færir læknar þótt ekki væru þeir allir viðurkenndir geð- læknar. Nefnir þar Þorgeir Jónsson, sem kom af Farsóttarhúsinu þegar deildin í Borgarspítalanum tók við af honum og var vel að sér í geð- fræði, Benedikt Guðbrandsson, er var vel menntaður í geðlækningum, en fór svo í annað, Jakob Jónsson geðlækni og Guðrúnu Jónsdóttur er tók sitt sérfræðinám á deildinni og er þar enn. Á fyrstu árunum kom

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.