Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HERMANN KJARTANSSON, sem lést 15. ágúst síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 2. september kl. 13.30. Sigríður Hermannsdóttir, Ómar Jóhannsson, Anna Dagbjört Hermannsdóttir, Þorvarður Árni Þorvarðsson, Marta Hermannsdóttir, Sara Hermannsdóttir, Rut Hermannsdóttir og barnabörn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA ÁSLAUG GEIRSDÓTTIR, Hátúni 10B, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 4. september kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameinsjúkra barna. Guðni Jóhannes Guðnason, Inga Kjartansdóttir, Þórunn Elísabet Guðnadóttir, Guðmundur Ágústsson, Jón Geir Guðnason, Anna Felixdóttir, Halldór Guðnason, Ástriður Guðný Daníelsdóttir, Hjörtur Guðnason, Guðrún Jóna Valgeirsdóttir og ömmubörn. HELGA JÓNSDÓTTIR + Helga Jónsdótt- ir fæddist á Ak- ureyri 28. janúar 1909. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 18. ágúst sl. For- eldrar hennar voru hjónin Jón J. Jóna- tansson járnsmiður, f. 26. júlí 1874, d. 26. desember 1938, Hjálmarssonar bónda í Kvígindisd- al í Suður-Þingeyj- arsýslu og Guðrún- ar Jónatansdóttur, og Þórunn Friðjónsdóttir, f. 22. apríl 1884, d. 11. janúar 1929, Jónssonar bónda á Sandi í Að- aldal og Helgu Halldórsdóttur, bústýru hans. Meðal systra Jóns var Kristjana Jónatansdóttir ijómabústýra á Hvanneyri, en bræður Þórunnar voru Erling- ur og Halldór Friðjónssynir, verkalýðsforingjar á Akureyri. Helga var þriðja í röðinni af fimm börnum Jóns og Þórunn- ar. Eldri voru Bolli, f. 14. apríl 1905, d. 24. október 1924, og Gerður, iðnaðarm. á Akureyri, f. 9. október 1906, d. 15. maí 1990, en yngri Hlín, húsmóðir á Akureyri, f. 17. júní 1911, d. 27. janúar 1973, gift Gústav Jónassyni rafvirkjameistara, og Guðrún, kenn- ari, síðast í Þela- merkurskóla í Eyjafirði, f. 2. febr- úar 1915, d. 15. nóvember 1991, gift Sæmundi Bjarnasyni skóla- stjóra. Helga giftist 20. september 1936 Braga Sigurjóns- syni síðar bankaúti- bústjóra og al- þingismanni á Ak- ureyri, f. 9. nóvem- ber 1910, d. 29. október 1995. Hann var sonur Siguijóns Friðjónssonar frá Sandi, bónda og skálds á Litlu- Laugum í Suður-Þingeyjar- sýslu, og Kristínar Jónsdóttur frá Rifkelsstöðum í Eyjafirði. Helga og Bragi voru hálfsystk- inabörn. Þeim Braga varð sex barna auðið. Þau eru: 1) Sigur- jón bankastarfsmaður á Akur- eyri, f. 24. apríl 1937, d. 4. febr- úar 1976; 2) Hrafn hæstaréttar- dómari, f. 17. júní 1938, kvænt- ur Ingibjörgu Arnadóttur deildarstjóra í Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni, eiga þau tvö börn og dótturson; 3) Þórunn deildarsljóri í mennta- málaráðuneytinu, f. 13. septem- ber 1940, gift Birni Þ. Guð- + Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, BRYNJA SIGURÐARDÓTTIR, Eyrarvegi 20, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 28. ágúst síðastlið- inn, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 3. septem- ber kl. 13.30. Magnús Stefánsson, Sigriður Jónsdóttir, Bára Stefánsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Smári Sigurðsson, Sigriður H. Stefánsdóttir, Tommy Asp, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Kári í. Guðmann, Halldóra Stefánsdóttir, Grímur Laxdal, Gerður Olofsson, Daði Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför eiginmanns míns, sonar, föður okkar, tengdaföður og afa, BIRGIRS HALLDÓRSSONAR verslunarmanns, Dalalandi 10, Reykjavík, sem lést þann 26. ágúst, fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 4. sept- ember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vildu minnast Birgis, er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélag íslands. Sigríður Auðunsdóttir, Rut Guðmundsdóttir, Soffia Auður Birgisdóttir, Þorvarður Árnason, Halldór Þ. Birgisson, Steinunn Ragnarsdóttir, Birgir E. Birgisson, Eyrún Ingadóttir, Ægir Birgisson, Auður Björk Guðmundsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til ykkar allra, er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURHANS HALLDÓRSSONAR, Austurbrún 4. Ragnhildur Ásmundsdóttir, Elín Brynjólfsdóttir, Hjalti P. Finnsson, Einar Sigurhansson, Hermann Þór Sæbjörnsson, Elín Einarsdóttir, Davíð Einarsson, Alma Haraldsdóttir, Heiðdis Erla Hermóðsdóttir, Anita María Einarsdóttir. Langri annasamri ævi er lokið, dagur að kveldi kominn, tími til að hvílast. Helga Jónsdóttir, tengda- móðir mín, var barn sinnar kynslóð- ar. Henni var í blóð borin skyldu- rækni og umhyggja fyrir sínu fólki. Hún taldi það aðal hvers manns að rækta skyldurnar við fjölskylduna. Slíkt veganesti fékk hún á æsku- heimili sínu sem hún talaði um af mikilli hlýju. Um foreldra hennar Jón J. Jónatansson járnsmið og Þórunni Friðjónsdóttur konu hans er sagt í ritinu Þingeyskar ættir: „Þau hjón voru afbragðsmanneskj- ur, hvort á sinn máta.“ Helga lýsti foreldrum sínum svo að hann hefði verið sérlega vandaður maður, glað- vær og vinnusamur, hún hæglát, myndarleg til allra verka og bók- hneigð. Hún var lengi veik af berkl- um og lést þegar Helga var um tvítugt. Þá tóku við stjórn heimilis- ins tvær elstu dæturnar, Gerður og Helga, en yngri systurnar Hlín og Guðrún voru þá 18 og 14 ára. Þær Jónsdætur voru alla tíð mjög sam- rýmdar. En bróður sinn Bolla höfðu þær misst aðeins 19 ára gamlan. Bernskuheimilið var mannmargt og mikill gestagangur. Á heimilinu bjó móðuramma Helgu og nafna til dauðadags og var sagt að Jón hefði annast hana sem besti sonur. Þar bjó einnig um hríð bróðir Þórunnar, Erlingur Friðjónsson, forustumaður verkalýðsbaráttunnar á Norður- landi og einn af stofnendum Kaup- félags verkamanna á Akureyri. Pólitískar umræður voru daglegt Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík * Sími 553 1099 Opið ðll kvðld brauð og sýndist sitt hveijum, Jón var sjálfstæðismaður en Þórunn fylgdi bróður sínum að málum. Helga var því vel kunnug karpi stjórnmálanna, en þau áttu eftir að fylgja henni alla ævi. í þessu and- rúmslofti ólst Helga upp og mótað- ist. Hún erfði glaðlyndi, sem átti eftir að fylgja henni alla ævi, rækt- arsemi og starfsgleði föður síns og myndarskap móður sinnar. Þessir eiginleikar Helgu nýttust henni vel á lífsleiðinni. Árið 1936 giftist hún Braga Sig- uijónssyni og fyrir henni lá að standa fyrir umfangsmiklu heimili og koma sex börnum til manns. Störf Braga voru þess eðlis að heim- ilið var gestkvæmt og auk þess dvöldust skyldmenni þeirra hjón- anna á heimili þeirra um lengri eða skemmri tíma, en gestrisni var þeim báðum eiginleg. Fyrstu árin bjuggu Helga og Bragi í Glerárgötu 3 á Akureyri en þegar börnin voru orð- in fimm fluttu þau í Bjarkarstíg 7 sem varð heimili þeirra upp frá því. Helga var rúmlega fimmtug þeg- ar ég kynntist heimilinu að Bjarkar- stíg 7. Þar var allt í röð og reglu, húsverkum skipt niður á vikudag- ana, enda húsmóðirin vön stjórnun frá unga aldri og lærð í húsmæðra- skóla hjá fröken Gyðu á ísafirði. Á borðum var „danskt kökken“. Helga var mikil hannyrðakona og var heimilið prýtt fjölda fagurra verka eftir hana. Á þessum árum vann Bragi við almannatrygging- arnar á Akureyri, gaf út Alþýðu- manninn og var í bæjarstjórn. Heimilið var líflegt, mikill áhugi fyrir mönnum og málefnum og sam- ræður oft fjörlegar hjá heimafólki. Ef eitthvað fór milli mála var Helga spurð, því hún hafði sérstakt minni, var mjög vel að sér um ættfræði og athyglisgáfa hennar var með eindæmum. Vegna umsvifa Braga í stjórnmálum lenti stjórn heimilis- ins og ummönnun barnanna að miklu leyti á hennar herðum, hún var sál hússins. Alla tíð lét Helga sig miklu skipta velferð barna sinna og þeirra af- komenda, gladdist þegar vel gekk, lét liggja í láginni það sem miður fór. Heimilið að Bjarkarstíg 7 fór ekki varhluta af sorginni, en elsti sonurinn Siguijón lést langt um aldur fram. Þegar degi tók að halla og starfsþrek og heilsa Helgu dvín- aði, var Bragi óþreytandi að létta undir með henni og með hjálp dætr- anna Ragnhildar og Gunnhildar var heimilinu haldið í því horfi sem hún vildi. Ævikvöldinu eyddi hún við hannyrðir og lestur, hann við skrift- mundssyni lagaprófessor, eiga þau tvo syni og tvær sonardæt- ur; 4) Gunnhildur sjúkraliði á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, f. 5. desember 1941, gift Halldóri Guðmundssyni bif- vélavirkja, þau skildu, Gunn- hildur á þrjú börn og sonardótt- ur; 5) Ragnhildur fjármála- sljóri Menntaskólans á Akur- eyri, f. 1. febrúar 1944, gift Ingvari Baldurssyni plötu- og ketilsmið, þau skildu, þau eiga työ börn og dótturson, og 6) Úlfar bókmenntafræðingur, forstöðumaður Stofnunar Sig- urðar Nordals í Reykjavík, f. 22. apríl 1949. Helga gekk í Alþýðuskólann á Laugum í Suður-Þingeyjar- sýslu veturna 1926-27 og 1928-29. Þá sótti hún Húsmæð- raskólann Osk á Isafirði vorið 1931. Eftir lát móður sinnar annaðist Helga ýmist heimili föður síns eða vann í Kaupfé- lagi verkamanna á Akureyri, hjá Erlingi móðurbróður sín- um, þar til hún giftist. Eftir það stóð hún fyrir fjölmennu heim- ili þeirra Braga um áratuga skeið, fyrst i Glerárgötu 3 og síðan í Bjarkarstíg 7 á Akur- eyri. Helga Jónsdóttir verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju á morgun, mánudaginn 2. sept- ember, og hefst athöfnin klukk- an 13.30. ir. Áhugi þeirra á þjóðmálum og umhverfmu var sívökull. Þótt Helga yrði fyrir ýmsum áföllum á lífsleiðinni syrti aldrei svo að lífsgleði hennar hefði ekki yfir- höndina og hún var sátt við lífs- starf sitt. Hún hafði alla tíð ánægju af húsmóðurstörfum, taldi það til forréttinda að hafa fengið það hlut- skipti sem átti huga hennar, og börnin sá hún komast til manns. „Ég gerði mitt besta,“ sagði hún. Eftir andlát Braga á liðnu hausti hrakaði heilsu Helgu og í vetrarlok varð sjúkrahúsvist óumflýjanleg þaðan sem hún átti ekki aftur- kvæmt. Nú er hljótt í Bjarkarstíg 7. Þétt handtak Braga, hressilegt faðmlag Helgu og hlý návist þeirra, þegar farið var í sólina norður yfir heið- ar, er orðin kær minning. Ég vil þakka þeim fyrir allan þeirra hlýhug og umhyggjusemi sem við fengum að njóta svo lengi. Ingibjörg Árnadóttir. „Ég sef þangað til þið komið aftur,“ sagði tengdamóðir mín þeg- ar ég kvaddi hana með kossi á sjúkrahúsinu á Akureyri að lokinni rúmlega hálfs mánaðar dvöl okkar Þórunnar þar 14. ágúst síðastliðinn. Fjórum dögum síðar var hún öll, þrotin að líkamlegum kröftum en með óskertan andlegan styrk. Með henni er genginn sannur fulltrúi kynslóðar, sem ekki kemur aftur, eiginkona og móðir sem var stolt af því að vera fyrst og fremst hús- freyja. Hún var ekki „bara húsmóð- ir“. „Helga í Bjarkarstíg" gekk þess ekki dulin hvert stefndi, en tók veik- indum sínum með þeirri hugprýði og æðruleysi sem einkenndi allt hennar líf. Raunar er með ólíkindum hve lengi henni auðnaðist að vera með okkur eins og heilsufari hennar var háttað um margra ára skeið. Aldrei heyrðist hún þó æðrast, enda var orðið hugarvíl ekki til í lífsbók hennar - eða eins og hún sagði gjarnan upp úr eins manns hljóði: „Það er ekki til neins að tala um það.“ Síðustu vikurnar á sjúkrahúsinu lifði hún fyrir þá von hvern dag að geta farið „heim í Bjarkarstíg", þó ekki væri nema stutta stund í senn, að setjast í hannyrðastólinn sinn, þar sem mörg listaverkin urðu til, og dásama gróskuna í garðinum yfír bolla af góðu kaffí. Þá birti svo yfir henni að við fórum að trúa að hún ætti í raun afturkvæmt, a.m.k. um nokkra hríð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.