Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 10
10 B MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 ÓLAFUR K. MAGNÚSSON V Ég var enn ófermdur þegar áhuginn á ljósmyndun var að kvikna hjá mér og ég fór að rannsaka ljós- myndir blaðanna. Þá fór ekki hjá því að ég rækist á myndir merktar Ól.K.M. og skömmu síðar var pabbi farinn að útskýra fyrir mér hvemig Óli færi að því að taka myndirnar í Morgunblaðinu. Einhvemtímann voram við í bíltúr í miðbænum. Við fóram hjá Morgunblaðshúsinu og skyndilega benti pabbi og sagði: Sjáðu. Þarna er Óli K. Ég klessti nefinu að rúðunni; þama var goðið mitt. Nokkrum áram síðar fór ég að sækja um sumarvinnu á Morgun- blaðinu. Það var þá sem leiðir okkar Óla lágu fyrst saman. Ég hitti mann á ljósmyndadeildinni sem sagði eng- in störf í boði og ég var vonsvikinn á leið aftur út, þegar Óli kom þar hálfhlaupandi fyrir horn og rakst á mig. Hann baðst afsökunar og spurði hvað hann gæti gert fyrir mig. Ég var feiminn en sagði sem var, að mér hefði verið synjað um sumarvinnu en hann sagðist þá vilja athuga það betur, fór og spurði íþróttafréttamann hvort ekki þyrfti að mynda fótboltaleik um kvöldið. Þar tók ég mynd sem Óli var ánægður með og ég var ráðinn til að mynda íþróttir um sumarið og vinna í myrkrakompunni. Næstu sumur á eftir og allar göt- ur síðan hef ég verið viðloðandi Morgunblaðið og átti því láni að fagna að hafa Olaf K. Magnússon sem læriföður. Fyrstu árin var hann sífellt að segja mér sögur og fræða um hvernig ætti að finna aðalatriðin í fréttaverkefnum og vinna mynd- irnar í myrkraherberginu; hvernig ætti að fanga augnablikið og gæða Ijósmyndina lífi. Öli var sérfræðing- ur í fréttamyndum og sífellt reiðu- búinn að miðla af kunnáttu sinni. Hann lagði áherslu á að ljósmynd- arinn sæi fyrir sér, um leið og hann væri að mynda, hvemig myndimar kæmu út á síðum blaðsins. Hvert væri sterkasta augnablikið í keðju atburðanna. Að lesendur blaðsins fengju ætíð sem besta yfirsýn yfir atburðinn í einni eða tveimur hnit- miðuðum myndum. Þannig vann Óli, reyndi ætíð að setja sig inn í aðstæð- umar enda var hann einstaklega næmur fyrir fréttnæmum atburðum; enda einn mesti fréttamaður sem þessi þjóð hefur átt. Hann lagði mik- ið á sig, enda verða Ijósmyndarar ætíð að fara á vettvang til að ná mynd af atburðum, sama hvemig að- stæðumar eru - starf fréttaljós- myndarans felst í því að skrá atburði í sögu landsins á filmur sínar. Samstarf okkar Óla varði í rúm tuttugu ár. Hann ól mig upp sem ljósmyndara og í hollustu við Morg- unblaðið. Síðustu árin í starfi var hann farinn að hægja á, enda heils- an að bila, en engu að síður var ætíð gott að hafa hann sem bakhjarl ef vandasöm verkefni blöstu við; hann undirbjó mann áður en haldið var af stað út í erfiðar flugferðir eða slæmar aðstæður á vettvangi, og hjálpaði til þegar snúið var aftur. Hann byggði þannig upp sjálfs- traust manns og á ég honum þar mikið að þakka. Það var ekki annað hægt en að bera endalausa virðingu fyrir Óla. Heiðarlegri og traustari starfsmann, sem hugsar ætíð um að leysa verk- efnin jafn vel af hendi, er varla hægt að finna. Það hefur stundum sært mig að þessum konungi íslenskra blaðaljósmyndara skuli ekki hafa verið sýnd meiri virðing af umhverf- inu en raun er á; það er ómetanlegt hvað hann hefur gert fyrir þessa þjóð með því að skrá á svo snjallan hátt sögu hennar í fimmtíu ár. Fólk gerir sér iðulega ekki grein fyrir vinnunni á bak við snjallar ljósmynd- ir Óla K. Hann fómaði sér fyrir starfið, oft á kostnað fjölskyldunnar sem hann var svo stoltur af; var ætíð reiðubúinn að hendast upp í flugvél eða út á land, lafnvel við lífshættuleg skilyrði, til að geta þjónustað lesend- ur blaðsins á sem allra bestan hátt. Nú sakna ég sögustunda Óla K. Stundum hafði maður tíma til að hlusta og stundum ekki, en nú er erfitt að trúa því að sögumar verði ekki fleiri. Þá var alltaf gaman þeg- ar hann sýndi okkur gamlar myndir sem hann hafði tekið og sagði sög- umar á bakvið þær, eins og því þeg- ar Kjarval hafnaði orðunni eða sjó- maðurinn pólski var dreginn í land og hélt sídpsbókmni alltaf uppúr öldunum. Óli var miMU flugáhugamaður og kenndi mér margt á því sviði. Næst- síðasta sMptið sem við hittumst var þegar hann kom á dögunum þangað sem við pabbi eram að setja saman litla flugvél sérhannaða til ljós- myndaflugs. Þá var ég kvíðinn því ég vissi ekM hvemig honum myndi lít- ast á gripinn, en sá kvíði var svo sannarlega ástæðulaus því Óla leist mjög vel á vélina. Þá kom stráksleg- ur glampi í augu hans og hann sagði okkur nokkrar sögur af ævintýram úr ljósmyndaferðum sínum á flugvél- um. Ég vona að okkur vinnufélögun- um á Jjósmyndadeildinni auðnist að halda uppi merki Óla K., mannsins sem byggði deildina upp og gerði svo miklar kröfur til sjálfs sín. Skarð hans verður aldrei fyllt og vandséð að nokkur íslenskur ljós- myndari muni komast með tæmar þar sem Ólafur K. Magnússon hafði hælana. Ég votta Evu, börnunum og barnabömunum samúð mína; hér á Mogganum söknum við gamals vin- ar. Ragnar Axelsson. Þau sorgartíðindi bárust mér á dögunum að Ólafur K. Magnússon Ijósmyndari og vinur minn væri lát- inn. Þessi tíðindi snertu mig djúpt og ég vildi ekM trúa því að Óli væri far- inn svo fljótt frá okkur. Hann sem var óðum að hressast eftir veiMndi. En við fáum víst litlu ráðið um hvenær við kveðjum þennan heim. Kynni mín af Óla hófust þegar ég fór að leggja leið mína á ljósmynda- deild Morgunblaðsins fyrir 17 áram. Ég bar strax miMa virðingu fyrir Óla og við bundumst vináttuböndum sem héldust æ síðan. Mér varð fljótt ljóst hversu afbragðsgóður ljós- myndari hann var og þá jafnframt fréttamaður. Hann hafði meðfædda hæfileika til að segja sögur og mundi svo miMð um allt og alla. Maður get- ur ímyndað sér þetta fólk sem gekk á milÚ bæja hér áður fyrr og sagði fréttir, þannig var Öli; fæddur fréttamaður. Hann gat til dæmis far- ið með höndina niður í gömlu plast- dósimar þar sem hann var búinn að rúlla upp 30 til 40 ára gömlum film- um, tekið eina þeirra upp, borið hana í Ijósið og ef fólk var á filmunni þá mundi hann nöfh viðkomandi, hvar fólMð vann og áttí heima. Og svo hófst jafnvel sögustund. Þær vora ófáar sögustundimar þar sem við ljósmyndarar Morgunblaðsins sát- um eins og böm og hlýddum á Óla segja frá liðnum atburðum. Hann var sögumaður af Guðs náð, og sMpti þá engu hvort hann var að segja sög- ur úr stríðinu, fluginu, siglingum eða atburðum sem hann hafði upplifað í starfi. Mér finnst ég ríkari eftir fræðslu þessara sögustunda en eftir sögustundir skólanna. Við Óli töluðum mikið saman. Hann skráði íslandssöguna í mynd- um í tæp fimmtíu ár en ég fann að hann var ekki alltaf sáttur í hjarta sínu hvað varðaði þá virðingu og sess sem myndirnar hans fengu. Ég sagði við hann að hann yrði að at- huga það, að það væri mjög algengt að listamenn og verk þeirra nytu ekM þeirrar virðingar sem þeim bæri fyrr en eftir dauða listamanns- ins. Hann jánkaði því. Sú saga fínnst mér líka vera að endurtaka sig núna, eftir andlát Óla. Um leið og ég þakka Óla K. fyrir allar samverustundimar og vinátt- una með þessum fátæMegu orðum, votta ég öllum aðstandendum inni- lega samúð mína. Ég vona að við hittumst aftur síðar. Guð geymi góðan vin. Ámi Sæberg. Á MELAYELLI Ólafur var einn af frumkvöðlum íþróttaljósmyndunar og fangaði margt sögulegt augnablikið á Melavellinum. Margan daginn stóð hann í pollum og rigningu með myndavélina tilbúna undir frakkanum til að festa afrek á filmu. Hér er viðfangsefnið hástökkvari að glíma við tæplega tveggja metra stökk í rigningarveðri. ALDINN ÆSKULÝÐSLEIÐTOGI Þegar Ól.K.M. tók þessa mynd af stofnanda KFUM, sr. Friðrik Friðrikssyni á níræðisafmæli hans var hann orðinn blindur en sáttur við lffið. Sagðist bara vera feginn að ekkert truflaði. Nú gæti hann séð fyrir hugskotssjónum allt sem hann vildi sjá. Ola hefur tekist að ná þessari hugarró. ÁSMUNDUR MYNDHÖGGVARI Ásmundur Sveinsson myndhöggv- ari var um langt árabil viðfangs- efni Ijósmyndarans. Hér er hann í nýrri skeifulaga vinnustofu sinni þar sem Óli K. Mag. nýtir birtuna sem hann ætlaði styttum sfnum, á andlit hans sjálfs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.