Morgunblaðið - 05.04.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.04.1998, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 *----------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu ÖNNU SÆMUNDSDÓTTUR, sem lést fimmtudaginn 26. mars sl. á um- önnunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli, fer fram frá Áskirkju mánudaginn 6. apríl kl. 13.30. Guðrún Margrét Guðjónsdóttir, Kristján Kaj Garðarsson, Snjólaug Kristjánsdóttir, Björn Leósson, Anna J. Kristjánsdóttir, Friðrik Kristjánsson, Kristín Ragnarsdóttir, Kristján Brooks, Ragnar Rúnar, Gabríel Bergmann og Anna Stella. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, HALLBJÖRG TEITSDÓTTIR, Bjarkargrund 3, Akranesi, er lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 30. mars, verður jarðsungin frá Akraneskirkju miðvikudaginn 8. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Helgi Jónsson, Áslaug Helgadóttir, Gunnar Guðmundsson, Jón Helgason, Sigríður K. Valdimarsdóttir, Sigríður Helgadóttir, Ólafur Þorsteinsson, Helgi Teitur Helgason, Guðrún Hildur Pétursdóttir og barnabörn. + Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÖNNU MARÍU VALDIMARSDÓTTUR, Landamótsseli. Þórhallur Bragason, Helga Erlingsdóttir, Valdimar Bragason, Rósa Þorgilsdóttir, Benedikt Bragason, Guðrún Sigurðardóttir, Klara Bragadóttir, Guðjón Skarphéðinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, amma, tengdaamma og langamma, HJÖRDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, Vesturgötu 50A, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánu- daginn 6. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Alzheimerfélagið. Þórunn Gestsdóttir, Elíza Guðmundsdóttir, Ari Guðmundsson, Jóhanna Jóhannsdóttir, Gestur Ben Guðmundsson, Ásthildur E. Guðmundsdóttir, Ingi Þór Guðmundsson, Kristín I. Hákonardóttir, Hjördís Guðmundsdóttir, Björgvin Finnsson, 1 Þórunn Hekla Ingadóttir, Viktor Ben Gestsson. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON skipamiðlari, Eskihlíð 26, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðviku- daginn 8. apríl kl. 13.30. «■ Gróa Ólafsdóttir, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Sigtryggur R. Eyþórsson, Margrét Guðmundsdóttir, Ólafur Ágúst Þorsteinsson, Sigríður Björg Guðmundsdóttir, Baldvin M. Guðmundsson, barnabörn og langafabarn. + Sigrún Péturs- dóttir fæddist á Akureyri 28. ágúst 1911. Hún lést í Reykjavík 27. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- urjóna Steinunn Jó- hannsdóttir, f. 3. okt. 1886, d. 3. nóv. 1934, og Pétur Gunnlaugs- son, f. 27. okt. 1878, d. 10. des. 1926. Þau bjuggu í Svarfaðar- dal. Systkini Sigrún- ar voru: Víglundur, f. 9. des. 1908, látinn, Jóhann Kristinn (Svarfdæling- ur), f. 9. febr. 1913, látinn, sr. Trausti, f. 19. júlí 1914, látinn, Anna, f. 17. jan. 1917, Gunnlaug- ur Maron, f. 9. des 1919, Frið- björg, f. 5. ágúst 1922, Steinunn, f. 31. des. 1923, og Þóra, f. 10. des. 1925. Hinn 26. maí 1934 giftist Sig- rún Agnari Guðlaugssyni, f. 9. okt. 1903, d. 25. des 1939, full- trúa hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Foreldrar hans voru Guðlaugur Pálsson og Ingilína Jónasdóttir. Dóttir Sigrúnar og Agnars er Unnur, f. 10. júní 1935, starfs- maður í Seðlabanka Islands, Elsku amma okkar er dáin eftir þriggja mánaða erfið veikindi. Eft- ir eigum við ljúfar minningar um konu sem við mátum svo mikils. Amma bjó í Helgamagrastræti 5 á Akureyri þegar við vorum börn og hjá henni áttum við góðar stundir. I minningunni var alitaf sól á Akureyri. Garðurinn hennar ömmu í Helgamagrastrætinu var yndislegur. Hvílíkur gróður. Þarna voru há tré sem gaman var að klifra í, grasflöt til að leika sér á og rólur sem héngu á snúrustaurun- um og í garðinum hennar voru fal- legustu blóm sem við munum eftir. Það voru byggð hús í garðinum úr spýtum og plasti og slegið upp stórveislum. Amma taldi það ekki eftir sér að skríða inn í lágreistan kofann til að koma í kaffi. Hún maki Óskar H. Gunnarsson, f. 31. okt. 1932, forstjóri Osta- og smjörsöl- unnar. Börn þeirra eru 1) Gunnhildur, f. 25. okt. 1959, lektor við Kennaraháskóla íslands, maki dr. Arnór Þ. Sigfússon, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofn- un íslands, börn þeirra: Óskar Örn, f. 9. mars 1982, Ragn- hildur Erna, f. 23. ágúst 1986, og Snorri Már, f. 10. mars 1993. 2) Agnar, f. 12. maí 1963, deildar- fulltrúi hjá Vátryggingafélagi íslands, maki Margrét Asgeirs- dóttir, f. 15. nóv. 1966, kennari, börn þeirra: Gunnar Smári, f. 29. júlí 1992, og Eiríkur Orri, f. l.júní 1996. Eftir lát Agnars vann Sigrún lengst af hjá Amaró á Akureyri við saumaskap. Hún fluttist til Reykjavíkur árið 1977 og bjó þar til dauðadags. Útfór Sigrúnar fer fram frá Akureyrarkirkju á morgun, mánudaginn 6. apríl, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. naut þess að dekra við okkur og við nutum samvistanna. Amma missti manninn sinn, Agnar Guðlaugsson afa okkar, þeg- ar hún var aðeins tuttugu og átta ára gömul. Þá var móðir okkar að- eins fjögurra ára. Oft höfum við hugsað til þess hversu erfitt það hefur verið fyrir ömmu að takast á við lífið eftir fráfall hans. Enda sagði hún alltaf við okkur ef við kvörtuðum yfir einhverju að ef heilsan væri í lagi þá væru allir vegir færir. Amma fluttist til Reykjavíkur árið 1977. Það var erfitt fyrir hana að kveðja Akureyri og byrja nýtt líf í Reykjavík en hún var nú komin til að vera nær fjölskyldunni sinni og við nutum góðs af nærveru hennar. Hér í Reykjavík kom hún sér upp fallegu heimili og á sumrin var unun að sjá blómahafið fyrir utan eldhúsgluggann hennar í Stóra- gerðinu. Hún naut þess að hafa eitthvað fyrir stafni og var alltaf sívinnandi. Það var hennar yndi, eins og hún sagði alltaf sjálf, að geta unnið og gert eitthvað að gagni. Hún var alltaf með handavinnu og mörg eru listaverkin sem við eigum eftir hana, heklaðar gardínur, dúka og sængurfatnað með fallegum milli- verkum, að við tölum ekki um alla ullarsokkana og vettlingana sem vermt hafa hendur og fætur okkar og barna okkar. Hjá ömmu var stundum eins og enginn tími væii til. Hún minnti okkur oft á hversu mikilvægt það væri að gefa sér tíma í hlutina og kasta ekki til hendinni. Hún kunni að njóta augnabliksins og fannst allir alltaf vera að flýta sér. Hún fylgdist vel með, hlustaði mikið á útvarp, var víðlesin og naut þess að hafa fólk í kringum sig. Ofáar eru stundir okkar með henni í eldhúskróknum í Stóragerðinu þar sem við drukk- um kaffi og ræddum allt milli him- ins og jarðar við kertaljós. Amma gat kallað fram stórveislu á svip- stundu, sérstaklega ef hún átti rjóma. Það var alltaf gestkvæmt í Stóragerðinu enda var hún höfð- ingi heim að sækja. Börnin okkar nutu þess að koma til hennar og hún gleymdi stund og stað þegar þau vora nálægt. Hugur hennar var alltaf hjá þeim og hún fylgdist vel með öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Hún naut þess að stjana við þau og hélt með þeim litlu jólin og afmælisboð fyrir dúkkur þar sem bornar voru fram góðar veitingar og drukkið úr litl- um kaffibpllum og auðvitað við kertaljós. I þriðju skúffu í eldhús- inu náðu þau sér í suðusúkkulaði- bita rétt eins og við systkinin gerð- um í Helgamagrastrætinu forðum. Við kveðjum ömmu okkar með sár- um söknuði en þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hana svo lengi. Guð blessi minningu hennar. Gunnhildur og Agnar. Mig langar að kveðja hana Sig- rúnu með nokkrum orðum. Það eru bráðum 12 ár síðan ég kynntist henni og síðan þá hefur hún skipað afar stóran sess í mínu lífi. Þegar ég fór að vera með Agnari, dóttur- syni hennar, fann ég fljótt hvað samband þeirra var náið. Hún tók mér ákaflega vel strax í byrjun og mér líkaði afstaða hennar til lífsins. Hún var alltaf mjög blátt áfram í tali og talaði aldrei í kringum hlut- ina. Fjölskyldan var henni allt og flutti hún suður á sínum tíma til að geta verið nálægt sínum nánustu. Þetta fann ég líka þegar við eign- uðumst Gunnar Smára og síðar Ei- rík Orra. Myndirnar sem við gáf- um henni, þar sem hún heldur á þeim nokkurra vikna gömlum, bera þess glöggt merki hvað henni þótti vænt um þessi litlu kríli. Það var alltaf gott að koma í Stóragerðið. A sumrin gengum við oft úr Kópa- voginum yfir til langömmu og var þá jafnvel breitt úr teppi á grasinu og þar lék Eiríkur sér meðan Gunnar skottaðist í kringum okk- ur. Hún var alltaf jafn glöð að sjá okkur og hafði ætíð á orði hvað við væram nú hress og dugleg að ganga alla þessa leið! Eitt var það sem gerði heimsóknir til hennar af- ar spennandi í augum barnanna og það var súkkulaðiskúffan! Eftir að hún hafði verið uppgötvuð, fyrir til- stuðlan pabbans sem gjörþekkti skúffuna að sjálfsögðu, var stefnan alltaf tekin á skúffuna og beðið þar til langamma kom og deildi út dá- semdunum. Oftar en ekki vora það miklir súkkulaðimunnar sem kvöddu hana með kossi í lok heim- sókna. Synir mínir hafa mikið misst en margs að minnast. Mér þótti mjög gott að tala við Sigrúnu. Hún kunni að hlusta ef + Ástkær faðir minn, GÍSLI MAGNÚSSON Brekku, Hvalfjarðarströnd lést (Sjúkrahúsi Akraness 2. apríl. Kristfn Bass. + Bróðir okkar, HALLDÓR JÓHANN JÓNSSON fyrrverandi bóndi á Víðivöllum og Stað í Steingrímsfirði, Breiðagerði 10, Reykajvfk, lést á Landakotsspítala fimmtudaginn 2. apríl. Katrín, Svanborg og Laufey Jónsdætur. + Ástkær bróðir okkar og mágur, GRÍMUR JÓNSSON stýrimaður, sem andaðist sunnudaginn 29. mars sl., verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 7. apríl kl. 13.30. Högni Jónsson, Árný Guðmundsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Sigurjón Stefánsson. SIGRUN PÉTURSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.