Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32   FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998
+
MORGUNBLAÐIÐ
fllrogtitilrfafrifr
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
BÆTTUR SKOLI
SKÓLAÁRIÐ ER AÐ hefjast og í tilefni af því tilkynnti
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur nýjungar í starfi grunn-
skóla borgarinnar. Viðbótarkennslustundum sem sam-
svara um tveimur kennarastöðum á hvern skóla hefur ver-
ið úthlutað til þess að fækka nemendum í námshópum.
Tölvukostur skólanna hefur verið aukinn um sem nemur
nærri 400 tölvum. Samkvæmt grunnskólalögum bætast
fimm vikustundir við 1. til 5. bekk, eða ein í hverjum bekk
og eru skólarnir hvattir til að nýta þær einkum til kennslu
í list- og verkmenntun. Tilraunir verða svo gerðar með
svokallaðar næðisstundir í hádeginu í vetur til þess að
mæta lengingu skóladagsins og einsetningu skólanna. Á
þessu hausti er og boðið upp á námskeið fyrir alla foreldra
sex ára barna í borginni um upphaf skólagöngu og uppeld-
ismál.
Allt eru þetta skref í rétta átt og ber að fagna þeim þótt
þróunin mætti vissulega vera hraðari á öllum þessum svið-
um. Sömuleiðis má ekki gleyma því að brotalamirnar eru
fleiri. í fyrri viku var fjallað um kjör kennara í leiðara
Morgunblaðsins sem vafalaust eru ein af meginorsökum
þess að mikill skortur er á menntuðum kennurum í land-
inu. Sömuleiðis hefur verið bent á að ein af frumforsendum
bætts skóla hér á landi sé bætt menntun kennaranna.
Einkum hefur verið bent á að breyta þurfi áherslum í
kennaramenntuninni; meiri þunga þurfi að færa yfir á
menntun kennara í kennslugreinum þeirra en samkvæmt
núgildandi skipulagi kennaranámsins snýst mikill meiri
hluti námsins um svokallaða kennslufræði. Sem dæmi má
nefna að kennari sem hefur stærðfræði að sérgrein hefur
aðeins 12,5 einingar að baki í því fagi en kennaranámið í
heild er 90 einingar.
Forvinnuhópur vegna endurskoðunar aðalnámsskráa á
grunn- og framhaldsskólastigi á námssviði erlendra tungu-
mála hefur lagt til að fagmenntun tungumálakennara verði
stórefld, að þeir hafi að baki a.m.k. 45 eininga nám á há-
skólastigi í viðkomandi tungumáli. Gera verður ráð fyrir
því að þessar tillögur verði teknar til greina.
BETRI MIÐBÆR
ASYND miðborgar Reykjavíkur hefur smám saman ver-
ið að batna á undanförnum árum og taka á sig heild-
stæðari og fallegri mynd.
Ekkert eitt skiptir þar mestu máli heldur sú þróun er
orðið hefur á fjölmörgum svæðum um nokkurra ára skeið.
Framkvæmdir við Miðbakka hafa tengt höfnina við Kvos-
ina á skemmtilegan hátt. Ingólfstorg myndar vin í hjarta
borgarinnar. Helsta verslunargata Reykjavíkur, Lauga-
vegurinn, er að taka á sig breytta og betri mynd. Nýjar og
glæsilegar byggingar á borð við Dómhúsið við Arnarhól og
ráðhúsið við Tjörnina setja skemmtilegan svip á miðbæinn.
Við þetta bætist að fjölmörg hús í miðborginni í eigu ein-
staklinga og fyrirtækja hafa verið gerð upp á smekklegan
og fallegan hátt. Má þar til að mynda nefna þá breytingu
er orðið hefur á Grjótaþorpinu síðastliðinn áratug.
Það er hverri borg mikilvægt að eiga fallegan miðbæ.
Hann er andlit hverrar borgar og kjarni þeirrar ímyndar
er íbúar jafnt sem gestir hafa af borginni. Eftir því sem
miðborg Reykjavíkur þróast og breytist verða einstakar
byggingar er skera sig úr meira áberandi. Það ber því að
fagna þeirri ákvörðun Reykjavíkurborgar að festa kaup á
Nýja bíós húsinu með það að markmiði að það verði rifið
og ný bygging rísi á lóðinni þess í stað.
Húsið er á mjög áberandi stað í miðborginni en fellur
illa að öðrum byggingum á svæðinu og vart hægt að segja
að það hafir verið borgarprýði. Það sem helst gaf húsinu
gildi, hinar upprunalegu innréttingar Nýja bíós, er fyrir
löngu búið að eyðileggja. Með því að selja byggingaréttinn
áfram með ákveðnum skilyrðum um starfsemi er verður í
húsinu og hvernig hús skuli reist á lóðinni gefst þarna
tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á þróun miðbæjarins.
Vissulega má enn margt til betri vegar færa í miðborg-
inni. Framkvæmdirnar við Laugaveginn draga til dæmis
athyglina að þeim húsum er lítt hefur verið gert fyrir um
langt skeið. Þá hefur enn engin lausn fundist á þeim vanda
er myndast í miðbænum um helgar þrátt fyrir miklar um-
ræður á síðustu árum. Hverju skrefi í rétta átt ber hins
vegar að fagna.
Ný rannsókn á áhrifum óáfengra drykkja á
Léttöl getur
framkall-
að ölvunar-
einkenni
Etanólþéttni í blóði 4 kvem
drukkið 0,5 I af Viking pilsi
0,30 %o--------------------
Kona 3 (47 kg)
0   15mín. 30   45   60   75
nist
Drykkir, sem innihalda
minna en 2,25% vínanda
teljast samkvæmt skil-
greiningu óáfengir. Ný
rannsókn sýnir hins veg-
ar að neysla léttöls, sem
telst til óáfengra
drykkja, getur leitt til
þess að áfengismagn í
blóði mælist allt að 3%o.
Þorkell Jóhannesson
læknir greinir hér frá
niðurstöðum rannsóknar
smnar.
S
IGILDANDI lögum (sbr. 2. gr.
laga nr. 75/1998) er kveðið svo
á, að áfengi skuli teljast þeir
drykkir, er hafa að geyma
meira en 2,25% etanól (alkóhól, „vín-
andi") að rúmmáli (v/v), en það jafn-
gildir 2,25 ml af hreinu etanóli í 100
ml af drykkjarhæfum vökva. Drykk-
ir, sem innihalda minna etanól en
þessu nemur, teljast því ekki áfengi.
Meðal þessara drykkja er margs
konar óáfengt („létt") öl, léttöl eða
pilsner, íslenskt og erlent, sem hér er
á markaði í fjölda verslana, og inni-
heldur að jafnaði nærri 2,2% (v/v) et-
anól, en einnig maltöl, sem inniheldur
minna magn etanóls (sjá töflu 1).
011 skynsemi mælir með því, að
neysla óáfengra drykkja, jafnvel í
verulegu magni, eigi ekki að geta leitt
til þess, að menn verði sekir fundnir
um atferli, sem er afleiðing neyslu
áfengra drykkja. Ég á hér sérstak-
lega við neyslu óáfengra drykkja í
þeim mæli, að hlutaðeigandi verði
staðinn að því að aka ölvaður bíl (eða
öðru vélknúnu ökutæki). f þessu sam-
bandi vaknar því sú spurning, hvort
neysla óáfengs öls geti yfirleitt leitt
til svo mikils magns etanóls í blóði, að
ölvun teljist og saknæmt væri?
Etanólstyrkur í nokkrum
tegundum af óáfengum
pilsner og maltöli
Tegund            Etanólstyrkur
Pripps..................2,1% v/v
Hagkaups léttbjór........2,2% v/v
Viking pilsner1...........2,1% v/v
Egils pilsner.............2,3% v/v
Thule pilsner.............2,1% v/v
Hagkaups malt...........1,1% v/v
Egils maltöl..............1,2% v/v
Viking maltöl............0,9% v/v
1 Etanólstyrkur í Viking pilsner, sem
tiiraunarþoiar drukku, mæidist 2,4% v/v,
en það telst væntanlega innan vikmarka
(10%).
Magn etanóls í blóði og ölvun
Hugtakið ölvun er ekki alveg auð-
skýrt og á því er engin einhlít skil-
greining. Algengast er að leggja þann
skilning í ölvun, að um sé að ræða
neyslu áfengis að því marki, að svo-
kallaðra ölvunareinkenna verði vart,
en það er ósamræmi í hreyfingum,
sem einkum lýsir sér í trufluðum
hreyfingum í útlimum (slaga o.fl.),
augum (seinni hreyfingum og stund-
um rykkjum), tungu (þvoglumæli),
kyngingarvöðvum (svelgjast á) með
eða án annarra einkenna um áfengis-
vímu, svo sem truflunum á skynjun
(ekki síst sjón) og dómgreind eða
missi hamla („skandalísera") ásamt
enn öðrum einkennum.
Algengast er að meta vímuhrif et-
anóls út frá þéttni þess í blóði. Þéttn-
in er á Norðurlöndum gefin til kynna
sem %o eða pro mille, sem hér á landi
er látið jafngilda g/1000 ml af blóði
(l%c = 1 g etanóls í 1000 ml). Grófari
og óáreiðanlegri aðferð er að mæla
þéttni etanóls í útöndunarlofti og
færa til jafns við ákvörðun í blóði. Þá
má fá veigamiklar upplýsingar um
ölvun með því að ákvarða etanól í
þvagi og einkum ef þéttni þess er
samtímis ákvörðuð í blóðinu.
Vitað er, að etanólmagn eitt sér í
blóði er ekki ákvarðandi fyrir það,
hvort menn teljist ölvaðir eða ekki.
Hér kemur til líffræðilegur breyti-
leiki sem í flestu öðru og það, hvort
menn eru þreyttir eða ekki þreyttir,
syfjaðir eða vel vakandi o.s.frv, þegar
áfengis er neytt. Þá má ekki gleyma
því, að umtalsverður fjöldi manna
hefur myndað meira eða minna þol
gegn flestum verkunum etanóls.
Neysla áfengis er á hinn bóginn
svo mikil og hætta á ölvun við akstur
með eftirfylgjandi tjóni, slysum, lim-
lestingum og dauðsföllum er enn
fremur svo mikil, að menn hafa víða
um heim sett í lög mörk um ölvun við
akstur, eins konar öryggismörk, án
tillits til þess, hvort hlutaðeigandi
einstaklingur sé í raun ölvaður við
þessi mörk eða ekki. Hér á landi eru
þessi mörk 0,5%o og í sumum löndum
(Danmörku, Frakklandi), þar sem
mörkin voru hærri, hafa þau nú verið
lækkuð í 0,5%e. í Svíþjóð hafa mörkin
BLOÐSYNI tekið.
verið færð í 0,2%o (með víðum frávik-
um þó) og svipuð mörk hafa víðar
komið til álita, m.a. hér á landi.
Tiltölulega grófar klínískar rann-
sóknir á fjölda manna víða um lönd
benda til þess, að við l%o etanól-
þéttni í blóði séu um 50% allra manna
ölvaðir og 80-90% við l,5%o þéttni.
Við 0,5%e mörkin er mat manna
breytilegra. Ætla má þó, að við þá
þéttni gætu 10-20% manna verið ölv-
aðir. Hvað um ölvun við minni þéttni í
blóði? An efa myndu einhverjir telj-
ast ölvaðir við klíníska rannsókn við
0,4%o þéttni í blóði. Meira máli skipt-
ir þó, að skipuleg próf á aksturshæfni
atvinnubflstjóra á tilraunabrautum
benda eindregið til þess, að hæfni
manna til aksturs geti verið mark-
tækt skert, enda þótt etanólþéttni í
blóðinu sé vel undir 0,5%o.
Vitað er, að etanól dregur mark-
tækt úr sjónskerpu, sjónskynjun og
dregur jafnframt úr hreyfingum
augnanna. Með þar til gerðum mæli-
tækjum hefur mátt sýna fram á, að
við 0,2-0,3%c etanólþéttni er merkj-
anleg truflun í starfsemi augnanna,
enda þótt ekki liggi beinlínis fyrir,
hvort það komi að sök við akstur.
Af öllu þessu samanlögðu telst því
rétt vera, að skynsamlegt gæti verið
að lækka núverandi sektarmörk úr
0,5%o í 0,3%o eða 0,2%o eða ef til vill í
0%e. En hve mikið má með sanngirni
lækka mörkin þannig, að það valdi
ekki mönnum vanda vegna neyslu óá-
fengra drykkja?
Magn etanóls í blóði eftir
drykkju óáfengs öls og
lækkun sektarmarka
Arið 1990 lögðu fimm ágætir þing-
menn með Arna Gunnarsson í broddi
fylkingar (auk hans Ragnhildur
Helgadóttir, Geir Gunnarsson, Krist-
+
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64