Heimskringla - 12.06.1957, Blaðsíða 1

Heimskringla - 12.06.1957, Blaðsíða 1
LXXIÁRGANGUR L fO TR^ CENTURY MOTORS LTD. 241 MAIN-716 PORTAGE NÚMER 37. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR JOHN DIEFENBAKER—líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra Canada Það verður ekki sagt með vissu enn hvað fyrir kunni að koma í stjórnmálum Canada. En tap lib eral stjórnarinnar var svo stór- kostlegt, að núverandi forsætis- ráðherra, Mr. St. Laurent mun ekki fýsa, að halda stjórn áfram. Hann mundi ekki geta gert sér miklar vonir um að ná sér annars staðar lið í ráðuneyti sitt en 1 Quebec. Og það væri skjót sagt Óaðgengilegt. — Ráðherrarnir mundu ekki fást kosnlr annars staðar. Sókn Diefenbakers í þess- Næsta sporíð Foringi conservativa, John Diefenbaker, kvaðst í gær hafa verið kallaður upp í síma frá Ottawa af St. Laurent forsætis ráðherra, er æskti að hann kæmi til Ottawa næstkomandi föstu- dag til skrafs og ráðagerða um stjórnmálin. Kvaðst Diefenbak- er hafa lofað að vera þar. Það virðist lítill efi á því, að forsætisráðherra hugsi sér að fara frá völdum, og greiða þann- ENDIRKOSINN STANLEY KNOWLES Stanley Knowles vann enn einn af sínum glæsilegu sigrum í kosningunum 10. júní í Win- um kosningum gerði annars stað ar svo út af við Þberala, að þeir eiga sér enga uppreisnarvon, nema í Quebec. Vald þeirra er hrunið eins og spilaborg sem þeir hafa verið að leggja hér grundvöll að í 22 ár, en enginn nægilega sterkur til hefir getað komið í veg fyrir nema Diefen- baker. Þó ekki væri fyrir annað en að brjóta það einveldi á bak aftur, er Diefenbaker að völdun- um i Ottawa vissulega öilum fremur kominn. ig veg Diefenbakers til að taka forsætisráðherra stöðuna. Samtalið stóð yfir í fimm mín Útur. Neitaði Diefenbaker að segja frekar frá því að hverju það hefði lotið öðru en því, að íorsætisráðherra hefði óskað sér heilla jmeð kosninga sigurinn. Diefenbaker leggur af stað austur flugleiðis á fimtudags- kvöld (13. júní) frá Prince Al- bert, Sask., til Ottawa. St. Laurent hefir kallað ráð- gjafa sína til fundar við sig og ráðagerða þann dag. 9 ráðherrar falla í valinn Eitt af því sem telja má með hinum meiri hrakförum Uberala í kosningunum 10. júní, var tap 9 atkvæðamestu ráðherra St Laurent-stjórnarinnar. Tala ráðherranna alls er 18. En nöfn þeirra sem féllu, eru þessi, C. D. Howe (viðskifta), Walter Harris (fjármála), Ralph Campney (hermála), Stuart oarson (dómsmála), James Mc- Cann (tekna), Milton Gregg (verkamála), Hugh Lapointe (heimkomnra hermanna), Robert Winter (starfsmála), paúi Hell- ver (aðstoðarm. hermálad.). Átta af ráðherrunum töpuðu fyrir conservativum, einn fyrir CCF-sinna. Viðbótin við Betel vígð bætti sínu. Ennfremur hefði hann lagt hornstein hinnar nýju hyggingar. Ræður fluttu auk hans dr. V. J. Eylands, er vígslu stjórn sá um, séra Sig. Ólafsson, formaður fjárhagsnefndar heim- ilisins, prestamir John Fulmer á Gimli, séra Eric H. Sigmar frá St. James og séra Philip M. Pét- ursson; þá Dr. P. H.T. Thorlka- son og Barney Egilson borgar- stjóri á Gimli og formaður bygg- ingamefndar. Með viðbót þessari, sem kosta mun nærri $150,000, opnast vist fyrir 50 gamalmenni að nýju, svo nú geta á Betel verið um 70 gamalmenni alls. Er hin nýja vi'ðbót heimilisins einkar ásjáleg og nýtízkuleg húsgögn fín og góð sem á betri heimilum og jafnvel betri — og vatn og ræst- ing í hverju herbergi. Formósa uppþotið Bandaríkin hafa ausið miljón- um af fé og vopnum í stjórn Chiang Kai-shek á Formósu, Menn urðu því dálítið hissa á fréttinni þaðan s.l. viku, um að múgurinn á eyjunni, þegnar Kai sheks, hafi lagt í rústir sendi- herjrahöll Bandaríkjanna og upp lýsingaskrifstofu þeirra. Tóku um þúsund manns þátt í grjót- kastinu á þessar byggingar og rifu Bandaríkjaflaggið í tætlur. Þrettán Bandaríkjamenn meidd- ust. lítillega. fbúarnir voru ó- ánægðir út af því, að bandarísk- um hermanni, sem skotið hafði á Formósabúa, fyrir að liggja á gægjum á gluggum heimilisins hans, og beið bana, hafði ekki verið hengt af Bandaríkja dóm- stólnum. Heimsóknir til íslands Heimsóknir til íslands hafa á undanförnum árum fanð mjögl vaxandi. Þær mega nú orðið heita daglegur viðburður. Á þessu sumri eru nú þegar nokkr ir farnir heim. En í dag, 12. júní, leggja þessir af stað héðan frá Winnipeg, og mun það einn af hinum stærri hópum vera, eða um 17 alls, eftir því er Páll Guð- mundsson bóndi frá Leslie, Sask. hermdi, en hann leit inn á skrif- stofu Heimskringlu s.l. mánu- dag og er einn af íslandsförun- um. Nöfn þessara sem í dag leggja af stað eru þessi: FRA WINNIPEG Mr. og Mrs. Jacob F. Kristjans- son Miss Katrín Brynjólfsson Mrs. Gerða Olafson Mrs. Vilborg Anderson ENDURKOSINN M. J. COLDWELL Mr. M. J. Coldwell foringi CCF flkoksins naði mjög sóma- samlega kosningu og flokkur hans er mannfleiri á næsta þingi en nokkru sinni fyr. Mrs. María Sigurðson Mrs. B. E. Johnson Mrs. Kirstín Johnson Mrs. Anna Árnason Mrs. Thorey Eggertsson Mrs. Valgerður Daniels Mrs. Ingibjörg Fortier FRÁ GIMLI Mrs. Guðrún Árnason Mrs. Kristín Thorsteinsson Mr. Ólafur Bjarnason FRÁ LESLIE Páll bóndi Guðmundsson FRÁ ELFROS Sigurður Guðmundson FRÁ VANCOUVER Carl Finnbogason Einar C. Erickson FRÁ PICKLE CROW, ONT. Mrs. C. V. Davidson Heim eru þegar komnir: Grett :r og Árni Eggertson, Mrs. Ruby Tergesen frá Gimli, Elías Elías- son, Magnús Magnússon og Jón bróðir hans frá St. Boniface. Mun hinn síðast nefndi setjast að heima. Heimskringla óskar íslands- förunum góðra ferðar. Verzlun við Kína Eins og kunnugt er, hafa mik- il höft verið síðari árin á við- skiftum vestlægra þjóða og Kína. Stafa þau frá árunum, er Kínverjar réðust inn í Kóreu, og ætluðu að leggja hana undir sig, sem Rússar Evrópulöndin fyrir vestan sig, og gera að lepp- ríki sínu. Bandaríkin komu í veg fyrir fullkomnar fram- kvæmdir í þessu, með því að koma Kóreu-lýðveldinu til að- stoðar, bæði hemaðarlega og með viðskiftabanni. Nú eru Bretar þeirrar skoðun- ar að tími sé til þess kominn, að slaka á þessum höftum og hefja viðskifti við Kina, að minsta í sama mæli og við Rússa. En Bandaríkin vara þau við því. Telja það hinn mesta háska, að sterkustu stáliðjuþjóðir Vestur- Evrópu taki upp verzlun við kommúnista. Af því múndi brátt leiða að þeir kæmu upp hjá sér hernaðarframleiðslu, sem gerði þeim kleift, að koma fram stefnu íinni um að leggja undir sig aðrar þjóðir, eins og fyrir kom- múnistum ávalt vakir og Banda- ríkin eru að sporna við, og væru annars ekki í stríði. Á máli Breta eru Japar, Frakkar, Noregur og Danmörk. Segja Bretar stefnu Bandaríkj- anna bágborna og kalla “stick- in-the-mud" viðskiftastefnu. En Bandaríkin svara því til, áð Bretar vilji líklegast ekki kannast við, að á járnvörusölu sé nokkur hætta fyr en Kínar komi og reki þá úr Hong Kong. Bandaríkin halda fram, að þau muni alls ekki fara að aðstoða Kína í að taka hin mörgu ríki Suður-Asíu, er nýlega hafi sjálf stæði hlotið, með því að greiða fyrir vopna-innflutningi til Kína. Stefna þerra verði því hin sama og áður, að halda vernd yfir smáþjóðunum fyrir árásum kommúnista, þar til einhver breyting verði á ránstefnu kom- múnista. Bandaríkin viðurkenna, að þetta geti glætt viðskifti Breta og Norðurlanda þjóðanna. En þau trúa ekki á að selja sál sína kommúnistum fyrir þau við- skifti. mpeg North Centre. Hann er aðj verða allra manna vinsælasturj Sunnudaginn 2. júní, var við- innan þingsins í Ottawa sem bótinni við gamlamenna heimil- utan og yrði af flestum saknað á'ið “Betel’’ á Gmli lokið, og var þingi, ef hann næði ekki kosn-jhún vígð til notkunnar þennan ingu. Það kom tU mála, þegar ofan nefndan dag. Var alt að þingforseti sagði af sér vegna'500 manns við vígsluna. En pípulagningarmálsins, að kjósa ^ forkólfar hennar voru Hon. R. Knowles fyrir þingforseta. Hann1 W. Bend, heilbrigðismálaráð- væri manna fróðastur um þing-j herra Manitoba stjórnar, er kvað reglur og flesta kosti þingfor-^ starfið að þessu verki hafa ver- fceta’ ið eitt af fyrstu störfum í em- Leita hér atvinnu Hópur 172 studenta frá Cam- bridge-háskóla flygur til Canada i lok þessa mánaðar og hugsar sér að vinna hér í sumarfríi sínu, en halda heim tU Cambndge fat- ur í lok september-mánaðar. Margir þeirra hafa ákveðið að flytja til Canada, að námi loknu. Svipað er sagt að til mála hafi komið hjá studentum í Oxford báskóla. Fugla fæða Einn af þingmönnum repub- lika á þingi Bandaríkjanna, John C. Watts, leggur til að eitt hvað af hinum miklu hveitibirgð um Bandaríkjanna sem engin sala er fyrir, sé gefin fuglum himins. Til þess að lesandinn haldi ekki að þetta sé spaug, skal geta þess, að hugmyndin liggur nú fyrir þingi til af- greiðslu. “Rottan” Þetta er nafn á hervagni, sem Canadamenn hafa fundið upp og er talin stærsta stökkþróun slíkra vagna síðan brezku “tank- arnir’’ komu til sögu 1917. . Rottunni er hægt að aka hvérn- ig sem færi er, og hvort heldur er yfir fen eða foræði, brattar snæþaktar hlíðar, í hvað miklum ljósasnjó sem er og fleyta sér yfir ár og vötn. Segja Bandaríkja menn Canada herinn hafa stigið stórt framfararspor með upp- götvun þessari. Rottan hefir og íallhlíf og má steypa hátt úr lofti af flugfari án þess að saki. Sérfræðingar í Canada her hafa unnið að smíði þessari í fimm ár. Fjármálaráðherra segir upp stöðu George M. Humphrey, sem verið hefir fjármálaráðherra Bandaríkjastjórnar síðan Eisen- hower tók við völdum 1953, sagði upp stöðu sinni nýlega, af við- íslendingarnir náðu endurkosningu W. M. BENEDICKSSON W. MERWIN JOHNSON Báðir fslendingarnir á sam- bandsþinginu, þeir William M. Eenedicksson frá Kenora-Rainy River, Man. og W. Merwin John son frá Kindersley, Sask., náðu endurkosningu 10. júní. Er Mr. Johnson CCF-sinni, eins og tízku er í Saskatchewan, en Mr. Bene- dicksson liberal-verkmaður. _____ Hann er lögfræðingur og hefir síðari árin verið aðstoðarmaður f jármálaráðherra Harris við þing reikninga starf hans. skiftalegum ástæðum. Eftirmað- ur hans heitir Robert Ander- son. LOUIS ST. LAURENT KOSINN — en helmingur ráð- herra hans liggja í valnum AuisÆusraonerra i-/OUts öt. Laurent hefir gerið í skyn, að hann haldi áfram þingmensku- starfi sínu—hvað sem öðru líðb Hann sigraði í kjördæmi sínu. En skellurinn sem flokkurínn sem honum fylgir.fékk, verður ekki bættur fyrst um sinn. Þeir sem í val féllu fá að vísu dagóðan lífeyrisstyrk, sumir hverjir alt að $3000 á ári, svo þeir eru ekki brjóstkennan- legir. En það aflar þeim ekki aftur tapaðra vina. Liberal flokkinum ætti að vera hvíldin góð, eftir 22 ára stjórnarstríð.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.