Lögberg - 23.04.1925, Blaðsíða 1

Lögberg - 23.04.1925, Blaðsíða 1
Látið taka af yður MYND í nýju páska fötunum W. W. ROBSON IEKUK G6B4B MVNDIR AÐ 317 PORTARF. AVR. 38. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 23. APRÍL 1923 NÚMER 17 Á FÖRUM HEIM TIL ISLANDS Séra Friðrik Hallgrímsson og frú. HEIM. • Kveðjuorð til séra Friðriks Hdlgrímssonar. f f f f f f f f f ♦♦♦ 'S f f f f f “Flyt þú mik til frænda minna,”— Fyr bað Gunnar, norrænn drengur. Fjarri ættjörS, frægð sér vinna FulinægSi sízt honum lengur. — Þótt að gulf og græna skóga Gjaldi suðræn, vestræn löndin, Heillar þrátt til holta’ og móa Hijóstug, fjarlæg ættlands ströndin. Vængþreytt heim um vordagsnætur Veglaust hafið flýgur lóa. Fyrir fsland alt hún lætur: Aldingarða, blóm og skóga. — Fjarlæg stjarna ,heillar hjörtu, — Hafið seiöir farmanns anda. Laða enn, sem leiftrin björtu, Logarúnir íslands stranda. “Flyt mig heim — til frænda minna,” Friðrik bað þann Guð er ræður.— “Heim, þin störfin helg að vrnna, Hvetja, styrkja viní, bræður. Hei.m, þinn vilja’ og verk að gera, Vitni bera orðum þínum; Heim, aS megi eg beinin bera Bernskustöðvum nærri mínum.” Heim, að lindum helgra strauma, Heiðríkjunnar Aðallróli; Heim, að tindum hárra drauma, Hugsjónanna forna skjóli:— Far þú heill! Þinn hlýi andi Hugsvinnsmálum kristni stoði Reynstu þjóð, ef rís enn vandi, Ráðhollur sem Þorgeir goði. Heim, í faðmlag fjalla þinna, FósturjörSin söguríka, — Kirkju, lýð og landi’ að vinna LeiSi Drottinn marga slíka. — Þar sem krossinn vopnið verði, Vígi andans Jesús Kristur, Enginn höggur efans sverði, Allra þjónn er manna fyrstur. Jónas A. Sigurðsson. ♦;♦ f f f f f f f ♦;♦ f f f f f f ♦;♦ Séra Friðrik Hallgrím*- son og fjölskylda á förum til Islands. Fyrir síðustu helgi kom séra Fri'Srik Hallgrimsson frá Argyle ásamt fjölskyldu sinni til bæjar- ins, á leiö til íslands til þess að taka þar við embætti sínu við dómkirkjuna í Reykjavík. í heiðursskyni viö hann og fjöl- skyllduna efndi stjórnarnefnd lút- erska kirkjufélagsins tiil kveðju- samsætis í samkomusal Fyrstu lút. kirkjunnar í Winnipeg, á mánu- dagskveldið var, og var þar sam- an komið á þriðja hundrað manns til þess að kveðja þau hjón og börn þeirra og vera meö þeim eina kvöldstund áður en þau hverfa aftur heim til ættjarSarinnar. — Samsæti þvi stýrði forseti kirkju- félagsins, séra K. K. Olafsson, og hófst það meö bæn, er séra N. S. Thorlaksson frá SelWirk flutti. Var svo þjóðsöngurinn brezki sunginn og skál konungs drukkin í tæru vatni, eins og líka atti vel við. Þar næst flutti forseti kirkjufé- lagsins snjalla ræðu. Skýrði tifl- gang samsætisins og mintist hins langa og farsæla starfs séra Frið- riks og konu hans í þjónustu kristninnar, á meðal Vestur-íslend- inga, og framkomu hans og þeirra hjóna i • félagslífi þeirra yfirleitt; kvaðst að vísu vera hryggur yfir því, aö hann væri nú fið hverfa úr hópi vorum, sem hann og þau hefðu prýtt í nálega 22 ár, en sagð- ist á hinn bóginn fagna út af heiSri þeim, sem séra Friðrik væri sýndur með því að hann skyldi vera valinn um fram alla aðra á- gæta menn, sem þjóð vor ætti völ á til þess að þjóna þessu stærsta og veglegasta prestsembætti þjóð- arinnar—fagna yfir því, að hann á þennan hátt fengi viðurkenning á hæfileikum þeim, sem honum væna lánaðir, og starfsigri þeim, sem hann heföi unnið í víngarSi drottins hér og heima, og óskaði aö sá sigur mætti fara vaxandi í hinum víðari verkahring hans þar heima, og bera enn þá ríkari á- vexti málefni drottins til dýrðar og • ættlandi okkar og þjóð til blessunar. Að lokinni ræðu forsetans sungu allir “Hvað er svo glatt.” Næst flutti séra Bjöm B. Jóns- son, D..D, ræðu fyrir minni heið- ursgestanna, snjalla og prýðilega. Mintist hann starfsemi séra Frið- riks í kirkjufélaginu, s’kyldurækni og reglusemi hans í því starfi öllu og árnaöi honum og fjölskyldu hans blessunar og fagurrar fram- tiðar i framtiðarstarfi hans og þeirra heima á ættjörðinni, og að það mætti bera sem blessunarrik- astan ávöxt þar. Ræða Dr. Jóns- sonar hljóðar þannig: Avarp. “Séra Friðrik Hallgrímsson! Þú hefir verið starfsmaöur í kirkjufélagi voru á þriðja tug ára. Alla þá tið hefir þú þjónaS einu stærsta prestakallinu íslenzka vest- hafs af mikilli trúmensku, og hefir það starf þitt borið blessun- arrikan ávöxt. I tuttugu ár samfleytt hefir þú ReRnt skrifara-embætti í kirkjufé- kigi voru. Sú embœttisfærsla þin hefir verið með þeim hætti, að viðbrugðið er fyrir snildar sakir. Hafa oft hlaðist á þig margskon- ar störf í þarfir félagsins og hefir þú leyst þau öll af hendi með mi!k- illi vandvirkni. AHir beir. sem með þér hafa starfað í kirkjufélaginu, minnast meö aödáun ljúfmensku þinnar og þíðleik í samvinnu. Þú hefir í hvívetna verið skapbætir manna og kveikt ljós gleðinnar í félags- skap vorum. Slíkir menn, sem þú ert. eru alt of fáir og megum vér varla við því, að missa þig úr vor- um hóp. Nú hefir þér hlotnast sú sæmd, að vera kvaddur til prestsembætt- is við dómkirkjuna í höfuðstað íslands. Vér samfögnum þér yfir þeirri sæmd og árnum þér GuSs blessunar í þeirri vandasömu stöðu. Vér biðjum þess heitt, að af starfi þínu þar stafi kirkju ætt- lands vors mikil blessun. Vér ósk- um þess, aS að þú fáir lifað mörg ár við góða heilsu og fórnir Guði og ættjörð þinni öllu góðu, sem í þér er. Vér biðjum á sömu leið blessun Drottins yfir konu þína og börn. Þegar þú nú fer frá oss, finnum vér til þess, hversu mikiö kirkju- félag vort á þér aö þakka. Á þess- ari kveðjustund viljum vér votta þér þakklæti allra safnaða og alls fólks kirkjufélagsins. Þin verður minst með þakklæti og ást svo lengi sem kirkjulegur félagsskap- ur verður til með Vestur-íslend- ingum. Sem lítinn vott um þakklæti og hlýhug bræðra þinna og gystra í kirkjufélaginu, afhendi eg þér litla minningargjöf, með þeirri ósk, að hún verði þér til gleðj, fylgi þér til æfiloka og varSveitist í þinni ætt eftir þinn dag.” . Næst söng Mrs. 3. K. Hall “Draumallandjö” og “Björkini”, undir lagi því, er Mr. S. K. Hall hefir samið við það kvæði, af þeirri snild er menn eiga ávalt að venjast frá hennar hend. Fluttu þá enn ræSur þeir séra N. S. Thorlaksson, séra Rúnólfur Marteinsson, og Hon. Thos. H. Johnson, og sagðist öllum vel. — Auk ræðu þeirrar, er séra Rún- ólfur Marteinsson flutti, las hann upp frumort kvæði til séra Frið- riks, eftir séra Jónas A. SigurSs- on, sem 'sökum óvænts sorgarat- buröar gat ekki verið viðstaddur, og birtist kvæðið á öðrum staS hér í blaðinu. Þá skemti Paul Bardal með ein- söng, er hann söng listilega vel. Næst kvaddi heiðursgesturinn sér hljóðs og flutti gullfallega ræSu. Þakkaði hann sóma þann og velvild, er sér og fjölskyldu sinni væri sýnd með þessu virSu- lega samsæti og hinni höföinglegu gjöf, er sér hefði verið Jærð, og kvaðst mundi geyma minninguna um hina miklu velvild, er væri víð- tækari en hann eða þau hefðu gjört sér nokkra hugmynd um. Mintist á aS kvæSi það, sem Mrs. Hall söng, eins og til sín talaS, því að fram undan sér væri nú drauma- landið sitt, og að taugar þær, sem knýttu mann við staði þá, er æsku- lif þeirra hefði þroskast á, væru sterkar. í Reykjavík hefði hann verið fsfeddur, skirður og fermd- ur. Þar hefSi hann og flutt sína fyrstu prédikun og hafið starf sitt í víngaröi drottins; að hann hefði att eins ástríkan og elskulegan föð- ur og unt væri að æskja sér, og þegar að hann litill drengur hefði séð hann þjóna fyrir altari drott- ins eða tala til fólksins úr prédik- unarstóli kirkjunnar með þeirri lotningu og prýöi, sem ávalt hefSi einkent hann, þá hefði hann ósk- að, aS liann mætti síðar fá að standa í þeim sömu sporum—það hefði verið; draumalandið sitt. Stundum hefði rás viöburSanna flutt sig í burtu -frá því takmarki og að hann hefði þá gengið þann veg yiöglunarlaust, því hann hefði vitað, að það var guð, sem því réöi og aö ráðstafanir hans væru ávalt miinnunum fyrir beztu. En nú hefði vegurinn aftur sveigst i áttina til draumalandsins síns og þar kysi hann nú að láta fyrir ber- ast við uppfylling vona sinna og æskudraumannna. Hann sagöi, að kveðju-athöfnin hér vestra hefði orðið sér þyngri en hann hefði búist viS, því eftir nálega 22 ára starf her, væru Ixrndin oröin svo sterk, kynningin náin og góðvild fólksins svo mik- il, að erfitt væri að slíta sig upp. En bót í máli kvað hann það, aS þó hann hyrfi heim, þá gæti hann lifað við þann endurminninga auð, sem hann sagöi að sér hlyti ávalt aS verða ómetanleg auðlegð, og hið dýrmætasta hnoss. Bað hann svo guð að blessa starf kirkjufé- lagsins og allar athafnir Vestur- íslendingal, sem framkvæmdar væru í hans nafni. Það er með trega, að vér kveöj- um séra Friðrik Hallgrímsson og fjölskyldu hans. Hann hefir nú verið þjónandi prestur í kirkjufé- laginu lúterska nálega 22 ár, og á þeim tima hefir hann ekki að eins getiS sér hinn bezta orðstýr innan þess félagsskapar, heldur notiS hyHi og virðingar hvers einasta manns, allra sem honum og þeim hjónum, hafa kynst, og hefir koma hans og konu hans hingað vestur verið kirkjufélaginu og öllum Vestur-íslendingum stór ' gróöi. Fyrir samveruna þökkum vér af a'hug, fyrir það, sem hann hefir miðlað okkur af sínum fjölbreyttu og góðu gáfum, fyrir samvinnu- þýðleik og fyrir hina hreinu ig græskulausu glaðværð, er hann er svo auöugur af. Við burtför hans verðum við fátækari og með trega kveðjum við hann. En bót er í mál, aS liann er aS hverfa heim til ættjaröarinnar, þar sem mikið verkefni bíður hans, og að hún fær að njóta hinna margbreyttu og miklu starfshæfileika hans í framtíðinni. Séra Friðrik Hallgrimsson, frú hans Bentina, dætur þeirra hjóna Ellen, Þóra Ágústa, og Ester, og Hallgrimur sonur þeirra, lögðu a staS frá Winnipeg í gær, miðviku- dag, alfarin áleiðis til íslands. Fót u þau fyrst til Minneapolis, þar sem þau bjuggust við að vera einn dag um kyrt. Þaðan halda þau til Niagara Falls, þar sem þau bjuggust við aS dvelja annan dag, en þaSan fara þau beint til New York, dvelja þar fjára daga og sigla með Oskar II þaðan 30. apr. og til Oslo í Noregi, en þaðan til Kaupmannahafnar, þar sem þau búast við að dvelja í tíu daga, og halda svo, heim til Reykjavíkur og koma þar rétt um mánaðamót- in maí og júní. Samverjinn. SÖngsamkoma sú, er hr. Davíð Jónasson og söngflokkur hans efndi til í Fyrstu lút. kirkjunni 15. þ-tn., tókst ágætlega. Leysti söng- flokkurinn og þeir, sem einsöngva sungu, verkefni sín af hendi sér til sóma og öllum áheyrendum til nautnar og ánægju. Einsöngva sungu þau Miss Nellie Jones, Mrs. S. K. Hall og Mr. Alex Johnson ; kvartett sungu Mrs. B. H. Olson, Mrs. K. Jóhannesson, Mr. P. Jó- hannsson og Mr. H. Thorolfsson. Double quartette sungu þau Mrs. H, B. Olson, Mrs. K. Jóhannes- son, Miss P. Thorolfsson, Mrs. Guttormsson, Mr. P. Jóhannsson, Mr. Tlios. H. Johnson, Mr. Hall- dór Thorolfsson og Mr. S. Sigmar. Söngflokkurinn söng sex lög, hvert öðru betur, og eru íslending- ar í Wínnipeg i mikilli þakklætis- skuld við Mr. Jónasson og söng- fólkiö alt fyrir nautn þá, er þeim veittist við áð hlýða á sönginn, og fyrir allt þaS mikla verk, er hann og það hefir lagt í að undirbúa hann. Eins og auglýst var, var enginn inngangseyrir settur að þessari samkomu. en samskota var leitaS, og komu inn $Q4-5o, er Mr. Jónas- son og söngflokkurinn gaf, að frá- dregnum einhverjum kostnaði, í líknarsjóð Fyrsta vlút. safnaSar, “Samverjann”, og var þaS höfð- ingleglega og göfuglega gjört. Aðsókn að -þessari samkomu var sæmileg, en hvergi nærri eins góð og samkoman átti skilið, og er það undarlegt að fólk skuli ekki nota sér shkt tækifæri, þegar því býðst sú fullkomnasta og hollasta skemt- un, sem það á völ á, en fylla oft sali, þar sem eitt og annað rusl er á boöstólum. Ur bænum. Mrs. Olson, frá Reston, Man., kom til bæjarins í síðustu viku á- samt dóttur sinni. Miss Nina Paulson, dóttir Mr. og Mrs. W. H. Paulson i Regina, hélt “Violin Recital” í Regina um síðustu mánaðamót. Fer blaðiS Regina Post lofsamlegum oröum um framkomu Mi.ss Paulson og nemenda hennar. F.inkanlega þó um Miss Paulson, hve vel hún hafi komið fram og hve listfeng hún sé. Fjöld fólks segir blaSið að hafi sótt samkomuna. — í tilefni af framkomu Miss Paulson við þetta tækifæri, var henni haldið heiðurs samsæti af Mrs. H. S. McClung; var þar margt stórmenni saman komið, svo sem forsætisráðherra fylkisins og frú hans, foreldrar Miss Paulson, Doktor Þorbergur Thorvaldsson frá Saskatoon og frú hans, og fleiri. v Sveinbjörn Kjartansson, bóndi frá Lundar, kom til bæjarins í vikunni og dvelur hér um tima. Jóns Sigurðssonar félagið held- ur spilafund, þar sem spilað verð- ur “Bridge” og 500, fimtpdaginn síðdegis, 30. apríl, i Roseland Gardens, óg hefst kl. 3 e.h. For- stööukonur, Mrs. Hanson og Mrs. Olafsson. Þeir sem kynnu aS vilja trvggja sér borð til að spila við fyrir fram, eru vinsamlega beðnir aö snúa sér til þeirra. Nán- ar auglýst síðar. Björn ísfeld frá Nes P.O., Man., kom til bæjarins í byrjun vikunn- ar til að líta sér eftir heimilisrétt- arlandi. Eitt tækifæri fyrir alla Ný-fs- lendinga að sjá gamla Skugga- svein. Hann verður v leikinn í Riverton þ. 6. mai. Þetta verður eini staðurinn utan Winnipeg borgar, sem hann verður leikinn. Komið einn og allir og dansið svo til morguns, það verður ó gleym- anleg skemtun. Dr. Tweed tannlæknir, verður staddur í Áúborg þriðjudaginn 28. apríl. Hafið þetta hugfast. Miss Kristín Skúlason, skóla- kennari frá Geysir, Man., hefir .dvalið í borginni undanfarandi á kennaraþingi því, sem hér hefir verið háí?. C. B. Jónsson, bóndi ftá Brú, Man., kom til borgarinnar fyrir síðustu helgi Kona ihans, sem verið hefir hér í borginni undan- farandi til lækninga, býst við að fara heim meö honum um miðja vikuna. Skáldkonan Mrs. Jóhanna S. Thorwald, sem heima á í Still- water Minn. gekk nýlega undir uppskurð við sjóndepru, er vin- um ihennar það gleðiefni að hún hefir von eða jafnvel vissu um fullan bata. Urherbúðum sambands- þingsins. Að minsta kosti iþrjár all- eftir- tektaverðar ræður, voru fluttar í samibandsþinginu í vikunni fyrir páskafríið. Ræðumennirnir voru þeir Andrew R. Mc Master, (Brome), Hon. A. B. Hudson, frá Suður-Winnipeg, og Hon. W. R. Motherwell, landbúnaðarráðgjafi. Þeir tveir fyrnefndu réðust ákaft á tollverndunarstefnu íhalds- flokksins, um leið og Mr. Mother well tók í sama streng og benti jafnframt á nauðsynina til auk- nnar samvinnu milli sléttufylkj- anna og strandfylkjanna, einkum hvað áhrærði tollmálin. “íhaldsmenn veitast að stjórn-i inni af móði miklum, fyrir að hafa | ekki hækkað verndartollana í stað | þess að lækka,” sagði Mr. Mc | Master. Kvað hann þeimj þó hafa hlotið að vera fullkunnugt | um stefnu stjórnarinnar og frjáls-J lynda flokksins í þeim málum. Frjálslyndi flokkurinn hefði aldr- ei farið dult með tollmálastefru sína, og gerði það ekki enn. Bændur hefðu yfirleitt fundið' sárast til hvar skórinn krepti að. og þessvegna hefðu það einmitt verið þeir, er aðallega hefðu kraf- ist þess, að tollarnir yrðu læikk- aðir meira. Að halda því fram, að bændur högnuðust við tollvernd- unina, væri Iblátt áfram hreinasta fjarstæða og mætti slíkt furðulegt kallast, að heyra jafn reyndan mann og Hon. Dr. R. J. Manion (ihaldsflm. Fort William), enn reyna.eftir alt, sem á undan væri gengið, að halda uppi vörn fyrir hið alræmda tollverndunarfargan. Tollverndun alt annað en æskileg. í snjallri og skipulega samsettrl ræðu, lýsti Hon. A. B. Hudson yfir! því, að tollverndun í Canada hefði á öllum tímum orðið til þess gagn- stæða við það, sem meðhalds- menn hennar ihefðu talið henni til gildis. Árið 1878 hefði við- skiftavelta þjóðarinnar þorrið og íbúatalan lækkað, þrátt fyrir alt hið háværa lof, er verndartollun- um þá var sungið. Þessu virtust núverandi leiðtogar íihaldsflokks- ins hafa gleymt, þar sem þeir enn fullyrtu, að deyfð þeirri á sviði viðskiftalífsins, er nú ætti sér stað mætti á skömmum tíma út- rýma með hækkuðum verndartoll- um. Benti ræðumaður á að í stjórn arstíð Sir Wilfrids Laurier frá 1896 — 1911 meðan verndartoll- arnir hefðu verið nokkru lægri, hefði .verslun þjóðarinnar aukist feykilega bæði út á við og inn á við, jafnframt því sem íbúatalan hefði stórum aukist, hlutfalls- lega langtum meira en á nokkru öðru tímaibili. Ritstjóri í Tuttugu og Fimm Ár Gunnar B. Björnsson, ritstjóri blaðsins “Mascot”, Minneota Minn. Gunnar B. Björnsson. í fjórðung aldar, eða síðan 20. apríl 1900 hefir Gunnar B. Björn- son verið ritstjóri og útgefandi blaðsins “Minneota Mascot,” sem út er gefið í bænum Minneota, Minn. Áður hafði hann að vísu verið nokkuð við blaðið riðinn, bæði 1895 og 1897. En 1900 tók hann við iblaðinu fyrir fult og alt og virðist þvi rétt að telja, að 20. þ. m. hafi hann átt sitt 25. afmæli sem blaðamaður. Margir hafa þeir Vestur-fs- lendingar verið ritstjórar. En enginn þeirra eins lengi og stöð- ugt, eins og Gunnar B. Bij'örn- son, að undanteknum Dr. Jónl Bjarnasyni, sem var ritstjórl ‘Seimeiningarinnar” frá 1886 til 1914, eða full 28 ár. Það vakir ekki fyrir oss, að leggja hér dóm á hlaðamensku G. B. B. en óhætt er að segja, að í 25 ár hefir iblað hans flutt les- endum sínum mikinn fjölda fai- legra og giöfugra hugsana, sem ritstjórinn er svo auðugur af. En aldrei hefir það farið hinn lægri veg, sem nu eru þó svo tíðfarnir af mörgum blöðum. G. B. B. trúir því stað- fastlega, að það sé ekki aðeins skemtilegra, heldur Rka gagnlegra að halda á lofti því sem gðfugt er og gott í fari mannanna, heldur en hinu, sem miður fer, breysk- leik þeirra og vanköntum. Honum er miklu eðlilegra, að halda á lofti og sýna lesendum sínum rétthverf una heldur en ranghverfuna á mannlífinu, mðnnum og málefn- um. Jafnvel þótt “Minneota Mascot muni naumast víðlesið hér í Can- ada, kannast þó flestir Vestur-Is- lendingar vafalaust vel við rit- stjórann Gunnar B. Björnson. Það dylst engum, sem nokkuð þekklr til hans , að þar er maður, sem stendur upp úr meðalmenskunm. G. B. B. er Ameríkumaður. Banda- ríkin hafa slegið eign sinni á hann ungan og hann hefir tileinkað sér landið. Hann er heima hjá sér i Bandaríkjunum. Ekki útlendingur, ekki leiguliði. Hann hefir um langt skeið tekið öflugan þátt t stjórnmálum þjóðar sinnar, ogr •öðrum mannfélagsmálum, og nýt- ur þar trausts og virðingar, sem verðugt er. En þrátt fyrir þetta hefir G. B. B. ekki vanrækt sinn andlega feðraarf. Þeir eru fáir vestur hér þeirra, er vér þekkjum, sem betur eru að sér í íslenskum bókmeni- um, fornum og nýjum. Hér heftr því G. B. B. eins og víðar, sett hinum yngri mönnum góða og heil- brigða fyrirmynd: að vera fyrst og fremst góður Iborgari í því ríki, er hann tilheyrir, en jafnframt að virða og færa sér í nyt það Ibesta og göfugasta í fari þeirrar þjóðar sem hann er kominn frá. “Derngur góður,” þessi tvö orð eru betri og skýrari mannlýsing heldur en langar ritgerðir oft reynast. Það er gott að hafa hag- að lífi sínu þannig, að hún elgl við. Vér eigum þess fulla von, að vera sammála öllum, sem þekkja Gunnar B. Björnson, er vér segjum um hann, að hann sé drengur góð- ur. Véo- samfögnum Gunnari B. Björnssyni á þessu aldarfjórðungs afmæli hans, sem ritstjóra og vér árnum honum allra heilla á ö- komnum árum. 'Mr. Hudson kvað tollverndun- arstefnuna hafa brugðist í lið- inni tið, og þessvegna væri ástæðu laust með öllu að ætla, að hún myndi fremur 1 framtíðinni leiða hagsæld yfir þjóðina. Nýjar til- raunir til að afla tollverndunar- stefnunni fylgis, yrðu aðeins til að víkka gjána milli Vesturfylkj- anna og Strandfylkjanna, og væri þá ver farið en heima setið. Kvaðst hann, þó ekki væri nema af þeirri ástæðu einni, sannfærð- ur um , að þjóðin myndi í allri framtið verða ófáanleg til að veita tollmúrapostulunum fylgi. Vesturlandið og Strandfylkin. Landbúnaðarráðgjafinn, Hon. W. R. Motherwell lagði á það mesta áherslu í ræðu sinni hve afar nauðsynlegt það væri fyrir þjóðina í heild sinni að efla sam- vinnuna milli Vesturlandsins op iStrandfylkjanna. Ymsir þingmenn Sléttufylkjanna, hefðu þegar lát- ið í ljósi óánægju sína yfir þvl. að núverandi stjórn hefði hækkað toll á innfluttum kolum til Nova Söotia. Kvað hann slíka menn hafa litla ástæðu til vanþóknuhar, enda Ibæri þess að gæta, að ráðstafanir þessar hefðu gerðar verið með vitund og vilja margar leiðandt manna Vesturlandsins, svo sem Hon. Herberts Greenfields, ýfir- váðgjafa Albertafylkis. Enda værf hér aðeins um bráðabirgðaráð- stöfun að ræða. Umræður um fjárlögin. Umræðurnar um fjárlagafrum- varp stjórnarinnar, eru þegar orðnar með lengsta móti og enn & huldu nær þeim lýkur. Áður en at- kvæðagreiðlan fer fram, er búist við að allir flokksleiðtogarnir taki til máls og að líkindum einn- ig Hon. George P. Graham ráð- gjafi járnbrautarmálanna, ásamt dámsmálaráðgjafanum, Hon. Ern- est La Pointe. Ganga mun mega út frá því, sem nokkurn veginn gefnu, að stjórnin fái all álitlegan meirihluta við atkvæðagreiðsluna. Rannsóknin í farmgjaldsmálinu. Nefnd sú, er skipuð var til að rannsaka uppástungur stjórnar- innar í farmgjaldsmálinu og hlnn fyrirhugaða samning við Peter- son’s eimskipafélagið, er nú tek- in til starfa af kappi, og munu mega gera ráð fyrir, snarpri sókn og vörn. Mr. H. J. Symington lög- maður frá Winnipeg, hefir málið með höndum fyrir stjórnarinnar hönd.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.