Lögberg - 19.02.1948, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.02.1948, Blaðsíða 6
6 ' LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. FEBRÚAR, 1948 VALD MYRKRANNA Eftir DERWENT MIALL J. J. BÍLDFELL, þýddi. “Eg má koma í kveld og sjá þig fyrir mínútu”, sagði Drake sem varð að fara til Lundúna í embættis erindum. “Eg vonast eftir þér klukkan sjö”, svaraði Constance, og bætti við: “Eg vildi að við befðum getað verið saman allan daginn á morgun, en þess er nú ekki langt að við getum verið saman”. “Mín kæra! Þessi draumur er helst til of fagur, til þess að hann geti enst. Þetta er dásamlegur dagur! Eg vona að morg undagurinn verði eins fagur”, sagði Drake frá sér numinn af yndisleik lífs- ins. Brúður sú, sem í sólskininu býr, er gæfurík”. “Kæri Archibald, þessi brúður verður glöð og gæfurík, hvort heldur að sólin skín á morgun, eða ekki, þá held ég að fólkið í Faring ætli sér að gleðja brúður- ina, því þegar ég kom eftir Há-stræti, þá sá ég eitthvað undursamlegt í smíð- um, ég er ekki viss um hvað það er, en næst mér er að halda að það sé sigur- bogi. “Ó, hve fólkið er dásamlegt!” sagði Constance. “Það kemur mér nærri til þess að ofmetnast, en auðvit- að er þetta gjört til heiðurs Breiðavatns erfingjanum”. “Eg veit ekki. Mér sýnist altaf að brúðguminn, þó hann auðvitað sé þýð- ingarmikill við slík tækifæri, sé aldrei að alpersónan”, sagði Drake. “Jæja, nú verð ég að fara. Eg vildi að flotaráðið hefði lofað mér að vera í friði, en ég sé þig aftur klukkan sjö og þá kem ég með Wayne með mér”. Ungfrú Primmier og aðstoðar lið henn ar luku verki sínu á Laurels þennan dag, og eftir miðjan daginn fór eldri Bryden systirin heim að Breiðavatni til að heilsa uppá frú Montrose. Þeir á Laurels höfðu heyrt að hún væri mjög veik, og systurnar voru hræddar um að hún myndi ekki geta verið viðstödd við giftinguna en ungfrú Bryden kom til baka í tæka tíð fullviss í því að frú Montrose mundi geta verið viðstödd. En þegar að hún kom heim frétti hún að Constance hefði farið ein út af heimil- inu. — “Hún sagði að hún ætlaði að fara og mæta þér, frú”, sagði Maria þjónustu- stúlka hennar, sem sagði Liviniu sög- una um burtför Mulready frá Breiðo- vatni. “Fór til að mæta mér”, endurtók ungfrú Bryden. “Það er óhugsandi að við hefðum getq, farist á mis”. “Það hefði verið ómögulegt”, bætti ungfrú Livinia við þó við séum nærsýn- ar þá hefði Constance hlotið að sjá syst- ir mína. Hún hefir hlotið að fara að kveðja einhverja kunningja sína í ná- grenninu. Það hefði verið ómögulegt annað en að sjá hana ef hún hefði geng ið beint eftir veginum til Breiðavatns”. Svo var ekki fengist meira um þetta; en þegar að klukkan var orðin sex, og svo sjö; og Constance kom ekki heim, fóru systurnar að verða órólegar, XIII. KAPÍTULI Áhyggjusamur giftingadagur Archibald Drake kom stundvíslega klukkan sjö um kveldið til baka til Laurels og með honum kom svaramað- ur hans, Wayne. Þegar Drake frétti að Constance væri ekki heima, fann hann til óróakends kvíða, og sem slíkir viðburðir eiga oft upptök að. “Komdu inn, Fredie”, sagði hann”, við skulum heilsa upp á ungfrú Bryden”. Wayne, sem var orðinn hungraður, fylgdi Drake til stofu, og óskaði af heil- um hug, að viðstaða þeirra á Laurels yrði ekki löng. “Eg vona að móðursystirin verði ánægð með mig”, sagði hann í rómi T sem blandinn var bæði glettni og á- hyggju. Er hárið á mér ekki úfið Archie, og fara ekki þessi nýju búðarföt mín af- skaplega illa? Til allrar hamingju er of- urlítið farið að skyggja svo ég vona að það beri ekki mikið á þó þau séu dálítið of þröng um herðarnar”. Koma ungfrú Bryden inn í stofuna, batt enda á þetta léttúðuga tal. Constance er ekki komin ennþá”, sagði ungfrúin, og eftir að heilsa uppá Wayne, sem hún veitti litla eftirtekt, og því minni eftirtekt veitti hún nýju brúð- arfötunum hans. “Hún fór út klukkan fimm í kveld, og ætlaði að mæta mér, og henni systir minni, en við höfum ein- hvernveginn farist á mis á veginum til Breiðavatns. Eg ímynda mér, að hún hafi fariö þangað, og frú Montrose hafi fengið hana til að bíða þangað til að þú kæmir”. • Þessi skýring á fjarveru Constance var Drake fullnægjandi, svo þeir félag- ar kvöddu og fóru, og Drake þóttist viss um að hann mundi hitta ástmey sína á Breiðavatni. Þegar þeir félagar komu dálítið út á veginn sem lá heim að Breiðavatni, sáu þeir mann koma akandi á staðarvagn- inum, með farangur Waynes frá vagn- stöðinni á leið til Breiðavatns. Drake kallaði í ökumanninn og bað hann að snúa til baka og taka þá félaga á vagn- stöðina; sneri sér að Wayne og mælti: “Hún hefir máske farið á vagnstöðina til að mæta lestinni”. “Auðvitað”, svaraði Wayne,“ hún hefir eðlilega verið forvitin um hvaða loddara að þú hefðir valið þér fyrir svaramann. Láttu þetta ekki fá á þig, drengur sæll. Eg vona að Constance fyr- irgefi okkur undir kringumstæðunum”. Þeir keyrðu til járnbrautarstöðvanna án þess að verða varir við Constance. Hún var heldur ekki á biðpallinum, sem var nærri mannlaus, umsvif komu járn- brautarlestarinnar voru framhjá farin; blaðadrengurinn var að taka bækur sín- og blöð saman og ganga frá þeim á ó- hultum næturstað, flutningsvagnar voru á ferð með vörur hingað og þangað og heima járnbrautarvagninn var að ýta vöruvögnum eftir járnbrautarsporinu á sína réttu staði eins og vani þeirra er. Drake spurði stöðvarmeistarann sem var á gangi fram og aftur um biðpallinn, hvort hann hefði séð Constance. Nei, hann var viss um, að hún hefði ekki þar komið. Drake reyndi að láta sem minst bera á vonbrygðum sínum og bað ökumann- inn að keyra tafarlaust til Breiðavatns. “Við máske mætum henni á leiðinni”, sagði hann, en þeir keyrðu alla leiðina heim að Breiðavatni án þess að verða hennar varir. í órólegu skapi, og í þungum þönkum kom Drake að matborðinu á Breiðavatni fimm mínútum eftir að heimafólkið hafði sest til máltíðar. Hann reyndi að telja sér trú um að engin veruleg hætta væri á ferðinni og að hann skyldi fara til Laurels aftur undir eins og að hann væri búinn að borða, en þrátt fyrir að þetta kveld átti að vera kveld gleðinnar, og þrátt fyrir að Wayne hefði spaugs- yrði á reiðum höndum, þá samt var eins og að eitthvert farg lægi á borðsgest- unum. Lesbia var þungbúin og kvartaði um höfuðverk. Montrose hóf tal á ó- heppilegu umtalsefni, sem hann hafði nýlega frétt um — óþokkinn Mulready hafði svindlað 200 pund út úr Bryden systrunum, sagði hann. Drake var að brjóta heilann um hvernig að hann og Constance hefðu getað farist á mis, þegar að þjónn kom inn í borðsalinn, og gekk rakleitt þangað sem frú Montrose sat. — “Forláttu frú”, sagði hann, “ein af þjónustustúlkum ungfrú Bryden er kom- in, til að spyrja eftir ungfrú Constance”. “Að spyrja eftir ungfrú Constance hér?” endurtók frú Montrose og lýsti nokkur undrun sér í róm hennar. “Hún hefir ekki komið hér í dag”. Drake reis á fætur. “Fyrirgefið þið”, sagði hann. “Má ég tala við stúlkuna, eða er hún farin?” “Nei, herra, hún bíður”, sagði þjónn- inn. Drake gekk fram í kastalaganginn og sá þjónustustúlkuna sitja þar úti í horni. Hún reis á fætur þegar að hún sá hann koma og horfði á hann með ótta- slegnu augnaráði sem jók ekki alllítið á óróleik hans. Var það mögulegt að einhver ógæfa hefði umkringt ástmey hans, einmitt kveldið áður en þau ætl- uðu að gifta sig? Slíkt var óhugsanlegt. Þjónustustúlkan gat ekki gefið nein- ar nýjar upplýsingar. Constance hafði farið að heiman klukkan fimm, en hún var nú hálf níu, og hún var ókomin. “Hún hefir ekki getað tafist í búð?” spurði Drake. “Ekki svona lengi”, svaraði stúlkan. “Búðunum er lokað snemma í kveld, herra”, sagði hún hálf kjökrandi. Hún hefir máske heimsótt einhverja af kunningjum sínum, hugsaði Drake. “Jæja,” sagði hann upphátt. “Það er best fyrir þig að fara heim til þín, og segja systrunum að hún hafi ekki komið hér. Eg skal leita að henni, ég spái að hún verði komin þegar þú kemur heim”. “Eg vona það!” sagði stúlkan og lýsti sér ákveðin ótti í rómi hennar, sem Drake fanst að hann hefði getað hrist hana fyrir. Óttinn var farinn að ná valdi yfir honum sjálfum og hræðsla stúlk- unnar jók stórum á hugarangur hans. Drake gekk aftur inn í borðsalinn. “Eg er dálítið órólegur”, sagði hann, “útaf burtuveru Constance. Þið fyrir- gefið, þó ég fari út”. “Gat stúlkan ekki gefið neinar upp- lýsingar?” spurði frú Montrose. “Engar; Constance hefir verið í burtu að heiman frá sér síðan klukkan fimm, en kveldmatar tími hjá þeim er klukkan sjö og þrjátíu”. “Eg kem út með þér”, sagði Montrose og stóð upp. Alvara Montrose og sam- fylgdarboð hans, lægði að engu ótta Drakes,. sem lagðist nú yfir hann með ofurþunga. Hann tók yfirhöfn sína, fór í hana, setti húfu á höfuð sér og gekk á eftir Montrose út úr kastalanum. Lesbia fylgdi þeim til dyra og Wayne kaus þann kostinn að fara með þeim. “Eg ráðlegg ykkur að líta inn til ung- frú Primmers um leið og þið farið þar framhjá. Það er ekki óhugsandi að eitt- hvað hafi þurft að lagfæra á síðustu mínútunni”, sagði Lesbia. “Þið menn skiljiö ekki hversu þýðingar mikið það er að ganga vel frá brúðarbúningnum”. Þeir hlupu ofan tröppurnar og hröð- uðu sér út á stiginn. “Hún hefði sent orð heim, ef að sauma konan hefði tafið fyrir henni, eða heldur þú það ekki?” sagði Montrose. Þeir litu inn til ungfrú Primmer, en Constance hafði ekki komið þar. Það var farið að dimma, þegar þeir komu til Laurels, en tunglskin var á og rósa ylmurinn fylti loftið. Enginn hefði getað óskað eftir indælla giftingarkveldi að því er hið ytra viðhorf snertir, en vaxandi kveld skuggarnir voru sam- grónir hugarangri og hjartaslögum Lautenants Drakes. Þegar þeir komu til Laurels og drápu þar á dyr, lauk þjónustustúlkan sama sem Drake talaði við á Breiðavatni upp fyrir þeim og fylgdi þeim til stofu, sem var löng og frekar lágt undir loft. Glugg- arnir voru opnir og ylmþrungið kveld-? loftið streymdi inn um þá. í einu horni á stofunni logaði ljós á gólflampa með rauðri ljósskýlu og er þeir komu inn í stofuna sló klukkan. Constance var enn ókomin, og létu slög klukkunnar eins og þung dómsslög í eyrum Drakes. Ungfrú Bryden kom hljóðlega inn í stofuna og var mjög föl í andliti. “Þetta er með öllu óskiljanlegt”, sagði hún. Eg er búin að senda í húsin í ná- grenninu, þar sem að kunningjar henn- ar búa, en enginn þeirra hefir séð Con- stance í kveld”. Ganghljóðið í klukkunni virtist verða þyngra og óbærilegra eins og að hún vildi minna á, að tíminn væri að líöa og kveldgolan lék sér við gluggablæjurnar. í stofunni var steinþögn dálitla stund, því enginn sem þar var inni gat fundið lausn á vandamálinu sem lá þeim á hjarta. “Þú ert viss um að hún fór að heim- an, til að mæta þér?” spurði Drake. “Það sagði hún Maríu”, svaraði ung- frú Bryden. “María segir að hún hafi fengið bréf með póstinum í morgun og að í því hafi verið mikilsverðar fréttir, sem Constance hafi verið mjög ákveðin í, að sýna mér og systir minni”. “Má ég tala við Maríu?” spurði Drake. Það var kallað á þjónustustúlkuna og hún sagði frá að Constance hefði farið að heiman rétt á eftir að pósturinn kom, og að hún hefði flýtt sér alt sem hún gat til að ná í föðursystur sínar. “Þú ert viss um að hún ætlaði sér að fara beint til að ná í föðursystur sínar?” spurði Drake. “Já, herra; “hún hélt á bréfinu á með- an að hún talaði við og sagði: “María, ég verð að sjá föðursystur mína tafarlaust. Eg ætla að fara og mæta henni”. María, sem var uppalin í sveit, með rjóðar kinnar, seintöluð, og seingáfuð, horfði á Lautenant Drake með stórum, starandi augum á meðan að hún var að tala. Með dálítið meiri lokkun og lipurð, hefði hún getað bætt nokkru viö það sem hún var búin að segja en hún var óframfærin, og svo var Drake í of æstu skapi til að spyrja hana nákvæmlega. “Jæja, það gjörir ekki mikið til hvað það var, sem kom Constance til þess að fara að heiman.Spursmálið er, hvernig að þið fórust á mis, svo þið mættust ekki. “Hvað gat það verið sem kom henni til að víkja af veginum, þegar að hún ætlaði beint til Breiðavatns?” “Á ég að koma við á Jögreglustöðina, Madam, og segja frá að hún sé ókomin heim?” spurði María. > Þetta var í alla staði skynsamleg spurning, en Drake gramdist við Maríu fyrir að hafa borið hana upp og ungfrú Bryden fyrir að hafa samþykt hana, því hún jók á ótta hans um að hér væri virkilega um mjög alvarlegt tilfelli að ræða. Það leyndi sér svo sem ekki, að hann var ekki sá eini, sem óttaðist að eitthvhað alvarlegt hefði komið fyrir Constance. Drake reyndi að hrinda frá sér óttanum sem ásófeti hann. Hann vildi ekki láta ógæfu sem ekki var kom- in fram, fá vald á sér, en skerandi hug- boð hafði hann þó um, að gifting hans mund’i ekki fara fram á tilsettum tíma. Ferdenand Wayne var, sem ekki kom oft fyrir, þungtyjinn og alvarlegur. “Eg hefi aldrei áður tekið þátt sjálfur í athöfn sem þessari er hér átti að fara fram”, sagði hann við Montrose, er þeir tveir töluðust við, við gluggann í her- berginu á meðan Drake átti tal við ung- frú Bryden. “Eg hefi aldrei verið svara- maður við giftingu áður, en ég hefi stundum verið sjónarvottur að slíkri at- höfn, og mér hefir altaf skilist að brúð- urin væri óhjákvæmilegur aðill til þess að slík athöfn gæti farið fram. Þetta getur orðið óþægilegt. Heldurðu að það sé um verulega hættu að ræða?” Wayne var miklu hugsjúkari út af því sem fyrir hafði komið heldur en þessi kæruleysisorð hans báru meö sér. “Það er engin ástæða til að vera ótta- sleginn ennþá”, sagði Montrose, en var þó alvarlegur. “Við verðum að fyrirgefa vini okkar þó að hann sé órólegur und- ir kringumstæðunum, en ég spái, að okkur heppnist að leysa leyndarmálið bráðlega. Við heyrum klukkurnar hringja til giftingar á morgun, vertu óhræddur”. Wayne brá lítið eitt við þá aðdróttun, að hann skyldi hafa látið í ljósi efa í þessu efni. Það virtist benda til þess, að Montrose sjálfur væri ekki laus við slíkann efa. En hann svaraði glaðlega: “Eg vona það, sérstaklega af því, að ég fór að kaupa mér nýjann hatt fyrir tækifærið”. XIV. KAPÍTULI Hús óttans Þeir Drake, Wayne og Montrose fóru frá Laurels og géngu í hægðum sínum eftir veginum, uns þeir komu að kast- alagarðshliðinu, sem var hálf míla að vegalengd. Hús ungfrú Bryden stóð við endann á Há-stræti og ef Constance hefði farið til Breiðavatns kastalans, þá var það sá vegur sem hún hefði orðið að fara eftir, og hann var mjög fjölfar- inn að deginum til og svo hefði hún ver- ið í augsýn kastala-fólksins, frá hliðinu og heim að kastalanum. “Það er enginn styttri vegur til kast- alans?” spurði Drake, þegar þeir voru komnir út úr bænum og út.á aðalbraut- ina. “Nei, það er engin önnur braut”, svar- aði Montrose; “eins og þú sérð, þá eru háar gyrðingar meðfram veginum á báð- ar hliðar. Það eru aðeins tvö hlið á þeim á milli Laurels og kastalans og þau eru bæði læst. Það er óhugsanlegt að nokkuð hafi komið fyrir Constance á þessari leið. Ef hún hefði dottið, eða eitt- hvað svoleiðis komið fyrir hana, þá hefði einhver sem á ferðinni var séð hana og hjálpað henni, en eftir að hún kom inn í kastala-garðinn hefði hún vissulega verið óhult. Eg ímynda mér að eitthvað af gamla fólkinu hér í kring, se mhún lét sér hugarhaldið um hafi verið veikt, eða að deyja, og að hún hafi frétt það og farið að vitja um það, og dvalið lengur hjá því en hún ætlaði sér”.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.