Lögrétta


Lögrétta - 02.12.1926, Blaðsíða 1

Lögrétta - 02.12.1926, Blaðsíða 1
Innheimta og afgreiösla í Þingholtsstræti l Sími 185. LOGRJETTA Útgefandi og ritstjór* Þorgteinn Oíslagon Þingholtsstræti 17. Sími 178. XXI. ár. Reykjarík, fimtudaginn 2. desember 1926. 50. tbl. >1 íanwww S5i<npnc «Do»cífcn$ 9Xei(c tðicnnetn Jfðfatlív fMftnflaltrt gH&enffa6ctne$ 6«tflö5 i Jtí*&en&ai>tt/ «1 Þfftewn af fortontlMt <?ððcít Oúffcn/ , meí Ocrtlí úrenbe 51 ^obberffeffer »9 ef m)t forftrrbiget $art obec 3ðían& S 0 r f t c © c c í. ©otee, 1772. í c»fi M 30 n« s dintgttns Cnfc. Myndirnar (sem eru úr bók V. þ. G. um Eggert) sýna Svefneyjar, titilblað Ferðabókarinnar og rithönd Eggerts (úr Lbs. 2003, 4to). . +— ■ j ' 1 Eggert Olafsson. 1726. — 1. desember. — 1926. Uæðu þá sem hjer fer á eftir ílutti Vilhjálmur Þ. Gísiason .1 útvarpið í Ueykjavík 1. desember. Þegar jeg var beðinn þess að tala í útvarpið nokkur orð um Eggert Öiafsson flugu mjer í hug orð úr einu kvæði hans, þar sem hann minnist ýmissa nýrra hluta og undra, sem fyrir honum hafi orðið fyrst þegar hann kom ut- an, til Kaupmannahaínar. Ný- kominn úr fámenni og fásinni getur hann þess þá m. a., að „menn fengið geta fjærstu landa, fregn og sprok í hvörri krá“. JÞótt E. Ö. hafi sjálísagt verið sá sinna samtímamanna, sem einna víðast leit og mest dreymdi og djarfast spáði um ýms undur og framfarir, sem orðið gætu í landinu, hefur hann vaf alaust ekki órað fyrir þeim undrum, að slíkt tæki sem útvarpið yrði til þess notað að minnast hans á tveggja alda afmæli hans. Hann hefur ef til vill ekki einu sinni þorað að láta sig dreyma um það.að sín yrði að nokkur getið, síst að sín yrði minst í þakklæti og aðdáun sem brautryðjanda og höfðingja. Því svo óánægður var hann oft með sjálfan sig og svo vonlítill um gengi sitt og gæfu öðrum þræði, að við lá megnu þunglyndi. Kvartar hann oftar en einu sinni um það, að hann fái ekki að njóta sín, kvartar um öfund ill- gjamra manna, og tómlæti og hleypidóma aldarfarsins, sem hamli framgangi vona hans og verka. Tvímælalaust er það þó, að fá- ir Islendingar seinni alda eru þess maklegri að minst sje þeirra, en einmitt E. Ó. Er það gamall siður og góður, að þjóðimar minnast þannig mætismanna sinna á ýmsum merkisdögum í æfi þeirra og sögu. Slíkir dagar verða ekki einungis dagar þakk- lætis og heiðurs við þá sem minst er, heldur einnig dagar til þess, að þeir sem minnast þeirra, megi prófa sjálfa sig og styrkja sjálfa sig og athuga það, hvað unnist hefur eða tapast. Það er að vísu ekki fyrirfram sagt, að slíkir dagar þurfi ávalt að verða til þess, að menn miklist mjög. Þeir geta líka orðið tilvalið tæki- færi til þess, að menn líti.undan og blygðist sín. Þessa má vel minnást þegar um er að ræða mann, sem á sín- um tíma varði til þess miklu verki og hlaut af því mikla óþökk, að reyna að kenna löndum sínum að blygðast sín. Kenna þeim að blygðast sín fyrir atorkuskort sinn og ómensku, fyrir það, að „þjóð í korku kalda, komst af sultardómi, mannskap misti burt“, kenna þeim að skammast sín fyrir það, að hafa glatað trausti sinu á fortíðinni og trú sinni á framtíðina. Það væri annars rangt, að tala um E. ó. fyrst og fremst sem refsisaman niðurrifsmann, því að hann vildi aldrei rífa niður það sem gamalt var, svo að hann gæti ekki bygt upp annað nýtt í stað- inn, sem betra væri. Enginn kostur er þess hjer, að rekja öll þau atriði, sem E. Ó. ljet þannig til sín taka. Hjer á aðeins að minnast stuttlega meg- inatriðanna úr starfi hans, list hans og lífi. Og jeg hef í sjálfu sjer ekkert nýtt fram að> færa um E. Ó. umfram það, sem jeg hef um hann sagt í æfisögu hans, sem jeg hef skrifað og út kom í dag. En þar hefur verið reynt að nota alt það, sem í frásögur þótti færandi um hann og störf hans, úr efni því sem til er, prentað og óprentað hjerlendis og erlendis. En ef afmælis E. Ó. hefði verið minst verulega í anda sjálfs hans hefði að vísu ekki einungis verið skrifuð æfisaga hans, eins og gert hefur verið, heldur einnig minst hans með skartmikilli við- höfn, eins og hann lýsir sjálfur í Brúðkaupssiðabók sinni óprent- aðri, að gera eigi við hátíðleg tækifæri. Eggert Ólafsson ljet til sín taka mörg mál og margvísleg. Áhugi hans og umbótaviðleitni hafði vakandi auga á svo að segja öll- um sviðum íslensks þjóðlífs. 1 ritum hans og rannsóknum koma fram fjöldamargar glöggar at- huganir og góðar tillögur. Hann var vakinn og sofinn í því hversu best væri hægt að „sveigja lands- lýðinn til margfaldra siðbóta“, hvernig unt væri að fá „viðreisn og hjálp handa hinu nauðstadda Islandi“, hvemig Islendingar gætu „hluttakandi orðið þeirrar lær- dómsaukningar, við hvörja aðrar Norðurálfunnar þjóðir hafa nú mjög róskast og uppgengið“ eins og hann segir sjálfur. Það var mark hans að „bæta geðbresti, bæta siðbresti“ þjóðar sinnar og kenna henni hversu mætti „gull- aldur - endurbyrjast - Islending- um“. E. Ó. fæddist 1. des. 1726 í Svefneyjum á Breiðafirði, góðra manna og göfugra. ólst hann upp þar vestra, og fór síðan í Skál- holtsskóla og útskrifaðist 1746. Þá fór hann til Kaupmannahafnar og las þar við háskólann náttúru- fræði aðallega og stundaði jafn- framt fornfræði og skáldskap. Fyrsta náttúrufræðarit sitt, latn- eskt, gaf hann út á þessum árum (1749) og fór fyrstu rannsóknar- för sína til íslands 1750, ásamt Bjarna Pálssyni. En meginrann- sóknir þeirra fóru fram á árunum 1752—57. Fóru þeir þá að ein- hverju leyti um land alt, en höfðu bækistöð einkum í Viðey. Að ferð- unum loknum dvaldi E. ó. 1 Höfn til 1760. Þá kom hann aftur út og var í Sauðiauksdal við ýms störf til 1764 að hann varð enn að fara utan og dvelja þar til 1766. Þá settist hann aftur að í Sauðlauksdal og varð varalög- maður 1767 og kvamtist sama ár frændkonu sinni, Ingibjörgu Guð- mundsdóttur. En árið eftir, er hann var að flytja sig búferlum til framtíðarheimilis síns að Hof- stöðum á Snæfellsnesi druknaði hann á Breiðafirði ásamt konu sinni og föruneyti, sem alkunnugt er, svo, að „þú heyrir ennþá harmaljóð, sem hljóma frá kaldri Skor“. E. Ó. var allmikill afkastamað- ur. Höfuðrit hans er Ferðabókin. Segja má að með henni hafi verið lagður grundvöllur íslenskra nátt- úruvísinda og voru ferðir þeirra Eggerts og Bjarna merkilegt þrekvirki. Matjurtabók skrifaði E. Ó. einnig og Drykkjabók og hefur með þeim og öðrum áþekk- um skrifum sínum orðið braut- ryðjandi íslenskrar búfræði. Rjettritabók skrifaði hann einnig og eru merkilegar skoðanir E. ó. og starf fyrir íslenska tungu og brutu nýjar brautir á ýmsa lund. Þá reit E. ó. Brúðkaupssiðabók, sem er eitthvert sjerkennilegasta rit hans, ekki síst fyrir þær skoð- anir hans á þjóðfjelagsmálum, sem þar koma fram. Síðast en ekki síst, er svo að geta þess þátt- ar úr starfi hans, sem kunnastur varð og þjóðinni ástfólgnastar, s. s. kvæðanna. Þau voru mjög merkileg á sinni tíð, þó misjöfn sjeu og óaðgengileg mörg frá nú- tímans sjónarmiði. Ýms höfuð- kvæði hans, eins og Búnaðarbálk- ur og Mánamál eru þó enn á sín- um sviðum í merkustu kvæða röð í ísl. bókmentum. Ytri atburðirnir í æfi E. Ó. eru því fremur fábreyttir og fljótraktir. Saga hans er fyrst og fremst saga rita hans og rann- sókna. E. ó. var í raun og veru kyrlátur og fáskiftinn fræðimað- ur lengst af æfi sinnar, þó hann kæmi víða við í ritum sínum og væri í skoðunum sínum og kenn- ingum enganveginn einungis stofulærður og sjervitur bókorm- ur. Því fór fjarri. Þó E. ó. væri einhver glæsilegasti og bjartsýn- asti hugsjónamaður íslenskrar endurreisnar verða hugsjónir hans aldrei að þeim heilaspuna látaglaumsins, sem einkenna þótti suma aðra ráðasmiði. E. ó. var þvert á móti fyrst og fremst hagsýnn maður. Og það var stolt hans og styrkur að vera það. — Hann mat menn og mál- efni á mælikvarða þess hagnýta gildis sem þeir eða þau höfðu fyrir viðreisnarvilja og viðreisn- arstörf þjóðar hans. Því má sem sje ekki gleyma, að þó E. ó. gæti öðrum þræði verið jafnvel draum- lyndur hugsjónamaður sem lifði í minningum horfinna tíma og hafði fengið mikinn hluta upp- eldis síns og mentunar úr forn- um fræðum og fögrum mentum, sem á fyrri árum hans gerðu hann að nokkuð sjervitrum og lífsfælnum bókamanni, þá und- ust einnig snemma inn í líf hans aðrir þættir sem önnur áhrif höfðu. Það voru náttúruíræðin og útilíf rannsóknaráranna og hag- fræðin og þau kynni sem hann löðlaðist á daglegu lífi allra stjetta þjóðfjelagsins, meira en flestir eða allir aðrir. Þetta varð til þess að móta fortíðarminningar og framtíðardrauma æsku hans meira og meira af reynslu og veruleika lífsins. Ifagsýni hans og nytjakenningar í upplýsingar- anda 18. aldarinnar urðu að vísu stundum list hans til hnekkis. Þær gerðu sum kvæði hans að kokkabókum og ljetu hann fá matarást á náttúru lands síns. En í bestu ritum sínum á bestu árum æfi sinnar tókst E. að láta öll þessi einkenni eðlis síns og mentunar, hugsjónirnar og hag- sýnina, listina og fræðimenskuna, fornaldarástina og framtíðartrúna hafa frjófgandi og fegrandi áhrif hvert á annað og falla saman í samræma heild þróttmikils og heilsteypts persónuleika. Þegar menn minnast E. ó., legga menn að jafnaði of ein- hliða áherslu á það, að hann var skáld, eða að hann var náttúru- fræðingur. Eggert var að vísu gott skáld, þó kvæði hans sjeu mis- jafnlega gildismikil, og hann var duglegur og hálærður náttúru- fræðingur á sinna tíma vísu. Hann ruddi nýjar og merkilegar braut- ir á mörgum sviðum ísl. nátt- úrufræða, þó flestar rannsóknir hans sjeu nú orðnar úreltar fyr- ir aðrar ným og nákvæmari. En Eggert var meira en skáld og náttúrufræðingur. Hann var ein- hver lærðasti og hleypidómalaus- asti fomfi*æðingur og málfræð- ingur sinna samtíðarmanna. Hann var atorku- og áhugasam- ur brautryðjandi búfræðingur. Og í fleiri greinum hefur hann bent a nýjar ieiðir eða rutt til á forn- um slóðum. Síöast en ekki síst, heíur haim á sviði ísl. þjóðíje- iagsmála hugsað skýrar og sjeð skarpar en flestir aðrir þá og lengi síðan. Þetta er ekki svo að skiija, að E. Ó. hafi ýkja mikið eftir sig látið á ölium þessum sviðum, eða að ekki sjeu veil- ur í þvi. En það sýnir að E. Ó. var einhver fjölhæíasti og áhuga- mesti maður 18. aldai’innar, mað- ur sem ekki einungis var í ment- uðustu og merkustu manna röð á Islandi, heldur einnig maðui’ sem átti hlutdeiid í og hafði kynt sjer það sem best var í Evrópumenn- ingu samtíma síns. En þar með er komið að tveim- ur merkilegum atriðum í fari E. Ó. Annað er það að þó hann væri fjölhæfur gat hann oftast hald- ið öilum þáttum hæfileika sinna í samræmi og samvinnu og látið þá alia vinna að því eina og sama, sem Ihonum var mest áhugamál — viðreisn þjóðar sinnar í at- vinnulííi fyrst og fremst og á grundvelli þess í andlegu lífi. Menn tala stundum um náttúru- íræðinginn E. Ó., fornfræðinginn E. Ó. og skáldið E. Ó. eins og þetta væru einhverjar sjálfstæð- ar og aðgreindar persónur og væri unt að athuga eina og eina út af fyrir sig. En svo er ekki. Það er galdurinn við áhrif og gildi E. Ó. Náttúrufræðingurinn og fomíræðingurinn í honum var skáld og skáldið í honum var náttúrufræðingur og fomfræðing- ur og allir þessir þættir saman voru í þjónustu endurreisnar- mannsins E. Ó. Hitt atriðið sem jeg nefndi, er aístaða E. Ó. til innlendrar og erlendrar menningar. Sú er al- gengasta skoðunin á E. ó. að telja hann hinn helsta brautryðj- anda þjóðlegrar stefnu og and- stæðing Hannesar biskups sem haldið hafi uppi merki erlendra áhrifa. En þetta er að mestu misskilningur. Báðir voru menn- irnir að vísu stórlega merkir. Það er einnig satt, sem sr. Bjöm í Sauðlauksdal sagði um E. ó., að hann.elskaði mjög sitt föðurland, og vildi aldrei samþykkjast þeim, sem annaðhvort hötuðu landið, eða leituðu sjer fjár og frama með þess skáða og vildi á lofti halda gömlum og góðum siðvenj- um. En alt um þetta var E. ó. einhver hinn mesti Evrópumaður í ísl. þjóðlífi — einhver hinn ótrauðasti talsmaður þess, að ís- lendingar lærðu af erlendri reynslu alt það, sem þaðan yrði betra fengið, en það sem heima var til, og tækju upp hverja nýbreytni, jafnvel þó erlend væri, ef hún reyndist haganlegri og giftusamlegri baráttu fólksins fyrir lífinu í landinu, en hitt sem gamalt var, jafnvel þó það væri þjóðlegt. Þjóðlegt var í hans aug- um það, sem best átti við land- ið og lífshættina, það sem best stuðlaði að því, að gera landið byggilegt fyrir fólkið og fólkið •ánægt með landið, alveg án til- lits til þess hvort það var nýtt eða gamalt. Rjettur hvorutveggja til að lifa, hins gamla og hins nýja, varð að miðast við kraft þess til að lifa. Og E. Ó. trúði flestum meira á kraft ísl. þjóðar til þess að Framh. á 4. síðu.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.