Norðurland


Norðurland - 16.11.1912, Blaðsíða 1

Norðurland - 16.11.1912, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. 'i _ 49. blað. j Akureyri, 16. qóvember 1912. J XII. ár. Skírnir, 4. hefti. Eg er einn af þeim, sem fált hefir fundist um vorn nýja háskóla; hefir mér fundist sem heldur hafi verið hrapað að stofnun hans og meira af metnaði en mikilli forsjá; er og slík stórstofnun svo afar-víðtæks eðlis og þýðingar, að efiaust þurfa nokkrar kyn- slóðir að koma og fara fyr en alt er fullséð, sem nú hvflir óráðið í þeim litla vísi, sem þegar er að tölunni til hínn 6. háskóli á Norðurlöndum. En: mjór er mikils vísir; hver veit hvað úr barni má verða. Og eitt má oss alla gleðja og hughreysta: Aldrei hygg eg, að fleiri dugandi menn, karl- ar og konur, hafi samtímis uppi verið á íslandi, en nú! Vfst er um það, að aldrei hafa tækifærin boðist fleiri en nú til menningar, eða atvinnuvegirfleiri og hvatir. Það má svo að orði kveða, að nú á tæpri hálfri öld hafi þjóð vor og þjóðlíf endurskapast eða sé á leiðinni til að verða nýtt. Eitt er það, að djúpið, sem áður var »staðfest« milli lærðra og leikmanna, er óðum að grynnast, svo að það má nálega heita vætt. En svo að eg snúi inér að háskóla- nefnu vorri, hljóta allir að vera á einu máli um það, að þar sé yfirleitt val- inn maður í hverju rúmi, og ýmsir þeirra meir en íullboðlegir hverjum háskóla sem væri. Án nokkurs smjað- urs vil eg benda á aðal kennarana í sögu, læknisfræði, guðfræði, lögum og heimspeki: alt fyrirtaks menn. Og þó eigum vér, að minsta kosti í sagna- fræðum, eins marga og eins fróða menn fyrir utan þessa nýju stoínun Finn prófessor, Þorvald Thorodd- sen, Melsteð, Jón prófast á Stafafelli, Hannes Þorsteinsson og Jón Þor- kelsson), og í heimspeki og fagurfræð- um menn eins og dr. Valtý og — last not least — dr. Guðm. Finnboga- non. Mannvit, þekking, fróðleikur og kunnátta.— þetta alt er á ánægjulega háu stigi. Og þótt enginn sé náttúru- fræðingurinn (— slæmur galli á há- skóla »rfkis« vors) — þá eigum vér þá jafnmarga eða efni í þá, eins og í öðrum vísindagreinum. Á skrifborði mínu liggur 4. hefti Skírnis, þ. á. Það er með beztu heft- um þess rits nú hin síðustu ár og vel fallið til að sýna og sanna, þótt skamt sé, það sem eg hér hefi sagt. Fremst er forkunnar 'fróðleg grein eftir Ágúsl Bjarnason prófessor um skáldspekinginn Guyau (gíó). Ritgerð- in er samin við alþýðu hæfi og hlýtur að vclja eftirtekt allra sjálfstæðra manna. Guyau er Pascal vorra tíma, og veit lesarinn varla að hverju hann á fremur að dást, frumleik spekingsins eða flugi skáldsins, þar sem hann vand- lætir fyrir siðgæði, listir og trú og spáir um framtíðina. Þá kemur smá- saga, er heitir Veiðiför, raunaleg mjög og þó heldur tilkomulítil. Höfundurinn er »Björn austræni«, — hvaða Björn, veit eg ekki. En þá kemur ritgerð sem sver á sig faðernið; »Trúin á moldviðrið«, eftir Guðm. Finnbogason; hún er kjörgripur, þótt stutt sé (G. F. er fáum líkur að Iipurð og fyndni), og lfkt má segja um aðra ritgerð hans í þessu sama hefti: »Skynfærin og samlífið«, þótt vísindalegri sé og krefji meiri skilnings. l)m Völuspá er og tilfærður kafli úr erindi eftir B. M. Ólsen\ mun erfitt að finna Hklegri niðurstöðu um tilorðning og efni (ein- kum enda) þessarar stórfeldu forn- kviðu. Loks vil eg sérstaklega geta um aíhuganir Hannesar Þorsíeinsson- ar um íslenzkar bókmentir á 12. og 13. öld. Fyrri kafli greinarinnar stend- ur f 2. heftinu, um Styrmi hinn fróða. Færir höf. fullnægjandi rök fyrir fað- erni hans og frumætt, sannar að hann hafi verið sonur Kára ábóta á þing- eyrum, Runólfssonar prests Ketilssonar og Gró, dóttur Gizurar biskups. Hann sýnir og, aðætla má, áreiðanlega, að Kristriisaga sé samin af honum eftir ritum Ara fróða, og sömuleiðis sú Land- náma, sem Haukur lögmaður nefnir og samdi sína bók eftir, og enn fleiri sögur hafi Styrmir aukið og fylt á sama grundvelli. (þ. e. ritum Ara), sérstaklega sögu Olafs helga. Hann hefir og verið önnur hönd Karls á- bóta, er þá var gamall, að rita sfðari hluta Sverrissögu. Jafnframt hefir Hann- es maklega leiðrétt og hafið álit Styrm- is og eftirmæli. Styrmir var prestur, ábóti og lögsögumaður, vinur og trún- aðarmaður Snorra, og eflaust engu minni maður. í þessu 4. hefti leiðir H. Þ. einnig nálega óyggjandi rök fyrir höfundi hinnar gullfögru Hungur- vöku, Þorlákssögu eldri og Pálssögu. Hef- ir sá maður verið K.etill ábóti Her- mnndarson (af Gilsbakkakyni), er and- aðist að Helgafelli 1220. Rökfærsla höf. kann að virðast heldur veik í fyrstu, en svo nákvæmlega eru líkind- in rakin, að flestum skynsömum mönn- um mun nægja til fullrar vissu. Og sama gildir um rökleiðslu hans um höfund Þorláks helga sögu hinnar yngri. Sá hefir hlotið að vera Hallnr ábóti Gizurarson f 1230 (bróðir Þor- valdar í Hruna og Magnúss, er síðar varð biskup). Þannig hefir höf. leitt fram úr myrkri sögunnar þrjá ágæt- ismenn, þrjá stórættaða höfðingja, er samtímis uppi voru. Að þetta skarð er nú fylt, vekur unað og gleði allra, sem sögum unna, nóg eru skörðin ófylt samt; en þó er hugsanlegt, að Hkindi takist a. m. k. að finna um fleiri nafnlausa höfunda þeirra merki- legu tíma. Einkum má þar tveimur treysta, þeim ættfróða Hannesi Þor- steinssyni og hinum skarpskygna forn- fræðingi, próf. Birni M. Olsen. M. J. % Slysfarir. Á laugardaginn var flutti Guðm. Jör- undsson frá Hrísey, nú í Þorgeirsfirði, Björn Lfndal málfylgi úr þorgirfirði til Húsavíkur við annan mann, Gabríel að nafni, sem var vinnumaður hans. Þeir fóru samdægus aftur og ætluðu að ná heim um kvöldið. En um kvöldið brast á hrið, og hefir báturinn ekki fundist enn. Guðm. sál. var maður nær fertugur, hinn ötulasti sjómaður og mesti heið- ursmaður. Hann lætur eftir sig ekkju og mörg börn ung. Hinn maðurinn mun hafa verið einhleypur. Sjónleikir. „Ungmennafélag Akureyrar" hefir ákveðið að leika „Skjaldvöru tröllkonu" eftir Pál Jónsson skáld, nú fyrripartinn í vetur. Hefir fél. fengið sér til hjálpar aðalleikara bæjarins og er þegar byrjað að æfa leikinn og undir- búa; er svo til ætlast, að leikið verði milli jóla og nýárs og fyrrihluta janúarmánaðar. „Skjaldvör tröllkona" hefir verið leikin hér tvívegis áður, og hefir almenningi geð- jast nijög vel að leiknum og hann verið á- gætlega sóttur bæði skiftin. Efni leikritsins er úr þjóðtrúnni, um viðureign trölla og manna. Eru þar ýnisar sýningar sem mönnum þykir mikið til koma, t. d. er Skjaldvör tekur sauðamann Hallgríms í Hlíð í dimmviðrishríð uppi á fjöllum, og er hún ætlar að taka Hildi bóndadóttur heima í Hlíð á jólanóttina^ og þær eigast orð við og syngja hvor á móti annari, líkt og þegar nátttröllið kom á gluggann hjá bóndadóttur í þjóðsögunni og hún og tröllið kváðust á, eins og allir kannast við. "Fögur Þykir mér hönd þín, Snör mín en snarpa, og dillidó." »Aldrei hefir hún saur sópað, Ári minn Kári, og korríró." Kirkian. Síðdegismessa á morgun. itr Umslög -&jj með firmanafnij °g reikninga selur prentsmiðja Odds Björnssonar. 120 »Hvers vegna getið þér aldrei tekið neitt í alvöru sem eg segi? Þér ættuð þó að minsta kosti að gera , það í kvöld, seinasta kvöldið sem við sjáumst. — Eða er eg ekki annað, að yðar áliti, en stelpuglyðra, sem þér hafið aðeins gaman af að rugla við ein- hverja vitleysu ofurlitla stund?« »Nei, nei, kæra Lilja,« sagði Ólafur í ávo þýðum og viðkvæmum róm, að Lilja fékk hjartslátt. «Lilja! Þér hafið áður komið til mín eins og sól- argeisli kaldan þokudag. Það var eins og návist yð- ar lýsti herbergið. Vinátta yðar var óverðskulduð og- kom óvænt. Þér hafið gert mig glaðan; er yður það ekki nóg? Verið þér ekki svo ósanngjörn að krefjast þess af mér að eg sé alvarlegur, þessa stuttu stund sem eg nýt samveru yðar. — Öll fortíð mín liefir verið alvara, og framtíðin verður það víst ekki síð- ur. — Eg fer til Indlands til þess að rannsaka líf gerlanna, sem þar ríkja sem hinn Voldugasti ein- valdskonungur. Eg ætla að vera læknir við kóleru- sjúkrahúsið í Kalkútta, og síðan ætla eg að rann- saka mýrasýkina í Austur-Indlandi; lýsir það ekki líka einskonar alvöru? En þessi litla stund á að vera svalandi blær, of- urlítill sólskinsblettur, sem getur aðskilið fortíð og framtíð og látið mig gleyma beiskju þeirra.« Hann tók undir handlegg hennar og leiddi hana, og leit framan í hana: »Þér skiljið mig, Lilja! þessi augnabliksgleði mín er þó að minsta kosti alvara.* 117 »Nei, þér megið ekki fara undir eins, kaera Lilja. Eruð þér reið? Hélduð þér að eg hefði gleymt yð- ur, af ' í að eg varð hugsi? Eg var einlægt að hugsa ^..1 Ester, meðan eg sat svona. — Hugsanir mfnar voru þungar og sárar, en eg fann einlægt að þér voruð hjá mér, og sú tilfinning var Ijós, sem lýsti í þunglyndismyrkrinu. Þorið þér að vera hér ofurlitla stund? Eg hefi alt í einu fengið svo ákafa og nær því barnslega löngun til að dvelja hjá yður þetta síðasta kvöld sem eg verð hér í Danmörku. Hafið þér tíma til þess?« »Já.« »Já, en vitið þér, að það er mjög ótilhlýðilegt og versta siðferðisbrot í augum almennings, að þér sé- uð eina stund ein hjá mér?« sagði Ólafur hlæjandi. »Já, eg veit það, en eg hirði ekkert um hvað al- menningur segir um það. Pabbi og mamma eru í heimboði. Pau vita auðvitað ekki að eg hefi farið hing- að, og þau hefðu vafalaust bannað mér það, ef eg hefði sagt þeim að eg ætlaði; en þegar þau koma heim, þá ætla eg að segja þeim það. Eg iðrast ekki þess, sem eg hefi gert, og eg er reiðubúin að bera ábyrgð gerða minna.« »Pér eruð heiðarleg og hugdjörf stúlka og fyrir- lítið hræsnina og uppgerðarsiðsemina, sem ungu stúlkunum er kend, en hegningin, sem býður yðar, er þér meðkennið brot yðar, hún verður hræðileg. IVlóðir yðar tekur fræðin og les yfir yður þá kafla

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.