Norðurland - 13.02.1918, Blaðsíða 1

Norðurland - 13.02.1918, Blaðsíða 1
NORÐURLAN D. Ritstjóri og útgefandi: JÓN STEFANSSON. 4. blað. Akureyri 13. febrúar 1918. XVIII. árg. Snorri Jónsson kaupmaður á Akureyri. Liðitin ertu Ijúfvin i Ijós annað, sof sœtlega, sund eru lokuð, vargöld, vindöld veröld skelfir, en frón vort faðmar fimbulvetur. — Hvilir nú sú hönd, er hvildar unni sjaldan sér um sina daga. Skörungmenni! Skóla né arjs þurftir þú né þáðir: þú varst sjálfum nógur. Jnnri orka frá œskudögum, rögg og ráðdeild, ruddu þjer brautu. Hógvœr hyggindi og hetjuþróttur utanlands og innan þér auðnu skóp. Saknaði vinur! sálar þinnar heyrast mjer i húmi hinztu kveðjur: „Börn og bliðvinir, eg var breyskur maður, en bið nú yður öllum blessunar guðs. Bœtið börn min úr brestum föðurs; eg vildi vel og vann sem kunni. Nú er alt sem ekkert hjá þvi ógrynni er eg óunnið eftir skildi. Verið, vinir, jerkþiggjendum, — ef auð eigið — eins og feður; sýnið sanngirni og sama heimtið, svo hóf nemi hver af öðrum. En engi maður sjái ofsjónum yfir völtum auð; flestir verða þegar feigðin kallar, þótt misríkir sje, að metum jafnir. Engi maður ofan jarðar afrekar þriðjung þess er vildi; lifið er örstutt, en þess auðnu brigði bcetir Alfaðir með eilifri von.“ * * * Sárt og sviplega sá eg þig, vinur, i dafiðansgrimmugreipum-, blöskraði mér og eg bað til Guðs þú þyrftir ei lengi að þjást. Nú er alt vel. Og nú skal fœra þrjátlu ára þakkir, fyrir velgerðir, fyrir vináttu — þér og þinu húsi. —- Hvað er líf ? Hvað er starfsemi? Ereigi hvorttveggja eilift? Vaki þú vinur, vinnan kallar — vinnan i vingarði Guðs ! jMatflv Jochumsson. Hinn 18. f. m. árdegis féll fyrir hörkutökum Elli, eftir haröa viðureign einn af mikilhæfustu borgurum Akureyrar: Snorri Jónsson kaupmað-' ur og útgerðarmaður. Hann haföi verið sjúkur um tveggja ára bil af sjúk- dómi þeim er varð honum að fjörlesti og borið hann með svo óbifandi þreki og karlmensku sem ekki væri að og hann væri heill heilsu. Sagði hann að það mundi vera gigtveiki, er væri að Ieika sér við sig, þegar hann fékk þyngstu þrautahviðurnar og sér skánaði bezt við vinnu. Var hann þá vís til að fara og hamast við skipasmíði nokkrar klukkustundir í senn. Um jólaleytið var gerður holdskurður á honum, eins og áður er getið hér í blaðinu, en sjúkdómurinn var krabbamein svo ekki varð að gert. Lá Snorri á sjúkrahúsinu um hríð, en mun svo hafa séð til hvers mundi draga og lét flytja sig heim. Hann fékk hægt og rólegt andlát. Snorri Jónsson var fæddur að Holárkoti í Svarfaðardal 7. júlí 1848 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum við mikla fátækt „svo að eg þekti á þeim árum bæði sult og klæðleysi" sagði hann eitt sinn við þann er þetta ritar. Þegar hann var orðinn sjálfbjarga réðist hann í vinnumensku og kvaðst hafa lagt alian hug á að geta eignast eitthvað og mannast en hvortveggja var örðugt viðfangs, kaupgjald var lágt, bækur er hann taldi sér gagn í að lesa ekki fáanlegar og tómstundirnar til þess mjög að skorn- um skamti. Einhver fvrsta bókin sem hann Ias eftir fermingu og las hvað eftir annað var landafræði Ounnlaugs Oddsen og það var sú bók og skipin sem fóru hjá, inn og út um Eyjafjörð, er vöktu útþrá hjá honum svo hann tók sig upp og sigldi til Danmerkur 1872, liðlega tvítugur að aldri og þóttu ýmsum sveitungum hans það »undarlegar kenjar af vinnu- manni" sagði hann að sér hefði verið sagt síðar. í Danmörku lagði hann stund á stórskipasmiði og nam það til fullnustu, en að náminu loknu bauðst honum vel borguð atvinna, sú að vera »timburmaður" á stóru segl- skipi er sigldi í fjarlægar heimsálfur og tók því boði fegins hendi til þess að fá færi á að sjá sig um í heiminum. Iðraði hann þess ekki síðar og kvaðst hafa haft mjög mikið gagn af því ferðalagi- Um 1880 fór hann heimleiðis og kona hans með honum, Lovísa Loftsdóttir (bónda á Sauða- nesi í Svarfaðardal), er hann kvæntist í Danmörku. Settust þau nálega strax að hér í bænum og bjuggu hér til dauðadags bæði. Fyrstu árin er Sn. J. bjó hér stundaði hann mest skipa- og húsasmíði, Itafði fjölda lærisveina og rak þá iðn með mesta dugnaði, smíöaði mörg þilskip stærri og smærri, allan þorra þeirra húsa er bygð voru á Odd- eyri á árunum 1880—1900 og mörg hús annarsstaðar. Ekki leið á löngu eftir að hann kom heim, að hann færi sjálfur að panta byggingarefni og jókst það smátt og smátt, unz svo var komiö skömmu fyrir aldamótin, að heita mátti stórverzlun er hann rak á þeim svæðum. Um það leyti byrj- aði hann og á sjávarútgerð og rak hana svo að heita mátti f stærri og stærri stíl til dauðadags. Blómgaðist hagur hans jafnt og þétt, með for- sjá hans og framúrskarandi dugnaði og elju við hvað sem var, svo að umkomulausi smiðurinn er kom gersamlega efnalaus úr utanförinni og frá því að búa sig undir lífsstarfið, var orðinn með bezt efnuðu atvinnurek- endum á Norðurlandi. Lovfsa kona Sn. J. var kvenskörungur og mörgum kostum búin Sam- farir þeirra voru mjög góðar og heimilisbragur allur hjá þeim hrein fyr- irmynd. Frú Lovísa andaðist 1907 og syrgði Snorri hana mikið. Þau eign- uðust 3 syni: Jón er dó á öðru ári, Rögnvald er tók við forstöðu verzl- unar föður síns fyrir 10 árum, þá rúmlega tvítugur að aldri, og Qunnar sem nú er rúmlega tvítugur og síðustu árin hefir starfað við verzlun þeirra feðga. Sn. Jónsson mun vera annar sá maður sem beztan og mestan þátt hef- ir átt í vexti Oddeyrar fram að síðustu árum. Hann var um mörg ár einhver stærsti atvinnurekandi og mesti atvinnuveitandi í bænum ogkom að mörgu við bæjarmál bæði á einn og annan veg og það bæði með hyggindum og lipurð, eins og honum var Iagið í hvívetna. í daglegu hátt- erni var hann prúðmenni, ávalt stiltur og blátt áfram, ávalt eitthvað að iðja árla og síðla, skapmikill að eðlisfari, en kunni manna bezt að stilia það í hóf, óhlutdeilinn, orðfár hversdagslega og þungur fyrir. í hóp kunningja var hann glaðvær og skemtilegur og vinum sínum tryggur, ekki sízt ef í raun komu. — Jarðarför hans fór fram 30. jan. að við- stöddu rniklu fjölmenni. Séra Björú í Laufási flutti húskveðju á heimil- inu, en Qeir vígslubiskup ræðu í kirkjunni og um allan bæinn blöktu fánar i hálfa stöng. Þann daginn var veður gott og milt, en harðviðri og hríð á undan og eftir, svo segja mætti að hamingjan hefði fylgt Snorra Jónssyni alla leið til grafar, en það er og víst að um hann er það sannmæli, að hver er sinnar hamingju smiður. Að vonum er hljóðlátt um húsið þitt, hetjan, sem úi ert nú borin; sjálf náttúran faldar við nátín sitt og náttkufl af sorg er þér skorinn,— Pvi kveð eg hikandi kvœðið mitt til kveðju, við seinustu sporin. * * * í átthögum þínum var lítið um tjós og löng er þar skammdegisnóttin. Eg skil hve þig fýsti’ yfir úthafsins ós i útsýnið, menningarþróttinn; — alt farkaup þitt var i fyrstu „til sjös“ fátcekt og — sjálfstæðis-þóttinn. Pú stafnsettir horfið og hugaðir skarpt að hverju sem för mœtti greiða, þú lœrðir það eiit.sem þú áleiztþjerþarft og einhverju kœmi til leiðar. Pitt mannvit og atorka áttu ei hart þá óruddu vegu að sneiða. Pú varsi þar allur sem átak þin beið og eitthvað til gagns þurfti’ að vinna. Með hœglœti ákveðinn hélzt þina leið hugáll að stœrra sem minna, hógvær i svörum og hjálpfús i neyð þó hefðir þú mörgum að sinna. Pú vildir ei sýnast en vera þvi meir á velli ef raun skyldi þreyta ogglœstir þig aldrei með gullroðnum eir sem grannvitrir spjátrungar breyta. — Eg veit að hin mœtasta minning ei deyr, sem mannvit og drengskapur veita. Bjargtraustur vinum og sanngjarn i sátt, að siðgœði mannfélagsprýði, um náungans bresti þú hafðir ei hátt og hlýddir ei lastmálgra nlði; en varst mörgum athvarf, sem erfitt og bágt áttu, aj smœlingjalýði. Pvi er að vonum, að sakni þin sveit, að syrgi þig œttmenn og vinir. — Pað fœkkar um skjólin og fýkur um reit er falla’ hinir þróttmestu hlynir. Og þakkartár færa þér höfug og heit hjartfólgnir, elskandi synir. Peir þakká honum pabba hans œfi- starf alt, hans umhyggju’ og föðurást hreina. Peir þakká honum ylinn, ef eitthvað blés svalt i œsku og varð þeim til meina, hvern skatt, sem með erfiði’ en gleði hann galt að gjöra þeim leiðina beina. * * * Hvlldu í guðs nafni, hvildu i ró, þú hvilir með virðing og friði, árrisli starfsmaður, iðjandi þó alt þar til sól gekk að viði. Hvildu með þakklœti, hvíldu i ró. Hvildu í trú þinni’ og friði. P. H,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.