Suðurland


Suðurland - 16.11.1912, Blaðsíða 1

Suðurland - 16.11.1912, Blaðsíða 1
SUÐURLAND Alþýðublað og atvinnumála III. árg. Eyrarbakka .16 nórcmbcr 1912. Nr. 23. Lnndsfmast&ðin á Eyra rbukka er oþiti frá kl. 8t/a—2. og 3’/j—8 á virkum dtögiím. A helgum dögum frá kl. 10—12 f.; hd„ og 4—7 e. hd. Einkasfminn er opinu á sama tíma. Sparisjóður Árnessýslu er opinn hvern virkan dag frá kl. 3—4 e. hd. Lcstrarfélag Eyrarbakka lánar út hsekur á sunnudögum frá kl. 9—10. f. hd. Ófriðurinn. Allar fregnir, er enn hafa , borist hingað af ófriðinum á Balkanskagan- um,, eru á einn veg: Tyrkir fara hall- oka. Svo er að sjá af erlendum blöð- um, að þetta muni nokkuð á óvart koma. Mun almennt hafa verið við því búist að Tyrkir mundu fljótt bera hœrra hlut, en reyndin- hefir orðið önnur: þeir hafa til þessa, beðið ósig- ur því nær í hverri orustu, og virðist 'óliklegt að þeir rétti svo hlut sinn úr þessu, að þeir ge.ti orðið yflrsterk- ari. Er þó erfltt um þetta að spá, því Tyrkir eru áður reyndir að fádæma þrautsoigju. Orustur eru nú háðar daglega þar syðra, og er barist af hinni mestu grimd, enda er hér eigi um lít.ið að tefla, þar sem barist er um eigi að eins yflrráð landa, heldur einnig þjóð- erni og trúarbrögð. Stórveldin þóttust vera að reyna að aftra ófriði þessum, gekk iengi í þófl milli þeirra innbyiðis um afskift- in, og haft er það eftir einum stjórn- málamanni þýskum, að skrifln, er milli þeirra gengu um þetta mál, hafl verið svo mikil, að væri skjölum þeim hlaðið í bunka. mundi bunki sá ekki verða lægri en turn Péturskirkjunnar i Róm. Grunur leikur á að sum stórveldin, einkum Rússar og Austurríkismenn hafl mælt nokkuð tveim hugum í þessu máli, og allkátlegt virðist það, að eftir því sem yfirlýsingar stór- veldanna urðu ákveðnari um það að varðveita friðinn, eftir því varð alvar- an minni til framkvæmda í þá átt. Begar forsætisráðhena Frakka loks kom með ákveðnar tillögur, til að greiða fram úr þessari yflrlýsinga- flækju, þótti ýmsum heima þær til- lögur of harðar í garð Tyrkja. Urðu svo afsklfti þeirra að siðustu ekki önnur en hótanir þær við smáríkin á Balkanskaganum, er getið heflr verið hér 1 blaðinu. Ekki hafa þó stórveldin viljað sinna beiðni Tyrka um að taka í taumana og stilla til friðar eftir að ófriðurinn var hafinn. I Víst þykir nú að Svartfellingar hafi haflð ófriðinn eftir samkomulagi við hin Balkanríkin, til að sýna stórveld- unum hvað t.l stæði. Hafl þau lát- ið Svartfellinga ríða á vaðið af því að þeir ættu minst á hættu hvernig sem færi, en hin ríkin þá ætlað að hafa það sér til afsökunar síðar, ef illa færi, að þau hnfl verið tilneydd að heíja ófrið úr þvi Svartfellingar voru byrjaðir. — Svo er að sjá að Tyrkjum hafl þótt horfurnar ískyggilegar, er þeir buðu Grikkjum að sleppa Krít við þá, gegn því að þeir gengju úr sambandinu við hin ríkin, en við það var ekki komandi hjá Grikkjum. Ýmsar spár eru um það í erlend- um blöðum, hver afskifti stórveldanna verði að leikslokum, en Jítt er mark á þeim takandi að svo komnu. — Englendingar hafa lengi verið mikl- ir vinir Tyrkja, og hafa þeir oft tekið furðu hóglega á henndarverkum þeirra við hina kristnu þjóðflokka. Heflr þar sannast á þeim það, er um þá heflr sagt verið, að hjá þeim geri mannúðin litt vart við sig meðan buddan þegir. Peir hafa að vísu stundum ásamt hinum stórveldunum sett Tyrkjum ýmsa kosti — á papp- írnum, og heimtað ýmsar umbætur á stjórn þeirra. Meðan Abdul Hamid sat að völdum, gekk oft talsvert á í skrifum milli þeírra og Tyrkja. Lof- aði soldán jafnan öllu fögru, en þæfð- ist íyrir um efndirnar, og alt sat í gamla horflnu. Nú þutu Tyrkir til og buðu ýmsar umbætur á stjórnar- farinu í Makedoníu, er þeir áður hafa verið miður fúsir á að gera. Vildu þeir með því bæði friða Balkanþjóð- irnar hinar og afla sér stuðnings stór- veldanna til að sporna við ófriði, en þetta var að engu haft. Tíðindum þeim er gerast þar á Balkanskaganum, er nú fylgt með mikilli athygli um alla Norðurálfuna, þykir ýmsum ekki óliklegt að til meiri tiðinda muni draga útaf ófriði þess- um, hverjir sem þar bera hærra hlut. Og ekki er ólíklegt, hvernig sem fer i þetta sinn, að það rætist um Balk- anskagann er skáldið kvað um Vest- urheim, að „þar fýkur neistinn á end- anum úr, sem Evrópu hleypir í loga“. Búnaðarnámskeið. Búnaðarfélag íslands hefir ákveðið að halda tvö búnaðarnámskeið hér austanfjalls í vetur: að Þjórsártúni og Vík í Mýrdal, og stendur hvert þeirra yflr í eina viku. Er líklegt að þessu verði vel tekið, ekki síst þar sem engin námskeið voru haldin hér i fyrra vetur. Aðsóknin að námskeiðum þeim, er hér hafa verið haldin áður við Pjórs árbrú, heflr verið allmisjöfn, fyrsta námskeiðið ágætlega sótt, en aðsókn- in síðan farið þverrandi, og það svo, að í fyrrá þótti ekki ómaksins vert að reyna að halda hér uppi námskeiði. Heftr þetta orðið mjög á annan vog en við raátti búast, því námskeið þessi geta orðið að talsverðu gagni, enda heflr það verið viðurkent af flestum þeim, er sótt hafa þau. Pað heflr sagt verið um fcunnlend inga, að þeir væru engir áhlaupamenn — seinir til, en drjúgir til áfram- halds er á stað var komið. Petta heflr ekki reynst rétt um aðsóknina að námskeiðunum að Pjórsártúni. (í Vík hefir verið haldið aðeins eitt námskeið og var það ágætlega sótt og mest afbændum.) Par var „fyrst alt frægast". En um það er nú ekki neitt að segja ef sú hefði verið reynd- in, að menn hefðu orðið fyrir von- brigðum af námskeiðunum, en nú er ekki að sjá að svo hafl verið. Áll- flestir þeir, er þau hafa sótt, hafa látið vel yflr þeim, og hefðu menn þóst gabbaðir og hafa farið þangað erindisleysu, þá hefðu þeir hinir sömu átt að játa það hreinskilnislega, og jafnframt benda á gallana er þeim þóttu á vera, nefði það mátt verða tl bendingar um breytingar til bóta. Það má reyndar telja galla á fyrstu námskeiðunum að þau voru of löng, 1 vika er nóg. Þess er hvort sem er ekki að vænta að menn læri mikið beinlínis á námskeiðum þessum, ætl- unarverk þeirra er meir að vekja, og í því liggur einmitt nytsemi þeirra. Æskilegast er að sem flestir bændur sæki námskeiðin, en fyrir þá er það miklum erfiðleikum bundið að vera að heiman um lengri tíma, en all- margir munu hafa einhver ráð með það að geta varið einni viku til dval- ar á námskeiðinu. Á siðasta nám- skeiðinu er haldið var að Pjórsártúni, var þó ærið fátt af bændum, en von- andi er að betri verði nú í vetur að sóknin af þeirra hálfu. Að yngri mennirnir muni láta sig vanta á námskeiðið að þessu sinni, þarf varla að óttast, því mælt er að íþróttasambandið „Skarphéðinn" ætli að gangast fyrir íþróttakenslu í sam- bandi við búnaðarnámskeiðið að Pjórs- ártúni. — Námskeiðin þessi, sem haldin verða hér eystra í vetur, verða nokkurs- konar prófsteinn fyrir fræðslulöngun bænda hér eystra. Verði þau illa sótt, er ástæðulaust að vera að reyna að halda þeim uppi framvegis, en vonandi er að til þess komi ekki, enda væri það leitt afspurnar, þar sem samskonar námskeið í öðrum héruð- um eru sótt af sívaxandi fjöri. Skyldi það annars geta verið, að við hér eystra þættumst það lengra á veg komnir en aðrir, að við þörfnuðumst ekki þeirrar vakningar og fræðslu, er búnaðarnámsskeiðin geta veitt? — Pað væri illa faiið og slæmur mis skilningur. Fjárlog Dana. Ríkisþing Dana var sett 7. f. m. Fjárlagafrumvarp það, er lagt var Gjalddagi „Suðurlands“ var 1. nóvemB&r. fyrir þingið, segir blaðið „Riget* að stefni eindregið í sparnaðaráttina, lít- ið um ný útgjöld, en gert ráð fyrir 600 þús. kr. tekjuafgangi. Danir hafa hætt sér full djarft undanfarin ár og látið ríkissjóð lifa á lánum, en nú er breytt til, nægar tekjur fengnar með nýjum sköttum, og framvegis á nú að draga inn segl- in með lántökurnar og forðast ný útgjöld sem mest má verða. Vér íslendingar höfum haft sama búskaparlagið, oss er ennþá svo gjarnt á að „dependera" af danskinum. En úr því að vér höfum gert það í eyðsl- unni, ættum vér ekki síður að reyna að e-^rn þnð með spamaðinn. Næstu fj■; -in okkar þyrftu að sýná það. Rikisskuldir Dana eru riú 356 milj. kr.. *Áa um 142 kr. á hvert manns- Slökkviáhaldakaup Stjórnarráðsins. Pess er getið í fréttagrein í ísa- fold um brunann í Stykkishólmi, að bagalegt hafi verið að slökkviáhöld þau, er kauptúnið átti að fá og Stjórn- arráðið að sjá um útvegun á, voru ókomin, og það þótt búið væri að borga þau fyrir löngu. Pað mun annars mörgum flnnast þessi ráðstöfun Stjórnarráðsins um kaup slökkviáhaldannadálítið einkenni- leg. í fyrra haust ritar það öllum hreppsnefndum í kauptúnum þeim, er samkvæmt brunamálalögunum eru skyld til að kaupa slökkviáhöld, gefur þeim til kynna hvaða áhöld kaupa þurfl og hvað þau kosti. Býðst það til að sjá um útvogun þeirra ef and- virðið er sent því fyrirfram í júlí í sumar, og þetta hafa líkl. flestar eða allar viðkomandi hreppsnefndir gert. En svo koma engin áhöld. Kauptúnin hér austanfjalls t. d. fá nú engin slökkviáhöld héðan af fyr en á næsta vori, því skipaferðir eru nú hættar\ hér. Er það nokkuð hart aðgöngu að heimta peningana svo löngu fyrir fram, og láta sveitirnar tapa vöxtum af fénu. Er ekki ólíklegt að Sfjórn- arráðinu hefði verið hægt. að fá lið- legra viðskiftasamband en þetta, og milliganga þess verður með þessu móti til ógagns eins.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.