Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.05.1944, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 27.05.1944, Blaðsíða 2
2 VZRKAMAÐURINN Misstjðrnin gekk að öliam meginkröíum Álþýðusambandsins nm vegavinnukjðrin Samningar um kaup og kjör í vegavinnu voru undirritað- ir 18. þ. m. milli fulltrúa ríkisstjórnarinnar og fulltrúa Al- þðusambands íslands. En samningaumleitanir höfðu farið fram 3—4 undanfarna daga fyrir milligöngu sáttsemjara ríkisins. Ríkisstjómin gekk að öllum hinum upphaflegu kröfum Alþýðusambandsins. Gilda skaj áfram sama regla um kaup- svæðaskiftingu og gilti sl. ár. Þar sem meirihluti viðkom- andi verkamanna óskar þess, skal þeim heimilt að ljúka 48 stunda vinnuviku á 5 dögum, — hafa laugardaginn frían. Á fjallvegum skal heimilt að vinna 10 stundir á dag fyrir dagvinnukaup, sé meirihluti verkamanna samþykkur því. Þá eru og ákvæði um ókeypis flutninga verkamanna o. fl. og að ríkið greiðihálftafnotagjaldútvarpsfyrirvinnuflokka. Samningar þessir eru því tvímælalaust sigur fyrir Al- þýðusambandið. Jafnframt var undirritaður sáttmáli um að skaðabóta- kröfur skuli niður falla af beggja hálfu og hvorugur aðili skuli láta hinn gjalda þess sem gerst hefir í deilunni. Hér fara á eftir samningar um vegavinnuna og sáttmáli sá er síðast var nefndur. „Samningur milli vega- málastjóra og Alþýðusam- bands íslands um kaup og kjör við vega- og brú^rgerðir. 1. gr. Um kaup og kjör verka- manna hjá vegagerð ríkissjóðs fer á félagssvæðum verkalýðsfélag- anna eftir núgildandi taxta eða samningi viðkomandi verklýðsfé- lags og utan félagssvæða, eftir nú- gildandi taxta eða samningi þess verklýðsfélags innan sömu sýslu, sem næst er vinnustað, þó með takmörkunum þeirra ákvæða, sem felast í samningi þessum og meðfylgjandi skrá um kjara- svæði. 2. gr. Sé ekki hægt að vinna sökum óveðurs, heila daga eða hluta úr dögum, skal greiddur þriðjungur tímakaups, sé ekki öðruvísi um samið af viðkomandi verklýðsfélagi. 3. gr. Verkamenn njóta allra hlunninda, sem verið hafa, svo sem: a) ókeypis flutninga á öllum nauðsynjavörum, ókeypis mat- reiðslu, matreiðsluáhöld, kol, olíu, skýli og rúmstæði. b) kaffihlé verður eins og venjulega hefir verið í vegavinnu, sé ekki öðruvísi um samið af við- komandi verklýðsfélagi. c) Þar sem svo hagað til, að verkamenn eru búsettir í næsta kauptúni eða nágrenni við vinnu- staðinn skal greitt fyrir þeim um ókeypis flutning að og frá heimil- um þeirra um helgar, en þar sem vegagerðin hefir ekki nægan bíla- kost til slíkra flutninga, er eigi skylt að leigja sérstaka bíla til þeirra, nema um aðra hvora helgi. d) Þar sem svo hagar til, að verkamenn fara til heimila sinna að loknu dagsverki, skal tryggður flutningur til kauptúns, þeim sem þar eiga heima, en aðrir verka- menn fá flutning eftir því sem hentar, eftir aðalleið að endastöð.- Skal önnur ferðin falla inn í vinnutíma, sé ekki öðruvísi um samið af viðkomandi verklýðsfé- lagi. Verkamönnum sé séð fyrir skýlum til að matast í og drekka kaffi. e) Þar sem um stóra viðlegu- flokka er að ræða (12—14 manns) skal greidd af vegafé hæfi- leg leiga fyrir útvarpstæki til af- nota fyrir vinnuflokka að hálfu móti verkamönnum, ef meirihluti verkamanna óskar þess. 4. gr. Þar sem unnið er svo langt frá heimilum verkamanna að eigi þykir henta að þeir hverfi dag- lega til heimila sinna, skal á tíma- bilinu 1. maí til 30. september unnin 48 stunda vinnuvika á 5 dögum, sé þess óskað af meirihluta verkamanna viðkomandi vinnu- hóps. Laugardagur og sunnudagur séu þá frídagar, og skal verka- mönnum tryggð heimferð á föstu- dagskvöldum, þeim að kostnaðar- lausu, sbr. þó 3. gr. a. Þegar sér- staklega stendur á getur verkstjóri þó ákveðið, að unnið skuli alla virka daga einstakrar viku, enda sé það þá samþykkt af meirihluta verkamanna viðkomandi vinnu- hópa. 5. gr. Á Vatnsskarði, Öxnadals- heiði frá Öxnadalsbrú að Silfra- stöðum, Þorskafjarðarheiði og Jökuldalsheiði er heimilt að vinna allt að 60 stundir á viku, með venjulegu dagvinnukaupi, enda sé meirihluti vinnuhóps því sam- þykkur. 6. gr. Þar sem í sambandi við* notkun stórvirkra vinnuvéla þykir nauðsynlegt að vinna í vöktum, skal grunnkaup vera 15% hærra miðað við 8 stunda vaktavinnu. 7. gr. Lágmarkskaup og kjör fyrir bifreiðar séu samkvæmt nú- gildandi samningi eða viðurkennd- um taxta þess bifreiðastjórafélags, sem starfandi er á kjarasvæðinu. Á kjarasvæðum, þar sem engin bifreiðastjórafélög eru starfandi og engir samningar eru til um kaup fyrir bifreiðar, skal kaupið vera sem hér segir: Fyrir bifreiðar með véllyftum kr. 18.00 pr. klst. Fyrir aðrar bifreiðar kr. 16.00 pr. klst., enda flytji þær minnst 2 —2Vá tonna hlass. Fyrir flutning á verkafólki til og frá vinnu um helgar skal bifreiðum greitt sem svarar tímakaupi fyrir aðra leiðina. Þar sem um óveriju- lega langan eða erfiðan akstur bif- reiða er að ræða, daglega um lengri tíma, ^skal sérstaklega semja um aukagreiðslu þegar sýnt er orðið, hvað sanngjarnt er í því efni. 8. gr. Samningur þessi gildir frá og með undirskriftardegi til 1. maí 1945. Hann er uppsegjanlegur með 1 Vz mánaðar fyrirvara. Sé honum ekki sagt upp, framlengist hann um 12 mánuði í senn með sama uppsagnarfresti. Sá aðili, sem samningnum segir upp ,skal áður en tvær vikur eru liðnar af uppsagnarfresti leggja fram við hinn aðilann skriflegar tillögur að nýjum samningi og skulu viðræður þá hef jast milli að- ilanna um nýja samningagerð. 9. gr. Samningur þessi er gerður í tveim samhljóða eintökum og heldur hvor aðili sínu. Reykjavík, 18. maí 1944. F. h. ríkisstjórnarinnar Geir G. Zöega (sign.) F. h. Alþýðusambands íslands. Jón Sigurðsson (sign.) Jón Rafnsson (sign.) Hermann Guðmundsson (sign.)“. „í sambandi við samning undir- ritaðan í dag milli vegamálastjóra og Alþýðusambands íslands um kaup og kjör við vega- og brúar- gerðþ- undirrita aðilar eftirfarandi: Aðilar eru sammála um, að mál það, sem nú er rekið fyrir Félags- dómi skuli, á venjulegan hátt, rek- ið til enda, ennfremur að ekki verði um neinn frekari málarekst- ur eða skaðabótakröfur að ræða út af aðgerðum í sambandi við hana og félög eða einstaklingar verði ekki á nokkurn hátt látnir gjalda þátttöku sinnar í deilunni, á hvora hlið sem væri. Reykjavík, 18. maí 1944. F. h. ríkisstjórnarinnar Geir G. Zöega (sign.) F. h. Alþýðusambands íslands Jón Sigurðsson (sign.) Jón Rafnsson (sign.) Hermann Guðmundsson (sign.)“. Ffáreigendur í Akureyrarbæ áminnast um að reka fé sitt upp fyrir fjár- girðinguna í „Fjallinu“, þegar þeir sleppa því úr vörzlu. Sjáist fé ganga laust í bænum, verður það tekið, með að- stoð lögreglunnar, og eigendurnir sektaðir samkvæmt ákvæðum lögreglusamþykktar kaupstaðarins. Akureyri, 25. maí 1944. BÆJARSTJÓRI. Framhaldsskoöun bifreiöa á Akupeypi Bifreiðar þær, sem ennþá hafa ekki mætt til skoðunar, en eru skoðunarskyldar á Akureyri, komi til skoðunar þriðjudag og miðvikudag 30. og 31. maí n.k. við lögregluvarðstofuna. Mæti bifreiðarnar ekki þessa tilteknu daga, verð- ur sektum beitt samkvæmt bifreiðalögunum. Bæjarfógetinn á Akureyri, 24. maí 1944. Sig. Eggerz.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.