Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.05.1957, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 10.05.1957, Blaðsíða 1
VERKflmnDUFinn XXXX. árg. Akureyri, föstudaginn 10. maí 1957 17. tbl. KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN. Hann er ómissandi öllum þeim, sem fylgjast vilja með íslenikum stjóramálum. — Áskriftarsími á Ak. 1516. Full starfræksla tunnuverksmiðjanna fryggir saltsíldarframleiðsluna og spar- ar milljónir í gjaldeyri Áður hefur verið skýrt hér allýtarlega frá frumvarpi þeirra Iljörns Jónssonar, Friðjóns Skaiy)héðinssonar og llemharðs Stefánssonar um Tunnuverksmiðjur ríkisins, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir, að byggt verði tunnugeymsluskýli við tunnuverksmiðjuna hér og hún endurbætt að öðru leyti. — Frumvarp J>etta hefur nú verið afgreitt frá efri deild og var einróma samþykkt J>ar óbreytt,,að öðru en því, að rikisstjórn- inni heiinilast að láta byggja þriðju tunnuverksmiðjuna (á Austurlandi), ef hiin telur þörf á fleiri slíkum verksiniðjum. I rumvarpið hefur þegar verið tekið til íyrstu umiæðu og nefndaraígreiðslu í neðri deild, og má því fullvíst telja, að J>að verði að lögum á þessu þingi. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir 5 milljón króna lántöku til framkvæmda við tunnuverksmiðjuna hér. Hér fer á eftir ræða, er Björn Jónsson flutti við aðra um- íæðu efri deildar um írumvarp J>etta, en hann hafði þá fram- sögu af hálfu iðnaðamefndar. Herra forseti! Frumvarp það til laga um Tunnuverksmiðjur ríkisins, sem hér liggur fyrir til 2. umræðu, hefur alllengi verið til athugunar í iðnaðarnefnd og mælir hún ein- dregið með samþykkt þess, að gerðum þeim breytingum, sem till. á þskj. 469 ber með sér. Enda þótt afgreiðsla úr nefnd- inni hafi tekið langan tíma vil eg þakka hv. meðnefndarmönnum mínum þar skilning þeirra á mál- inu og vil vona, að einróma stuðningur þeirra, og væntanlega annarra hv. þingmanna, endist málinu til fullrar afgreiðslu á þessu þingi. Tunnusmíði er orðin nokkuð gömul iðnaðargrein hérlendis, og fengin af henni reynzla, sem ótvírætt sannar, að hún á ekki einasta fyllsta rétt á sér, heldur er hún einnig óhjákvæmileg nauðsyn, ef ein mikilvægasta framleiðslugrein sjávarútvegsins, saltsíldarframleiðslan, á að geta skilað örugglega þeim verðmæt- um til útflutnings, sem kostur er að draga að landi. í annan stað er hér um iðnað að ræða, sem er sérstaklega hentugur til þess að stuðla verulega að útrýmingu landlægs vetraratvinnuleysis á þeim stöðum, þar sem hann er starfræktur, sem til þessa hafa verið Akureyri og Siglufjörður. í þriðja lagi sparar þessi iðnaður milljónir króna erlends gjaldeyr- is. Þessi augljósu og auðskildu rök lágu til þess að ríkið réðist í Bragi kominn á þing Bragi Sigurjónsson, ritstjóri Alþýðumannsins, tók sæti á Al- þingi sl. mánudag. Kom hann inn í staðinn fyrir Pétur Pétursson, sem mun dveljast erlendis um það 1946 að kaupa tunnuverk- smiðjurnar á Siglufirði og Akur eyri, sem þá höfðu alllengi verið starfræktar, á Siglufirði af ein- staklingum og á Akureyri af bæj arfélaginu. Var það skoðun manna þá, að ríkisrekstur þess- ara fyrirtækja tryggði betur starfsemi verksmiðjanna en ein staklinga og bæjarfélags, ser hvorir tveggja höfðu takmörkuð fjárráð, og einnig að með þeim hætti yrði hagstæðara samræmi í milli tunnusmíðinnar og síldar- framleiðslunnar, ef báðar þessar nátengdu greinar lytu sömu for- sjá. 10 niilljón króna gjaldeyris- sparnaðinr. Tíu ára reynzla er nú fengin fyrir rekstri tunnuverkverksmiðj anna á vegum ríkisins og er hún í stuttu máli sú, að fullvíst er að framleiðsla þeirra getur, bæði að því er verð og gæði snertir, stað- izt allan samanburð við erlenda framleiðslu, ef sómasamlega er að henni búið, að því er snertir húsnæði, vélakost og skipulagn- ingu. Þrátt fyrir það, að verulegur misbrestur hefur verið á því, að þessum skilyrðum hafi verið fullnægt, varð verðmismunur á hverja tunnu, miðað við norskar tunnur, aðeins sex krónur á sl. ári. Lítill eða enginn vafi er á, að þennan mismun mætti minnka eða jafnvel jafna með öllu með endurbótum. Þessu til sönnunar má nefna að afkastageta Akur- eyrarverksmiðjunnar er talin vera um 2000 tunnum minni á mánuði en Siglufjarðarverk- smiðjunnar og stafar sá munur nær einvörðungu af rangri nið- urröðun véla, en úr því mun nú ætlunin að bæta. Við verðsamanburð er líka réttmætt að hafa í huga að engin Dalvíkingar vilja fá togaraafla til vinnslu Atvinna mjög lítil í vetur tollvernd er á tunnusmíðinni, svo scm á mörgum öðrum greinum iðnaðar, sem ekki verða taldar jafn nauðsynlegar, en gjaldeyris- sparnaður er um 36 kr. á hverja smíðaða tunnu, eða ítæpar milljónir króna miðað við fram- leiðslu sl. árs, sem var rúml. 103 þús. tunnur. Væri hins vegar miðað við framleiðslugetu verk smiðjanna og þarfir síldarsöltun- arinnar eins og hún getur orðið sæmilegum árum yrði gjaldeyr- issparnaðurinn ekki undir 10 milljónum króna. Nauðsyn fyrir síldarfram- leiðsluna. Þegar svo við bætist, að verð- mætisaukning þessi er að mestu fengin með vinnuafli, sem ella færi forgörðum í atvinnuleysi, þá er augljósara en um sé þörf að deila, að stefna ber að því að öll tunnusmíðin fari fram hér innan lands að svo miklu leyti, sem nokkrir möguleikar eru til. (Framhald á 4. síðu.) Atvinnuástand á Dalvík var mjög slæmt á liðnum vetri og með versta móti. Verkamanna- vinna í janúar, febrúar og marz var nánast engin önnur en vinnsla þess fiskjar, sem þrír 8 til 9 lesta vélbátar öfluðu, en afli þeirra var unninn í frystihúsi því, sem Kaupfélag Eyfirðinga á á staðnum. Að venju leituðu margir Dal- víkingar vinnu sunnanlands ó vertíðinni, en fjölmargir eiga að sjálfsögðu ekki heimangengt og verða að gera sér að góðu þá litlu vinnu, sem til fellur heima. Er mikill óhugi ríkjandi fyrir því, að gerðar verði ráðstafanir, sem að gagni komi til að ráða bót á því atvinnuleysi, sem jafn- an verður á Dalvík á vetrum. Telja Dalvíkingar, að það, sem fyrst og fremst mætti að gagni koma í því efni væri, að þar kæmi upp fullkomið frystihús, sem fengi togaraafla til vinnslu að vetrinum, eða þá tíma, sem atvinnuástandið er lakast. Munu þeir í því sambandi binda nokkr- ar vonir við ríkisútgerð togara til atvinnujöfnunar. — Jafnframt þyrfti að bæta hafnarskilyrði með tilliti til aukinnar útgerðar að vetrinum. Tilbrcytni í skenunt- analífinu Á sunnudaginn kemur munu Syngjandi páskar, sem er skemmtiflokkur frá Félagi ís- lenzkra einsöngvara, efna til söngskemmtana hér í Nýja-Bíó. Söngvarar eru: Kristinn Halls- son, Þuríður Pálsdóttir, Guð- munda Elíasdóttir, Jón Sigur- björnsson, Gunnar Kristinsson, Ketill Jensson og Guðmundur Guðjónsson. Ennfremur mun hljómsveit Björns R. Einarssonar skemmta og aðstoða söngfólkið og Gestur Þorgrímsson flytja ósvikið gam- an. Skemmtisamkomurnar verða kl. 5, 9 og 11.15 á sunnudaginn. AS- göngumiðar eru seldir í BókabúS Rikku. Stór vörusýning í Rvík í sumar Allir þeir, sem áttu þess kost, að sjá hinar miklu vörusýningar Sovétríkjanna, Tékkóslóvakíu og Kína í Reykjavík sumarið 1955, munu enn minnast þeirra. Fyrirtækið Kaupstefnan, sem annaðist þær sýningar, hefur nú ákveðið að gangast fyrir um- Fyrstu knattspyrnuleikir ársins Keflvíkingar í heimsókn Ákveðið er, að nú um helgina komi knattspyrnumenn Keflvík- inga í heimsókn til Akureyrar, og munu þeir heyja tvo kappleiki við lið Akureyrarfélaganna. Verð ur sá fyrri kl. 5 á laugardaginn, en sá síðari kl. 2 á sunnudag. — Verða þetta fyrstu kappleikir sumarsins hér og munu þeir verða háðir á gamla Þórsvellin- um, þar sem ekki þykir fært að svo stöddu að leika á grasvellin- um vegna hættu á að hann skemmist verulega. Ollum þeim, sem með knatt- spyrnu fylgjast, mun verða mikil forvitni á að sjá þessa fyi-stu leiki sumarsins, ekki einasta að sjá Keflvíkingana, heldur einnig og kannski ekki síður að sjá hverj- breytingum og framförum um Akureyrarliðið hefur tekið undir handleiðslu þýzka þjálfarans Heinz Marovtzke. Atv innuleysisskráning Við atvinnuleysiskráningu Vinnumiðlunarskrifstofunnar um síðustu mánaðamót voru samtals 65 menn skráðir atvinnulausir. Engir þessarra manna hafa haft fasta vinnu að undanförnu, en margir hlaupavinnu dag og dag eða um tíma hjá bænum. — 32 þessarra manna hafa notið ein- hverra bóta frá atvinnuleysis- tvyggingunum. fangsmikilli vörusýningu í Rvík í sumar. Að þessu sinni verða sýndar vörur frá Tékkóslóvakíu og Austur-Þýzkalandi, og auk þess mun Rúmenía hafa þar opna upplýsingaskrifstofu um utanríkisviðskipti sín, þótt ekki verði um beina vörusýningu að ræða. Verzlunarráð Tékkóslóvakíu og verzlunarráð Austur-Þýzka- lands munu senda hingað hundr- uð smálesta af sýningarvörum og fulltrúar verzlunarfyrirtækja í þessum löndum verða á staðnum til að gefa allar upplýsingar og semja um viðskipti, eftir því sem aðstæður leyfa. Enginn hæfilegur sýningarskáli er til í Reykjavík fyrir sýningu sem þessa, en Kaupstefnan mun koma upp 1600 fermetra sýning- arsal með því að setja þak yfir port Austurbæjarbarnaskólans, en stórar vinnvivélar og fleira verður sýnt á bersvæði. Upplýs- ingaskrifstofur verða í skólahús- inu sjálfu. Framkvæmdastjórar sýningar- innar eru þeir ísleifur Högnason og Haukur Björnsson, en vernd- arar sýningarinnar þeir Lúðvík Jósefsson viðskiptamálaiáðherra og Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.