Voröld - 11.02.1919, Blaðsíða 1

Voröld - 11.02.1919, Blaðsíða 1
L HEY! HEY! Sendið heyið ykkar til íslenzku h«y- kaupmannanna, og fáið hæðsta verð, einnig fljóta afgreiðslu. Peningar láa- aðir á “kör" send beint til okkar. Vér áhyrgjumst að gera yður á- nægða. THE NORTHERN HAY CO. 408 Chambers of Commerce Talsírr.i G. 2209. Nætur talsími S. 3247 Winnipeg, - Man. II. ÁRGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, 11. FEBRÚAR, 1919 Nr. 2 Fjandmenn vorir sýna ofbeldisanda Banatilrœði við menn og réttíndi. Reynt að æsa hervaidið gegn oss. Hermenn sýna sanngirni og Stjórnleysingja áformin mishepnast. Voröld fékk talskeyti fyrra mámtdag þess efnis að ráðist yrði á prejitsmiðjuna næsta dag og' hún brotin í mola. Einni klukkustund síðar fékk umsjónarmaður Farmer’s Advocat&lsýg'gingarinnar talskeyti um það að hann skyldi heimta veð af Hecla Press fyrir skemdum, því prentsmiðjan yrði hrotin næsta dag\ Nokkru síðar fékk Martin Paper Co. talskeyti þar sem því var ráðlagt að heimta veð af Hecla Press og Voröld því prentsmiðjan yrði brotin og alt eyðilagt. par næst fékk Miller and Richard talskeyti og var þeim ráðlagt að heimta hátt veð af Hecla Press því prentsmiðjan yrði mölbrotin. Loks kom aftur talskeyti til Hecla Press um það að hermennimir væru á leiðinni í stómm hóp og ætluðú að ráðast á oss og brjóta smiðj- una. Félagið keypti prentáhöldin af Miller and Richard, en kaupir allan pappír af Martin Paper Co. (Lögberg verzlar við bæði þessi félög og veit að vér verzlun við þau) Heimkominn hermaður enskur vinnur hjá Hecla Press; hann fór til fundar við félaga sína og sagði þeim eins og satt er að Hecla Press væri eina íslenzka prentfélagið sem hefði 40 prócent heimkomna hermenn í þjónustu sinni; sömuleiðis að Voröld væri eina íslenzka blaðið sem hefir sérstaka deild helgaða hermönnum, og eina íslenzka blaðið sem hefði sérstaka skrifstofu til liðveizlu og leiðbeininga heimkomnum hermönnum. petta varð til þess að árásinni var hætt. En þessar tilraunir f jandmanna vorra sýna hversu vandir þeir eru að meðölum. Hermennimir eiga enga sök í þessu; aðrir ætluðu að nota þá sem verkfæri, en það mistókst. peir sem fylgst hafa með allri ofsóknasög- uxmi gegn Voröld geta gizkað á hvaðan þessi níðingsaðferð sé rannin. ALMENNAR FRETTIR. Einn þeirra sem Irar kusu til þess að mæta á friðarþinginu heit- 1 ir Edward de Valera og er háskóla | kenoari; hann var í fangelsi á Eng lamli fyrir uppreist og er sagí' að hí iin hafi komist brott þaðan með aðstoð félaga sinna og muni koma fram fyrir friðar þingi’) þegar minst vari. Sumir ráðherrarnir í Otvavx á samt nokkrum læknum si'.ja á ráð- sttfnu í höfuðstaðnum oe eru að >s Ávarp til íslendinga I Vesturheimi Oft og' mikið liefir verið talað um nauðsynina á að viðhalda þjóð- erni voru íslendinga hér í álfu, og er það skiljanlegt.—þar ræðir um dýran fjársjóð, er vér, menn og konur útflutt frá íslandi eigum: menningu þjóðar vorrar þúsund ára gamla og margreynda—það vega- nesti sem er aflvaki allra framkvæmda voi’ra og manndóms í þessu ný.Ja kjörlandi voru. þenna frjársjóð vitum vér að vér eigum og þenna fjársjóð viljum vér varðveita oss til uppbyggingar og þjóðfé- laginu, sem hér er í myndun, til þroskunar. Hann er arfurinn, er vér þráum að geta lál ið hreinan og ómengaðan niðjum vorum í þessu landi í té, þegar vér leggjumst til hvíldar, þeim til uppbyggingar og landi þessu og lýð til blessunar. Vér viljum afhenda þeim tunguna—málið, "mjúkt sem gull og hvelt sem stál,” er í sér felur hugsanaheim hins íslenzka þjóðlífs frá hinni elztu tíð og upp til vorra daga, er lýsir hinum norrænu hugsunum, liinu norræna einstaklingeðli, hinum nor- ræna skilningi á kröfum og tilgangi mannlífsins, sem, að vorum dómi, er fullkomnari og æðri en skilningur sumra annara þjóða. Vér vilj- um að þeim sé greiður gangur að bókmentum þjóðar vorrar, sem, þó lítil sé, er eina þjóðin í heimi, er á lifandi mál, á sí-gildar fornaldar bókmentir, sem af fræðimönnum eru taldar jafn-snjallar, ef ekki snjallari öðrum bókmentum fo* •.« , .rinuar petta, m 'ðr.l annars, þráum vér að orðið geti ævarandi eign niðja vorra í álfu þessari og hjartfólginn fjársjóður, er þeir svo fái auðgað með hið vaxandi þjóðlíf, svo það megi verða þróttmeira og fegurra en ella. Nú byggir þetta land, sem kunnugt. er, fólk ur öllum álfum heims, og hefir hvert um sig með sér flutt þá siðu, þær hugsjónir, þá tungu, er tíðkuð hefir verið í heimalandi þess. Standa menn því hér á mjög misjöfnu menningarstigi, þó nábúar gjörist eftir að hingað kemur. Prá borgaralegu sjónarmiði er þjóðin ein og óskift. En tími sá er enn eigi kominn, að fólk þetta hafi náð því takmarki, að mynda eina þjóðernislega heild, er öðlast hafi sérskilin og ákveðin andleg þjóðar- einkenni, þó, með framtíðinni, að eftir því sé vonast að svo megi verða. Gætir því margbreytilegra skoðana, á öllum þeim málum, er varða framtíðina og áhrif geta haft til að efla eða hnekkja menníngu hinnar uppvaxandi þjóðar, á komandi tíð, og ræður í því efni, á hverj um stað fyrir sig, að mjög miklu leyti, liver þjóðflokkurinn er öfk ugastur, að fólksf jölda eður efnahag. Nú er það hin helgasta skylda gagnvart þcssu ríki og hinni uppvaxandi þjóð, að þeir, er að arfi hafa tekið göfugar hugsjónir og haldgóða menningu, og hingað hafa flutt, ávaxti þenna arf sinn og verndi þessar hugsjónir sínar frá glötun. Nú hagar svo til hjá oss, að vér erum búsettir meðal allra þessara þjóðflokka og hefir þegar komið í Ijós, að straumar þessara áhrifa eru mjög misliollir voru andlega heilbrigði, og hafa því orðið þess valdandi, að vér höfum í sumum efnum miður en skyldi verndað hinn þjóðernislega arf vorn, og það gengið svo langt,, að jafnvel hugsjóna- lífi voru og tungu hefir staðið háski af. Áhrifin hafa eigi fremur borist oss frá þeim þjóðflokkum, er ofar standa í menningarlegu tilliti en vér, en hinum, sem þar standa neðar, og veldur því afstaða bygð- arlaga vorra og nábýli við hina ýmsu þjóðflokka. pess vegna getur svo farið, ef vcr eigi gjörum neitt til þess að varðveita þjóðerni vort í framtíðinni, að í stað þess að taka framförum andlega og líkamlega, fari oss svo aftur, að af þvi supum ver og niðjar vorir um langan aldur. pað er þess vegna skoðun vor, að Islendingar hér í álfu ættu að bindast samtökum sín á meðal, til að mynda félagsskap til viðhalds tungu vorri og þjóðerni, er og jafnframt liefði það að markmiði að efla. sæmd þjóðar vorr-ar og virðin ;u innbyrðis og út á við, í öllum efnum, eftir því sem ástæður leyfða; er orðið gæti hvöt mentamönn- um vorum í námi þeirra og yM^Jaiðkunum, rithöfundum vorum styrkur í verki þeirra og frumkvooull að því, að kynna aikomendum vorum og meðborgurum sögu vora og bókmentir að fornu og nýju, með fyrirlestrahaldi eða útgáfu þar til kjörinna rita. Auk þess gæti innifalist í verkefni íélagsins: (a) —að stuðla að því, að íslenzk tunga verði kend við sem flesta háskóla hér í álfu, er Islendingar sækja, og að komið verði á fót verð- launasjóðum í norrænum fræðum við þær stofnanir. (b) —að stuðla að samvinnu og samhygð milli íslendinga liér í álfu og þjóðarinnar heima. (c) —að efla þau framfarafyrirtæki, er orðið gætu íslendingum til sæmdar og nytsemdar hér sem annarstaðar. pessi tillaga vor um almenna félagsmyndun er eigi ný.Miklu fremur má með sanni segja, að hún sé jafngömul landnámi voru í Vesturheimi.. Hafa á ýmsum tímum og velflestum stöðum, þar sem íslendingar búa; komið fram svipaðar tillögur og jafnvel til- raunir verið gjörðar að stofna þvílíkan félagsskap. Hefir þetta mál því verið eitt hið mesta og ahnennasta áhugamál vort., þótt eigi liafi verið gjörðar svo almennar framkvæmdir í því, sem nú er farið frám á og æskilegt hefði verið. En nú á síðustu tímum hefir það fengið nýjan og aukinn þrótt og áhugi vaknað fyrir því meiri en nokkuru sinni áður. Til þess liggja margar orsakir, sem öllum eru ljósar og eigi gjörist þörf að skýra frá. Hér í Winnipeg hefir þegar nokkur byrjun verið gjörð. Fjölmennur fundur var haldinn hér 7. þ.m. og voru þar allir einhuga með því, að æskilegt væri að komið yrði á stofn allsherjar þjóðernisfélagi meðal Islendinga hér í álfu, og var þar sam- þykt svolátandi tillaga: “Að kosin sé þrjátíu manna nefnd, er vinna skuli að undirbúning þessarar fyrirhuguðu félagsstofnunar fram til almenns fundar. Skal nefndin semja ávarp, er sendast skal mönnum í hinum ýmsu bygðar- lögum vorum hér í álfu, og með því sé á þá skorað að gangast fyrir fundarhaldi hver í sinni bygð, og með fundaratkvæði leita álits þeirra sem viðstaddir eru, um stofnun þjóðræknisfélags meðal íslendinga í Vesturheimi. Falli samþyktir með, skulu kosnir fulltrúar á fundum þessum, er mæta skulu á almennum fundi í Winnipeg, er ræða skal um stofnun, stefnu og fyrirkomulag þessa félags, og skal sá almenni fundur haldinn svo fljótt, sem ástæður leyfa.” Nefndin sem kosin var, hefir þegar tekið til starfa. Formaður hennar er séra Rúnólfur Marteinsson, hr. Ásm. P. Jóhannsson féhirð- ir og séra Guðm. Árnason ritari. Að tilhlutun hennar og samkvæmt ofangreindri tillögu er ávarp þetta samið, og eru það tilmæli nefndar- innar, að þeir menn, er veita kunna því móttöku, gangist fyrir fundar- höldum á þann hátt, er um ræðir í tillögunni, og tilkynni svo ritara eða formanni hér iirslit þeirra funda. Dagsett í Winnipeg, Manitoba, 27. janúar, 1919. sem ja lagafrumvarp í því skyni a varna útbreiðslu sóttnæmra kvn- ferðissjúkdóma. Nýútkomnar skýrslur sýna að 1,138 manns hafa dáið úr Spönsku veikinni í Winnipeg upp tíl 1. feb. Af því dóu 179 af lungnabólgu. Um 15,000 veiktust alls, sem skýrs lur voru gefnar um. pess var getið nýlega að heim- komnir hermenn heimtuðu að út- lendingar í Canada væru reknir úr landi brott (það er að segjá af þeim þjóðum sem á móti banda- mönnum voru) Norrisstjórnin hefir skipað nefnd í því skyni að rannsaka málið til þ'ess að ákveða hverjir skuli reknir heim aftur og hverjum leyft að vera. Meyers dómari er í þeirri uefnd og A. E. Moore, herforingi; verkamenn nefna einn. P. M. Dahl, ritstjóri norska blaðsins “Norröna” átti fimtugs afmæli 18. janúar. Var hann þá heimsóttur af f jölda mörgum Norð mönnum og honum gefnar margar dýrar gjafir. I Sökum þess að verkamönnum og jafnaðarmönnum í Vancouver ' var neitað um fundaleyfi í opin- 'berum samkomustöðum hafa þeir ákveðið að kalla allsherjar verk' fall. Nýlega er látin kona í Martino í i Caliíornia 134 (hundrað, þrjátíu og fjögra) ára gömul. Hún hét ; Alaría og var aldrei kölluð annað en “María gamla” Hið síðara nafn hennar er ekki kunngert en hún er talin að hafa verið elzta kona í heimi. Hiin hafði átt 27 : börn og voru þau öll dáin á undan henni. Hún mundi vel eftir þvi þegar hún var 12 ára og lagður var hornstinniu í trúboðskirkjuna í San Jona. pað var árið 1797. María gamla var rétt nýbúin að (láta smíða þriðju fölsku tennurn- ar þegar hún dó. Vilhjálmur Stefánsson hefir gef- ið flotamála stjórninni nákvæm- ar skýrslur um flóðhækkun í höf- um þar sem hann fór um. Sýna þær ineðal annars að á hafinu með- fram ströndunum alla leið til Ak aska cr ílóðhækkunin ekki nema hálft til tvö fet, en aftur á móti er liún full 30 fet í Hudson’s fló- anuin. Rúnólfur Marteinsson Jón J. Bildfell O. T. Johnson Sig. Júl. Jóhannesson O. S. Thorgeirsson Björn B. Jónsson Magnús Paulson Sigurbjörn Sigurjónsson Hjálmar Bergmann Líndal Hallgrímsson Ingib. Goodmundsson Rakel Oddson Aurora Johnson Jóhanna G. Skaptason Thórður Johnson Friðrik Sveinsson S. D. B. Stephanson Asm. P. Jóhannsson Thomas H. Johnson Brandur J. Brandson Rögnv. Pétursson Thorst. Borgfjörð Kristján J. Austman Gunnl. Jóhannsson Hjálmar Gíslason Guðm. Árnason Einar P. Jónsson Jón Árnason Guðrún F. Johnson Sesselja Gottskálksson 200 menn sem búa til fætur og hendur í Toronto hafa gert verk- fall og krafist hærri launa. Sagt er að 15,000 heimkomnir hermenn ætli að gera samhygðarverkfall við þá ef þeir fái ekki kröfum sín- um framgengt. Okurverð! Ræníngjaverzlun! 287 félög græddu yfir $1,500,000,000 (fimtán hundrað miljónir) á þremur áram, auk alls kostnaðar. pessar tölur eru teknar úr skýrslum fólaganna sjálfra til stjórnarinnar. púsundir annara félaga eru bæði í Canada og Bandaríkjunum sem samskonar ránsverzlun hafa rekið og ekki eru nefnd hér. Reykt svínakjöt fór upp í 45 cents pundið, nautakjöt upp í 38 cents; skór upp í $16 g jafnvel $18 o.s. frv. petta eru blóðpeningar. Hér eru nokkur dæmi þar sem félög rökuðu saman offjár með okurverði. Sýnt er nafn félagsins, gróði á ári fyrir stríðið, gróði á ári á stríðs- tírnanum: American Sugar Co .. $2.687,506 $11,455,107 Armour & Co 6,181,641 21,293.563 Bethlehem Steel Co 2,063,341 43,593 96.8 Booth Fisheries 210,453 2,502,632 Brown Shoe Co 710,464 2,078,560 Corn Products Co .. 1,714,835 14,848,660 Intemational Machinery Co 132,333 11,070,543 Swift & Co 6,137,500 34,650,000 U. S. Steel Corporation ... 52,240,049 457,685,090 pegar bændaflokkurinn í Norður Dakota eða F. J. Dixon í Winn- ipeg vildu beina athygli manna að þessum okurverzlunum og blóð- sugum voru það kölluð landráð; þegar foringjar þessa sama bænda- flokks í Dakota og Dixon í Manitoba stungu upp á því að herskylda eitthvað af þessum illfengna auði, var þeim hótað hörðu og þeir kallaðir þýzksinnaðir og landráðamenn. Blöðin þágu blóðpeningana til þess að hylja fjárdráttinn og þessi fallegi leikur hélt áfram. Her- vöhurnar voru seldar stjóminni fyrir ránsverð; stóra f járdráttarfél- ögin keyptu “stór”sigurlánsbréf fyrir blóðpeningana og nú era bankastjórarnir og endurreisnarfélögin að heimta meiri framleiðslu, meiri sparnað og fólksfjölgun til þess að borgaðir verði vextir af skuldunum sem hringuðust upp á meðan stríðið stóð yfir og ránin fóru fram. petta eru sömu mennirnir sem ákváðu kaup hermannanna $1.10 á dag; sömu mennirnir sem skömtuðu hermanna konum úr hnefa af þjóðræknissjóðnum t.il þess að þær skyldu ekki svelta.í hel með hin óheyrilega lágu tillög frá stjórninni, sem ákvað hæstu laun heilsu- lauss hermanns $50 á mánuði. petta er nú sú menning sem vér stær- um oss af. Rússland má sannarlega herða sig ef það á að gera betur. peir dagar nálgast hröðum skrefum þegar hinn voldugi^konungur fólkið sjálft, rís upp gegn öllu þessu ránsfyrirkomulagi og segir við Sir William Meredith að sannarlega skuli auðlegðin tekin til skulda- lukningar, svo rækilega að engin þjóðskuld verði lengur til og að fólkið ætli sér að senda alt fjárdráttarkerfið til helvítis, þar sem það eigi heima. (pýtt úr “Westem Labor News”)

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.