Vísir - 26.08.1959, Blaðsíða 1

Vísir - 26.08.1959, Blaðsíða 1
12 síður q I 12 síður 49. ár. Miðvikudaginn 26. ágúst 1959 185. tbl. Mil síld út af en að veiSum. Fanney fann vaðandi síld. Frá fréttaritara Vísis. Raufarhöfn í morgun. Síldin blossaði upp aftur í •gærmorgun, en þá voru ekki eftir fyrir austan nema 60 til 80 skip, hin voru farin heim. Nokkur skip, sem voru á heim- leið, þar á meðal Vönin II. frá Keflavík sneri við og fékk 150 mál. Síldin kom upp 40 mílur út af Gerpi og voi'u þar til staðar þau skip sem enn héldu áfram. Flest af þeim voru frá Aust- fjörðum en allmörg hinna stærri skipa úr öðrum lands- fjórðungum. Það var undir eins komið löndunarstopp á Seyðis- firði og Austfjarðahöfnum og það er ekki að vita nema ein- hver skip komi hingað til Rauf- arhafnar. Þeir héldu áfram að kasta í morgun og auk þeirra skipa, sem talin verða hér á eftir, Síam herðlr eftirlit. Stjórnin í Síam hefir ákveð- ið, að framvegis verði hert eft- irlit með komu Kínverja til landsins. Fram til þessa hafa Kínverj- ar búsettir í Hong Kong getað fengið skilríki til Siamsferðar, án þess að mikið þyrfti fyrir að hafa. Þetta notfærðu kínverskir kommúnistar sér og fóru hóp- um saman til Hong Kong og náðu sér þar í hin auðfengnu skilríki. Verður nú tekið fyrir Ælíkt framferði. hafa og mörg: önnur skip fengið nokkurn afla, svo það er aldeil- is ekki hægt að segja að lokin séu' komin. Þeir hafa verið að fá gríðar- stór köst, og sumir hafa sprengt nætur sínar. Þessi skip hafa gefið upp afla sinn og voru lögð af stað í land í morgun: Keilir 800 mál, Svanur RE 400, Gullfaxi 550, Ólafur Magnús- son RE 500, Rafnkell 600, Hrafn Sveinbjarnarson 600, Stefnir 400, Gullver 300. Spilið í Bjarna Jóhannessyni bilaði, og varð Fanney að hjálpa honum að ná nótinni upp, og Sigrúh frá Akranesi hengilreif nótina. Þeim hefur gengið illa að bræða á Seyðisfirði, þeir eru alltaf að bræða gamla síld. Nú er komið löndunarstopp þar og bíða um 200 mál í bátum. Það má búast við áframhaldandi veiði því veðrið fer batnandi. Leita stuðnings í Alsírmálinu. í gær gengu á fund banda- ríska utanríkisráðuneytisins í YVashington, 10 fulltrúar Serkja. Leituðu þeir aðstoðar Banda- ríkjanna við málstað sinn i Al- sírmálinu, er -þing Sþ kemur saman í haust. Áttu þeir meðal annars tal við Herter utanrík- isráðherra, en hann lagði á- I herzlu á þá skoðun Bandaríkja- stjórnar. að bundinn yrði hið ! bráðast endir á ófriðinn í Alsír. Takið íslendinga til fyr- irmyndar, segir Lofotposten Efni hvítu bókarinnar mikið rætt í norskum blöðum. .sérstaklega í streng með ís- lendingum og eru á einu máli um það að íslendingar hafi tek- ið' rétta stefnu í landhelgismál- inu, enda hafa íbúar Norður- Noregs verið talsmenn út- færslu landhelginnar við Nor- Heimta Frakkar stuðnfag.íslendm auk ainara, í Alsírmáfmu hjá S Þessi mynd sýnir hið reiðilega andlit Fidels Castros er hann hélt hina 5 klukkustunda löngu ræðu sína í sjónvarp og útvarp á Kúbu um daginn, er gerð hafði verið tilraun til að steypa honum af stóli. — Castro var ekkert feiminn við að nefna nöfn þeirra landa, sem að hans áliti stóðu að baki tilræðinu. Eisenhower lagöi af stað til Bonn snemma í morgun. Væntanlegur þangað um klukkan 17.30 í dag. Frá fréttaritara Vísis. — Osló í gær. Norsk blöð hafa að undan- förnu varið miklu rúmi til að ræða landhelgismálið eftir að liaraldur Guðmimdsson sendi- herra Islands skýrði frétta- mönnum frá gangi landhelgis- málsms við útkomu hinnar hvítu bókar um sama efni. i Blöðin í Norður-Noregi taka Lofotposten seglr: „.... hið rólega en ákveðna skref, sem Framh. á 6. síðu. Eisenliower forseti er nú á leið yfir Atlantshafið í flugvél sinni, þr.ýstiloftsþotu af gerð- inni Boeing 707. Mun hann | koma til Bonn um kl. hálf sex , í dag. Þar mun dr. Adenauer, kanzlari V.-Þýzkalands, taka á móti honum. Á fundi þeim sem Eisenhow- er hélt með fréttamönnum í Washington í gær, sagði hann, að megintilgangur ferðar sinn- ar væri að stuðla að vestrænni einingu og samstöðu gegn hvers konar ágengni, og auka þannig varnarstyrk Atlantshafsþjóð- anna. I Forsetinn las greinargerð fyrir fréttamönnum, og þar lýsti hann því yfir, að hann óskaði einskis frekar en þess, að sér gæfist tími til að heim- sækja, ekki aðeins höfuðborgir þriggja ríkja, heldur höfuð- borg hvei's þess ríkis í heimin- um sem berðist fyrir friði, og ifrelsi einstaklingsins. En for- |setinn sagði, að því miður gæf- ist sér ekki tækifæri til að leggja upp í slíka ferð, en við forystumenn Þýzkalands, Eng- lands og Frakklands kvaðst hann mundu ræða sameiginlega afstöðu vestrænna landa. Forsetinn kvaðst mundu leggja áherzlu á það í viðræð- um sínumi að það væri megin- stefna Bandaríkjanná að. vuuia að friði, og viðhalda jafnframt varnarstyrk svo að* tryggja mætti sameiginlegt öryggi. J afnf ramt kvaðst forsetinn vilja endurtaka fyrri yfirlýs- ingar Bandaríkjanna um vilja til að semja við Rússa um af- vopnun, svo framarlega sem fram kæmu skynsamlegar til- lögur um þau mál. Einnig væri sameining Þýzkalands mál sem væri eitt af þeim málum sem leysa þyrfti sem fyrst. Jafn- framt lýsti forsetinn vilja Bandaríkjamanna til að draga úr viðsjám kalda stríðsins. Þá sagðist Eisenhower leggja áherzlu á tryggð Bandaríkj- anna við aðrar þjóðir Atlants- hafsbandalagsins, og samstöðu þeirra við aðrar þjóðir banda- lagsins í baráttunni fyrir friði. Fyrsti kjarnorkuofninn í Þýzkabndi. Tvö vestur-þýzk fyrirtæki hafa tekið að sér að smíða kjarn vél í Julich í Vestfalen. Fyrirtæki þessi eru Krupp og Brown Boveri, sem einnig er stórveldi á iðnaðarsviðinu. Verður þetta fyrsta kjarnavél- in í V.-Þýzkajandi og verður hún notuð til raforkufram- . leiðslu.; mor;; De Caulíe mm byrja á að krefjast þess af Efseiíhower. Vill nota málið ííl samninga við Bandaríkin. Frakkar ætla a'ð krefjast þess af bandaniönnum sínum i Atlantshafsbandalaginu, að þcir veiti þeim fullan stuðning í 1 Alsír-málinu. Það hefir verið skoðun manna, að þegar Dwight Eisen- hower, forseti Bandaríkjanna, komi til Evrópu um miðja vik- una til viðræðna vegna vænt- anlegrar Bandaríkjaheimsókn- ar Krúsévs, muni de Gaulle ræða þetta atriði við hann fyrst og fremst. Alsír-málið hefir oft verið tekið fyrir hjá Sþ., og árang- ur jafnan orðið sá, að Frakk- ar hafa gengið af fundi. Nú óttast Frakkar, að andstæð- ingar þeirra hafi eflzt, svo að hlutleysi þjóða eins og Bandaríkjanna geti ekki lengur orðið að gagni. Þess vegna er það skoðun manna í París, að nú muni de Gaulle bjóða Eisenhower upp á samninga. Annars vegar að Bandaríkin standi með Frökk- um af alhug í Alsírmálinu, svo að það verði ekki knúð fram gegn vilja Frakka, en á móti heiti Frakkar að verða heldur samningaliprari við Bandarík- in um ýmis atriði varðandi At- lantshafsbandalagið. Þess er að sjálfsögðu beðið með mikilli eftirvæntingu, hvernig fundi Eisenhowers og de Gaulles lyktar, því að úrslit- in geta ráðið miklu um sambúð þessarra fornu vinþjóða á næst- unni. Hún hefir ekki verið góð, en hún gæti versnað enn, því að de Gaulle vill ekki láta bjóða sér hvað sem er. Það hefir einnig flogið fyrir í París, að áður en alls- herjarþing Sþ. komi saman í næsta mánuði, muni franska stjórnin gera öllum NATO-þjóðiim orð og krefj- ast stuðnings og samstöðu. Og það er sérstaklega tekið fram, að Danmörk, Noregur 2 og ísland muni fá að heyra frá Frökkum. Þessar þjóðir sátu hjá síðast eins og Bandaríkin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.