Tölvumál - 01.03.1996, Blaðsíða 31

Tölvumál - 01.03.1996, Blaðsíða 31
Mars 1996 Á meðan á uppbyggingu breið- bandsnetsins stendur verður það aðskilið frá talsímakerfinu og notað sem dreifikerfi fyrir sjón- varp. Auðvelt verður þó að breyta því í gagnvirkt kerfi síðar. Þá mun aðeins þurfa að skipta út endabún- aði eða uppfæra hann eftir atvikum og þá verður hægt að nota það fyrir talsímaþjónustu, til gagnaflutn- ings, sjónvarpsdreifmgar, mynd- bandamiðlunar og annarrar þjón- ustu í framtíðinni sem krefst meiri bandbreiddar en þeir kopar- strengimir hafa sem nú em notaðir. AMUSE verkefnið AMUSE (Advanced Multime- dia services for Residential Users) er rannsóknarverkefni á sviði margmiðlunar. Þetta er samstarfs- verkefhi 23 evrópskra fyrirtæki og stofnanna frá 7 löndum. ESB sfyður þetta verkefni fjárhagslega. Innlendir samstarfsaðilar Pósts og síma, sem stjórnar verkinu á íslandi, em Kerfísverkfræðistofa HÍ og Nýherji. AMUSE verkefnið gengur út á að prófa margmiðlunarþjónustu á ATM fjarskiptagrunni. Um er að ræða 7 mismunandi tilraunagrunna víðsvegar um Evrópu, sem hver um sig prófar ákveðna kerfislausn og hinar ýmsu tegundir margmiðlun- arþjónustu. Verkefninu er skipt í tvö skeið. Á fyrra skeiðinu er verið að prófa ATM flutningskerfið, einfalda þjónustu, minni bandbreidd til notenda, MPEG f þjöppunarstað- allinn verður notaður og aðeins fO- 20 notendur eru tengdir við hvem tilraunagrunn. Á seinna skeiðinu verður notendum fjölgað, flutn- ingsgetan aukin og MPEG 2 þjöpp- unarstaðallinn notaður. Einnig er hugsanlegt að tilraunagrunnamir verði tengdir saman og notendur í einu landi geti sótt margmiðlunar- þjónustu til annars lands. Tilraunagrunnurinn hér á íslandi, sem mynd 2 sýnir, byggir á svonefndri „Fiber To The Curb“, FTTC, og „Fiber To The Build- ing“, FTTB, lausn. FTTC lausnin gengur út á það að ljósleiðari er lagður í götuskáp, en í FTTB er ljósleiðarinn lagður inn í fjölbýlis- hús. Síðasti spölurinn inn í hús eða íbúð notanda verður annaðhvort á kóaxstreng eða á parstreng. Flutn- ingshraðinn í stofnkerfinu þ.e. frá miðlurum þjónustuveitenda að ATM notendaskiptistöðinni, verð- ur 155Mb/s. Frá notendaskipti- stöðinni til hvers notanda verður hraðinn 25,6 Mb/s, sem er nýr staðall sem ATM Fomm gaf út í byrjun nóvember 1995. Heima hjá notendum verður tengt svonefnt stafrænt endabox (digital set top box) frá Online Media. Með þessum búnaði verður hægt að velja bíómyndir, fféttaefni og stunda verslun og bankavið- skipti í venjulegu sjónvarpi. Miðlarar þjónustuveitenda verða tengdir við ATM flutnings- kerfið og öflugasta tölvan verður fyrir myndmiðlunina, en hún verð- ur frá Siemens Nixdorf. ATM skiptistöðvarnar verða þrjár. Stofnskiptistöð frá Fore sys- tems, sem myndmiðlarinn og aðrar tölvurerutengdarvið. Stofnskipti- stöðin er síðan tengd við tvær ATM notendaskiptistöðvar frá SJ Re- search. Önnur skiptistöðin verður í götuskáp og hin verður í fjölbýlis- húsi. Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða hverfi verður valið fyrir þennan tilraunagrunn. Ákveðið hefur verið að bjóða upp á fems konar þjónustu í þess- ari tilraun. Fyrsta og mikilvægust er myndmiðlun (movies on de- mand), en sú þjónusta gerir mestu kröfurnar til flutningskerfis og tölvubúnaðar bæði hjá notanda og þj ónustuveitanda. Önnur þjónusta verða fréttir- eftir-þörfum (news on demand) sem gæti verið á textaformi eða myndaformi; Þetta er háð þjón: ustuveitanda og hversu ört er hægt að uppfæra fréttir á því formi sem valið verður. Ef um myndbönd er að ræða verður að MPEG-kóða allt efni.Aðrar tegundir þjónustu, sem nú þegar hafa verið valdar, em heimabanki og fjarverslun. Ekki er búið að veljaþjónustuveitendur, en rætt hefur verið við nokkra. Verkefnið hófst 1. september 1995 og að því vinna fjórir sér- fræðingar undir verkefnisstjórn Ebbu Þóm Hvannberg. Tveir eru á vegum Pósts og síma, einn frá Háskólanum og einn frá Nýherja. Áætlað er að þetta verkefni taki þrjú ár. Sarnantekt Af þessari lauslegu samantekt má ljóst vera að gróskan í fjar- skiptaheiminum er mikil og erfitt að hafa yfirsýn yfir allt það sem er að gerast. Þó er líklegt að í náinni framtíð muni möguleikar okkar til að nálgast upplýsingar, skemmti- efni og annað fólk, hvar sem er og nánast hvaðan sem er, aukast vem- lega. ATM Breiðbandsnet Pósts og síma mun sjá íslendingum fyrir bandbreiðum brautum innanlands sem utan. GSM kerfið og arftakar þess munu sjá til þess að þeir sem vilja alltaf vera í sambandi hvar sem er og hvenær sem er, munu geta það. Þessi framtíð mun vissulega hafa gríðarleg áhrif á líf okkar allra. Hvemig við vinnum, hvar við vinnum, frítíma okkar, fjölskyld- una, fræðslu, heilsu og þjóðskipu- lagið allt. Það em spennandi tímar framundan. Þór Jes Þórisson er yfirverkfræðingur á Fjarskiptasviði Pósts og síma Tölvumál - 31

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.