Vísir - 26.11.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 26.11.1963, Blaðsíða 1
mannsins síns, sem loga á ævinlega. — Við útför Kennedys Bandaríkja- forseta, sem fram fór i gær, var að allra dómi látin í ljós almennarí hluttekning og dýpri hryggð en dæmi eru til við fráfall nokkurs þjóð höfðingja fyrr og síðar, ekki aðeins í Banda- ríkjunum, heldur og út um allan heim, jafnt í austri sem vestri. Útfararathöfnin hófst með því að ekkja hins látna fní Jacqueline Kennedy kom til þinghússins, þar sem kistan hafði legið á viðhafnarbörum, í fylgd með bræðrum hans, Rob- ert Kennedy dómsmálaráðherra og Edward öldungafdeildarþing- manni. Þau krupu við kistuna stutta stund, en síðan lyftu 9 Framhald á bls. 6 í lok athafnarinnar í gær kveikti Jacquline Arlington kirkjugarði í Kennedy ljós á leiði Hér birtist mynd af þelrri hátfðlegu og dapurlegu athöfn í gær vlð gröf Kennedy forseta í Arlington klrkju garöinum við Washington. Frú Jacqueline, ekkja forsetans héfur kveikt með blysi eid sem mun loga stöðugt á gröf forsetans. Fjölskyidan sést hægra megin á myndinni, frú Jacqueline með svarta sorgarslæðu og á bak við hana sér f höfuð bræðranna Roberts og Edwards. Börnin tvö fyrir framan hana eru Caroline og John. Aðrir meðiimir Kennedy fjölskyldunnar sjást aftan tll á myndinni, þeirra á meðal móðir Kennedy forseta rétt vinstra megin við miðja mynd bak við liðsforingjann. Á miðri mynd sést eidurinn loga við gröfina. Sfmsend mynd. Johnson forseti fyrirskipar ýtariega réttarrannsókn Lyndon Johnson hinn nýi forseti Bandarfkjanna sat f morgun fyrsta stjómarfund sinn. Fyrsta yfirlýsing hans var varðandi réttarrannsókn á morð inu á Kennedy forseta og siðara morði á Lee Oswald. Hefur hann fyrirsklpað bandarfsku ríkislögreglunni FBI að fram- kvæma gagngera rannsókn á þessum atvikum. Þá hefur hann skipað sérstakan rannsóknar- Blaðið í dag Bls. 3 Myndsjá frá minn- ingarathöfninni i Dómkirkjunni um Kennedy. — 7 Börnin skrifa for- setanum. — 8 Ræða forseta sam- einaðs þings um Kennedy. — 9 Thor Thors sextug- ur. dómstól og leggur forsetinn höf uðáherziu á þaö, að allt þetta mál verði rannsakað til hlftar svo að enginn vafi geti ieikið á um neitt sem þetta mái varðar. Lyndon B. Johnsson forseti Bandarfkjanna ætlar að fram- fyigja óbreyttri stefnu Kennedy Bandarfkjaforseta í utanríkis- málum. Hefir það vakið mikla athygli og talið góðs viti, að slík yfirlýs ing kom svo fljótt, og vera við- urkenning á þeirri nauðsyn að halda áfram þeirri stefnu, sem forsetinn fylgdi, og reyndist far sæi þar sem af henni leiddi að afstýrt var stórhættum, og betra samstarf tókst milli Sovét ríkjanna og Bandaríkjanna. Það var í- skeyti til Nikita KrúsévS forsætisráðherra Sovét ríkjanna, sem þessi ákvörðun Framh. á bls. 6. SAS ffellir mdnudags- ferðir niður Flugfélagssamsteypan SAS hef ur nú ákveðið áð felia niður eina ferð f viku yfir Atlanz- hafið. Mánudagsferðimar hætta frá og með 23. desember, skv. fréttatilkynningu sem SAS gaf út. Ferðimar hjá SAS verða þvf 3 f viku, á þrlðjudögum, föstu- dögum og laugardögum. Er þetta athyglisvert og sann ar mætavel að ekki blæs byr- lega fyrir SAS f samkeppninni gegn Loftieiðum. Virðist hvert skref SAS-manna stefna aö þvf að auglýsa Loftleiðir enn betur. SAS hefur nú snúið spjótum sfnum að öðmm andstæðing, BOAC, risasamsteypunni brezku, sem einnig er rekin með miklu tapi, en ætlar nú að hefja fluttninga á fólki og vömm gegn um Prestvík. Er SAS greinilega ekki um þetta gefið, fremur en aðra sam- keppni. Allt svart af öskufalli / Vestmannaeyjum í morgun Mikið öskufall var hér í Vest- mannaeyjum i nótt, sagði Sig- fús Johnsen, fréttaritari Vfsis í Eyjum f morgun. Er Vest- mannaeyingar komu á fætur í mórgun, vom allar götur svart- ar of ösku. Kom þetta Eyjabú- um mjög á óvart, þar eð logn var í gærkveldi. Voru þvf margir óviðbúnir og fengu ösku í vatns ból sín. Sigfús sagði, að öskufallið hefði ekki verið eins mikið og f Heklugosinu en askan væri mun svartari. Hún væri í raun- inni eins og sót. Mátti sjá marga vera að hreinsa öskuna af bfl- um sínum í morgun og þvo stétt ar við hús. VERST MEÐ VATNIÐ Hið versta er, að margir munu hafa fengið ösku f vatnsgeyma sína, sagði Sigfús. Vegna þess, að logn var í gærkveldi munu margir hafa verið búnir að setja rennur sínar f samband við vatnsgeymana á ný og menn áttu alls ekki von á suðvestan átt í nótt. En upp wr miðnættinu mun hafa brugðið til suðvestan Framh á bls. P VISIR 83. árg. — Þriðjudagur 26. nóvember 1963. — 157. tbl. CUur kveiktur við gröf forsetans í gær

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.