Vísir - 25.02.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 25.02.1964, Blaðsíða 1
200 MANNS VEIKJAST AF MA TAREITRUN Um tvö hundruð manns veikt ust af matareitrun á Akureyri um helgina og eru sumir ekki búnir að ná sér ennþá. S. 1. laugardagskvöld efndu Sjálfstæðisfélögin á Akureyri til þorrablóts sem haldið var í Sjálfstæðishúsinu og stóð fram til kl. 3 eftir miðnætti. Um 200 gestir voru þar samankomnir. Borð svignuðu undan knæsing- um og fólk skemmti sér konung lega meðan hófið stóð yfir. Eft irköstin urðu hins vegar verri. Framhald af bls. 6. Allir lofa sumarveðrið í vetur en óttast þó, að það verði dýrkeypt, að veturinn komi undir vorið og drepi gróðurinn í fæðingu eins og í fyrra. Þess eru þó dæmi, eins og 1929, sagði Jón Ey- þórsson í viðtali við Vísi í morgun, að samfelld hlýindi hafi haldizt frá áramótum og fram yfir Tólf mílna fiskveiði lögsaga í Danmörku? í morgun, rétt um áttaleytið, kviknaði eldur f íbúð á þríðju hæð hússins nr. 20 við Álftamýri. Þegar slökkviliðinu var tilkynnt um eldinn, var því jafnframt tjáð að fólk væri króað inni á hæðinni fyrir ofan og það kæmist ekki nið- ur vegna reykhafs. Hafði slökkvi- liðið þvt allan viðbúnað til taks og fór með sjúkrabíl inneftir ef á þyrfti að halda, en slys varð þó sem betur fór ekki. Þegar slökkviliðið kom á stað- inn, var eldur í stofu á þriðju hæð byggingarinnar. Logaði glatt inni í stofunni og brunnu þar hús- gögn og annað, sem inni í henni var. Slökkviliðinu tókst samt fljót- lega að kæfa eldinn og náði hann ekki að koma'st út úr stofunni. Mjög mikið reykhaf var í allri Úr brunanum. inn léttbæra tíð, og það væri ómetanlegt út af fyrir sig. Einnig sparaði þessi tíð þjóð- inni beinlínis milljónir (á hverri viku gæti Vísir trúað) í fjár- munum talið. Menn losnuðu við öll þau útgjöld og erfiði, sem stöðugum snjómokstri af veg- um fylgdi, bæði á götum bæj- anna, þjóðvegum og fjallvegum, kyndingarkostnaður húsa væri f lágmarki, svo og fóðrun búfjár, hjólbarðaslit á bifreiðum væri einnig miklu minna en í slæmri færð, gæftir góðar, og þannig mætti lengi telja þægindi og beinan sparnað, sem langir góð viðriskaflar að vetrinum hefðu Framhald á bls. 6. íbúðinni og um alla stigaganga hússins, en einkum þó á efstu hæð inni. Var reykurinn þar svo magn- aður, að fólk treysti sér ekki fram á ganginn, og varð slökkviliðið að reisa stiga upp að svölunum og handlanga börn niður, en fullorðnir klifruðu niður stigann af eigin rammleik. Slökkviliðið telur að brunaskemmdir hafi orðið miklar í stofunni þar sem eldurinn kvikn- aði en annars staðar í húsinu meira eúa minna tjón af reyk. Slökkviliðið var tvívegis kvatt út í gærkveldi. í fyrra skiptið að vél- smiðju Sigurðar Sveinbjörnssonar á Skúlatúni um kl. 7. Logaði upp úr þaki vélsmiðjunnar þegar slökkviliðið kom á vettvang. I húsinu var mikið geymt bæði af súrefni og gashylkjum og ruddu Hin kvaðningin í gærkveldi var vegna elds f einangrun f hitaveitu- stokk inni við Ásgarð. Þangað var slökkviliðið kvatt út um 9 leytið. Kvartar slökkviliðið sárlega undan síendurteknum íkveikjum í tróði hitaveitustokksins. Hlerarnir yfir stokkunum eru mjög farnir að láta á sjá á stóru svæði, komin á þá göt eða þeir brotnir niður og fyrir bragðið eiga krakkar auðvelt með að kveikja í tróðinu. Það hefur ítrekað komið fyrir undanfarið, að slökkviliðið hefur verið kvatt á vettvang af þessum sökum, en það er seinlegt verk og erfitt að kæfa eldinn, enda þungir hlerar yfir stokknum, sem rífa verður burt. Telja slökkviliðsmenn brýna nauð- syn bera til að gert verði við stokk inn hið bráðasta. AR ÞJÓBINNI MltUÓNIR sumarmál, en 4. maí 1929 setti niður mikla snjóskafla á götum Reykjavíkur. Jón kvað okkur þó ekki mega van meta það, vegna stöðugs ótta um að illa fari, að vetrartíð eins og verið hefir, gerði þjóðinni skammdegið og vetur- Þessi mynd var tekln í góða vcðrinu framan við dagheimilið Tjarnarborg í morgun. Að vísu var ekki sólskin og börnin því meira klædd en ella. Þó eru sum vettlingalaus og einn kominn úr úlpunni. Sjaldan eða aldrei hafa borgarbörnin getað verið meira úti að vetrarlagi en á þeim milda vetri, sem langt er nú lið- ið á, án þess hann hafi komið. í frétt frá Kaupmannahöfn segir að í þá átt stefni, að á- kveðin verði útfærsla danskrar fiskveiðilögsögu, og er, að því er mönnum skilst, til umræðu að færa fiskveiðilögsöguna út í 12 mílur, með vissum undanþágum, að því er varðar ytri 6 mílurnar.^, Málið var rætt í hinni stjórn- skipuðu efnahagsmálan. með til liti til fiskveiðaráðstefnunnar, sem nú er í þann veginn koma saman á ný í London. Heyrzt hefir, að mestar líkur séu — að því er Danmörku varð ar, að engin erlend fiskiskip megi veiða innan 6 mílna við strendur Danmerkur, en milli 6 og 12 mílna gildi það, að aðeins þær þjóðir megi veiða, sem hafi stundað þær veiðar samkvæmt gamalli hefð. Um Færeyjar og Grænland gildi ófrávíkjanleg 12 mílna fiskveiðilögsaga. Slökkviliðið bjargaði fólk- inu niður í stigu slökkviliðsmennirnir því út til að forða frá sprengingum. Eldinn tókst fljótlega að kæfa, en skemmd ir urðu talsverðar. Blaðið í dag Bls. 2 fþróttir. — 3 Myndsjá: Barnaleik- rit i Kópavogi. — 8 Byggingarsaga Hallgrímskirkju. — 9 fsland og alumin- iumvinnsla. Síðari grem. HVER GODVIDRISVIKA SPAR-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.