Vísir - 19.11.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 19.11.1964, Blaðsíða 1
y VISIR 54. árg. - Fimmtudagur 19. nóvember 1964. — 256. tbl. Bára frá Keflavik brotnaði áðar en björgun var reynd Þaö varð ekki unnt aö bjarga vél i morgun. Fór sjólag versnandi þegar bátnum Báru, frá Keflavík sem I leið á daginn. Tvö skip voru þar á strandaði yzt á Snæfellsnesi í gær | staðnum vélbáturinn Akurey og við ' & • gerðarbáturinn Elding frá Akranesi. Hafði verið komið dráttarvír yfir í Akureyna og ætlaði hún að freista þess að draga Báruna á flot á flóði, en áður en til þess kæmi hafði breytt um vindátt og siólag, svo að Báran brotnaði nokkuð af áföllum og eftir það var þýðingarlaust að bjarga henni. Fréttaritari Vísis í Ólafsvík fór á strandstaðinn í gærmorgun. Af viðtölum við skipbrotsmenn gefur hann j>á lýsingu að þáð hafi verið um kl. 7,15 í gærmorgun sem Báran strandaði við Öndverðarn. Strand staðurinn er nánar tilgreint í svo- nefndri Hundavík við Guddugjá, nokkuð frá lendingu þeirri sem not uð var við Öndverðarnes, þegar bú- ið var þar. Tildrögin að strandinu voru þau, að skipverjar höfðu látið reka um nóttina, því að bræla var á miðun- um undir Jökli. Vindurinn hafði staðið af landi, en um 7-leytið um morgunin snerist vindur skyndilega og stóð á land. Jafnframt gekk þá yfir með dimmu éli. Áður en skip verjar þeir sem voru á vakt fengu við neitt ráðið rak bátinn á land. Ströndin þarna er klettótt og ylgja var í sjó. Skipverjar kölluðu út og komu Slysavamasveitimar í Ólafsvík og Hellissandi á vettvang Framh. bls. 6 Mennta-! skólinn Nýbygging Menntaskólans í Reykjavík var sýnd gestum og blaðamönnum f vikunni. Þetta nýja húsnæði er kjallari og tvær hæðir. Stærð þess er 5000 teningsmetrar og má til samanburðar geta þess að gamla skólahúsið er 550 teningsmetr- um minna en þessi nýbygging. Sést af þessu, að um mikla bygg ingarframkvæmd er að ræða. Á efri hæð hússins era fjórar eiginlegar kennslustofur og á neðri hæð þrjár stórar kennslu- stofur þar að auki era lítil kenn araherbergi, kennarastofa og mörg lítil vinnu- og geymsluher- bergi fyrir utan fyrirlestrarsal í byggingunni. Á milli skóla- húsanna á að koma yfirbyggður gangur. Tvær kennslustofur hafa þegar verið teknar 1 notkun Á myndinni sjáum við, er Krist- inn Ármannsson rektor, sýnir gestum eina hinna nýju stofa þar sem sætin era upphækkuð. Nánar er greint frá þessu inni i blaðinu f dag. SÍS krafðist miklu hærra gjalds en olíufélögin gátu samþykkt í yfirlýsingu, er Vísi barst f morgun frá viðskiptamálaráðu- neytinu segir, að Skipadeild SÍS hafi krafizt miklu hærra flutnings gjalds fyrir olfuflutningana, én olíu félögin hafi getað samþykkt og þvf hafi tilboði Rússa um flutn-1 Yfirlýsing ráðuneytisins fer hér ingana verið tekið. Þó hafi olfu- á eftir: félögin boðizt til þess að greiða í tilefni af grein, er Hjörtur hærra verð fyrir flutningana með Hjartar, framkvæmdastjóri Skipa- Hamrafelli, en Rússar hafi farið [ deildar SlS, ritar í Tímann f gær fram á. um nýgerðan samning um olíu- BLA-ÐIÐ í DAG BIs. 3 Myndsjá frá Al- þýðusambandsþingi. 4 Spámaður Stalins, eftir Hilmar Jónss. — 7 Flokksþing kommúnista. — 8 Hvarf sr. Odds á Miklabæ. — 9 Handritamálið Sýninga- og fþróttahöllin f Laugardal. Nýja sýningarhöllin í notkun næsta haust fyrir iþróttir „Við vonum að við gelum tek ið nýju sýningarhöllina við Suð- urlandsbraut í notkun næsta haust fyrir íþróttaæfingar og fþróttasýningar, en til þess að svo megi verða þarf að verja 10 milljónum króna til bygging arinnar til viðbótar því sem kom ið er. Áætlað ar að verja þurfi öðrum 10 milljónum, eða alls 20 milljónum, til að fullgera þetta mikla sýningarhús, sem eigi aðeins verður fyrir fþrótta- lífið heldur og reist jöfnum hönd um sem sýningarsalur fyrir at- vinnuvegina með aðstoð sam- taka þeirra, en iþróttasýningar munu aðallega verða að vetrin- um og aðrar sýningár að sumr- inu“, sagði Sigurgeir Guðmanns Framhald bls. 6. kaup frá Sovétríkjunum á árinu 1965 og flutninga á umsömdu olíu magni sérstaklega, skal þetta tek- ið fram: Á undanförnum árum hefur við- skiptamálaráðuneytið verið samn- ingsaðili um kaup á olíu og benz- íni frá Sovétrfkjunum. Hins vegar hefur ráðuneytið jafnan framselt þennan samning til olíufélaganna, enda hafa forstjórar félaganna ann azt samningagerð alla en um hana haft samráð við ráðuneytið. Á árunum 1958-1963 var samið svo við Rússa, að þeir önnuðust flutning á öllu samningsmagninu til lslands, en olíufélögunum var heimilt að nota íslenzkt skip til flutninganna. Þessi heimild var venjulega notuð vegna Hamrafells ins og því greitt sama flutnings- gjald og rússnesk skip fengu. Á yfirstandandi ári voru hærri flutn- ingsgjöld greidd fyrir Hamrafellið af þvf að ollufélögin urðu sjálf að semja um flutning á 40% af gas- olíu og benzíni, en Rússar önnuð- ust flutning á afganginum og allri fuelolíunni. 1 sfðustu samnlngum buðust Rússar til að flytja allt samningsmagnið fyrir sama grunn gjald og gilt hefur fyrir rússnesk olíuflutningaskip síðan 1960. Hamrafellinu stóð til boða að ann- ast flutningana eins og á árunum 1958-1963. Ennfremur lýstu olíu- félögin því yfir, að þau væru reiðu búin að greiða nokkru hærra flutn ingsgjald vegna þess öryggis, sem væri því samfara að hafa íslenzk skip í þessum flutningum. Skipa- deild SlS krafðist hins vegar miklu hærra flutningsgjalds en olíufélög- in gátu samþykkt. Viðskiptamála- ráðuneytið taldi, að mismunurinn væri of mikill til þess að hægt væri að skylda olíufélögin til að taka tiiboði Skýjpdeildat . / . , ► i t » * 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.