Vísir - 12.02.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 12.02.1965, Blaðsíða 1
— Föstudagur 12. febrúar 1965. — 35. tbl. Grunnlaun hækka um 3% Kauplagsnefnd hefur reikn- að út vísitölu framfærslu- kostnaðar í byrjun febrúar og reyndist hún nú vera 168 stig eða einu stigi hærri en í janúarbyrjun. Hefur orðið hækkun á liðnum „Vörur og þjónusta“, þannig að hann hef ur hækkað úr 198 í 191 stig. Stafar'hækkunin aðallega af hækkun söluskatts úr 5,5% í 7.5% og af hækkun fiskverðs. Samkvæmt þessu hefur kauplagsnefnd nú gefið út til kynningu um að greiða skuli verðlagsuppbót í samræmi við þetta. Samkvæmt þvf á að greiða hækkun á grunnlaun um sem nemur 3,05% á tfma bilinu 1. marz til 31. maí. Norðan stórviðri brast skyndilega á um allt landið Hdfís landfastur og skip hafa orðið að snúa við í gær gerði veðurbreyt ingu skyndilega um allt land. Var hlýtt og gott verður fram eftir degi, en brá þá í einni svipan til norðanáttar með kulda og snjókomu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni í morgun var stormur um allt land kl. 8 ár degis, víða 9 vindstig, en sums staðar enn hvassara. Hvassast var á Hvallátrum og í Vest- mannaeyjum, 11 vindstig. Frost var um land allt, og glórulaus bylur um norðanvert landið en bjart og úrkomulaust á Suður landi. Jafnhliða þessu bárust fregn ir um að hafís væri orðinn land fastur við norðanvert landið. Strandferðaskipið Hekla var í gær á suðurleið fyrir Horn. Barst veðurstofunni rétt eftir hádegið skeyti frá Heklu um að mikill ís væri á siglingaleið sunnan frá Rit og allt austur fyrir Hælavíkurbjarg. Væri hann á kafla landfastur orðinn og talsvert þéttur. Þó tókst Heklu að komast leiðar sinnar gegnum ísinn og kom til Isa- fjarðar síðdegis f gær. En um svipað leyti og Hekla kom þang að var m.s. Esja að leggja þaðan í strandferð norður 'urfi. Þegar hún kom norður undir Straumnes var þar svo mikill hafís fyrir að skipstjórinn á- kvað að snúa við. Kvaðst hann ekki hafa séð annað en þar væri samfelld hafísbreiða svo langt sem augað eygði og ekki sjáanleg nein renna eða sund á milli. Og þar sem veður fór versnandi og myrkur í hönd á- kvað hann að snúa við og sigla skipinu til ísafjarðar. Þar hélt Esja kyrru fyrir í nótt, en skip stjórinn hafði áætlað að leggja úr höfn kl. 9.30 í morgun og gera tilraun til þess að sigia gegnum ísinn. En þá var veður svo vont að hann taldi ekki nein tiltök að leggja af stað og myndi ekki gera það fyrr en veður og skyggni batnaði eitt hvað. Sagði Guðjón Teitsson, fram- kvæmdastjóri Skipaútgerðar rík isins í viðtali við Vísi í morg un að á undanförnum 3-4 ára tugum hafi það ekki skeð nema tvisvar eða þrisvar að strand ferðaskip hafi orðið að snúa við eða tafizt vegna hafíss. I morgun höfðu Veðurstofunni engar fregnir borizt af ísnum, enda skyggni og veður hvar vetna svo vont að hvergi sást neitt tíl hafs. Síðustu upplýs- ingar sem borizt höfðu um ís voru frá Landhelgisgæziunni kl. 16.30 í gær. Þar sagði að mikill ís væri frá Horni að Kögri og stórir jakar innan um Siglingaleið væri illfær í björtu en algerlega ófær í myrkri. Vísir átti stutt samtöl við fréttamenn sína á Isafirði, Siglu firði og Akureyri í morgun og þar var alls staðar sömu sögu að segja: Glórulaus hnð svo ekki sá út úr augunum. Frá ísafirði var blaðinu sím að að þar væri stórhríð með 10 stiga frosti. Þæfingsfæri væri komið á götur, og ef snjó héldi áfram að kyngja niður myndi ástandið verða mjög slæmt. Fréttaritari Vísis á Siglufirði sagði að þar hefði verið feg- ursta veður undanfama daga með 8-9 stiga hita og snjó tekið allt upp I hæstu fjafla brúnir. í morgun var komið 10 stiga frost og glórulaus bylur. Framh. á bls. 6 LOFTLEIÐ A VÉL ARN AR: Stærstu dætlunarfíugvélar / heimi. taka 200 manns LoftleiSir munu kaupa tvær Canadair-flugvélar af gerð- inni Rolls Royce 400 til við- bóta þeim tveim sem þær keyptu í fyrra. Er þetta gert eftir þá góSu reynslu sem fengizt hefur af véium þess- um. Loftleiðir er eitt fimm fyrirækja í heiminum, sem er með vélar af þessari tegund, en alls munu 39 vélar vera til BLAÐI-D » DAG Bls. 2 Kossadansinn. — 3 Flugvélakaup Loftleiða. — 7 Ánægður með söluna á bóka. safni sínu. — 9 Föstudagsgrein: Burt með spila- reglur svindlar- anna. af þessari gerð. Flugvélar Loftleiða munu vera stærstu loftförin á áætlunarleiðum í heiminum. Um borð f vélun- um verða samtals um 200 manns þegar fullsldpað er. Samningur Loftleiða við Canadair í Montreal í Kan- ada er upp á 700 milljónir ísl. króna, langstærsti samning- ur sem íslenzkur aðili hefur gert. Nánar er sagt frá Loft- leiðum og flugvélakaupum þeirra á bls. 3 f blaðinu f dag. Alfreð Elfasson forstjóri Loftleiða og Kristján Guðlaugs- son (t. h.) með líkön af Rolls-Royce flugvélum fyrirtæk- isins. Leiguvél mei dönsku fulltrúana sneri aftur á tveimur hreyfíum •• Onnur vél var þegar fengin og fulltrúarnir koma í dag í dag skömmu eftir hádegi áttu leiguflugvélar þær sem flytja fulltrúa hingað á fund Norðurlandaráðs að lenda á Reykjavfkurflugvelli. Einni vél- inni seinkaði nokkuð, þeirri sem flytur dönsku fulltrúana. Frá Kaupmannahöfn berast þær fréttir að Loftleiðaflugvél sú, sem flutti dönsku fulltrúana til Islands hafi bilað um þremur stundarfjórðungum eft'ir að hún hóf sig til lofts frá Kastrup- flugvelli. Varð hún að snúa við aftur. En önnur flugvél af sömu tegund var útveguð þegar í stað svo að fulltrúarnir gátu haldið áfram ferð sinni. í frétt frá norsku fréttastof- unni NTB segir, að tveir hreyfl- ar vélarinnar á hægri væng hafi stöðvazt eftir, þriggja stundarfjórðunga flug. Þá segir í skeytinu, að það hafi verið samgöngumálaráðherra Dana Kai L'indberg, sem orðið hefði þess var fyrstur farþeganna, að eitthvað var bilað. Þegar þetta kom fyrir var flogið aftur til Kastrup-flug- vallar á tveimur hreyflum, voru benzíntankarnir tæmdir og síðan Ienti flugvélin án erfið- leiða á Kastrup-flugvelli. Við athugun kom í ijós, að það var kveikjusegull, sem hafði b'ilað. Með flugvélinni voru 6 ráð- herrar, 18 þingmetm og fjöldi embættismanna, sérfræðinga og blaðamanna, samtals tun 80 manns. Framh. á bls 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.