Vísir - 15.04.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 15.04.1966, Blaðsíða 3
V1 SIR . Föstudagur 15. apríl 1966 Kjarval á fjórar myndir á sýnJngunni, allar eru þær i eigu Jóns Þorstelnssonar fþróttakennara. „Viö sjóinn frammi“ nefnist þessi, sem þeir Valtýr og Jóhannes halda á, var hún á Oslóarsýningunni fyrir nokkrum árum. < V W S VWWM . ÉÍÍ Jóhannes Jóhannesson meö eitt málverka sinna af þrem, sem hann á á sýningunni. Málaði hann þaö 1965 og nefnist þaö „Hrynjandi“. hvert hinna Norðurlandanna og mega vel við una. Valtýr segir að með því að ekki er farið eftir höfðatölu varðandi - mál- verkafjöldann þá hafa þeir ís- lenzku í rauninni 40—50 sinn- um meira pláss á þessari sam- sýningu. Hver listmálari á 3—4 verk á sýningunni en þeir sem senda málverk héðan eru: Eiríkur Smith, Jón Engilberts, Svavar Guðnason, Valtýr Pétursson, Jóhannes Jóhannesson, Kjartan Guðjónsson, Benedikt Gunnars son, Jóhann Briem, Hafsteinn Austmann og Kjarval. Þau Sigurjón Ólafsson, Guð- mundur Benediktsson, Jón Benediktsson, Jóhann Eyfells og Ólöf Pálsdóttir eiga eina högg- mynd hvert um sig á sýning- unni. Verður Norræna samsýning- in, sem Þjóðverjar hafa boðið heim opnuð i Hannover hinn 26. júní og verður þar til 31. júli, næst fer hún til Vestur-Berlin- ar, Stuttgart og Frankfurt-am- Main og ein borg er á biðlista að fá sýninguna til sín er það Essen. Þetta er fyrsta norræna listsýningin, sem haldin er í Þýzkalandi eftir stríð og önnur sýningin, sem Norræna list- Framh. á bls. 6. Valtýr Pétursson viö „Hugsað um kletta“, eina mynd sína af fjór- um á sýningunni. Islenzk lista- verk t Þýzkalandi — á fyrstu norrænu sýningunni þar eftir strib — Ég held að þessi sýning sé góður þverskurður af ís- lenzkri myndlist í dag, plássið er takmarkað fyrir hvem en gefur sæmilega „representa- tion“ að hverjum listamanni fyrir sig, sagði Valtýr Péturs- son, sem var ásamt Jóhannesi Jóhannessvni í Listamannaskál- anum í gærdag að ganga frá listaverkunum, sem eiga að vera af Islands hálfu í sex mán uði í sumar í Þýzkalandi á norrænni samsýningu, sem ber hið ógnarlanga heiti Nordische Kunst Heute Gemálde und Plastik aus Danemark — Finn- land—Island — Norwegen — •Sweden zusammengestelit von Nordisch Kunstforbund. Eips og ráða má af heiti sýn- ingarinnar er það Norræna lista bandalagið, sem stendur að sýn ingunni er verður eins konar farandsýning. Það er Félag ís- lenzkra myndlistarmanna, sem velur verkin, sem send verða héðan alls 35 málverk og fimm höggmyndir eftir tiu listmálara og fimm myndhöggvara. — Valtýr er okkar kommis- sjoner, segir Jóhannes, sem er formaður sýningarnefndarinnar, er hann okkar fulltrúi í Nor- ræna listbandalaginu og hefur unnið mikið að undirbúningi sýningarinnar, en aðdragandi hennar hefur verið alllangur. íslenzku listamennirnir eiga jafnmörg verk á sýningunni og „Sól í zenith“ eftir Svavar Guönason, máluð 1946.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.