Vísir - 15.04.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 15.04.1966, Blaðsíða 2
SíÐAN „Má ég bjóöa yður upp f dans?“ — að að fá slíkt tllboð frá heimsfrægum ballettdansara. Nureyev í villtu „shake" Zak Starr á Lundúnaflugvelli ^ak Starr er nú orðinn sex mánaða gamall, en eins og flestir minnast gekk ekki svo lítiö á þegar hann var í þennan heim borinn. Pabbi hans er nefni lega enginn annar en táninga- dýrlingurinn hann Ringo Starr. Þótt Zak litli sé ekki gamall, hefur hann þegar fengið að finna, að það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera frægur. Fyrir nokkrum dögum kom hann á flugvöllinn í Lond- on ásamt mömmu sinni Maur- een Cox og ætluðu þau að taka flugvél til Liverpool. Beið Maureen með Zak litla í her- bergi ætluðu mæðrum með börn með sér. En einhvem veg inn fór tilkynningin um brott- för vélarinnar fram hjá Maur- een — og hún missti af vélinni og varð að bíða eftir næstu vél. Biðin varð þriggja klukku- stunda löng. Úti fyrir biðu ljósmyndaram ir tilbúnir að „skjóta á“ Maur- een og Zak þegar þau birtust — Maureen frétti af því og bað fyrir skilaboð til þeirra um að hún gæfi þeim rækilega „á hann“ ef þeir voguðu sér að reyna að taka mynd af henni eða Zak. En þegar tími var kominn til fyrir Maureen að ganga út í flugvélina þá var hún alltof upp tekin af Zak litla til aö mega vera að því að dangla í Ijós- myndarana, hún leyfði þeim að taka myndir en gætti þess vel aö líta ekki upp og vera byrst á svip eins og sjá má. s Jjað þekkja allir Rudolf Nur- eyev, rússneska ballettdans- arann, sem „hoppaði af“ í Par- ís, þegar dansflokkurinn sem hann var í var þar á ferð og baðst hann hælis sem pólitískur flóttamaður. Hefur hann siðan haldið sig að mestu í London, þar sem hann hefur veriö ball- ettdansari númer eitt og mjög dáður. Fyrir nokkru var ung brezk stúlka, Talitha Ppl með vini sin um Paul Getty í Rome's hippy Piper Club. Þau sátu við borð og skyndilega kom Rudolf Nur- eyev inn í klúbbinn, aleinn og gekk hann rakleitt aö borði Tal ithu og bauö henni upp í dans. Og hvað segir stúlka annaö en já, þegar heimsfrægur ballett- dansari biður hana um að dansa við sig. Þau tóku til við all- hressilegt „shake" og smituðu út frá sér svo að innan stundar iðaði allt dansgólfið af „shake- andi" fólki og undir lokin vissi enginn hver var að dansa við hvem — en það gerði ekkert til, þeim nægði að fá að dansa hópdans með Nureyev. Það getur verið erfitt að vera sonur Ringo Starr. Kári skrifar: Nureyev og Talitha í villtu „shake.“ jyú er páskafríið afstaðið og munu margir hafa notið góðrar hvíldar og tilbreytingar frá daglegu amstri þessa frl- daga. Fjöldinn allur notfærði sér góða veðrið, sem var víðast hvar um allt land. Skíðaskálar og hótel vom troðfull af gestum sem vora þar til lengri eða skemmri dvalar. Allt lokað Nú hafa ferðalangar aftur snúið til síns heima, sællegir eftir útiverana. En ekki áttu all ir þvl láni að fagna að fara í feröalög og héldu margir kyrru fyrir heima í rólegheitum með fjölskyldunni. Eins og allir vita þá mun varla gefast rólegri tími á árinu en um páskana, allir þessir venjulegu skemmtistaðir lokaðir og hefur fólk fátt sér til afþreyingar. Margir eru því fegnastir að vera lausir við fjöl miðlunartækin eins og blöðin í nokkra daga, en þó kemur að því að þeir fá nóg af rólegheit- unum og þá kemur til kasta Ríkisútvarpsins að stytta út- varpshlustendum stundimar. Og hvað hafði sú ágæta stofnun upp á að bjóða um páskana? Heimakær heimilisfaðir segir: — í stuttu máli, endurtekið efni. Endurtekið efni Á skírdag var útvarpshlust- endum boðið upp á endurtekna efnið „Semjum óperu." Ætlað fyrir ungt fólk. Þetta endur- tekna efni stóð yfir í einn og hálfan tíma eöa frá kl. 5.30. til kl. 6. Á föstudaginn langa var það Samband bindindisfélaga í skólum sem hélt uppi þættinum um endurtekna efnið. Var sú dagskrá flutt í Ríkisútvarpinu þann 1. febrúar sl. eða fyrir rúmum tveim mánuðum síðan. Stóð þessi þáttur yfir frá kl. 17.15-18.00 Laugardaginn hinn 9. apríl brá svo viö, að þátturinn end- urtekið efni var ekki í dag- skránni, hins vegar var hann á sínum stað á sunnudaginn kl. 16.40 og stóð þá yfir til kl. 17.30 Hafði þeim þætti verið útvarpaö 1. marz. Enn fannst útvarpinu sem ekki veitti af að hressa upp á brigðult minni hlustenda sinna á annan í páskum og flutti end- urtekið efni, að þessu sinni leik rit, sem áður var útvarpað þann 19. febr. sl. Eftir upptalninguna stóð heimilisfaðirinn nær á öndinni en bætti þó við að útvarpið hefði gert vel viö tónlistarunn- endur þar sem það flutti nær i síbylju tónlist frá öllum tíma- bilum tónlistarinnar í heiminum og væri það út af fyrir sig á- gætis uppfræðsla fávísum út- varpshlustendum, sem ættu að vera farnir að venjast þessum tiltæka dagskrárlið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.