Vísir - 16.12.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 16.12.1966, Blaðsíða 1
VISIR 56. árg. — Föstudagur 16. desember 1966. — 289. tbl. ÍSLENZKA SJONVARPIÐ YFIR JÓL 00 NÝÁR Margir hafa beðið í ofvæni eftir dagskrá islenzka sjónvarps ins yfk hátíðisdagana, sem framundan eru. Hér á eftir birt- ist dagskráin í heild en gera verður ráð fyrir bví að e.t.v. verði breytingar á síðustu stundu. Fjérhagsáætlumn samþykkt ettir 16 tíma umræður kl. 9 í morgun Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 1967 var samþykkt eftir seinni umræðu í borgarstjórn snemma í morgun, eins og borgarstjórinn Geir Hall grímsson hafði lagt hana fram á borgarstjórnar- fundi 1. des. sl. — Einnig voru samþykktar nokkrar breytingartillögur borgarráðs við fjárhagsáætlun- ina.j— Borgarstjórnarfundurinn hófst kl. 5 eftir há- degi í gær, en lauk um kl. 9 í morgun. Er þetta lengsti borgarstjórnarfundur, sem haldinn hefur verið, að undanskildum fundi fyrir tveimur árum, þegar fjárhagsáætlunin var til seinni umræðu. — Þá stóð fundurinn til kl. 10.30 morguninn eftir að hann hófst. Framh á bls 5 Sjónvarpið sendir ekki út dagskrá á föstudaginn í næstu viku eins og venjulega, heldur hefur hátíðadagskrá sína á að- fangadagskvöld. Einnig verður dagskrá á jóladag og miðviku- daginn þann 28. des. og verður sú dagskrr með venjulegu sniði. Á gamlárskvöld veröur svo aftur sérstök hátíöadagskrá Sjónvarpið yfir jól og nýár verður þannig: Aðfangadagur. Kl. 22.00 Guðs þjónusta í sjónvarpssal. Biskup- inn yfir íslandi, herra Sigur- bjöm Einarsson. Kl. 23.30 1. og 2. kantata Jólaoratoríu J.S. Bach, leikið í kirkjunni í Bim- au við Constancevatn. Flutt af Bachkór Freiburgar og einleik- urum hans. Einsöngvarar: Magda Höffgen, Peter Pears, Dietrich Fisher Dieskau, Agn- es Giebel og Georg Jelden. Kl. 24.00 Dagskrárlok. Þulur er Edda Stefánsson. Framh. á bls. 5 Rastaðist framúr bif- reið við árekstur 21 árekstur vard / gær, — flestir vegna hálkunnar Árekstrar urðu 21 i boryinni í gær, en 14 þeirra urðu eftir að ís- ing myndaðist skyndiiega á götun- um eftir hádegi í gær. — Bifreiðar- stjórum gekk erfiðlega að átta sig á hálkunni, sem varð mjög mikil. I'rjú slys urðu vegna hálkunnar Tæplega níræð kona rann til á götu og hlaut slæma byltu. Hún var flutt á Slysavarðstofuna. — Rúm- lega áttræður maður, sem var að forða sér undan bifreið á Öskju- hlíð, rann til og féll með þeim af- leiðingu.n að hann handleggsbrotn aði. Mjög harður árekstur varð á Laugarásvegi á 11. tímanum 1 gær- kvöldi. Kastaðist annar ökumaður bifreiðanna, kona, úr sæti og fram úr bifreiðinni og fékk við það mik- ið höfuðhögg. — Hún var flutt á slysavarðstofuna, en þaðan á Landa kotsspítalann. v '<'*■ v' pa^asssMpaa^. Sigþór Sigþórsson í hinni nýju verzlun sinni, Árbæjarkjöri, í morgun. rsta nýja verzlunin í * Arbœjarhverfi opnar Mikill munur oð fá hana, segja húsmæbur Árbæjarkjör, fyrsta verzlunin í nýju verzlunarhúsi við Rofabæ opnaði í morgun. Er mikil bót að þessari nýju matvöruverzlun því að til þessa hafa íbúar vestur- hluta .Árbæjarhverfis orðið að sækja vörur um langan veg, annað hvort í Seláskúðina gömluð innar í hverfinu eðu til Reýkjavíkur, en íbúum Árbæjarhverfis fjöigar nú mjög hratt, því að dagiega flytja fjölskyldur í nýjar íbúðir í hverf- inu. Eigandi Árbæjarkjörs er Sigþór Sigþórsson, sem starfað hefur um langt skeið í Kiddabúð. Hefur hann byggt verzlunarhúsið ásamt Jóni Víglundssyni bakara, sem opna mun þar bakarf og auk þess verða í húsinu kjötbúð, fiskbúð og mjólk- urbúð. I verzlunarhúsi, sem byggt j verður áfast þessu koma væntan- ■ j lega sérverzlanir. j ; Árbæjarkjör er í vesturhluta Ár- ! bæjarhverfis og ér áformað að! i reisa stórt verzlunarhús í miðju hverfinu og annað austast. Er Vísir leit inn í verzlunina í morgun voru þar fyrir húsmæður að verzla og kváðu þær mjög mik- inn hag að hafa fengið þessa nýju verzlun. — Þetta I er afskaplega mikill munur, sagði ein þeirra, þvl að ég er hér í Hraunbænum, rétt hjá. i Áður þurfti ég að fara alla leið inn j í Selásbúð, einu verzlunina í hverf- inu, en það er löng leið. En um leið' og ég fagna þessari nýju verzl- un þá vildi ég þakka Selásbúðinni þá góðu þjónustu sem hún hefur getað veitt miðað við allar að- stæður. -S> Mwai W W,v.!>»3$§§W^fewv.!,‘s.-. ,■■■•. v ■ J'' i.'- ^5 % Ýmsir voru siðbúnir með jólapóstinn í gærkvöldi og komu honum ekki fyrr en í morgun. Þessa mynd tók ljósm. Vísis á pósthúsinu Lauga- vegi 178 einni mínútu eftir að opnað var i morgun. DAGAR TIL JÓLA j 120 manns íiera íít póst í Reykjavík Jóiapósturinn, sem kom i gær borinn út fyrir jól t gær voru síðustu forvöð að skila jólapósti sem fara á til út- landa (nema Norðurlanda) og í borgina og var gifurieg ös á Póst- húsinu f Reykjavík, sem aðeins var opið til kl. 19.30 í stað 24 vegna yfirvinnubannsins. Ýmsir hafa þó verið siðbúnir því að rétt áður en pósthúsið á Laugavegi 176 opnaöi í morgun kl. 10 var komin biöröð þar úti fyrir. Á pósthúsinu er nú keppzt við að afgreiða sem mest af póstinum og sagði póstmeistari í morgun að pósturinn sem kom inn í gær yrði borinn út fyrir jól, en alveg óvíst um þann póst sem kemur hér eftir. Tollpóstur sem borizt hefur verður afgreiddur eftir þvf sem starfs- kraftar leyfa og eru engar iíkur fyrir því að hægt verði að afgreiða fvrir jól, það sem nú liggur fyrir. 120 manns mun verða við út- burð á jólapósti I Reykjavik, sem hefst 20. desember og sagði póst- meistari að fjöldi fólks væri á bið- iista með að fá að bera út póst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.