Vísir - 01.07.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 01.07.1967, Blaðsíða 1
VISIR árg. - Laugardagur 1. júlí 1967. - 147. tbl. OPINN DAGUR I BOTNS- DAL í DAG (B I Skátamót stendur nú yfir í Botnsdal, en bað hófst s.l. fimmtudagskvöld og fór setning arathöfnin fram viö varðeld. Mótinu líkur kl 4 á sunnudag. Mótssvæöinu er skipt niður í fjórar búðir^ 1 fyrsta lagi fjöl- skyldubúðir, sem hafa hlotið nafnið Bakkabúðir og standa neðst á mótssvæðinu. Ofar - 't ' Myndin er tekin á skátamótinu í Botnsdal I gær og sýnir Hraunbúafrá Hafnarfiröi koma tjaldbúð sinni fyrir. (Ljósm. R. koma svo drengjabúðir og stúlknabúðir, en miðsvæðis standa fjóröu búðirnar en í þeim heldur mótsstjórnin til. Um miðjan dag f gær voru þátttakendur á mótinu rúmlega þrjú hundruð, en von var á fleiri þátttakendum í gærkveldi og í dag. . Lúðvik Jónsson, mótsstjóri, tjáði blaðamanni Vísis í gær, að skátar frá Akranesi sæju um mót þetta. Skátum úr öllum fé- iögum á landinu er boðið til mótsins, en flestir þátttakendur eru frá Suður og Vesturlandi. Lúðvík sagði ennfremur að þátttakendur væru á skátaaldri, þ.e.a.s. 12 ára og upp úr, en í fjölskyldubúöunum eru þátttak- endur á öllum aldri, en algengt er að fólk komi með smáböm með sér. Lúðvík gekk með okkur um svæðið og sýndi búðimar og hinar ýmsu deildir. Mörg og falleg hlið eru í búðunum, en skátar reisa gjarna myndarleg hlið fyrir framan tjaldstæði sín. Einna sérkennilegast var hlið- ið hjá „sjóskátunum" frá Vest mannaeyjum að því er okkur fannst, en framan við inngang- inn var m.a. komið fyrir Ijós- myndum frá Vestmannaeyjum og ennfremur myndum af göml- um skipum og skútum. Þennan stutta tíma sem við dvöldum í búðunum, var frem- Framhald á bls 10. FERÐAMANNASTRA UMURINN ÚTÁ LAND MEÐ StlNNA MÓTI / //,i I f i Kalt vor og sumar hefur dregið úr því, að fólk leggi leið sína út á lands byggðina, fyrr en nú, að ferðamannastraumurinn virðist vera að glæðast. Hyggur fólk ekki síður á innanlandsferðir nú en áður. Veitingamaðurinn í Hreða- vatnsskála Leopold Jóhannes- son lætur illa af sínum högum og segir sínar farir ekki slétt- ar. Þetta hafi verið versta vor í sjö ár, varðandi ferðamanna- strauminn. Núna hafi hann ver ið meira en helmingi minni en á sama tíma s.I. ár. 1 gær hefði þó borið meira á því, að ferðafólk ætti leið hjá. Afarlítið hefði bor ið á tjöldum í nágrenni Hreða- vatnsskála, og væri dauflegur bragur ennþá yfir Norðurár- dalnum. Sömu söguna er að segja af Egilsstöðum. Ferðamannastraum urinn hefur verið með seinna móti. Skammt er um liöið að Hólsfjöllin voru opnuð til um- ferðar venjulegum bíium og hef ur það haft sitt að segja. S.l. tvö ár hafa ferðamenn bvrjað að koma til Héraðsins í júní- byrjun en núna eru þeir hálfum mánuði til þrem vikum seinna á ferðinni en undanfarin ár. Undanfarna daga hefur þó borið meira á þvf að feröafólk ætti leið um Hérað. Á ísafirði var Mánakaffi full setið og nokkur tjöld í skógin- um og talið að ferðamanna- straumurinn væri með svipuðu móti og venjulega á þessum árs- tíma. Allmargir hugsa sér aö fara í helgarferðir á næstunni héðan úr borginni, um það geta bíla- leigurnar vitnað. Yfirleitt þarf nú að panta sér bílaleigubíl til helgarferðar méð viku fyrirvara í byrjun viku eru bílar fyrir næstu helgi föstudag laugardag og sunnudag upppantaðir hjá bilaleigunum. Ágæt veiði í Laxá í Kjós Ágæt veiði hefur verið í Laxá í i Kjós í vor eins og svo oft áður,! enda er áin talin einhver bezta lax- j veiðiáin á landinu. Bandarískir geimferðamenn skoðuðu Árbæjarsafn í gær, flugu svifflug á Sandskeiði og fóru á hestbak. Frásögn af ferð- um beirra er að finna á blaðsíðu 5 í blaðinu í dag. Þessi mynd er af einum hinna tilvonandi geimfara, þar sem hann skoðar sig um í eld- húsinu í Árbæ. Búnaðarbankinn reisir 4 hæðu hús Búnaðarbanki ísiands hefur haf- að byggingu á fjögurra hæða húsi á horni Rauðarárstígs og Laugaveg ar, að því er Gústaf E. Pálsson, borgarverkfræðingur sagði Vísi frá i gær. Voru teikningar þar að lút- andi samþykktar. Húsið verður 360 ferm að flatarmáli, en gért er ráð fyrir almennum bifreiðastæðum framan við húsið. Vinna við að grafa fyrir húsinu hófst fyrir nokkru, óg' væntanlega hefjast ( byggingarframkvæmdirnar sj'álfar innan-skamms. Síðdegis í gær átti blaðamaður frá Visi leið yfir ána og staldraði þá við hjá veiöimönnum, sem voru rétt ofan við brúna. Meöal þessara manna var EgiII Vilhjálmsson, einn af eigendum árinnar, og kvaðst hann hafa fengiö sjö laxa. Annar veiðimaðnr v*r aö landa laxi, þegar okkur bar að, og var það vænsti fiskur, á að gizka fimmtán pund sögn Hjartar Hjartarsonar, en það var einmitt Hjörtur, sem veiddi laxinn. Hjörtur kvað bessa stærð hæfilega til reykingar og mundi hann láta þennan í reyk. ••••••••••••••••••••••••• Verdlaunagetraun V'isis: Hver fær 2000 kr.? — Útfyllingarseðill er á bls. 2 i blaðinu / dag Við viljum enn minna á get- raunaseðilinn, sem er á iþrótta- síðu Vísis bls. 2 í dag. Þar er og rakinn gangurinn i 1. deildar- keppninni síöustu fimm árin, birtar töflur yfir lokastöður á- samt meiri fróðleik, sem gerir alla spádóma auðveldari. Klipp ið seðilinn út og útfyllið hann síðan og sendiö eins og greint er frá á iþróttasíðunni. Veitt verða ein verðlaun, kr. 2000, — Nú veröa allir með. ■C/ Wmm.W Hjörtur með Lár.) (Ljósm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.