Dagur - 10.06.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 10.06.2000, Blaðsíða 1
Landsátak ge*£n Kárahnúkavirk) un í næstu viku stendux til að birta áskorun frá flestum útivistar- og náttúruvemdar- samtökum landsins um að kannaður verði kostur þess að gera Kárahnúkasvæðið að þjóðgarði. Andstaða gegn virkjun magnast á Héraði. Þvf var spáð að Kárahnúkavirkj- un myndi mæta meiri andstöðu en Fljótsdalsvirkjun. Þessi spá er nú að rætast því í næstu viku stendur til að birta áskorun frá flestum útivistar- og náttúru- verndarsamtökum landsins um að kannaður verði kostur þess að gera Kárahnúkasvæðið, og þá um leið Dimmugljúfur, að þjóðgarði. Arni Finnsson hjá Náttúru- verndarsamtökum Islands stað- festi að þetta væri í athugun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið á þessu stigi nema hvað vitað væri að náttúra eins og sú er um ræðir á Kárahnúkasvæð- inu fari vaxandi að verðmætum. Þarna væri um að ræða svæði sem ferða- menn sækjast æ meira eftir að heim- sækja. Þess vegna beri að kanna hvort ekki sé rétt að gera þarna þjóðgarð. Þórhallur Þor- steinsson, stjórnar- maður í Félagi um verndun hálendis Austurlands, sagði í samtali við Dag í gær að andstaðan við Kárahnúkavirkjun yrði meiri á Austurlandi en hún var við Fljótsdalsvirkjun og þá al- veg sérstaklega á Héraði. „Astæðan fyrir þessu er sú að menn eru allt annað en hrifnir af að fá allt þetta mikla grugguga vatn niður í Lagarfljót. Það er fimm sinnum meira grugg í því en Lagarfljóti. Þá hafa menn miklar áhyggjur af þvf að úr lón- botni Kárahnúkavirkjunar fjúki jökulrj'k í miklum mæli yfir Hér- að. Þctta lón er af allt annari gerð en við Eyja- bakka. Vatnsborð- lækkunin á veturna er um 70 metrar sem gerir það að verkum að lónið er fram eftir öllu sumri að fyllast aft- ur. A meðan getur fokið úr lónbotnin- um yfir Héraðið. Lónbotninn sem kemur upp er um það bil 40 ferkílómetrar að stærð og jökulrykið fínt eins og hveiti," sagði Þórhallur. Rætt 11 in stofnun laiuLssam talta Þórhallur sagði að margir Hér- aðsbúar, sem voru meðmæltir Fljótsdalsvirkjun, væru aftur á móti andstæðingar Kárahnúka- virkjunar. Hann sagði að Félag um verndun hálendis Austur- lands muni áfram beita sér af krafti fyrir verndun hálendisins og ekki af minni ákafa en gegn eyðileggingu Eyjabakka. Kolbrún Halldórsdóttir, al- þingismaður og ein mesta bar- áttukona fyrir náttúruvernd hér á landi, sagði í samtali við Dag um þctta mál að mjög margt væri að gerast hjá verndunarsinnum. Meðal annars væri komin hreyf- ing á að stofna landssamtök náttúruverndarsinna. „Eg á mér þann draum að af þessu verði og spái því að ekki sé langt í að þessi heildarsamtök verði stofnuð," sagði Kolbrún. Guðmundur Bjarnason, bæj- arstjóri Fjarðabyggðar, sagði að það kæmi sér ekki á óvart þótt andstaða yrði hjá ákveðnum hópi við Kárahnúkavirkjun. „Eg var viss um að það myndi gerast og það verður alltaf ákveð- inn hópur á móti öllum virkjun- um. En ég held að andstaðan verði minni en við Fljótsdalsvirkj- un, “ sagði Guðmundur. - S.DÓR Lagst er gegn því að sökkva hluta Dimmugljúfra. L&gbann kært Formaður Sleipnis, Oskar Stef- ánsson, segir að lögbannsbeiðni Teits Jónassonar hf. og Austur- Ieiðar á verkfall félagsins herði enn á hnútnum í deilunni. Hann spáir löngu verkfalli. Sýslumaðurinn í Reykjavfk tók síðdegis í gær til greina lög- bannsbeiðnina og skömmu síðar ákváðu Sleipnismenn að kæra þann úrskurð.Lögbannið tckur til þess að Sleipnismenn megi ekki stöðva bifreiðar sem ákveðnir nefngreindir menn hjá þessum tveimur fyrirtækjum aka. - Sjá nánar á hls. 5. Vegna hvítasunnuhelgar kem- ur Dagur næst út miðvikudag- inn 14.júní. Gleðilega helgi! mmmmmmmmmmmmmmmm^m Eftir nákvæmiega viku, á þjóðhátíðardeginum 17. júní, veröur ný útivistaraðstaða í Nauthólsvík tekin í notkun þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri tekur sundsprett í víkinni. Framkvæmdir eru í fuiium gangi og unga kynslóðin hefur fýlgst forvitin með. Nauðsyniegt er að prófa sandinn og sulla svolítið í vatninu. mynd: e.ól. Draiunar um sveitasælu „Við höfum átt okkur þann draum að koma upp kyrrðarsetri þar sem fólk gæti átt lengri eða skemmri dvöl í kyrrð, helgihaldi, uppbyggingu og sálgæslu og þeg- ar Möðruvellir losnuðu sáum við möguleika á að sameina drauma okkar um kyrrðarsetur og sveita- sælu.“ Þetta kemur fram í helg- arviðtali Dags við hjónin og prestana Solveigu Láru Guð- mundsdóttur og Gylfa Jónsson sem eru á leiðinni norður í Hörg- árdal með börn og bústofn, en sr. Solveigu Láru hefur verið veitt embætti prests á hinum sögu- frægu Möðruvöllum. Frá Syðra-Velli í Flóa er komin fjölmenn ætt. Systkinin þaðan urðu sextán talsins. Afkomend- urnir eru um 300 og fjölgar enn. Nánar um það í helgarblaðinu. Tuttugu ár eru liðin síðan fyrsta kortafyrirtækið var stofnað hér á landi, en þá líktu sumir greiðslukortum við eiturlyf. Helgarblaðið ræðir um korta- notkun íslendinga við Ragnar Onundarson, framkvæmdastjóri Europay á Islandi, I hverjum mánuði velja gestir veitingastaða veitingahús mán- aðarins með því að greiða at- kvæði á stöðunum sjálfum eða á netinu. Hótel Holt var valið veitingahús maímánaðar fyrr í vikunni og helgarblaðið ræddi við þá sem eiga mest í heiðrinum, kokkana sjálfa - Ragnar Ómarsson og Lár- us Gunnar Jónasson. Frjókornaofnæmi er vaxandi vandamál. Mikið hefur verið leit- að til Unnar Steinu Björnsdótt- ur, sérfræðings í ofnæmis- og ómæmissjúkdómum - og það gerði helgarblaðið líka. Þetta og margt fleira fróðlegt í helgarblaði Dags. Góða helgi! Kokkarnir á Holtinu. framleiðanda símkerfa í heiminum. Allt frá 4 uppí 12.000 innanhússnúmer. Hafðu samband, við kynnum þér málið. ffc v- MATRA NpRt&T OMM JNICATIONS BRÆÐURNIR ORKÍSSON Lágmúla 8 • Síml 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.