Dagur - Tíminn Akureyri - 08.05.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 08.05.1997, Blaðsíða 1
Fréttir og þjóðmál Akureyri Platínu- brúð- kaup Hjónin Margrét Magnúsdóttir og Ágúst Jónsson, tré- smíðameistari á Akureyri, áttu platínubrúðkaup í gær, en þau gengu í hjónaband á Akureyri 7. maí 1927, í blíðskaparveðri. Hann er 94 ára og hún 92, en bæði vel ern. Fyrstu 23 árin bjuggu þau í Ólafsfirði, en fluttu þá búferlum til Akureyrar. Ágúst hefur í seinni tíð orðið þekktur fyrir frábært steinasafn sem inniheldur um 2.000 teg- undir, sumar mjög sjaldgæfar, en hann sagar þá sundur og slípar, m.a. til minjagripagerð- ar. Fyrsta steininn eignaðist Ágúst í Öskju 1961, skömmu eftir eldgosið þar. Á myndinni eru þau hjónin í hluta af steina- safninu. Dagur-Tíminn sendir þeim árnaðaróskir. GG/Mynd.ss Reykjavík Viðskipti Útimarkaður á Ingólfs- torgi í sumar Borgaryfirvöld hafa áhuga á því að efla mannlíf í mið- borginni og m.a. með götu- og torgsölu. Talið er að það geti stuðlað að meiri verslun ferða- manna og orðið vettvangur til að kynna innlendan heimilis- og listiðnað. Pá getur það skap- að atvinnumöguleika fyrir þá sem eiga erfitt með að fá vinnu. í tillögum Borgarskipulags er lagt til að útimarkaður verði til roynslu á Ingólfstorgi um helg- ar í sumar og götusala verði heimiluð í Vallarstræti alla virka daga. Þá verður verslun- areigendum leyft að stilla út varningi sínum á gangstéttum meðfram götuhlið verslana sinna á opunartíma. Samkvæmt þessum tillögum verður bæði einstaklingum og verslunum heimilt að leigja sölubása hjá borginni á Ingólfs- torgi. -grh Víking tekur við bjór- framleiðslu Vífiifells Erlendum bjórteg- undum fjölgar sem verða framleiddar á Akureyri. Háahlíð ehf. í Reykjavík, eignarhaldsfélag í eigu Vífilfells ehf., hefur keypt meirihluta í Víking hf. á Akur- eyri. Vífilfell hyggst færa sig af bjórmarkaði og helga sig afurð- um Coca-Cola fyrirtækisins en Víking yfirtekur þær bjórteg- undir sem Vífilfell ehf. hefur haft á sínum snærum. Dreifing, lagerhald og sölustarfsemi verð- ur að hluta til samnýtt milli fyr- irtækjanna og flyst starfsemi Vífilfells á Akureyri í húsnæði Víking hf. Rekstur félaganna verður þó aðskilinn og Víking opnar sérstaka sölu- og þjónustuskrif- stofu í Reykjavík. Baldvin Valdimars- son, framkvæmdastjóri Víking, mun gegna þeirri stöðu áfram og segir hann augljósa hagræðingu felast í þessari tilhögun. Af- kastageta verksmiðj- unnar nýtist betur og með litlum tilkostnaði muni nú Pripps og Fosters bjór verða •framleiddur í fyrsta skipti á Akureyri. Hvað starfsmannahald varð- ar verður ekki bætt við í framleiðslunni sjálfri en einhver störf munu skapast í kringum markaðs- og sölustarfsemi. Baldvin Valdimarsson var kampakátur í gær. Mynd: GS Baldvin telur enga hættu á fákeppni samfara þessu skrefi en segir drykkjarvörumarkað- inn mjög sérstæðan hér á landi og erfiðan um margt. „Mesta samkeppni í nokkurri dagvöru. Ef við tökum bjórmarkaðinn þá er ríkið stór þátttakandi og þar eru nú yfir 40 tegundir seldar af bjór vegna þess að markaður- inn ræður ekki heldur verður eitt yfir alla að ganga í jafnræð- isskyni. Þetta sérðu hvergi í heiminum nema þá í ákveðnum sérverslunum. Það segir sig sjálft að bjór með 1- 2% mark- aðshlutdeild á ekki að geta lifað samkeppnina af.“ Félagið er nú í eigu tveggja eignarhaldsfélaga, annars vegar Valbæjar sem er íjölskyldufyrir- tæki og hins vegar Háahlíðar. Til stendur að bjóða Víking út á almennan hlutabréfamarkað en það verður þó ekki alveg næstu árin að sögn Baldvins. BÞ IWH.Q1 Perfectao Hringrásardælur SINDRI -sterkur í verki

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.