Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1984, Blaðsíða 12
12 DV.'MÁM/DAGÖM 2:'jtÍLl 1984." Frjálst.óháð dagbiað i Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIOLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf„ Skeifunni 19. Áskríftarverð á mánuði 27S kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helgarblað 28 kr. Stöðnun er dýr í rekstri Varið er í sumar 116 milljónum króna til að leggja sjálf- virkan síma í 620 sveitabæi. Það eru um 130 þúsund krónur á hvern síma. Þetta er lítið dæmi af mörgum um hinn mikla mun, sem er á kostnaði við fjárfestingu í sveit- um annars vegar og ýmiss konar þéttbýli hins vegar. Miklar fjárhæðir eru lagðar í vegagerð, sem ekki þjónar samgöngum milli þéttbýliskjarna. Mörg dæmi eru um, að dýrar brýr hafi verið smíðaðar til að bæta samgöngur til eins eða tveggja sveitabæja. Stundum sitja brýrnar einar eftir, því að fólkið hefur flutt í kaupstað. Margfalt dýrara er að leggja hitaveitu í strjálbýli en í þéttbýli. Hið opinbera hefur einnig á því sviði komið til skjalanna. I ár er varið af f járlögum 230 milljónum króna til niðurgreiðslu á rafhitun til viðbótar við olíustyrkina og aðra jöfnun hitakostnaðar. Hið sama gildir auðvitað um rafmagnið. Þar er að vísu brúsinn ekki borgaður af ríkinu sem slíku, heldur af raf- magnsnotendum í þéttbýli. Þeir greiða verðjöfnunar- gjald, en slík gjöld hafa einmitt mjög verið í tízku hjá landsstjórninni á undanförnum árum. Þegar lagðar eru saman upphæðirnar, sem felast í verðjöfnunargjöldum á notendur, liðum á fjárlögum ríkisins og eigin umframkostnaði þeirra, sem búa í strjál- býlinu, er auðvelt að skilja, hvers vegna allir þessir aðilar eru svo peningalausir, sem raun ber vitni um. Þungbærasti herkostnaður þjóðarinnar af viðhaldi byggðar í strjálbýli felst í hinum hefðbundna landbúnaði með kýr og kindur. Ríkið styrkir hann með 1.500 milljón króna uppbótum, niðurgreiðslum og öðrum styrkjum. Þetta er nærri tíunda hver króna á fjárlögum. Stuðningurinn við hefðbundna landbúnaðinn einn út af fyrir sig jafngildir því, að á fimm ára fresti væri reist tveggja milljón króna íbúð yfir hvern einasta bónda, til dæmis í þéttbýlinu. Er þá ótalinn eigin fjárfestingar- kostnaður hefðbundinna bænda. Af þessum tölum má sjá, að kostnaður af flutningi fólks úr strjálbýli í þéttbýli er skiptimynt ein í samanburði við kostnaðinn af viðhaldi byggðar í strjálbýli. Á örfáum árum má greiða niður slíkan herkostnað með sparnaði á kostnaði við að halda úti dreifbýli. Það er gert í eitt skipti fyrir öll að reisa íbúð í þéttbýli, tengja hana þjónustu þéttbýlisins og útvega atvinnutæki- færi í þéttbýli. Niðurgreiðslur á orku, verðjöfnunargjöld og opinberir styrkir til dreifbýlis halda hins vegar áfram ár eftir ár og fara raunar vaxandi. Sem dæmi um hina trylltu smábyggðastefnu, sem hér er rekin, má nefna, að Orkustofnun hefur eytt peningum til að reikna út, að það kosti 1.200 milljónir króna að bora 65 kílómetra vegagöng í fjöll. Framkvæmdastjóri byggðamála telur slíka iðju vel koma til greina. Smábyggðastefnan er krabbamein í þjóðfélaginu. Hún kemur í veg fyrir, að þjóðin geti brotizt til álna og velmegunar. Hún kemur í veg fyrir þá röskun, sem er nauðsynleg hverju þjóðfélagi, er vill verða þátttakandi í framtíðinni. Hún ber dauðann í sér. Islenzkt þjóðfélag varð til fyrir röskun í öðrum löndum. Gott gengi okkar á fyrstu sjö áratugum þessarar aldar stafar af röskun, fólk flutti úr strjálbýli í þéttbýli. Eftir búsetustöðnun áttunda áratugarins er nauðsynlegt að horfa til framtíðarinnar á nýjan leik. Jónas Kristjánsson. Þingmenn Alþýðuflokks auk annarra. „Þótt formaður Alþýðubandalagsins hafi talað oftast og lengst allra þingmanna, kom þó iIjós ikönnun DVað Alþýðuflokksmenn taia aðjafnaði oftast og lengst." ALÞÝÐUFLOKK- UR A ALÞINGI Alþingi Islendinga — 106. löggjaf- arþing — sat á rökstólum í tæplega 200 daga, frá byrjun október til maí- loka. Á Alþingi voru haldnir 315 þing- fundir. Þar voru samþykkt alls 110 lög, þar af 93 stjórnarfrumvörp en 17 þingmannafrumvörp. Af 110 þings- ályktunartillögum voru 25 sam- þykktar sem ályktanir Alþingis. Auk þessa voru bornar fram í sameinuðu þingi 148 fyrirspurnir til ráðherra. Alls voru mál til meðferðar í þinginu 370 talsins. Þar á meðal voru lagðar fram 14 sérstakar skýrslur. Alls var tala prentaðra þingskjala 1124. □ Það var því mikið talað á Alþingi, óvenjumörg lög samþykkt og álykt- anir gerðar. I þeim skilningi var þetta starfsamt þing. □ Enhvaðamálbarhæst? Efnahags- og atvinnumál voru fyrirferðarmest, tóku mestan tíma og varða trúlega hagsmuni flestra. ,, Rekstrargrund- vallarræfillinn" □ Margir munu ætla að heimildar- lögin um kvótakerfið, þar sem Al- þingi afsalaði sér í hendur ráðherra eins konar alræðisvaldi til að inn- leiða kvótakerfi til að stjórna nær öll- um fiskveiðum, hafi verið stærsta mál þingsins og skipt sköpum í at- vinnusögu þjóðarinnar. Önnur stórmál, sem varða at- vinnuvegina, voru ný lög um Afla- tryggingasjóð sjávarútvegs, um ríkismat sjávarafurða, um skuld-' ytingar í sjávarútvegi og land- búnaði og um atvinnuréttindi skip- stjórnarmanna. □ Umstefnunaíefnahagsmálumal- mennt var mikiö fjallað við af- greiöslu fjárlaga, lánsfjárlaga og laga um almennar ráðstafanir í ríkisfjármálum („bandormurinn”) sem tók ríkisstjórnina marga mán- uði að koma í gegn í því skyni að „stoppa upp í f járlagagatið.” □ Skattamál tóku óvenjumikinn hluta af tíma þingsins. Alls þurfti að taka frumvörp um breytingar á tekju- og eignarskatti 7 sinnum til Kjallarinn JÓN BALDVIN HANNIBALSSON, ÞINGMAÐUR FYRIR ALÞÝÐUFLOKKINN umræðu og afgreiðslu. Mjög veiga- miklar breytingar voru gerðar á skattamálum fyrirtækja, í því skyni að létta skattbyrði þeirra. □ Lög sem staöfestu eignarhlut Jap- ana í Járnblendiverksmiöjunni á Grundartanga, víðtæk heimildarlög varðandi undirbúning framkvæmda við nýja kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði og lög um fjármögnun nýrrar flugstöðvarbyggingar á Keflavíkurflugvelli — allt eru þetta stórmál sem varða atvinnulif og framkvæmdir í landinu. □ Frumvarp ríkisstjómarinnar um húsnæðismál fékk mikla og itarlega umfjöllun í nefndum og í almennum umræðum. Þær umræður leiddu í ljós að f jármögnun húsnæðismála er öll í molum og nýju lögin húsbyggj- endum því sýnd veiði en ekki gefin. □ Þá telst það og til tíðinda að ný stjómskipunarlög frá fyrra þingi voru staðfest ásamt með nýjum kosningalögum. Stjórn — stjórnarandstaða Hver var hlutur stjórnar og stjórn- arandstöðu í störfum þingsins? Dagblaðið-Vísir hefur lagt mikla vinnu í að mæla störf þingmanna á skeiöklukku í mínútum og sekúnd- um (jafnvel í decibelum). Þaö segir sína sögu um mat fjölmiðla á störf- um alþingismanna, að þeim er lagt það til lasts, hvort heldur þeir tala mikið eöa litið. Mállaus þingmaður er ámóta illa á vegi staddur og óskrifandi blaðamaður. Þótt tíma- mæling á ræðum einstakra þing- manna, þingflokka eða landshluta sé engan veginn einhlítur mælikvarði á athafnasemi eða áhrif þingmanna segir það e.t.v. eitthvað um virkni þingflokka. Samkvæmt niðurstööum DV má þingflokkur Alþýöuflokksins vel við una. □ Þótt formaður Alþýðubandalags- ins hafi talað oftast og lengst allra þingmanna kom þó í ljós í könnun DV aö „Alþýðuflokksmenn tala að jafn- aði oftast og lengst. Þingmenn þess flokks tóku aö meöaltali 90 sinnum til máls og meðaltal samanlagðs ræðutíma þeirra var 1030 mínútur.” □ Þingmönnum Alþýöuflokksins lá því mikið á hjarta. Athygli vekur að þótt þingmenn Alþýðuflokksins séu 4 færri en Alþýðubandalagsins létu hinir 6 Alþýðuflokksmenn samt meira að sér kveða í ræðustól á Al- þingi en hinir 10 þingmenn AB. En þótt þingmenn Alþýðuflokksins hafi reynzt virkir vel í umræðum á Alþingi skiptir þó meira máli að: 1) þingflokkur Alþýðuflokksins flutti fleiri mál en nokkur hinna þing- flokkanna og 2) fékk fleiri mál samþykkt á Alþingi, þegar saman eru tekin laga- frumvörp og þingsályktunartillögur, en nokkur hinna stjórnarandstöðu- flokkanna. Sérstaka athygli vekur, að af alls 25 þingsályktunartiilögum, sem samþykktar voru sem ályktanir Alþingis, voru 9 fluttar af þing- mönnum Alþýöuflokksins, eða tæpur þriðjungur allra ályktana. Hitt kemur ekki á óvart að aðeins eitt iagafrumvarp Alþýðuflokksins var samþykkt, þar sem það heyrir nánast til algerra undantekninga að stjórnarmeirihluti hleypi lagafrum- varpi frá stjórnarandstöðu í gegn. En alls fluttu þingmenn Alþýðu- fiokksins 19 lagafrumvörp og 21 þingsályktunartillögu sl. vetur. Lítum síðar á þessi þingmál Al- þýðuflokksins sem samþykkt voru frá Alþingi á sl. vetri. Jón Baldvin Hannibalsson £ „Sérstaka athygli vekur að af alls 25 w þmgsályktunartillögum, sem samþykkt- ar voru sem ályktanir Alþingis, voru 9 fluttar af þingmönnum Alþýðuflokksins, eða tæpur þriðjungur ályktana.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.