Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVISIR 17. TBL.-76. og 12. ÁRG.-ÞRIÐJUDAGUR 21. JANUAR 1986. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar í vor: FA180G19 ARA EKKIAÐ KJÓSA? í I í Átján óra kosningaaldur gildir ekki í sveitarstjórnarkosningunum í vor, samkvæmt gildandi lögum. Kosningaaldurinn var færður úr 20 árum í 18 við breytingar á almennum kosningalögum 1983 og 1984. Sú breyting nær til alþingiskosninga og forsetakosninga. Frumvarp til breyt- inga á sveitarstjórnarlögum er hins vegar strand í Alþingi. Tuttugu ára kosningaaldur er gildandi í þeim lögum. Þær breytingar, sem tillaga er gerð um, á sveitarstjórnarlögunum eru verulegar og hafa valdið miklum ágreiningi. Þetta eru viðkvæmar skipulagsbreytingar sem snerta meðal annars hlutverk sýslunefnda og landshlutasamtaka, svo og sam- einingu sveitarfélaga. Alveg er óvíst að lögunum verði breytt fyrir vorið. Þó kemur til greina að breyta sér- sta’klega kosningaaldrinum. Samkvæmt gildandi sveitarstjórn- arlögum á að kjósa á þéttbýlisstöðum síðasta laugardag í maí og í sveitum mánuði síðar. í breytingafrumvarp- inu nú er lagt til að kosningadagur verði einn, annar laugardagur í júní. Leggja á fram kjörskrár tveim mán- uðum fyrir kjördag og raunar hefur verið reynt að gefa þær út fyrr. Ef breyta á kosningaaldrinum nú verð- ur þvi að gera það i mars. Ef kjósa á síðasta laugardag í maí er hann 31. Verði breytt í annan laugardag í júní er hann 14. Þá yrði talið fram á sunnudaginn 15. og rétt tími til þess að jafna sig fyrir þjóð- hátíðina 17. júní. En hvor kosninga- dagurinn sem verður vita löggiltir þingkjósendur 18 og 19 ára ekki um það núna hvort þeim verður treyst til að kjósa borgarstjórn, bæjar- stjórnir og hreppsnefndir. HERB í Í PrófkjörsjáKstæðis- itiannaíKefiavík: Varamaöurinn skaustupp ífyrstasætiö „Þótt ég hafí auðvitað stefnt að þessu átti ég ekki von á að ná svo langt enda var stíft sótt af frambjóðendum þessa síðustu daga,“ sagði Ingólfur Falsson framkvæmdastjóri sem varð í efsta sæti í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Keflavík fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í vor. Talningu lauk í nótt. I öðru sæti varð Garðar Oddgeirsson deildarstjóri, Jónína Guðmunds- dóttir kennari í því þriðja, Krist- inn Guðmundsson málarameist- ari í fjórða og Stella Björk Bald- vinsdóttir húsmóðir í fimmta sæti. Sjálfstæðismenn hafa nú fjóra fúlltrúa í bæjarstjóminni. Aðeins einn þeirra, Kristinn Guðmunds- son, náði öruggu sæti í prófkjör- inu nú, annar datt út, Hjörtur Zakaríasson framkvæmdastjóri, hinir tveir buðu sig ekki fram. Þá hefur sigurvegari kosning- anna nú, Ingólfur Falsson, verið varabæjarfulltrúi allt þetta kjör- tímabil og einnig sá sem lenti í öðm sæti, Garðar Oddgeirsson. Alls kusu 772 og þar af vom tíu atkvæði ógild. -KÞ V ÍV -sí Er ekki unaðslegt að vera ungur og renna sér áhyggjulaus á fullri ferð niður snævi þaktan Arnarhólinn? Þessir krakkar voru mjög hressir, nutu þess að vera til og vildu hafa snjóinn og blíðuna „helst í allan vetur,“ sögðu þau. DV-mynd KAE Verðhrun á olíu erlendis: 10-20% lækkun hér „Það má búast við 10 til 20 pró- sent lækkun á útsöluverði bensíns og gasolíu ef þessi verðlækkun heldur áfram. Þá verða líka skattar á bensíni og gasolíu að haldast óbreyttir og einnig gengið," sagði Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíu- félagsins hf., aðspurður um áhrif verðhrunsins á olíu hér á landi, sem átt hefur sér stað úti í hinum stóra heimi. „Mér þykir líklegt að þessi lækk- un verði gerð í þrepum og ekki ólíklegt að bensín ætti að byrja að lækka hér á landi í febrúar." Mikið offramboð er nú á olíu. OPEC-löndin lækkuðu verð á olíu- tunnu niður í 22 dollara úr 28 í haust. Nú hafa Norðmenn ákveðið að lækka verð á sinni olíu, sem afgreidd verður í apríl, niður í 19,5 dollara. Olíufélögin hér á landi sitja yfir- ' leitt með birgðir til 60-90 daga. Olíuverðið miðast við þann dag sem olían er sett í skip erlendis. Það tekur þvf nokkum tíma að endumýja þessar birgðir á nýja heimsmarkaðsverðinu. -APH Fegutóarás íönnum — sjá Sviðsljós bls.29 Utboðmatvæla stærstu mötu- neytalandsins — sjá Neytendur Vályndveður ástjómar- heimilinu — sjábls.2 Rainbowmálið enníbiðstöðu 2 Ríkiðtapar milljónaáraö- stndaskipunum — sjábls.5 Sólneshjónin vBpýmmdam — sjá Sviðsljós ábls.28

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.