Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 62. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						18				DV. FÖSTUDAGUR14. MARS1986.	DV. FÖSTUDAGUR14. MARS1986.				31
	íþróttir	íþróttir	Iþróttir	Iþróttir            Iþrótl	tir           Iþróttir	Iþróttir	íþróttir	íþróttir	
Einstaklingsverðlaun að loknu körfutímabili:
PÁLMAR SIGURÐSSON BESTUR -
LINDA FÉKK ALLT H JÁ KONUNUM
Pálmar Sigurðsson, Haukum, var í
nótt í lokahófi KKI útnefndur besti
leikmaðurinn í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik á keppnistímabilinu
sem lauk í gærkvöldi með úrslitaleik
Hauka og Njarðvíkur í bikarkeppn-
inni. Valur Ingimundarson, UMFN,
varð í öðru sæti en jafnir í 3.-5. sæti
urðu þeir Birgir Mikaelsson, KR,
Guðni Guðnason, KR, og Ragnar
Torfason, ÍR.
Fjölmörg    einstaklingsverðlaun
voru veitt í lokahófinu í nótt. Þessir
hrepptuhnossin:
FLEST STIG í ÚRVALSDEILDINNI:
1. Valur Ingimundarson, UMFN..513
2. Pálmar Sigurðsson, Haukum ....496
3. Birgir Mikaelsson, KR...............397
BESTINÝLIDINN:
1. Jóhannes Kristbjörnsson,.. UMFN
2. Guðjón Skúlason......................ÍBK
3. ÓlafurGottskálksson...............ÍBK
• Pálmar Sigurðsson sést hér með verðlaun sín. Hann var kosinn besti leik-
maðurinn á keppnistímabilinu. DV-mynd G. Bender.
BESTAVITASKYTTA:
1. Birgir Mikaelsson,..............KR, 72/
66 = 92%
2. Tómas Holton.......Val, 52/43 = 83%
3. PálmarSigurðsson,....Haukum,80/
62 = 78%
BESTIVARNARMADUR:
1. ívarWebster,.....................Haukum
2. ísak Tómasson......................UMFN
3. Torfi Magnússon........................Val
FLESTAR 3-STIGA KÖRFUR:
1. Pálmar Sigurðsson...........Haukum,
55 = 165                   stig
2. Karl Guðlaugsson, ,.ÍR, 31 = 93 stig
3. Valur Ingimundarson,........UMFN,
31 = 93stig
BESTIDÓMARINN:
1. Kristbjörn Albertsson,........UMFN
2. Jón Otti Ólafsson........................KR
3. ÓmarSchewing...........................KR
EFNILEGASTIDÓMARINN:
1. Ómar Schewing,..........................KR
2. Jóhann Dagur Björnsson.......Fram
3. Kristinn Albertsson,..................Val
KONUR
BESTILEIKMAÐUR:
1. Linda Jónsdóttir,........................KR
2. Þórunn Magnúsdóttir,........UMFN
3. Guðlaug Sveinsdóttir...............ÍBK
STIGAHÆSTU LEIKMENN:
1. Linda Jónsdóttir, KR..........205 stig
2. Guðlaug Sveinsdóttir, ÍBK.145 stig
3. Ásta Óskarsdóttir, Haukum......118
stig
VERSLANIR!
Hin sívinsœla og myndarlega
FERMINGAR-
GJAFAHANDBÓK
kemur út 20. mars nk.
Þeir auglýsendur, sem áhuga
hafa á að auglýsa í
FERMINGARGJAFAHANDBÖKINNI,
vinsamlegast hafi samband við
auglýsingadeild D V,
Þverholti 11, eða ísíma 27022,
kl. 9-17 virka daga,
ísíðastalagi
mánudaginn 17. mars.
Gb /*&
„Varhrædtiur
- sagði Einar Bollason
BESTAVÍTASKYTTA:
1. Linda Jónsdóttir, KR................70%
Ragnheiður Steinback, IS............68%
3. Cora Barker, KR.......................67%
Eins og sjá má á þessari upptaln-
ingu hjá konunum vann Linda Jóns-
dóttir, KR, til allra einstaklingsverð-
launanna hjá kvenfólkinu.
-SK
I
|
„Eg verð að segja eins ög er að
I ég var mjög hræddur tun að við
I myndum tapa þessum leik þegar
IValur fékk sína 5. villu. Þá fýrst
fóru Njarðvíkingarnir að berjast
Itil sigurs," sagði Einar Bollason,
þjálfari llaulia. eftir úrslitaleik-
I inn í grkvöldi.
| „Ég er viss um að Njarðvíking-
I amir hefðu aldrei náð okkur ef
_ Valur hefði ekki þurft að fara af
I leikvelli. Annars er ég auðvitað
Imjög ánægöur með þennan sígur
og þctta er frábær endir á þjálf-
I araferli mínum hjá Haukum."
!                      -SK ¦
Bikarinn aftur í Fjörðinn
• Einar Bollason endaði þjálfaraferil sinn hjá Haukum
hampa bikarnum eftirsótta. DV-mynd Brynjar Gauti.
gærkvöldi með því að
„Vægastsagt
huggulegt"
-sagði PálmarSigurðsson
„Þetta var vægast sagt mjög
huggulegt," var það fyrsta sem
Pálmar Sigurðsson, Haukum, sagði
eftir sigurleikinn gegn Njarðvík.
„Mér hefði fundist það ósanngjarnt
ef við hefðum ekki unnið bikarinn í
ár. Þetta var gríðarlega erfiður leik-
ur og þeir efldust svakalega þegar
Valur fór út af. Eftir á að hyggja er
spurning hvort það hefði ekki verið
betra fyrir okkur ef Valur hefði aldr-
ei fengið 5 villur og leikið með allan
leikinn. Þetta var klassi og frábær
endir á skemmtilegu keppnistímabili.
Við erum í sjöunda himni og stað-
ráðnir í að gera enn betur á næsta
keppnistímabili," sagði Pálmar Sig-
urðsson en hann var í gær útnefndur
besti leikmaður úrvalsdeildarinnar.
-SK
MB ^ ¦áfB ¦    ¦¦
Tolf leik-
menn valdir
í Evrópuferð
- landsliðsins í körfu. Aðeins tveir úr Haukum
ogNjarðvík
Tólf leikmenn hafa verið valdir í
islenska landsliðið í körfuknattleik
sem heldur þann 24. mars i Evrópu-
ferð á vegum KKÍ dagana 23. mars
3. apríl nk. Liðið mun leika gegn
hinum ýmsu félagsliðum í Þýska-
landi auk landsleikja gegn Austurríki
og Luxemburg. Ferð þessi er lo-
kaundirbúningur landsliðsins fyrir
Evrópukeppnina sem fram fer hér á
landi í april.
Eftirtaldir leikmenn voru valdir í
landsliðið:
Torfi Magnússon............Val, fyrirliði
Valur Ingimundarson, ...UMFN, var-
afl.
PálmarSigurðsson,..............Haukum
Jón Kr. Gíslason............................ÍBK
Tómas Hplton.................................Val
Páll Kolbeinsson,...........................KR
Guðni Guðnason,............................KR
Birgir Mikaelsson..........................KR
Hreinn Þorkelsson,.......................ÍBK
Símon Ólafsson,..........................Fram
Þorvaldur Geirsson,...................Fram
RagnarTorfason,.............................ÍR
Athygli vekur að aðeins tveir leik-
menn eru valdir úr Njarðvík og
Haukum. Á þriðjudaginn kemur mun
landsliðið leika gegn pressuliði í
Laugardalshöll en á þriðjudags-
kvöldið verður auk þess boðið upp á
margvísleg skemmtiatriði.     -SK
• Pálmar Sigurðsson sækir að körfu Njarðvík-
inga. DV-mynd Brynjar Gauti.
„Ekki séð silfur í
þriu ar
-sagði Gunnar Þorvarðarson
sem líklega hættirsem þjálfari
Njarðvíkinga
„Ég skil ekki hvers vegna eftirlitsdómarar eru
á leikjum í körfuknattleiknum ef á þá er ekki
hlustað. Það sáu allir að skot Jóhannesar var
fyrir utan linuna nema dómararnir. Meira að
segja eftirlitsdómarinn á leiknum en á hann var
ekki hlustað," sagði Gunnar Þorvarðarson, þjálf-
ari Njarðvíkinga, í samtali við DV í gærkvöldi.
„Ég er alveg sannfærður um að þetta umdeilda
skot skipti sköpum í leiknum. En burtséð frá því
þá er ég ánægður með mína menn. Eg er mjög
ánægður með frammistöðu strákanna en ekki
úrslitin. Liðið hefur staðið sig vel í vetur, unnið
gullverðlaun í þremur mótum og nú silfur. Við
höfum ekki séð silfur í þrjú ár."
Hættir þú sem þjálfari liðsins?
„Já, það eru allar líkur á því. Ég er ekkert
bundinn Njarðvík og væri alveg til í að breyta
til. Ég er búinn að þjálfa liðið í þrjú ár og strák-
arnir eru eflaust orðnir þreyttir á mér," sagði
Gunnar Þorvarðarson.                 -SK
- Haukar bikarmeistarar 1986 eftir æsispennandi
úrslítaleik gegn Njarðvik. Aðems eins_____
stígs munur í lokm, 93-92      ___
Það gekk ekki litið á í Laugardalshöllinni í gærkyöldi þegar Haukum
tókst, annað árið í röð, að tryggja sér Mkarinn í körfunni eftir úrslitaleik
gegn íslandsmeistunim Njarðvíkur. Höllin lék á reiðiskjálfi á lokaminút-
unum og það var ekki fyrr en á lokasékúndunum sem \jóst varð að
Haukar væru bikarmeistarar 1986 í körfuknattleik. Þeir sigruðu Njarðvík-
inga, 93-92, eftir æsispennandi og lengst af vel leikinn leik. Staðan í leik-
hléi var 48-45 Haukum í vil. Ailt fór á annan endann i leikslok er Njarðvík-
ingar vildu meina að karfa, sem Jóhannes Kristbjörnsson skoraði fyrir
UMFN, hefði átt að gefa þehn þrjú stig en ekki tvö eins og dómaramir
töldu. Og flestir í Höllinni vildu meina að Njarðvíkingar hefðu haft rétt
fyrir sér. Þetta eina stig hefði svo sannariega skipt máli í lokin eins og
úrslit leiksins bera með sér,
Æsispennandi lokamínútur
Þegar 3,18 mínútur voru til leiks-
loka var staðan 85-82, Haukum í
viL Áður í leiknum höfðu Haukarnir
náð tíu stiga forskoti sem Njarðvík-
ingar söxuðu á smátt og smátt. ívar
Webster kom Haukum í 87-82 en
þegar 2,20 mínútur voru til leiksloka
höföu þeir Teitur Örlygsson og Ellert
Magnússon minnkað muninn í að-
eins eitt stig, staðan 87-86. Ivar
Webster skoraði úr tveimur vítaskot-
um af öryggi, 89-86, en enn voru
þeir Teitur og Ellert á ferðinni. Teit-
ur skoraði úr einu víti og Ellert
skoraði körfu og þegar 1,19 mínútur
voru til leiksloka var staðan allt i
einu orðin jöfn 89-89. Og nú var allt
orðið sturlað í Höllinni. ívar Ás-
grímsson kom Haukunum i 91-89 en
þegar 50 sekúndur voru til leiksloka
átti Teitur ónákvæmt skot. Haukar
náðu knettinum og ívar Webster
skoraði og kom Haukum í 93-89.
Þegar aðeins 13 sekúndur voru eftir
skoraði Jóhannes Kristbjörnsson
þriggja stiga körfu og staðan orðin
93-92. Haukarnir klúðruðu knettin-
um samstundis og þegar 11 sekúndur
voru eftir voru Njarðvíkingar með
knöttinn en þeim tókst ekki að skora
og Haukar fögnuðu sigri.
Vægast sagt umdeilt atvik
I síðari hálfleik átti sér stað mjög
umdeilt atvik. Jóhannes Kristbjörns-
son skaut að því er virtist fyrir utan
þriggja stiga línuna og skoraði. En
Hörður Tulim'us, sem þarna dæmdi
sinn síðasta leik, taldi að Jóhannes
hefði verið fyrir innan þriggja stiga
línuna og gaf því merki um að tvö
stig væru fyrir körfuna. Þegar þetta
átti sér stað tjúlluðust Njarðvíkingar
alveg. Gunnar Þorvarðarson, þjálf-
ari þeirra, sparkaði stól einum lang-
ar leiðir og Njarðvíkingar almennt í
Höllinni höfðu vart hemil á reiði
sinni. Og ekki minnkaði reiði þeirra
í leikslok þegar ljóst var að eitt stig
skildi liðin að. Reynt var að komast
að hinu sanna í þessu máli með
aðstoð myndbands en það tókst ekki
og því stóðu úrslit leiksins óhögguð.
Þrír yfirburðamenn hjá Haukum
Þeir Ivar Webster, Pálmar Sigurðs-
son og Henning Henningsson voru
langbestir hjá Haukum en samtals
skoruðu þeir 71 stig fyrir Haukana.
Kristinn Kristinsson stóð sig vel í
vörninni og sömu sögu er hægt að
segja um Hálfdán Markússon sem
sýndi gamla takta en hann hefur
ekki leikið með Haukunum í tvö ár.
Það var greinilegt að Haukaliðið var
banhungrað í sigur í þessum leik og
leikmenn lögðu sig alla fram í vörn
og sókn.
ísjandsmeistaramir gloppóttir
íslandsmeistarar Njarðvíkur máttu
þola tap í gærkvöldi og það er nokk-
uð sem þeir þekkja nánast af afspurn
í vetur. Þeir Jóhannes Kristbjörns-
son og Teitur Örlygsson voru lang-
bestir Njarðvíkinga en athygli vakti
hversu slakur Valur Ingimundarson
var. Hann skoraði aðeins 10 stig í
leiknum sem er nánast ekkert þegar
hann er annars vegar. Hann varð að
vísu að yfirgefa völlinn með 5 villur
þegar 15 mínútur voru eftir en þá
fyrst fór Njarðvíkurliðið í gang svo
um munaði þrátt fyrir að það dygði
ekki til í þetta skipti. Teitur Örlygs-
son sýndi það og sannaði í þessum
leik að hann er mjög efnilegur leik-
maður sem á eftir að ná óralangt í
framtíðinni.
Dómararnir ekki öfundsveróir
Þeir Hörður Tuliníus og Jón Otti
Ólafsson dæmdu þennan erfiða leik
og voru ekki öfundsverðir af verk-
efninu. Svo fór á köflum að þeir
höfðu ekki nægilega góð tök á leikn-
um en ef ekki hefðu komið til nokkur
mjög vafasöm atvik þá hefði dóm-
gæsla þeirra verið til fyrirmyndar.
Stig Hauka: Ívar Webster 28, Pálmar
Sigurðsson -24. Henning Hennings-
son 19, Kiistinn Kristinsson 6. Ólaf-
ur Rafnsson 5, Hálfdán Markússon
5, Eyþór Árnason 4 og Ivar Ásgríms-
son2.
Stig UMFN: Jóhannes Kristbjörns-
son 25, Teitur Örlygsson 20, Helgi
Rafnsson 12, Valur Ingimundarson
10, Isak Tómasson 9, Kristinn Ein-
arsson 6, Ellert Magnússon 6. Hreið-
ar Hreiðarsson 2 og lngimar Jónsson
2.                       -SK
„Egvarfyrir
utanlínuna"
-sagði Jóhannes Kristbjornsson, Njarðvík,
sem skoraði eina umdeildustu körfu vetrarins
ígærkvöldi
• Hörður Tuliníus með styttuna
sem hann fékk frá KKÍ. DV-mynd
G. Bender.
„Tel mig
hafa skilað
„Það er ekkert vafamál að ég var
fyrir utan þriggja stiga línuna þegar
ég skoraði," sagði Njarðvíkingurinn
Jóhannes Kristbjörnsson sem skorði
körfuna umdeildu í leik Hauka og
UMFNígærkvöldi.
„Það var virkilega slæmt að hafa
Hörð dómara þeirra megin i þessum
leik. Þá hafði það áhrif á okkur að
Valur skyldi fá 5 villur. En okkur
tókst þratt fyrir það að jafna leikinn
og ég ér mjög ánægður með síðustu
tíu mínúturnar hjá okkur. Haukarn-
ir eiga að vissu leyti skilið að vinna
bikarinn en við erum bestir í dag."
sagði Jóhannes. sem skoi'aði 25 stig
fvrirUMFN.
Hálfdán Markússon, Haukum:
„Það var stórkostlega gaman að
vera með í þessum leik hér í kvöld
en það var engu að síður sárt að ná
ekki að vinna Islandsmeistaratitil-
inn," sagði Hálfdán Markússon (A.
Einarssonar veðurfræðings) eftir
leik Hauka og Njarðvíkur í gær-
kvöldi. Hálfdán var fyrir nokkru
einn allra besti leikmaður Hauka en
hefur ekki leikið með liðinu síðast-
liðin tvö ár.
„Ég held að aðalástæðan fyrir því
að við sigruðum í kvöld hafi verið
sú að við vorum þyrstari í sigur en
Njarðvíkingarnir. Við mættum mjög
ákveðnir til leiks og vorum vel
stemmdir fyrir leikinn. Þetta var
skemmtilegur og spennandi leikur
og það gat allt gerst." sagði Hálfdán.
Teitur Örlygsson, Njarðvík:
„Auðvitað var mjög sárt að tapa
enn einum úrslitaleiknum í bikarn-
um. Það eru einhver álög á okkur
hér í Höllinni," sagði Teitur Örlygs-
son,  Njarðvík,  eftir leikinn  gegn
Haukum í gærkvöldi en Teitur lék
mjög vel og skoraði 20 stig.
„Það var hrikalega slæmt að missa
Val út af í síðari hálfleik en þó er
ekki hægt að horfa framhjá því að
eftir að hann fékk 5. villuna tókum
við fyrst við okkur. Eg er ánægður
með minn leik og ég vona að okkur
takist loks að vinna bikarkeppnina
á næsta ári. Við erum alltaf að
komast nær og nær titlinum." sagði
Teitur.                    -SK
rninu"
-segir Hörður Tuliníus
sem dæmdi sinn síðasta
leikígærkvöldi
„Ég er ánægður með að ferli mín- *?
um sem dómara sé lokið. Ég er búinn
að dæma síðan árið 1968 og tel mig
því búinn að skila minu varðandi
dómgæsluna," sagði hinn kunni
körfuknattleiksdómari, Hörður Tuli-
níus. frá Akureyri en í gærkvöldi
dæmdi hann sinn síðasta opinbera
leik í körfu, leik Hauka og Njarðvik-
„Þetta hefur verið mjög skemmti-
legur tími sem ég sé alls ekki eftir.
Það má eiginlega segja að ég sé
búinn að fá mig fullsaddan af körfu-
knattleik. Ég byrjaði sjálfur að spila
árið 1949 og dæma 1968. Þetta er
orðinn góður tími."sagði Hörður
ennfremur.
. Hörður fékk blómvendi og gjafir
fyrir leikinn í gærkvöldi og í lokahófi
KKÍ í Sigtúni í gærkvöldi afhenti
KKI honum forláta styttu fyrir fórn-
fúst starf fyrir körfuknattleiksiþrótt-
ina.
-SK
Linda skor-
aði meira
en Stúdentar
-ogKRmeistari
Það á sér ekki oft stað i körfu-
knattleik að einn og sami leikmaður-
inn skori fleiri stig en andstæðingar
hans til samans. Þetta afrekaði þó
Linda Jónsdóttir, KR, í gærkvöldi er
hún skoraði 33 stig fyrir lið sitt þegar
KR sigraði ÍS örugglega í úrslitaleik
bikarkeppni kvenna í Laugardals-
höllinni. Lokatölur 47-28 eftir að
staðan í leikhléi hafði verið 18-15 KR
ívil.
KR-stúlkurnar voru allan tímann
betri aðilinn í leiknum og það var
aldrei^ spurning hvort liðið væri
sterkara. Linda var í sérflokki á
vellinum en einnig átti Kristjana
Hrafnkelsdóttir góðan leik fyrir KR
og hirti mikið af fráköstum. Lið IS
var allt álíka lélegt og engin skar sig
úr.
Stig KR: Linda 33, Cora 6, Erna 4
og Kristjana 4.
Stig ÍS: Hafdis 12. Kolbrún 6, Anna
Björk 4. Vigdís 2, Ragnhildur 2 og
Helga 2.                   .SK
• Cora Barker, fyrirliði KR, hamp-
ar bikarnum. DV-mynd Brynjar
Gauti.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48