Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 20. OKTÖBER 1988.
Fréttir
Jón Baldvin um viðræöiirnar viö Shultz:
Hugmyndinni um fríversl-
unarsamning vel tekið
- engin breyting á afstöðu til hvalveiða
Steimmn Böðvaredótttr, DV, Washingtan:
„Hugmyndinni um fríverslunar-
samning milli Bandaríkjanna og ís-
lands var engan veginn hafnaö.
Henni var þvert á móti vel tekið,"
sagði Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra í samtali við DV í
gær, í kjölfar fundar hans og banda-
ríska utanríkisráðherrans, Georges
Shultz.
Utanríkisráðherrarnir funduðu í
klukkustund í bandaríska utanríkis-
ráðuneytinu í Washington í gær-
morgun. Að sögn Jóns Baldvins var
fundurinn mjög gagnlegur og voru
umræðurnar um möguleika á frí-
verslunarsamningi ríkjanna, líkum
þeim sem Bandaríkin og Kanada
hafa gert, mjög fróðlegur þáttur við-
ræðnanna.         *
„Ég geröi grein fyrir sérstöðu ís-
lendinga gagnvart þróun mála og
samningaumleitunum við Efnahags-
bandalag Evrópu," sagði Jón Bald-
yin. Utanríkisráðherrann sagði að
íslendingar gætu ekki fallist á kröfu
EB um fiskveiðiréttindi fyrir hönd
bandalagsþjóðanna innan íslenskrar
efnahagslögsögu, þar sem þjóðin
byggði tilveru sína á yfirráðaréttin-
um yfir þessum auðhndum. „í ljósi
þessa höfum við-mikinn áhuga á frí-
verslunarsamningi Bandaríkjanna
og Kanada," sagði utanrikisráð-
herra.
Að sögn Jóns Baldvins kvað Shultz
Bandaríkjasrjórn reiðubúna til að
láta íslendingum í té allar þær upp-
lýsingar um samning Kanada og
Bandaríkjanna sem þeir kynnu að
óska eftir. Að auki sagði Shultz
Bandaríkin reiðubúin til viðræðna
við íslendinga um þesi mál. Shultz
vakti hins vegar athygh á því að
Bandaríkin hefðu þá meginreglu að
leita eftir samkomulagi um afnám
tollfríðinda og verndarstefnu á
grundvelli GATT-samkomulagsins.
Frekari • viðræðurr voru ekki
ákyeðnar.
Á fundinum vakti Jón Baldvin
einnig máls á hvalveiðum íslendinga
í vísindaskyni og samkomulagi þjóð-
anna um þau mál. í Bandaríkjunum
hafa fjölmiðlar fjallaö um hugsan-
George Shultz, utanríkisrádherra Bandarikjanna, tekur á móti Jóni Baldvin
Hannibalssyni utanríkisráðherra við upphaf viðræðna í gær.
DV-mynd Reuter
lega stefnubreytingu íslenskra
stjórnvalda hvað varðar vísindaveið-
ar. í samtalinu við DV kvaðst Jón
Baldvin hafa fullvissað Shultz um að
engin slík breyting hefði átt sér stað.
„Við gerðum grein fyrir því að við
værum undir verulegri pressu frá
fyrirferðarmiklum áróðursaðilum og
almannasamtökum sem byggðu mál-
flutning sinn á verulegum skiln-
ingsskorti á sérstöðu okkar. Við
áskiljum okkur að sjálfsögðu allan
rétt til að meta það í ljósi breyttra
aðstæðna hvernig við höldum á okk-
ar vísindarannsóknum," sagði utan-
ríkisráðherra. Hann rjáði Shultz að
íslenska ríkisstjórnin myndi fjalla
um þessi mál á fundi sínum í dag en
að engrar niðurstöðu væri að vænta.
Auk ofangreindra atriða ræddu
ráðherrarnir um flutninga varnar-
liðsins og endurnýjanir vatnsbóla og
vatnslagna á Suðurnesjum vegna
mengunar sem rekja má til dvalar
varnariiösins á stríðsárunum. Að
sögn Jóns Baldvins er svars um það
að vænta innan tíöar.
Hótel Örk seld Framkvæmdasjóði:
Tilboð Helga Þórs
ekki nógu traust
- efitír standa um 200 niilljónir króna
Uppboðshaidarinn í Arnessýslu
hefur ákveöið að hafhatUboðiHót-
,'el Arkar h/f i Hótel Örk. Gengiö
hefur verið að tflboði Fram-
kværfláasjóðs en þaðyar 200 milh'-
ónir-króna eQa'.30 miiíidnura lægra
eh töboð Hótels Arkar h/f, Þorgeir
Ingj Njátsson, fulltrúi sýsluraanns
í Arnessýslu, komst aðþessari nið-
urstöðuígær,
Hróbjartur Jónatansson, lögmað-
ur Pranuívajrndasjóos, sagði aö
hann teldi líklegast að sjóðurinn
myndi leita sölu á hötelnu. Hann
sagðist ekki vita á þessari stundu
hvað gert yrðT varðandi þá Ieigu-
samninga sem Helgi Þor Jónssón
hefur gert. Hróbjartur sagði að
meta yrði hvortþeir væri hagstæð-
ir sjóðnum eða ekki Þéir tryggja
eigenda hótelsinsákveðnar-tekjur,
EfFramkvænidasjóÖurselurhót-
elið þá sagði Hróbjartur sðluverðiö
verða hærra en uppboðsverð þess
var. '    ;.' :';:í  ¦¦¦¦'¦'¦'¦'     •
Helgi Þór Jónssön á, ásamt fjöl-
skyldu sinni, Hótel Ork h/f. Það
félag á alla innanstokksmuni á
Hótel Örk. Þaö munu vera verð-
ihæti upp á rugi rninjóna. &ær tvö
hunclruö milh'ónir, sem Fram-
kvæmdasjóður greiðir fyrir Hótel
örk, koma á móti ura helmingi
peirra skulda sem tíl hefur verið
stofnað vegna hótelsins. Þáð er þvi
sýnt aö Helgi Þór Jónsson skuldar-
ermumÍOOmiIljónirkróná. ítrekað
var reynt að ná tali af Helga Þór
Jónssynienánárangurs.   -sme
ÞingBSRB:
Landsþyggðarfúlttiúar standa saman
Tahð er víst að sú lagabreyting
verði samþykkt á þingi Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja að fjölgað
verði í aðalstjórn bandalagsins úr 11
í 19 eða. 21 stjórnarmann, en á móti
komi að engin varastjórn verði. Þetta
hefur leitt til þess að þingfulltrúar
utan af landi hafa ákveðið að standa
saman við stjórnarkjör til að tryggja
hlut landsbyggðarinnar. Þær við-
ræður, sem átt hafa sér stað til aö
mynda þessa blokk, leiddu af sér að
landsbyggðarfulltrúarnir ætla einn-
ig að standa saman við formannskjör
og styðja Ögmund Jónasson.
í gærkvöldi stóð til að landsbyggð-
arfulltrúarnir héldu með sér sér-
stakan fund um þessi mál en af hon-
um varð ekki, meðal annars vegna
þess að það var talið óþarfi, samstað-
an væri alger hvort eð væri. Lands-
byggðarfulltrúar á þinginu eru 60
talsins.
Þessi samstaða þeirra breytir mjög
miklu varðandi spár manna um úr-
slit formannskjörsins. Sumir heim-
ildarmenn DV segja að þetta geti orð-
ið til þess að Ögmundur nái kjöri
srrax í fyrstu umferð, aðrir telja að
svo verði ekki en að hann verði mjög
nálægt því. Nái Ögmundur ekki kjöri
í fyrstu umferð er óvissan jafnmikil
og fyrr um úrslit í annarri umferð,
þegar kosið er á milli tveggja efstu.
Þingfulltrúar eru 209 og því þarf í
það minnsta 105 atkvæði til að ná
kjöri í fyrstu umferðinni.
I dag er síðasti eiginlegi starfsdagur
þingsins og verða þá allar mikilvæg-
ustu tillögurnar um lagabreytingar
og fleira afgreiddar. Á morgun verð-
ur eingöngu um að ræða kosningar
til stjórnar og trúnaðarstarfa fyrir
bandalagið.             -S.dór
Utandagskrárumræða á Alþingi um Marokkótogarana:
14 togarar fyrir írani
fylgdu s kaupbætí
Ef ekki verður stutt við íslenskan
iðnað þá stefnir fh'ótlega í það að is-
lenska þjóðin búi á Mallorca og fái
atvinnuleysisbæturnar sendar þang-
að. Þannig komst JúMus Sólnes, þing-
maður Borgaraflokksins, að orði
þegar hann var að ræða um synjun
ríkisstjórnarinnar á ríkisábyrgð fyr-
ir Stálvík til smíði 10 skuttogara en
hann krafðist utandagskrárumræðu
í sameinuðu þingi í gær vegna þess
máls.
í ræðu sinni rakti Júlíus tilurö
málsins og hvernig hefði verið staöið
að allri ákvarðanatöku hér innan-
lands. Sagði Júhus að það væri mjög
forvitnilegt í alla staöl
Sagði Júhus að skipasmíðaiðnaður
okkar væri illa samkeppnisfær og
sama mætti segja um allan okkar
iðnað enda væri svo komið að menn
mættu ekki framleiða hér neitt leng-
ur. Hvernig komið væri í skipa-
smíðaiðnaði væri meðal annars
stefnu stjórnarinnar varðandi rað-
smíðaverkefnin að kenha.
Júlíus sagði að enginn vafi væri á
því að íslendingar gætu verið vel
samkeppnishæfir þegar komið væri
að því að smíöa þróðuð fiskiskip.
Hann hefði víða fengið staðfestingu
á því. Sagði hann t.d. að Marokkó-
menn treystu aðeins tveim þjóöum
til þessa verkefnis, íslendingum pg
Norðmönnum. Teldu þeir þó að ís-
lendingar væru betur til þess fallnir
meðal annars vegna þess hve vel
smíðað skip Ottó N. Þorláksson væri
en orðspor þess skips hefði farið víða.
Þá sagði Júlíus að öll arabaríkin
hyggðu á útgerð skipa af þessu tagi
og hefðu þeir fengið fyrirspum frá
Jran um að smíða 14 skuttogara fyrir
þá. Einnig ræddi Júlíus um hlut
bankakerfisins og það ábyrgðakerfi
sem hér ríkti. Gagnrýndi hann harð-
lega hlut Landsbankans í þessu máh
og sagði að bankinn hefði ætlað að
krefjast 50 milh'óna kr. í þóknun og
þar að auki hefði fjármagnskostnað-
ur orðið 110 miujónir.
Iðnaðarráðherra, Jón Sigurðsson,
sagði að ekki hefði komiö til greina
að keppa við iönað sem væri niður-
gréiddur í nágrannalöndunum.
-SMJ
Svona lítur hún út, Boeing 757 þotan. Þaö er Borge Boeskov, sölustjóri
Boeing í Evrópu, sem tekur hér í hðnd Slgurðar Helgasonar, forsljóra Flug-
leiða, og sýnir honum risastórt Ifkan af þotunni.  DV-mynd Brynjar Gauti
Flugleiðir:
Skrifáð undir Boeing-kaupin
Sigurður Helgason, forstjóri Flug-
leiða, og Borge Boeskov, sölusrjóri
Boeing-verksmiðjanna í Evrópu,
undirrituðu í gær samning um kaup
Flugleiða á tveimur Boeing 757-200
þotum og kauprétt á þeirri þriðju.
Þoturnar verða notaðar í Atlants-
hafsflugi félagsins. Þær verða af-
hentar í febrúar og mars árið 1990.
Hvor Boeing 757 þota kostar um 45
milh'ónir dollara. Kaupverð beggja
þotnanna er þvi á fimmta mihjarð
íslenskra króna.
Boeing 757 þoturnar eyða allt að
43 prósent minna eldsneyti á hvert
sæti en DC 8 þoturnar sem Flugleiðir
hafa verið með í notkun á Atlants-
hafsleiðinni.
f fyrravor skrifuöu þeir Sigurður
Helgason og Borge Boeskove undir
samning um kaup Flugleiða á tveim-
ur Boeing 737400 þotum og kauprétt
á tveimur til viðbótar. Sú undirritun
fór fram á Akureyri í tilefni af 50 ára
afmæh atvinnuflugs' á íslandi.
-JGH
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40