Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1990, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990. íþróttir Sport- stúfar • Sex leikir fóru fram í NBA- deildinni bandarísku i körfu- knattleik i fyrri nótt. Boston Celtics vann Charlotte í miklum stigaleik þar sem skoraö var 261 stig samanlagt. Tvenn úrslit komu nokkuð á óvart, annars vegar sigur Miami Heat á Dalias Mavericks og hins vegar sigur LA Clippers á Phoenix Suns. Úr- slit leikjanna sex í fyrrinótt urðu annars þessi: Boston-Charlotte.......135-126 Cleveland-Indiana.......113-95 Miami Heat-Dallas.......105-93 New Jersey-Milwaukee....112-95 76ers-AtlantaHawks....112-104 LA Clippers-Phoenix...108-102 JohnSilletlátinn taka poka sinn • John Sillet, framkvæmda- stjóra 1. deildar liðs Coventry City, var sagt upp störfum hjá félaginu í fyrradag. Uppsögnin kemur í kjölfarið á léiegum ár- angri liðsins það sem af er keppn- istímabilinu og einnig að Sillet hafði í hyggju að segja upp samn- ingi sínum á vori komanda. Sillet stýrði Coventry til sigurs í bikar- keppninni 1987. Forráðamenn Coventry hafa þegar hafið leit að nýjum framkvæmdastjóra og eru allar líkur taldar á því að Terry Butcher, fyrrum fyrirliöi enska landsliðsins, hreppi hnossið og leiki jafnframt með liðinu, hugs- anlega gegn Liverpool á laugar- daginn kemur. Benfica skoraði þrjú mörk á útivelli • Fimm leikir fóru fram í portú- gölsku 1. deiidinni í fyrrakvöld og urðu úrslit leikjanna sem hér segir: Belenenses-Salgueiros......2-0 Boavista-Farense...........2-0 Braga-Benfica..............1-3 Amadora-Penafiel...........1-0 Tugir ólátaseggja handteknir í Dubiin • Til óláta kom eftir landsleik íra og Englendinga í Evrópukeppn- inni i Dublin í fyrrakvöld. Lög- reglan hafðí strangar öryggisráð- stafanir meöan á leiknum stóö en að leik ioknum sló í brýnu á milli stuðningsmanna liðanna. Enginn • slasaðist alvarlega en fleiri tugir voru handteknir og eiga yfir höfði sér fjársektir fyrir óspektir á al- mannafæri. Uppskeruhátíð Fram Knattspyrnudeild Fram heldur hina árlegu uppskeruhátíð sína á mánudaginn, 19. nóvember, kl. 18 í Framheimilinu við Safamýri. Bestu leikmenn yngri flokka verða útnefndir, Eiríksbikarinn afhentur, markakóngur Fram 1990 heiðraður, og Framdómari ársins útnefndur, einnig besti leikmaður meistaraflokks Fram 1990. Glæsilegar veitingar veröa á boðstólum. Foreldrar eru sér- staklega hvattir til að mæta meö börnum sínum. Úrslití gærkvöldi • 2. deildar lið HK og landshö Bandaríkjanna í handknattleik léku æfmgaleik í Digranesi í gær- kvöldi. Leiknum lyktaði með jafntefli, 16-16, þar sem Banda- ríkjamenn jöfnuðu úr vitakasti á síðustu sekúndunum. • ÍS sigraði Hauka, 45-53, á ís- landsmótinu í 1. deild kvenna í körfuknattleik. • í 16 Uða úrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik fór einn leikur fram í gær. 1. deildar Uð Stjörnunnar burstaði ÍR, sem leikur í 2. deild, 35-15. -GH DV „Er til í að pisi h venær og hva - Pétur Guðmundsson kúluvarpari neitar aifarið sögusögi Pétur Guðmundsson kúluvarpari setti sem kunnugt er glæsilegt íslandsmet í kúluvarpi á dögunum. Hann kastaði 21,26 metra en eldra met Hreins Halldórssonar var 21,09 metrar. í kjölfar þessa glæsilega mets hafa þær raddir heyrst að Pétur hafi tekið inn ólög- leg lyf og hafi átt að gangast skilyrðislaust undir lyfjapróf er hann setti metið. Þetta eru alvarlegir hlutir og í gær bárum við þessar. sögusagnir undir Pétur Guðmundsson. „Þetta er alveg dæmigert. Það heyrast alltaf svona sögur þegar einhver getur eitthvað í iþróttum. Ég er búinn að hafa mikið fyrir því að ná þessum árangri og hef gert það án allra lyfja. Ég var satt að segja að vona að lyfjanefnd íþróttasambandsins myndi mæta á mótsstaðinn þegar ég setti íslandsmetið. Hún hefur örugglega vitað hvað stóð til og mótið var mjög vel auglýst. Það urðu mér vonbrigði að ég var ekki tekinn í lyfjapróf eftir að íslandsmetið varð stað- reynd. Ég hef ekkert að fela og er tilbúinn að pissa í glas fyrir lyfja- nefndina hvenær og hvar sem er. Ég vona að af lyfjaprófinu verði,“ sagði Pétur Guðmundsson. • í samtali sem DV átti viö Hannes Þ. Sigurðsson, formann lyfja- nefndar ÍSÍ, kom fram að lyfianefndin mun ekki hafa frumkvæði að því að Pétur mæti í lyfiapróf. Hannes sagði ennfremur: „Ég tel eðlilegt aö Frjálsíþróttasamband íslands hafi frumkvæði í þessu máli.“ - Það eru engar reglur til staðar þess efnis að sá íþróttamaður sem setur íslandsmet mæti sjálfkrafa í lyfiapróf? „Nei slíkar reglur eru ekki til staðar," sagði Hannes Þ. Sigurðsson. • Magnús Jakobsson, formaður Frjálsíþróttasambands íslands sagði í gær: „Þetta mál hefur ekki verið rætt innan stjórnar FRÍ. Hins vegar get ég sagt þér að tillaga verður lögð fram á ársþingi FRÍ eftir viku þar s sjálfkrafa fara í lyf fljótlega," sagði Ma • Pétur sagði en kjaftasögur sem vii bæta árangurinn. Þ ur verið. Ég hef ve hættur. Ég þarf hir árangur minn enn áttum. Mér hefur ti ans Georg Andersoi hins vegar getað æft og ekkert á meðan draumaaðstæður," s Jón Arnai um KR-in - skoraöi 44 stig og Haukar unnu lok • Teitur Örlygsson skoraði 20 stig í leiknum í gær. Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Njarðvíkingar unnu stórsigur á ÍR-ingum, 97-69, í úrvalsdeildinni í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Njarðvík. Staðan í leikhléi var, 41-38, Njarövík í hag. Það stefndi allt í stórsigur heima- manna á upphafsmínútunum. Njarð- vík komst í, 24:11, en ÍR-ingar neituðu að gefast upp og gengu á lagið þar sem kæruleysið var allsráðandi hjá Njarðvíkingum og minnkuðu mun- inn. í síðari hálfleik var aldrei spurn- ing, leikmenn Njarðvíkur náðu sér vel á strik og náðu góðu forskoti sem þeir juku við jafnt og þétt og stórsig- ur liösins var í höfn. Það fáa sem gladdi augað í leiknum voru tvær glæsilegar troðslur sem • Doglas Shouse lék vel fyrir ÍR- inga í fyrri hálfleik. þeir Rondey Robinson og Teitur Örlygsson framkvæmdu. Skástir í liði Njarövíkinga voru þeir Teiturog Rondey og þá vakti athygli ungur nýliði, Daníel Sveinsson, sem geröi 9 stig eftir að hann kom inn á undir lok leiksins. Hjá ÍR var skástur Do- glas Shouse, í fyrri. hálfleik, og Jó- hannes Sveinsson í síðari hálfleik. Stig UMFN: Robinson 23, Teitur 20, ísak 15, Fririk 14, Daníei 9, Kristinn 6, Hreiðar 6, Rúnar 2, Ástþór Ingason 2. Stig ÍR: Shouse 23, Jóhannes 14, Björn B. 10, Hilmar 8, Eggert 6, Björn L. 6, Halldór 2. Dómarar voru þeir Guðmundur S. Maríasson og Brynjar Þór Þorsteins- son og höfðu þeir góð tök á leiknum. Haukamenn hafa í gegnum tíðina allt- af átt erfitt uppdráttar gegn KR-ingum í körfuknattleik. í gærkvöldi náðu Haukamenn loksins að vinna kærkom- inn sigur á vesturbæjarliðinu, 86-75, í baráttuleik í Hafnarfirði. Þetta er fyrsti sigur Hauka á KR síðan í mars 1988 og það var því góð ástæða fyrir Haukamenn að fagna í gærkvöldi. Haukamenn höfðu frumkvæöið allt frá fyrstu mínútu og drifnir áfram af stór- leik Jóns Arnars Ingvarssonar héldu þeir KR-ingum í hæfilegri fiarlægð. Munurinn í fyrri hálfleik var lengst af 8-10 stig en í leikhléi var staðan 43-37. í seinni hálfleik náðu KR-ingar að brúa bilið og jafna síöan metin þegar 12 mín- útur voru eftir. Haukamenn náðu þá aftur góðum kafla og juku muninn á nýjan leik. Spennan var mikil undir lok- in en Haukamenn náðu að halda foryst- unni og tryggja sér góðan sigur. Jón Arnar Ingvarsson var hreint út sagt frábær í þessum leik og skoraði 44 stig eða yfir helminginn af stigum Hauka. Hann skoraði nánast þegar hann vildi og virtist lítið hafa fyrir því. Mike Noblet stóð sig einnig mjög vel og hefur hann vaxið með hverjum leiknum. Hjá KR-ingum var Páll Kolbeinsson yfirburðamaður og Jonathan Bow komst einnig ágætlega frá sínu. Liðiö er mjög dapurt um þessar mundir og hefur nú tapað 4 af síðustu 5 leikjum sínum í deildinni. Innáskiptingar voru oft á tíð- um vægast sagt undarlegar og svo virð- ist sem Páll nái ekki að stjórna nógu vel samfara því að leika með liðinu. Dómarar voru Kristinn Albertsson og Helgi Bragason og komust þeir í heiidina vel frá sínu. Stig Hauka: Jón Arnar Ingvarsson 44, Mike Noblet 18, ívar Ásgrímsson 10, Henning Henningsson 7, Pálmar Sig- urðsson 5 og Pétur Ingvarsson 2. Stig KR: Páll Kolbeinsson 29, Jonathan Bow 23, Axel Nikulásson 9, Matthías Einarsson 8, Bjöm Steffensen 2, Her- Knattspyrnuþjálfari Knattspyrnufélag Siglufjaröar óskar að ráöa knatt- spyrnuþjálfara fyrir næsta tímabil. Upplýsingar veitir Haraldur í síma 96-71148 e.kl. 20.00. Landsliðið til Noregs s Islenska landsliðið í bad- minton er komiö til Nor- egs þar sem liðið keppir á Noröurlandamótinu í bad- minton. Mótið hefst á morgun og því lýkur á sunnudag. í landsliði íslands eru: Broddi Kristjánsson, Árni Þór Hallgríms- son, Elsa Nielsen og Guðrún Júiíus- dóttir. Þjálfari er Karsten Thomsen og fararstjóri Sigríöur Jónsdóttir. Reynir Þorsteinsson dæmir fyrir ís- lands hönd á mótinu. í kvöld leikur íslenska landsliöið „upphitunar- landsleik" gegn norska landsliðinu. -SK • Islenska landsliðið i badminton sem kepp heigina en mótið fer fram i Noregi. Tíunda tap ÍR-inga í röð - núfyrirNjarövík, 97-69

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.