Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1993, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993 15 Atvinnusköpun fyrir hverja? „Við verðum að horfast i augu við þá staðreynd að vinnan er að minnka, ekki aðeins vegna samdráttarins heldur einnig fyrir tilstuðlan tækninnar." Það má lengi deila um í hvaða verkefni beri að beina skattpening- um okkar en á tímum eins og þeim sem við nú lifum er ljóst að ríki og sveitarfélög verða að koma inn í dæmið og slá á samdráttinn þó að það kosti auknar skuldir um sinn. Öðrum er vart til að dreifa sem skapað geta vinnu svo um munar, miðað við núverandi stöðu flestra íslenskra fyrirtækja sem gera allt hvað þau geta til að hagræða og spara. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að vinnan er að minnka, ekki aðeins vegna sam- dráttarins heldur einnig fyrir til- stuðlan tækninnar. Munurinn vex milli karla og kvenna Samkvæmt nýjustu tölum frá fé- lagsmálaráðuneytinu hefur heldur dregið úr atvinnuleysinu og er það fyrst og fremst þakkað átaksverk- efnum á vegum sveitarfélaga og þeim peningum sem smátt og smátt eru að skila sér í aukinni vegagerð um land allt. Tölur frá því í júní (sem enn eru nýjustu tölur) sýna að atvinnuleysið á landinu eins og það er mælt af ráðuneytinu var 3,7%, miðað við t.d. 5,0% í febrúar. Það sem slær mann mest er hve KjaUariiin Kristín Ástgeirsdóttir þingkona Kvennalistans í Reykjavík munurinn milli kvenna og karla hefur vaxið. Þannig hefur dregið verulega úr atvinnuleysi karla meðan það hefur aukist hjá konum á höfuðborgarsvæðinu og er veru- legt á Noröurlandi eystra og á Suð- urnesjum. Af þessum tölum dreg ég þá ályktun að sérstaklega beri að gefa atvinnumálum kvenna gaum og beina fjármagni til þeirra og verkefna sem þær sinna fremur en karlar. Raunin er þó önnur. Gamaldags mat Samkvæmt þeim hugmyndum sem kynntar hafa verið um millj- arðinn áðumefnda má ljóst vera að þar eru einkum á ferð verkefni fyrir byggingariönaðinn, mörg hver mjög þörf, en miðað við at- vinnuástandið væri nær að beina mun stærri hlut til kvenna. Hlut- follin eru einfaldlega röng. Það er reyndar alveg með ólíkindum hvað framkomnar hugmyndir um at- vinnusköpun fela í sér gamaldags mat á þvi hvað er hagkvæmt og arðbært fyrir samfélagið. Þjónusta af ýmsu tagi getur sparað mikið fé þegar til lengri tíma er litið og vel- líðan fólks og aðstæður hefur mikil áhrif á fyrirtæki, vinnumarkaðinn og hagvöxtinn. Óásættanleg skipting Tvö verkefni eru íyrirhuguð sem sérstaklega snerta konur. Annars vegar á að fylgja eftir hugmyndum um eflingu list- og heimilisiðnaðar með 20 millj. kr. framlagi, hins vegar á að veija 60 millj. kr. til „atyinnu- mála kvenna samkvæmt sérstöku samkomulagi“. Það eru sem sagt 80 millj. kr. sem á að veita til atvinnu- sköpunar í þágu kvenna af 1.045 millj. kr. þegar við okkur blasir að atvinnuleysi meðal þeirra er tæplega helmingi meira en meðal karla! Auðvitað hlaða hin ýmsu verk-' efni eitthvað utan á sig og kalla á skrifstofustörf og þjónustu en ég held að þessar tölur segi okkur ótrúlega mikið um það hvemig litið er á vinnu kvenna í okkar þjóðfé- lagi þrátt fyrir gífurlega atvinnu- þátttöku þeirra og þá staðreynd að konur eru fyrirvinnur heimila sinna rétt eins og karlar, ef þær eru þá ekki einu fyrirvinnumar. Enn einu sinni er undirstrikað hve forneskjulegt karlveldi ríkir hér, jafnt hjá stjórnvöldum sem innan verkalýðshreyfingarinnar en sú síðarnefnda á að sjálfsögðu að gæta hagsmuna þeirra þúsunda kvenna sem em innan hennar vé- banda. Kristín Ástgeirsdóttir „Þaö er reyndar alveg með ólíkindum hvað framkomnar hugmyndir um at- vinnusköpun fela í sér gamaldags mat á því hvað er hagkvæmt og arðbært fyrir samfélagið.“ Æ, æ, þarita fór sunnudagssteikin! Nokkur umræða hefur orðið að undanfomu í fjölmiðlum og meðal almennings um hrátt kjöt sem fannst í poka í fórum eiginkonu utanríkisráðherra. Þetta hefur eðlilega vakið nokkra athygli enda slík mál ekki á hveijum degi til umfjöllunar, sem betur fer. Innflutningur á hráu kjöti er bannaður, m.a. af heilbrigðisá- stæðum, og er tollgæslunni falið eftirlit með að því banni sé fram- fylgt. Utanríkisráðherra er sem slíkur yfirmaður tollgæslunnar. Einnig bera ráðherrar aðra og meiri ábyrgð sem forystusveit sem valin er úr hópi þeirra sem setja þjóðfélaginu leikreglur. KjaUarinn Gunnlaugur Júlíusson Abyrgð ráðherra Það hefur mjög sjaldan komiö fyrir hérlendis að ráðherra hafi sagt af sér vegna þrýstings frá al- menningi. Það kemur hins vegar nokkuð oft fyrir annars staðar á Norðurlöndum og er skemmst að minnast afsagnar Pouls Schluter í Danmörku í fyrra. Hann sagði af sér þegar hann gat ekki hrakið miðlar með öðrum og léttvægari hætti á slíkum málum. Þetta þekki ég vel eftir allmargra ára búsetu í Svíþjóð og Danmörku. Þess er t.d. að minnast að fyrir ca 15 árum þurfti ráðherra í Sví- þjóð að segja af sér vegna þess að eiginkona hans nýtti frímiða í strætó fyrir sjálfa sig en þingmenn og ráðherrar fá slíka frímiða vegna „Enda þótt hér hafi ekki verið um margar krónur að ræða þá voru þarna brotin grundvallaratriði. Ef ráðherrum líðst að brjóta lítil grundvallaratriði, hvar eru þá mörkin? spurði fólk.“ Hvers vegna er bannað að flytja inn hrátt kjöt? Samkvæmt lögum, sem sett voru fyrir um 60 árum, er innflutningur á hráu kjöti bannaður, aðallega til að forðast hættu á innflutningi gin- og klaufaveiki til landsins. Það er bráðsmitandi sjúkdómur sem heij- ar aðallega á nautgripi. í Dan- mörku komu upp nokkur gin- og klaufaveikitilfelli fyrir 10 árum. Til að tryggja það að útbreiðsla veik- innar yrði stöðvuð voru ekki ein- ungis húsdýrin á bæjunum skotin og brennd heldur voru býlin brennd niður til grunna, slík var hagfræðingur Stéttarsam- bands bænda alvara málsins. Það þurfti að fella nær helming sauðíjárins hérlendis fyrir nokkr- um áratugum til að komast fyrir bráösmitandi mæðiveiki. Þannig höfum við dýrkeypta reynslu af innflutningi smitandi búfjársjúk- dóma. Því er það eðlilegt að það sé litið alvarlegum augum þegar hrátt kjöt finnst í fórum eiginkonu eins af æðstu mönnum þjóðarinnar. ákæru um að hafa skýrt þinginu rangt frá staðreyndum. Það var athyglisvert í því sambandi að for- sætisráðherra íslands lét svo um mælt að honum þætti atburðurinn harla ómerkilegur eftir mælingu á sinni 'siðferðisvog og alls ekki svo alvarlegur að til afsagnar hefði þurft að koma. Það skilur á milli umræðu um hliðstæð mál hérlendis og annars staöar á Norðurlöndum að afstaða almennings er oft nokkuð önnur hér og einnig taka innlendir flöl- starfa sinna. (Það er svipaður at- burður og að ráðherrafrú færi í eigin persónu og keypti í matinn á ráðherrabílnum.) Almenningur og fjölmiðlar töldu þetta vera misnotkun á aðstöðu sem ekki væri veijanleg. Enda þótt hér hafi ekki verið um margar krónur að ræða þá voru þama brotin grundvallaratriði. Ef ráð- herrum líðst að bijóta lítil grund- vallaratriði, hvar eru þá mörkin? spurði fólk. Hver á að ákveða þau? Gunnlaugur Júlíusson IIaA ivi0O og Staðarþágufall í veðurlýsingum JafngamaK málinu „í sjálfu sér er ekkert at- hugavert við notkun stað- arþágufalls í islensku. Þaö er ekki núkiö notaöonstað- arþágufalliö er jafhgamalt málinu. Þessu má likja við þegar við segjum báðum megin og hinum megin eru dæroi um þágufall. Við notum staðarþágu- fall í dagsetningum bréfa og í heimilisfóngum. Það er helsta notkun staðarþágufalls hjá okkur sem allir þekkja. Það er gamalt einkenni á málinu að nota svo- kallaða aukafallsliði sem eru not- aðir eins og atviksorð til þess að svara ýmsum spumingum eins og hvar, hvenær, hversu lengi og annað þvíumlikt. Með hliðsjón af þessu getum við sem störfum hér á þessum vett- vangi ekki lagst gegn þvi ef menn vilja nota staðarþágufall, t.d. í upptalningu þar sem mjög gott er að koma því við. Með því er hægt að losa sig við forsetningar og hægt að nota staðarþágufalliö eitt og sér án forsetningar. Það er fullkomlega í eöli málsins aö nota staðarþágufall í veöurlýs- ingunum. Hins vegar emm viö vön því og það hefur verið bent á það í þessari umræðu að í ýms- um töflum, þar sem staðir eru taldir upp, eru þeir nefndir í nefnifalli. Það er ekkert athuga- vert við það heldur. Aldrei hefur veriö gerð athuga- semd viö það að nöfnin á veðurat- hugunarstöðvunum séu lesin í nefhifalli. Þegar spurt er hvort eitthvaö sé athugavert við að les- ið sé í þágufalli þá er 1 raun og vem ekkert athugavert við þaö heldur er það alveg hárrétt að okkar dómi.“ Gegn minni málvitund Baldur Jónsson, prófessor hjá ís- lenskri málstöd. „Ég hef ver- ið hörðust í því að halda áfram aö lesa veðurlýsing- amar í nefni- falli en ekki þágufalli. Mér skilst að hvort tveggja . . sé rétt en ég 8ðstoð8rmaður er ósátt við að veðurfræðings. lesa í þágufalli án þess aö nota forsetningar með. Mér flnnst far- ánlegt að lesa svona langa runu af stöðvum án þess að hafa for- setningar á milli. Þetta er afar óáheyrilegt. Þegar ég les veörið inn á símsvarana nota ég forsetn- ingar og það hljómar einfaldlega miklu betur í raínum eyrum. Það eru um fjörutiu ár frá því ég byrjaði fyrst að lesa á veður- stofunni og ég furða mig á því hvort ég hafi verið aö lesa rangt allan þennan tíma. Hvers vegna hafa íslenskir málfraeðingar ekki stöðvaö þetta fyrr? Ég hef allan tímann lesið í nefhifallL Það stríöir á móti minni málvitund að lesa í þágufalli en þýðir samt ekki aö þágufallið sé rangt. Að lesa langa runu án forsetninga í þágufalli hýómar ankannalega. Nefhifallið hljómar miklu betur en staðarþágufallið. Þess vegna vil ég halda áfram að lesa i nefhi- falli eins og venjulega," -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.